Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 8
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært 24 ára karlmann fyrir tilraun til manndráps og sérstaklega hættuleg- ar líkamsárásir fyrr á árinu. Brota- þolar krefjast um 3 milljóna króna skaðabóta úr hendi ákærða Samkvæmt ákæruskjali gerði ákærði manndrápstilraun með því að stinga mann með hnífi í kviðinn og skalla annan mann. Meint brot voru framin í heimahúsi í Mosfellsbæ í maí sl. en þar er ákærða einnig gefið að sök að stinga þrjá aðra menn með hnífi. Auk þess að ráðast á umrædda fimm menn er ákærði sakaður um sérstaklega hættulega líkamsárás í mars sl. í Reykjavík. Í ákæru segir að hann hafi slegið húsráðanda í höf- uðið svo hann féll í gólfið, sest klof- vega ofan á hann og slegið hann margsinnis með báðum hnefum í höfuðið og síðan með bjórkönnu. Þá er hann einnig ákærður fyrir að halda hnífsblaði að hálsi manns og neyða hann þannig til að opna útidyr á íbúð sinni í Reykjavík. Loks er hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að bíta lögreglumann í handlegginn. Ákærður fyrir tilraun til manndráps og líkamsárásir „ÞAR hitti skrattinn ömmu sína,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur um landhelgisdeilu Breta og Íslendinga á árun- um 1948 til 1964. Guðni hefur lokið við doktors- ritgerð sína um deiluna og mun verja ritið fyrir Queen Mary College við Lundúnaháskóla síðar á þessu ári. Hann heldur fyrirlestur um efnið hjá Sögufélaginu í Fischersundi í dag, laugardag, strax eftir aðalfund félagsins sem hefst kl. 14. Nefnist fyrirlesturinn „Það vinnur aldrei neinn sitt dauða- stríð“. Fyrirlesturinn fjallar um baráttu Breta fyrir þröngri land- helgi þjóða á borð við Norðmenn, Dani, Sovétmenn og Íslendinga í Norður-Atlantshafi á umræddu tímabili. „Bretar börðust fyrir því að land- helgi þessara þjóða færi ekki út fyr- ir 3 mílur, en þeir áttuðu sig kannski ekki á því að vald þeirra á úthöfunum og í alþjóðamálun var miklu minna en verið hafði á blóma- skeiði þeirra á 19. öld,“ segir Guðni. „Barátta þeirra snerist ekki aðeins um að vernda fiskveiðihagsmuni, heldur voru þeir líka að berjast fyrir til- verurétti sínum sem flotaveldi. Þeir vildu geta siglt frjálsir um heimsins höf og halda siglingaleiðum opnum til nýlenda sinna um víða veröld. Í land- helgisdeilu sinni við aðrar þjóðir voru Bretar hins vegar allt of þröngsýnir og skammsýnir og voru alltaf skrefi á eftir þróuninni. Margir breskir sérfræðingar voru þó með nótunum en helstu ráðamenn voru aldrei til- búnir að taka af skarið og gefa eftir. Þeir þrjóskuðust við og þar kom að þeir lentu í deilum við Íslendinga og þar hitti skrattinn ömmu sína, því hér á landi voru ráðamenn líka þrjóskir og hefðu mátt vera ögn liprari í samningaviðræðum. En á Íslandi hefði sá nánast verið stimpl- aður sem landráðamaður, sem hefði mælt með eftirgjöf í deilunni. Guð- mundur Í. Guðmundsson, utanrík- isráðherra í vinstristjórninni 1956 til 1959, sem var sáttfúsari en t.d. Hermann Jónasson forsætisráð- herra og Lúðvík Jósefsson sjávarút- vegsráðherra, orðaði það svo við breska embættismenn að það hefði jafnast á við pólitískt sjálfsmorð að gefa eftir í deilunni við Breta.