Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 32
Ú RSLIT evrukosninganna í Svíþjóð eru afdráttarlaus. Kosningaþátttakan var rúm 80% og úrslitin urðu að um 56% höfnuðu upptöku evr- unnar meðan tæp 42% studdu hana ásamt þátttöku í myntbandalagi Evrópusam- bandsins. Þetta gerist þrátt fyrir að allar helstu valdastofnanir samfélagsins með Göran Person forsætisráðherra og flesta ráðherra ríkisstjórnarinnar í fararbroddi hafi rekið ákafan áróður fyrir jái. Stjórn- arandstaðan á hægri vængnum, stórfyr- irtækin, samtök aðila vinnumarkaðarins og flestir fjölmiðlar landsins lögðust sömuleið- is á árar með upptöku evrunnar. Þeim mun stærri er sigur þeirra sem hvöttu Svía til að standa vörð um sænska velferðarríkið, lýðræðið, sjálfsákvörðunarréttinn og fulla atvinnu með sjálfstæðri hagstjórn. Það var ekki svo, eins og mörgum hættir til að álykta, að kosningarnar hafi aðeins snúist um það að vera með eða á móti evrunni. Kosningarnar snerust ekki síður um kosti evrunnar annars vegar og kosti þess að taka hana ekki upp hins vegar. Auðvitað bar nokkuð á neikvæðum eða hræðslukenndum áróðri á báða bóga eins og gengur. Stuðningsmenn evrunnar reyndu sumir hverjir að hræða menn til fylgis við sinn málstað með því að tala um einangrun og áhrifaleysi, versnandi lífs- kjör, fyrirtækjaflótta og fleira í þeim dúr yrði evran ekki samþykkt. Atvinnurek- endur og stórfyrirtæki eins og Ericson létu glitta í hótanir um flutning með umdeildum árangri fyrir sinn málstað. Eins gripu ýms- ir andstæðingar evrunnar til þess að draga upp dökka mynd af neikvæðum afleiðingum hennar fyrir sænskt samfélag. Í heildina voru umræðurnar þó uppbyggilegar og reknar á jákvæðari forsendum á báða bóga en ætla hefði mátt í ljósi þess hversu hræðsluáróður vill verða freistandi og nær- tækur við svona aðstæður. Hvers vegna nei? Áhugavert er að skoða hvers vegna neiið varð jafn afgerandi og raun ber vitni og hvað liggur að baki niðurstöðunni. Athygli vekur að það er mikil andstaða kvenna og ungs fólks sem gerir gæfumuninn. Þar með fýkur sú goðsögn, a.m.k. hvað Svía snertir, að andstaða við Evrópusamrunann sé ein- hvers konar íhaldssemi og þjóðrækni eldri kynslóðarinnar. Yngstu kjósendurnir í Sví- þjóð, á aldrinum 18-22 ára, reyndust afger- andi andv öllum ald Stuðnin ast við að ekki þýtt Aðildarsin undantek Vel upp hins vega óafturkræ sem ekki irgefið klú Hugmy verið upp stendur y endum er standa ut að þýða a ar aðstæð til að vefe andstæðu töku evru stuðningu yfirleitt h skammti islegt að s fellt sýnt á árunum sambandi Sigur lýðræðis og velf Eftir Steingrím J. Sigfússon 32 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H EILBRIGÐISMÁL eru lang- stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Heilbrigðismál snerta einnig mikilvægustu hagsmuni hvers einstaklings. Þrátt fyrir aug- ljóst mikilvægi málaflokksins er víða pottur brotinn í heilbrigðismálum þjóðarinnar sem þó er sú sjötta ríkasta í heimi. Heildarútgjöld Landspítala-háskólasjúkra- húss eru um 25 milljarðar króna á ári. Til sam- anburðar kosta um allir framhaldsskólar landsins um 10 milljarða króna á ári. Halla- rekstur Landspítalans hefur verið viðvarandi og fyrir árið 2003 stefndi hallinn vel á annan milljarð króna án fjárauka. Við blasir að nú- gildandi kerfi með stökum tímabundnum plástrum gengur engan veginn upp. Samkeppni í lyfjamálum Fólk þarf að átta sig á því að núverandi fjár- magn dugar einfaldlega ekki fyrir þeirri þjón- ustu sem spítalinn veitir. Annaðhvort þarf að auka fjármagn eða breyta þjónustunni. Í raun þarf að gera hvoru tveggja. Til að byrja með þarf að skilgreina ítarlega