Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 2
KJARTAN Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins, segir að kostnaðaráætlun vegna fyr-
irhugaðrar byggingar tónlistar- og ráðstefnumið-
stöðvar í Reykjavík hafi fjórfaldast frá
upphaflegri áætlun. „Þessi tala hækkar alltaf og
hækkar,“ sagði Kjartan á fundi borgarstjórnar og
benti á að árið 1997 hefði kostnaðaráætlunin
vegna framkvæmdanna hljóðað upp á 1.550 millj-
ónir króna. Árið eftir hefðu menn talið 2,5 millj-
arða króna raunhæfari áætlun og aftur hefði fyr-
irhugaður kostnaður hækkað árið 1999 í 3,5-4
milljarða. Í ársbyrjun 2002 kom í ljós að þetta var
vanáætlun og talan nær 5 milljörðum. „Núna árið
2003 er talað um að þetta hús kosti 6,3 milljarða
króna,“ sagði Kjartan og það væri viðbúið að
kostnaður yrði enn meiri eða nær 7-8 milljörðum
króna.
„Ég held að við, sem höfum verið kosin til að
fara með opinbert fé, þurfum að velta því vel fyrir
okkur með hvaða hætti húsið verður byggt og
hvað það kostar,“ sagði Kjartan. Hann benti á að
þeir sem veltu upp þessum spurningum væru oft
sagðir andstæðingar menningarinnar en svo væri
ekki. Huga þyrfti líka að hagsmunum skattgreið-
enda í Reykjavík.
Stofnað til útgjalda en
ekkert formlega ákveðið
Kjartan sagði reiknað með að tekjur hússins
færu eingöngu í rekstur hússins en ekkert til að
niðurgreiða lán vegna stofnkostnaðar. Taka þyrfti
lán fyrir byggingu hússins og nú þegar væri er-
lend skuldastaða borgarinnar 45 milljarðar króna.
„Það er alveg ljóst að eins og fjármálum borg-
arinnar hefur verið stýrt síðustu ár myndi þriggja
til fjögurra milljarða króna kostnaður við slíkt
tónlistarhús koma sem hrein viðbót við skulda-
stöðu borgarinnar og er sú skuldastaða þó slæm
fyrir,“ sagði Kjartan. Ekki hefði verið tekin form-
leg ákvörðun um þessa byggingu þrátt fyrir að
samþykkt hefði verið í borgarráði að taka 150
milljóna króna lán vegna undirbúnings verksins.
„Ég hélt satt að segja að það væri einhugur um
það milli meirihluta og minnihluta að í þetta verk-
efni yrði ráðist og með þeim hætti sem talað hefur
verið um,“ sagði Alfreð Þorsteinsson, borgar-
fulltrúi Reykjavíkurlistans, við þetta tækifæri.
Sagði hann ræðu Kjartans varla teljast menning-
arvinsamlega og spurði hvort þetta væri skoðun
hans eða alls borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis-
flokksins. Kjartan svaraði því til að hann talaði
fyrir sjálfan sig. Sagðist hann aldrei hafa verið
sakaður um menningarfjandsamlega afstöðu eins
og Alfreð hélt fram. „Ég held að það þurfi ekki að
fara saman að vera menningarfjandsamlegur og
sýna ábyrgð í fjármálum.“
Borgarstjórn ræðir kostnaðaráætlun við byggingu tónlistarhúss
Hefur fjórfaldast frá 1997
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Villtur þorskur sérmerktur
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
(SH) hyggst halda merki villts
þorsks á lofti með sérmerktum um-
búðum til að greina hann frá eld-
isþorski, en fyrirsjáanlegt er að
framleiðsla á eldisþorski vaxi gríð-
arlega á komandi árum.
Þetta kom fram í máli Gunnars
Svavarssonar, forstjóra SH, á mark-
aðsfundi félagsins sem fram fór í
gær. Hann sagði að ekki mætti fara
fyrir villta þorskinum eins og villta
laxinum þegar framleiðsla á eldislaxi
jókst hröðum skrefum.