“ Guðni telur að Bretar hefðu borið meira úr býtum með diplómatískari lipurð, en þess í stað tóku þeir hvað eftir annað vonlausan slag. „Fyrst mótmæltu þeir því að Íslendingar færðu þriggja mílna landhelgina sína í 4 mílur árið 1952. Þá var öll- um flóum og fjörðum lokað en Bret- ar vissu sem aðrir að samkvæmt þróun hafréttar voru Íslendingar í fullum rétti, en engu að síður þráuðust þeir við. Það var vitleysa og duldist ekki færustu sérfræð- ingum þeirra. Þegar Íslendingar færðu landhelgina út í 12 mílur árið 1958 og Bretar sendu sjóher sinn hingað til lands, þá hefðu þeir mátt vita að þeir hefðu aldrei unnið deil- una með flotavaldi. Þetta var póli- tísk og diplómatísk deila. Um leið og breski sjóherinn kom á Íslands- mið voru Bretar búnir að tapa orr- ustunni þótt þeir gætu þrjóskast við í nokkur ár. Þarna endurspeglaðist sá misskilningur þeirra að Bretland væru enn flotaveldi og þyrfti þrönga landhelgi, en hagsmunir þeirra á þessum tíma voru allt aðrir en á nýlendutímanum. Bretland var að breytast úr heimsveldi í miðl- ungs Evrópuríki en það var erfitt fyrir þá að skilja þá staðreynd.“ Bretar of þröngsýnir í landhelgisdeilunni Guðni Th. Jóhannesson Rannsakar baráttu deyjandi heimsveldis í N-Atlantshafi FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Menn bíða nú spenntir eftir að sjá hvort „óskabarn þjóðarinnar“ verður endurskírt. Ljósheimar eru eins árs Aldagömul speki og ný FYRIRTÆKIÐLjósheimar er einsárs um þessar mundir. Ljósheimar er fræðslu- og heilunarmið- stöð til húsa í Brautarholti 8. Samkvæmt eigendum Ljósheima er um nýjar og ferskar áherslur að ræða sem eiga vaxandi vinsæld- um og áhuga að fagna nú um stundir. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Sólbjörtu Guðmunds- dóttur, annan eiganda Ljósheima. – Hvað eru Ljósheimar, Sólbjört? „Ljósheimar eru fræðslu- og heilunarmið- stöð sem stofnuð var af mér og Mörthu Ernstdótt- ur sjúkraþjálfara á síðasta ári. Ljósheimar eru opnir öllum sem vilja þroska sig og bæta líf sitt og líðan. Þar hefur fólk að- gang að mörgum leiðum til að komast í jafnvægi hvort sem er andlega, líkamlega eða tilfinn- ingalega. Þar starfa nuddarar, hómópatar, heilarar og jógakenn- ari. Auk þess fengum við fjölda er- lendra kennara í heimsókn á síð- asta starfsári og von er á enn fleirum á næsta ári. Í Ljósheimum eru starfræktir ýmsir hugleiðslu- og fræðsluhópar sem hittast í viku hverri. Við höldum reglulega Ljósheimadag til að kynna starf- semi okkar og á morgun milli klukkan 14 og 18 opnum við ein- mitt dyr okkar fyrir öllum sem áhuga hafa á. Ljósheimadagurinn verður að þessu sinni sérlega ánægjulegur því við höldum upp á eins árs afmæli okkar.“ – Á þessi tegund þjónustu vax- andi fylgi að fagna í þjóðfélaginu? „Sífellt fleiri leita til okkar í Ljósheimum. Fólk gerir sér betur og betur grein fyrir því hvað skiptir miklu máli að horfa inn á við og finna leiðir til að láta sér líða betur á líkama og sál. Fólk spyr sig í auknum mæli hvað það geti sjálft gert, hvernig það geti tekið af skarið með eigin ham- ingju á varanlegan og uppbyggj- andi hátt. Í Ljósheimum hjálpum við fólki að hjálpa sér sjálft.