hvert hlutverk Landspítala-Háskólasjúkrahúss á að vera. Fara verður yfir lögbundið hlutverk spítalans og hvert hið æskilega og raunhæfa hlutverk hans sé. Það er ekki gefið að Landspítalinn eigi að sinna allri þeirri þjónustu sem hann gerir nú. Hugsanlega er spítalinn að vinna verk sem eiga betur heima annars staðar, s.s. hjá heilsugæslunni. Ná þarf sömuleiðis niður lyfjakostnaði en samanburður við lyfjaverð í nágrannaríkjum sýnir að það er hægt. Lyfjakostnaður spít- alans er um 6,5 milljón krónur á degi hverjum. Taka þarf upp raunverulega samkeppni við sölu lyfja til heilbrigðisstofnana en nú búa þær við óeðlilegt samkeppnisumhverfi lyfsala sem leiðir af sér dýrari lyf en ella. Regluverkið virðist einnig oft vera miðað fremur að þörfum lyfsala en við hag heilbrigðisstofnana, s.s. að því er varða merkingar o.fl. Stytta þarf biðlista sem eru einfaldlega dýr- ir, ekki einungis fyrir þá sem fyrir biðinni verða heldur einnig fyrir þjóðfélagið allt. Það ætti því að vera auðsótt mál að hreinsa þá upp ef aðeins er litið á krónur, aura og hagkvæmni. Skoða breytt rekstarform Launakostnaður er um 65% af heildar- útgjöldum Landspítalans og því skipta starfs- manna- og kjaramál miklu máli fyrir afkomu spítalans. Ná þarf böndum yfir starfs- mannafjölda og forðast kostnaðarsamar kjara- deilur, þó hefur margt jákvætt gerst í þeim málum undanfarin misseri. Skoða verður með opnum huga breytt rekstrarform í heilbrigðisþjónustunni. Jafn- framt þessu verður þó að tryggja fullt aðgengi allra einstaklinga að heilbrigðisþjónustunni óháð efnahag. Breytt rekstrarform getur þó vel verið lausn á ýmsum vanda heilbrigð- isþjónustunarinnar Einnig þarf að huga að því að láta fjármagn ríkisvaldsins fylgja sjúklingunum í mun meiri mæli en nú er gert en svipuð aðferðarfræði hefur verið tekin upp í menntakerfinu hvað varðar nemendur. Með því ætti að fást betri nýting mannafla og tækja og meiri skilvirkni í þjónustu heilbrigðisstofnana og jafnvel sam- keppni á milli þeirra. Sjúkrahús Suðurlands ætti t.d. að geta boðið höfuðborgarbúum upp á ákveðna þjónustu og fengið fjármagn frá rík- isvaldinu í samræmi við þá þjónustu. Samhliða slíkum breytingum þarf þó að ljúka að kostn- aðargreina heilbrigðisþjónustuna. Færa á þjónustu heilsugæslu og öldr- unarþjónustu til sveitarfélaga enda hefur það tekist vel þar sem það hefur verið gert. Í því sambandi mætti hugsa sér að bæjarfélagið þyrfti að standa straum af kostnaði við að legu sjúklinga, s.s. eldri borgara, á sjúkrahúsum eftir að meðferð þeirra lýkur þar. Við það myndast hvati hjá bæjarfélögum að byggja hjúkrunarheimili þar sem hvert rúm er marg- falt ódýrara en rúm á sjúkrahúsum. Nú er of hátt hlutfall sjúkrahúsrúma notuð til að sinna einstaklingum sem ættu frekar heima á hjúkr- unarheimilum ásamt allt of löngum biðlista eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Skoða ber einnig þá kosti að hafa hjúkr- unarheimili í stærri einingum en nú er gert. Við slíkt myndast forsendur fyrir stærð- arhagkvæmni og samnýtingu á þjónustu s.s. íþróttaaðstöðu, félagsstarf, endurhæfingu o.s.frv. Þjónustuíbúðir aldraða ættu einnig heima á slíku svæði og myndu íbúar þeirra njóta góðs af umræddri þjónustu. Þörfum maka sem þurfa á mismikilli umönnun væri einnig mætt með nálægð þjónustuíbúða aldr- aða við hjúkrunarheimili. Grunnskylda samfélagsins Það kemur á óvart við að heimsækja sjúkra- stofnanir á Íslandi hve mikið er um gjafir frá einstaklingum og félagasamtökum. Hjá mörg- um heilbrigðisstofnunum hafa flest tæki og bún- aður verið keypt fyrir gjafafé. Heilbrigðisþjón- usta á Íslandi væri ekki sjón að sjá án