Framlengdi gæsluvarðhald
Héraðsdómur í Stokkhólmi sam-
þykkti í gær ósk saksóknara um að
framlengja um viku gæsluvarðhald
yfir Per Olof Svensson, 35 ára göml-
um manni sem lögreglan grunar um
að hafa myrt Önnu Lindh utanrík-
isráðherra fyrr í mánuðinum. Lindh
var minnst við fjölmenna og hátíð-
lega athöfn í ráðhúsi Stokkhólms í
gær og víðar um heim en hún verður
jarðsett í dag.
Hluthafafundur hjá Eimskip
Óskað hefur verið eftir hluthafa-
fundi í Eimskipafélaginu í kjölfar
þeirra víðtæku umskipta í viðskipta-
lífinu sem endanlega urðu ljós í
fyrrinótt, þar sem Landsbanki Ís-
lands og tengdir aðilar eignuðust um
27% hlut í Eimskipafélagi Íslands. Á
fundinum munu fulltrúar hinna nýju
eigenda félagsins ganga í stjórnina.
Þrengt að múslímaklerkum
Danska stjórnin hyggst herða
reglur um skilyrði sem erlendir leið-
togar trúarhópa þurfa að fullnægja
til að fá að starfa í landinu. Er ljóst
að nýju reglunum er einkum beint
gegn múslímaklerkum. Jafn-
aðarmenn styðja nýju reglurnar sem
eru mjög í anda hins hægrisinnaða
Danska þjóðarflokks.
Mikkaþraut
ÞESSAR flottu leikbrúður voru notaðar í sýningu á Dýrunum í Hálsaskógi í
norska Þjóðleikhúsinu. Getið þið hjálpað Mikka að finna réttu leiðina til vinar
síns Lilla klifurmúsar? Hann þarf nefnilega að fá góð ráð um það
hvernig best er að haga sér í heimsóknum.
NORSKI rithöf-
undurinn og
myndlistarmaður-
inn Thorbjørn Eg-
ner, sem skrifaði
leikritin um Dýrin
í Hálsaskógi, Kar-
íus og Baktus og
fólkið í Kardimom-
mubæ, fæddist í
Osló í Noregi fyrir
meira en níutíu árum. Egner skrifaði náms-
ækur og sá um barnaþætti í útvarpinu áður
n hann fór að skrifa sögur og leikrit fyrir
örn. Hann var lærður myndlistarmaður og
eiknaði því sjálfur myndir með verkum sínum.
Hann lét það þó ekki nægja heldur samdi líka
ög og texta með þeim þannig að það er aug-
óst að hann hefur verið mjög fjölhæfur lista-
maður.
Þegar leikrit Egners voru sett á svið hann-
ði hann líka búninga og svið og enn þann dag í
ag eru margar sýningar á verkum hans
yggðar á teikningum sem hann gerði fyrir
essar fyrstu sýningar.
Fjölhæfur listamaður
VINIRNIR Freyja Rún og Haggai Birnir, sem eru þriggja
og fjögurra ára, voru svo heppin að fá að fara á Dýrin í
Hálsaskógi um síðustu helgi.
Hvernig var í leikhúsinu?
Haggai Birnir: Bara gaman.
Freyja Rún: Það var skemmtilegt. Mig langar að sjá leik-
ritið aftur.
Hvað var skemmtilegast?
Haggai Birnir: Þegar refurinn datt á rassinn og þegar
hann fór á bak við tré og Lilli klifurmús togaði í skottið á
honum. Það var líka skemmtilegt þegar Bangsi litli týndist!
Voruð þið ekkert hrædd?
Haggai Birnir: Nei, ég var ekkert hræddur við refinn.
En þegar Bangsi litli týndist?
Freyja Rún: Nei.
Haggai Birnir: Við vissum alveg að þau myndu finna
hann aftur!
Langar aftur á leikritið
Krakkarýni: Dýrin í Hálsaskógi
Dýrin í Hálsaskógi:
1. Hver er það sem spilar og syngur allan
aginn?
2. Hverjum finnst erfiðast að vera góður við
ðra?
3. Hver er stærstur og vitrastur í skóginum?
4. Hver bjargar málunum þegar Bangsa litla
r rænt?
Kardemommubærinn:
1. Hver býr hjá Soffíu frænku?
2. Hver finnur hús ræningjanna?
3. Hvernig dýr eiga ræningjarnir?
4. Hvað er það vitlausasta sem ræningjarnir
afa rænt?