“ – Er alger sátt um hana meðal heilbrigðisstétta? „Ég hef í auknum mæli fundið fyrir velvild hinna svokölluðu hefðbundnu heilbrigðisstétta í garð minnar vinnu. Þegar fólk mætir einlægum vilja og fagleg- um vinnubrögðum sem miða að því að bæta líf og líðan manneskj- unnar verður það jákvætt og opið fyrir nýjum leiðum sem þjóna manneskjunni. Það er einlægur vilji okkar Mörthu að vinna í góðu samstarfi með öðrum heilbrigðis- stéttum.“ – Þú talaðir um sérstöðu Ljós- heima, í hverju er hún fólgin? „Ljósheimar hafa frá upphafi lagt áherslu á að auka fjölbreytni og gæði heilsutengdra meðferða og námskeiða á Íslandi. Mikinn auð er nú þegar að finna hér á landi en með alþjóðasamstarfi hafa Ljósheimar bætt þann auð enn frekar. Reglulega koma hing- að til lands kennarar og meðferð- araðilar víðs vegar að frá Banda- ríkjunum og Þýskalandi auk Ítalíu. Í Ljósheimum er sérstakt safn bóka til útláns eða lestrar á staðnum. Allflestar bækurnar voru gefnar Ljósheimum. Kunn- ugir jafnt sem ókunnugir víðs veg- ar að úr heiminum hafa sent okk- ur bækur. Bókasafnið vex og dafnar og eru bækur tengdar anda, líkama og sál alltaf vel þegn- ar.“ – Segðu okkur eitthvað frá þessu fólki sem hefur komið og er auk þess væntanlegt ... „Á fyrsta starfsári Ljósheima fengum við átta heimsóknir er- lendis frá. Til okkar kom m.a. hómópatinn Paul Herscu sem er þekktur um allan heim á sínu sviði. Selena Diditi kemur reglu- lega með fjölbreytt námskeið þar sem m.a. er skyggnst inn á víddir engla og gyðja. Snemma á næsta ári er svo von á feng shui-meistara að nafni Zai Hong Shen sem rekur feng shui-stofnun í New York. Við reiknum með að fá að meðaltali tvær heimsóknir að utan í mánuði á þessu starfsári.“ – Hvað með fyrirmyndir Ljós- heima? „Sérstök tengsl hafa myndast milli Ljósheima og staðarins Damanhur sem er við rætur Ítölsku Alpanna. Kennarar þaðan koma þrisvar til fjórum sinnum á ári í Ljósheima og miðla af 30 ára rannsóknarvinnu á sviði esóter- ískra fræða. Í Damanhur eru það verkin sem tala og menn lifa í sátt við efni og anda. Næsta námskeið verður helgina 22.–23. nóvember. Ljósheimar standa reglulega fyrir námsferðum til Damanhur.“ – Hvað áttu við með esóterísk- um fræðum? „Það eru andleg fræði.“ – Þessi starfsemi hljómar eins og angi af því sem kallað var ný- aldarfræði fyrir all- nokkrum árum. Er það svo, og hvernig hafa þau fræði staðist tímans tönn? „Þeir sem vinna í Ljósheimum byggja á aldagamalli speki í bland við það nýjasta sem er að gerast í þessum fræðum. Sumir segja að heimurinn fari í hringi, ég vil meina að hann fari í spíral, að við það gamla bætist ný þekking þeirra sem áfram leita. Því má segja að hin svokallaða nýaldar- speki blómstri og dafni vel.“ Sólbjört Guðmundsdóttir  Sólbjört Guðmundsdóttir er fædd 23. nóvember 1969 í Boston í Massachusetts í Bandaríkj- unum. Hún er útskrifuð í klass- ískum söng frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík árið 1997. Varð reikimeistari sama ár. Á og að baki tveggja ára nám frá Et- hericos School of Energy Medic- ine, kláraði þar árið 2000. PNLP 2001. Hefur auk þessa sótt fjölda námskeiða í Bandaríkjunum, Bretlandi, Skandinavíu og á Ítal- íu í tengdum fræðum. Maki er Pálmi Símonarson rafmagns- verkfræðingur, starfandi hjá Flugkerfum. Auk þess er á heim- ilinu kötturinn Skarphéðinn. Þegar fólk mætir einlæg- um vilja …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.