Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 27
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 27 Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga Vinsamlega skráið þátttöku með tölvupósti fvh@fvh.is eða í síma 551 1317. Verð með hádegisverði er 3.000 kr. fyrir félagsmenn og 4.800 kr. fyrir aðra. Fyrirlesarar: Árni Harðarson, lögfræðingur hjá Deloitte & Touche. Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi og dósent við HÍ. Fundarstjóri: Árni Snævarr Ábyrgð stjórnenda og endurskoðenda fyrirtækja: afleiðingar vanrækslu, mistaka og lögbrota Umfjöllunarefni:  Lögbundið og ólögbundið hlutverk stjórnarmanna og framkvæmdastjóra hlutafélaga.  Hvenær reynir á ábyrgð stjórnarmanna, stjórnenda eða undirmanna þeirra?  Hræringar á Íslandi og erlendis hvað varðar ábyrgð stjórnenda, hvar er úrbóta þörf?  Hlutverk og skyldur endurskoðenda, að hverjum beinast skyldur þeirra? Hádegisverðarfundur Félags viðskipta- og hagfræðinga og Deloitte & Touche verður haldinn fimmtudaginn 25. sept. nk. í Gullteigi, Grand Hótel Reykjavík, kl. 12-13:30. Árni Snævarr Árni Harðarson Stefán Svavarsson Fundurinn er öllum opinn! Þannig er mál með vexti að ég lenti í töluverðu einelti í barnaskóla. Í dag er ég 26 ára gamall og er oft mjög dap- ur, kvíðinn og óöruggur innan um fólk og hef ekkert sérstaka trú á sjálfum mér. Það sem mig langaði til að vita er hvort mögulegt sé að eineltið hafi haft þau áhrif að ég finni fyrir þessari vanlíðan í dag þrátt fyrir að langt sé um liðið og eineltinu sé löngu lokið. SVAR Sæll, já, það er rétthjá þér að eineltið get- ur haft töluverð áhrif á líðan þína í dag þrátt fyrir að langt sé um liðið og eineltið eigi sér ekki stað í dag. Til að útskýra þetta nánar er það löngum þekkt að fyrri reynsla, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, hefur töluverð áhrif á líðan okkar síðar á lífsleiðinni. Þessa neikvæðu reynslu, sem hefur áhrif á líðan okk- ar, sér maður t.d. hjá fólki sem lent hefur í einelti eins og þú, ein- staklingum sem búið hafa við vímu- efnaneyslu foreldra eða lent í ýmiss konar áföllum (t.d. slysum, kyn- ferðisofbeldi eða annars konar of- beldi) svo eitthvað sé nefnt. Áhrifin eru oft meiri þegar við upplifum nei- kvæða reynslu sem börn því á þeim árum eru bæði sjálfsmynd og við- horf að mótast. Ég hef orðið var við vanlíðan, eins og þú lýsir, hjá tölu- vert stórum hópi fólks sem leitað hefur til mín og sem á það sameig- inlegt að hafa orðið fyrir einelti sem börn eða unglingar. Þegar ég svo skoða þennan hóp betur er greini- legt að einkennin virðast keimlík hjá nokkuð mörgum. Margir þjást af þunglyndi og miklum tilfinninga- sveiflum, upplifa einmanaleika, eiga erfitt með að vera einir og hræðslan við höfnun er oft mjög sterk. Þessu fylgir oft kvíðatilfinning innan um annað fólk og þá sérstaklega innan um jafnaldra. Þessi kvíði veldur töluverðri vanlíðan þar sem þörfin á viðurkenningu hópsins eða frá hinu kyninu er mjög sterk og mikil. Reiði er einnig algeng, hvort sem um er að ræða reiði sem blossar upp þegar hugsað er um eineltið eða hreinlega reiði sem blossar skyndi- lega upp ótengd minningunni um eineltið. Að lokum ber að nefna eina af algengustu afleiðingum eineltis sem er skert sjálfsmynd og skert sjálfstraust. Áhyggjur af útliti eru þar mjög ofarlega og ekki síst hjá þeim sem hafa verið teknir fyrir (lagðir í einelti) vegna þyngdar, stærðar, útstæðra eyrna eða ann- arra einkenna tengdum útliti. Ein- staklingur sem lendir í einelti vegna einkenna tengdum útliti reynir oft að breyta útliti sínu með það í huga að reyna að bæta þannig sjálfs- myndina en því miður eykur það yfirleitt ekki sjálfstraustið þrátt fyr- ir miklar breytingar. Sá sem lagður er í einelti hefur yf- ir langan tíma heyrt neikvæðar at- hugasemdir og verið hafnað af öðr- um og er því þannig að einhverju leyti eins og brennimerktur og hugs- anirnar halda áfram að einkennast af neikvæðni og viðhalda þannig áfram neikvæðri sjálfsmynd þrátt fyrir að aðstæður hafi breyst og ein- eltinu sé löngu hætt. Það er því mikilvægt fyrir alla sem orðið hafa fyrir einelti og eru með neikvæða sjálfsmynd og lítið sjálfstraust, að reyna að átta sig á þessum tengslum og reyna svo að auka sjálfstraustið og sjálfsvirð- inguna. Gangi þér vel. Áhrif eineltis Eftir Björn Harðarson .............................................. persona@persona.is Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, fé- lagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. ÞAÐ hefur lengi verið vitað að dýr á tilraunastofum lifa lengur ef mataræði þeirra er byggt á hitaeiningasnauðu fæði, en nú hafa verið kynntar niðurstöður rannsóknar, sem bendir til þess að menn geti með slíku mataræði aukið lífslíkur sínar. Þetta á jafn- vel við þótt rétt mataræði hefjist ekki fyrr en um fertugt. Greint var frá rannsókninni í tímaritinu Science. Vísindamenn í Bretlandi gáfu ávaxtaflugum fæðu með mismunandi mörgum hitaeiningum. Flugurnar sem fengu hitaeiningasnauða fæðið lifðu að jafnaði í 90 daga, en þær sem fengu hefðbundið fæði lifðu helmingi skemur. Þeir komust einnig að því að þegar mataræði flugnanna, sem fengu hefðbundna fæðið, var breytt í hitaeiningasnautt fæði þegar flugurnar höfðu lifað í 14 til 22 daga, þ.e. voru um miðjan aldur, urðu þær lífseigari og lifðu jafnlengi og þær, sem fengið höfðu hitaeiningasnauða fæðið frá upphafi. Linda Partridge, sem er við University College í London, seg- ir að rannsóknin sýni að það sé aldrei of seint að bæta heilsuna með því að breyta mataræðinu. „Ef þetta á við um menn þýðir það að um leið og einstaklingur byrjar að neyta hitaeiningasnauðs fæðis verður hann eins og jafn- aldrar hans, sem alltaf hafa neytt þannig fæðis,“ sagði hún. „Lífs- líkur þeirra verða þær sömu.“ Hún sagði að áhrif slíks mat- aræðis á fólk hefðu aldrei verið rannsökuð, en sýnt hefði verið fram á að þetta ætti við um apa, mýs, rottur og ávaxtaflugur og bætti við: „Það er engin ástæða til að ætla að þetta eigi ekki einnig við um menn.“ Færri hitaeiningar gætu aukið lífslíkur Morgunblaðið/Arnaldur Er hægt að yfirfæra áhrif mat- aræðis á flugur á menn? Washington. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.