velvilja einstakra Íslendinga síðustu áratugi. Þótt Ís- lendingar hafi sýnt mikla gjafmildi í garð heil- brigðisþjónustunnar þarf því miður meira til. Velferðarkerfi, sem býr við forgangsröðun nú- verandi ríkisstjórnar, þarf sem aldrei fyrr á venjulegum borgurum að halda. Það þarf því þjóðarátak til að koma heilbrigðismálum þjóð- arinnar á réttan kjöl. Sérstaklega þegar breytt aldurssamsetning þjóðarinnar er höfð í huga. Samkvæmt Hagfræðistofnun Háskóla Íslands mun hlutfall eldri borgara miðað við þá sem eru á vinnualdri tvöfaldast næstu 50 árin. Það er grunnskylda samfélagsins að sinna sjúkum og slösuðum samborgurum sóma- samlega ásamt því að tryggja viðunandi úrræði fyrir aldraða. Á meðan þessir hlutir eru í ólestri þá getur ríkisvaldið erfiðlega réttlætt önnur út- gjöld. Lögum heilbrigðismálin Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar og situr í heilbrigðis- og trygginganefnd. Í fyrir le stór se leiguh um hú þess a eftir fé mati s ismark anförn biðlist hugsan Þes stað ve framh Þetta arkost og fast prósen Viðb hafa au einsta Frá ár veitt u Reykj Sveita Þ h Eftir ÖÐRUM TIL LÍFS Margir voru djúpt snortnir afsögu Auðar Valdimarsdóttur,litlu stúlkunnar sem nýlega gekkst undir lifrarígræðslu í Banda- ríkjunum og sagt var frá í Morgun- blaðinu í fyrradag. Saga Auðar fjallar auðvitað öðrum þræði um þrautseigju, væntumþykju og von allra þeirra sem að henni standa, sem þrátt fyrir allt hefði þó tæpast dugað til að skipta sköpum í baráttunni við þann sjaldgæfa sjúkdóm er þjáði hana. Örlagaþráður sögu hennar er nefnilega spunninn af ókunnugri manneskju sem tók hug- rakka ákvörðun í þeirri von að það mætti verða öðrum til lífs og tókst þannig að glæða viðkvæman neista því afli að hann hefur nú í fullu tré við áföll lífsins. Foreldrar Auðar, þau Ásdís Ásgeirs- dóttir og Valdimar Jónsson, sem röktu sögu dóttur sinnar í blaðinu, segja að þeim sé mikið í mun að vekja umræðu um líffæragjöf á Íslandi, enda sé hún lítil. „Ég veit ekki hvernig ég hefði brugðist við hefði ég verið í þeirri að- stöðu að vera beðin að gefa líffæri úr einhverjum mér nákomnum fyrir þessa reynslu, en núna myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um, og sama má segja um alla sem við þekkjum og hafa fylgst með veikindum Auðar,“ segir Ásdís. Þau viðbrögð er hún lýsir eiga án efa við um marga þá sem aldrei hafa staðið frammi fyrir því að taka afstöðu til líffæragjaf- ar. Jafnvel þótt flestir væru tilbúnir til að gefa eigin líffæri eða lífræn efni, myndu þeir hinir sömu hugsa sig um tvisvar ef þess væri farið á leit að þeir gæfu líffæri úr nákomnum ættingja, ekki síst vegna þess að erfitt getur reynst að taka slíkar ákvarðanir undir því álagi sem skapast er dauðinn knýr dyra, eins og gerist í slíkum tilfellum. Ákjósanlegast er því að hver og einn geri sjálfur upp hug sinn varðandi það hvort hann vilji gefa líffæri eða lífræn efni til læknismeðferðar annars ein- staklings. Eins og þau Auður og Valdi- mar benda á er hægt að láta skrá sig hér á landi sem líffæragjafa og hefur Landlæknisembættið þegar gefið út fræðslubækling um líffæragjafir. Í hon- um er, auk fræðslu, að finna líffæra- gjafakort sem hægt er að fylla út og geyma í veski. Með því að ganga með slíkt kort gefur viðkomandi aðili til kynna að vilji hans sé skýr hvað þetta varðar, en hann þarf þó að vera orðinn 18 ára gamall. Þótt tiltölulega fáir einstaklingar standi frammi fyrir því að þurfa líffæra- ígræðslu, er staðreyndin samt sem áður sú að eftirspurn eftir líffærum fer ört vaxandi eftir því sem læknavísindunum fleygir fram. Reynsla á borð við þá sem fjölskylda Auðar