Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 1
Sérblaðið Börn hefur göngu sína á ný: Daglegt líf |Lesbók |Börn á laugardögum STOFNAÐ 1913 254. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is HÉRAÐSDÓMUR í Stokkhólmi framlengdi síðdegis í gær um viku gæsluvarðhald yfir Per Olof Svensson, 35 ára gömlum Svía, sem handtekinn var vegna gruns um að hann væri morðingi Önnu Lindh, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, að sögn AFP-fréttastofunnar. Dag- blaðið Dagens Nyheter og fleiri fjölmiðlar í Svíþjóð forðast enn að nafngreina manninn enda þótt það sé gert í öðrum löndum. Dagens Nyheter lýsti því í gær á vefsíðu sinni er maðurinn var færður fyrir réttinn og ákæruatriðin lesin upp. „Hann sýndi aldrei andlitið og sagði ekki eitt einasta orð meðan fjölmiðlafólk fékk að vera viðstatt. Hann iðaði dálítið í sætinu þeg- ar ásökun saksóknara um morð var lesin upp.“ Gunnar Falk, verjandi Svenssons, sagð- ist eftir fund sinn með saksóknurum og hér- aðsdómurum skilja að dómurinn veitti sak- sóknurunum, Agnetu Blidberg og Krister Petersson, aukinn frest. Hann má ekki segja frá því hvaða gögn hafi verið lögð fram. „En svo mikið get ég sagt að ekki finnst mér mikið til um þau. Fátt bitastætt er í sönn- unargögnunum og ekkert sem tengir skjól- stæðing minn við glæpinn,“ sagði Falk sem útilokar ekki að hann muni kæra handtökuna. Sænska lögreglan mun nota næstu daga til að afla frekari og traustari gagna en mistakist það getur farið svo að manninum verði sleppt. Einkum binda lögreglumenn vonir við rannsóknir á DNA-erfðaefnissýnum sem fundust í fatnaði við morðstaðinn. Gera þarf nokkrar rannsóknir á DNA-efninu til að tryggja að niðurstaðan gildi fyrir rétti. Fá viku til að sanna sekt meints morðingja Gæsluvarðhald mannsins framlengt BOÐAÐUR hefur verið hluthafafundur í Eim- skipafélaginu 9. október í kjölfar þeirra víðtæku umskipta í viðskiptalífinu sem endanlega urðu ljós í fyrrinótt, þar sem Landsbanki Íslands og tengdir aðilar eignuðust um 27% hlut í Eimskipafélagi Ís- lands. Á fundinum munu fulltrúar þeirra félaga sem ekki eiga lengur hlut í félaginu ganga úr stjórn og fulltrúar nýrra eigenda taka við. Tveir stærstu hluthafar félagsins, Fjárfesting- arfélagið Straumur og Sjóvá-Almennar, seldu í fyrrinótt allan sinn hlut í félaginu. Auk þess á Tryggingamiðstöðin 5,6% hlut í Eimskipafélaginu en að sögn Halldórs J. Kristjánssonar, banka- stjóra Landsbankans, eiga félögin gott samstarf um hlutafjáreignina í Eimskipafélaginu. Forsvarsmenn Fjárfestingarfélagsins Straums, sem er orðinn stærsti hluthafinn í Flugleiðum, hafa hins vegar ekki tekið neina ákvörðun um hvort óskað verði eftir hluthafafundi þar sem ný stjórn Flugleiða yrði kosin. Jafnframt hefur ekki verið ákveðið hvort Straumur muni eiga þennan hlut áfram í Flugleiðum. Atorka og Afl með 17% í Sjóvá-Almennum Íslandsbanki hefur eignast eða samið um kaup á 56,2% hlut í Sjóvá-Almennum og fyrir þennan hlut er greitt með peningum. Við þetta lækkar eig- infjárhlutfall bankans úr 10,8% í 9%. Íslandsbanki ætlar að gera yfirtökutilboð í aðra hluti í Sjóvá-Almennum og greiða fyrir með hluta- bréfum í Íslandsbanka. Ekki er gefið upp á hvaða verði hlutabréf í Íslandsbanka eru í tilboðinu sem hefur valdið óánægju meðal smærri hluthafa. Meðal hluthafa í Sjóvá-Almennum sem hafa lýst yfir óánægju með tilboð Íslandsbanka í trygginga- félagið eru fjárfestingarfélögin Afl og Atorka. Þau keyptu í gær aukinn hlut í Sjóvá-Almennum og eiga samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sam- anlagt um 17% hlut í tryggingafélaginu. Frumkvæðið að þeim miklu sviptingum sem átt hafa sér stað undanfarna sólarhringa í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins kemur frá Íslands- banka og Sjóvá-Almennum. En samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins fóru forsvarsmenn Ís- landsbanka og Sjóvár-Almennra að ræða í alvöru í kringum síðustu helgi hvernig best væri að standa að þeirri skiptingu á hlutabréfum í félögum, sem síðan varð niðurstaðan með undirskriftinni á næt- urfundi í Landsbankanum í fyrrinótt. Endahnútur rekinn á uppstokkun fyrirtækjasamsteypa í viðskiptalífinu Breytt um stjórn í Eimskip  Landsbankinn/10–11 GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, flutti fyrsta ávarpið í gær í ráðhúsi Stokkhólmsborgar þegar um 1.300 manns, þar af margir tignir gestir frá öðrum löndum, heiðruðu minningu Önnu Lindh utanríkisráðherra. Mynd af Lindh er vinstra megin við Persson á sviðinu. „Hún elskaði heiminn og heimurinn elskaði hana,“ sagði Chris Patten sem fer með erlend samskipti í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins. Anna Lindh verður jarðsett í dag. Heiðruðu minningu Lindh  Látlaus/4 AP DANSKA stjórnin kynnti í gær áætlun sem miðar að því að gera bókstafstrúuðum múslímaklerkum erfiðara að flytjast til Danmerkur og reka þar áróður meðal trúbræðra sinna í landinu. Verður þeim meðal annars gert skylt að sýna fram á að þeir geti framfleytt sér sjálfir, talað dönsku og „virt vestræn gildi“, annars verður þeim sennilega vísað úr landi. Múslímar eru þrjú prósent íbúa Danmerkur eða um 170.000 manns. Peter Skaar- up, einn af þingmönnum Danska þjóðarflokksins er styður tillöguna, segir að sam- kvæmt orðanna hljóðan eigi reglurnar við leiðtoga allra trúarbragða en í reynd sé þeim beint gegn íslömskum klerkum. „Við lögðum fram tillöguna um þessi mál vegna þess að ímamar [múslímaklerkar] hafa valdið vanda í landinu með því að stuðla að því að stúlkur séu umskornar, þeir hvetja stuðningsmenn sína til að styðja al-Qaeda og predika á eigin tungu,“ sagði Skaarup. „Hvernig er hægt að fá innflytjendur til að laga sig að dönsku samfélagi ef trúarleiðtogar þeirra tala ekki einu sinni dönsku?“ Tillagan er hluti af nýrri og hertri reglugerð um innflytjendur sem ríkisstjórnin kynnti á fimmtu- dag. Auk Danska þjóðarflokksins, sem er yst á hægri væng og veitir minnihlutastjórn hægri- og miðjumanna stuðning á þingi, styðja jafn- aðarmenn, sem eru í stjórnarandstöðu, hana einn- ig. Er gert ráð fyrir að tillagan fari auðveldlega í gegn á danska þinginu í október. „Góður dagur fyrir ástina“ Slakað verður á sumum nýlegum ákvæðum inn- flytjendalaga, t.d. þeim sem ætlað er að hindra svo- nefnd nauðungarhjónabönd en hafa einnig komið niður á Dönum sem hafa gifst erlendum mökum. Múslímafjölskyldur þvinga oft ungt fólk til að ganga að eiga framandi maka frá múslímalandi og að sögn ráðherra innflytjendamála, Bertel Haarder, hafa um 400 innflytjendastúlkur farið í felur til að losna við þessa kvöð en þær óttast hefnd náinna ættingja sinna. Framvegis fá allir sem hafa verið ríkisborgarar í minnst 28 ár að taka með sér til landsins erlendan maka. Ljóst er að mjög fáir innflytjendur fullnægja skilyrðinu. Blaðið Jyllandsposten hafði eftir talsmanni jafn- aðarmanna, Anne-Marie Meldgaard, í gær að þetta væri „góður dagur fyrir ástina“. Þrengt að múslímaklerk- um í Danmörku Kaupmannahöfn. AFP. Peter Skaarup, þingmaður Danska þjóðarflokksins. RÁÐHÚSIÐ í borginni Mont- beliard í austanverðu Frakk- landi mun í október hleypa af stokkunum þjónustu sem gerir kleift að senda myndir af borg- aralegri hjónavígslu beint á Netið. Myndavél mun á þriggja sek- úndna fresti senda upptökur á vef borgarinnar frá því sem gerist í salnum þar sem vígsl- urnar fara fram. Geta þá fjar- staddir ættingjar og vinir brúð- hjónanna „tekið þátt“ í at- höfninni, að sögn embættis- manna hjá borginni. Einnig geta væntanleg hjón afþakkað útsendinguna. Gift í beinni á Netinu Montbeliard. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.