litlu gekk í gegnum og sagði frá í Morgunblaðinu er vel til þess fallin að brýna fyrir okkur öllum mik- ilvægi þess að taka meðvitaða afstöðu um þetta málefni. Þó ákvörðun um að gefa líffæri eða önnur lífræn efni kunni að virðast óraunveruleg eða jafnvel ónauðsynleg í daglegu lífi fullfrísks fólks, er ekki lítils vert að geta hugs- anlega einhvern tíma fært einhverjum stærstu gjöf sem hægt er að færa – lífið sjálft. VERKTAKI ÚTI Í VINDINUM Það hefur viljað loða við verklegarframkvæmdir á Íslandi að um- gengni við þær sé ekki til fyrirmyndar. Úr draslarahættinum hefur þó dregið verulega á síðustu árum, enda hafa æ fleiri fyrirtæki markað sér umhverfis- stefnu og átta sig á mikilvægi þess fyrir ímynd sína að þau gangi vel um um- hverfið. Í því ljósi vekur lýsing blaðamanns Morgunblaðsins á aðkomunni að virkj- anasvæðinu við Kárahnjúka, sem birt- ist í blaðinu í fyrradag, talsverða furðu. Í frétt blaðsins segir m.a.: „Mikið af plast- og pappaúrgangi feykist nú með vindum um virkjanasvæðið við Kára- hnjúka og kveður svo rammt að óþrifn- aðinum að fulltrúar Umhverfisstofnun- ar og Heilbrigðiseftirlits Austurlands fóru á vettvang í fyrradag til að skoða ástandið. Svo virðist sem ekki sé gengið frá plastfilmum utan af einingahúsum sem verið er að reisa á svæðinu, heldur fjúka þær víða um þetta mikla svæði, ásamt ýmsu pappadrasli og öðrum um- búðum. Mest er af ruslinu í Laugarvalladal, umhverfis búðasvæðið við Kárahnjúka, við Hafrahvamma og á leiðinni frá Ax- ará inn að virkjunarsvæðinu. Eftirlitsmenn hafa sl. mánuð ítrekað óskað eftir því við Impregilo að ruslið verði hreinsað burt og séð til þess að því sé fargað á réttan hátt, en forsvars- menn fyrirtækisins virðist hafa dauf- heyrst við þeirri bón og ástandið held- ur farið versnandi. Þá virðist sem einhverjir aðilar við virkjunarframkvæmdina hendi miklu magni sorps í Jökulsá og sé það aðeins tímaspursmál hvenær draslið fljóti upp á bakka niðri í byggð. Sem dæmi um það sem hent er í ána er heimilissorp, plastbrúsar og alls kyns umbúðir.“ Svör talsmanns ítalska verktakafyr- irtækisins Impregilo um að stundum „missi menn frá sér“ umbúðir í vind- inum, eru ekki sannfærandi og benda reyndar að öðru leyti til þess að það sé kannski fyrst nú þessa dagana, sem sorphirða og -flokkun er að komast í lag hjá fyrirtækinu. Ítalska verktakafyrirtækið Imp- regilo reisir virkjunina í umboði Lands- virkjunar. Í umhverfisstefnu Lands- virkjunar segir: „Við ætlum að leitast við að hanna, byggja og viðhalda mann- virkjum okkar og nánasta umhverfi þeirra þannig að þau sómi sér vel.“ Þar segir líka: „Við ætlum að gera sömu kröfur í umhverfismálum til þeirra að- ila er vinna fyrir okkur sem verktakar og ráðgjafar og við gerum til okkar sjálfra.“ Í „leiðum að markmiðunum [í um- hverfismálum] vegna byggingar Kára- hnjúkavirkjunar“, sem er að finna á heimasíðu Landsvirkjunar, segir jafn- framt: „Ákvæðum í lögum og reglu- gerðum er varða heilbrigðis- og meng- unarmál verði stranglega framfylgt í samvinnu við viðkomandi yfirvöld. Við meðhöndlun efna og úrgangs skal hafa eftirfarandi forgangsröð að leiðarljósi: Draga úr magni, endurnýta, endur- vinna, farga.“ Með þvílíkri umgengni um landið sem áður er lýst kemur Impregilo ekki aðeins óorði á sjálft sig, heldur líka verkkaupann, Landsvirkjun. Í ljósi þeirrar áherzlu, sem Landsvirkjun leggur á góða umgengni, og þess að Kárahnjúkavirkjun er þegar nógu um- deild frá sjónarmiði umhverfisverndar, hlýtur Landsvirkjun að leggja allt kapp á að verktakinn reki af sér slyðruorðið í þessum efnum sem öðrum. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.