Karíus og Baktus:
1. Hvar búa Karíus og Baktus?
2. Hvað vilja Karíus og Baktus helst borða?
3. Hvað gleymdi Jens að gera?
4. Hvert fóru Karíus og Baktus á endanum?
Hversu vel þekkið
þið leikritin?
Svör:1. Lilli klifurmús 2. Mikki refur 3. Bangsapabbi 4. Mikki refur
Svör:1. Kamilla litla 2. Tommi 3. Ljón 4. Soffía frænka
Svör:1. Í tönnunum hans Jens 2. Franskbrauð með sýrópi 3. Að bursta tenn-
urnar 4. Út á sjó
Það er bara einn kostur við rigningu. Það þarf ekki að moka henni af tröppunum.
HAFIÐ þið ekki örugglega öll heyrt um
Mikka ref sem læddist um Hálsaskóg og
reyndi að klófesta lítlar mýs þar til hann
lærði að vera góður og hjálpsamur? Hafið þið
ekki líka heyrt um það hvernig hann bjargaði
Bangsa litla úr höndum veiðimannanna og
varð besti vinur allra í skóginum af því hann
var svo góður og hugrakkur?
Þið hafið kannski einhvern tíma séð leik-
ritið um Mikka og vini hans í leikhúsinu eða
þá hlustað á það á geisladiski. Leikritið hefur
nefnilega oft verið sýnt í leikhúsum á Íslandi
og nú er verið að sýna það í Reykjavík þar
sem það var fyrst sýnt fyrir meira en fjörutíu
árum.
Það getur því vel verið að foreldrar ykkar
hafi séð það og að þau muni ennþá eftir því –
ef þau hafa þá búið í Reykjavík. Þið hafið líka
örugglega einhvern tímann heyrt leikritið,
eins og það var leikið þá, því það var tekið
upp á plötu sem er til á mörgum heimilum.
Mörg skemmtileg leikrit
Maðurinn sem skrifaði leikritið um Mikka
og vini hans í Hálsaskógi hét Thorbjörn Egn-
er en hann skrifaði líka leikritin um
Kardemommubæinn og Karíus og Baktus
þannig að þið sjáið að hann hefur verið mjög
sniðugur að skrifa leikrit fyrir börn. Thor-
björn skrifaði leikritin fyrir næstum því
fimmtíu árum og samt eru þau ennþá mjög
vinsæl. Þau hafa verið þýdd á mörg tungu-
mál en þau eru þó vinsælust á Norðurlöndum
og þá sérstaklega í Noregi, þar sem Egner
átti heima, og á Íslandi þar sem flestir
krakkar þekkja þau.
Bæði raunveruleg og óraunveruleg
Það er ekkert skrýtið að leikritin séu
svona vinsæl því þau eru bæði spennandi og
skemmtileg. Svo eru þau líka svolítið raun-
veruleg á sama tíma og þau eru óraunveru-
leg. Hvernig getur það passað? Jú, þótt það
sé t.d. óraunverulegt að refur, mýs og bangs-
ar tali saman og hjálpist að þá sýnir það okk-
ur að ólíkir einstaklingar geta gert ýmislegt í
sameiningu sem þeir geta ekki gert ef þeir
hjálpast ekki að.
Enginn er bara vondur
Það eru ekki bara dýrin í Hálsaskógi sem
komast að því að það er betra að vera vinir
og vinna saman því þannig er það líka í
Kardomommubænum þar sem ræningjarnir
þrír komast að því að það er betra að vinna
með fólkinu í bænum en að hafa alla á móti
sér.
Egner vildi nefnilega að leikritin sýndu að
allt gengur betur ef við vinnum saman og að
fólk (og dýr) eru ólík og að enginn er bara
góður og enginn bara vondur.
Þannig á Mikki svo sannarlega sínar
slæmu hliðar alveg eins og ræningjarnir þrír,
sem rændu meira að segja heilli manneskju.
Þeir eiga það þó sameiginlegt að eiga líka
sínar góðu hliðar sem koma í ljós þegar á
reynir. Og það er þess vegna sem fólki (og
dýrum) fer að þykja vænt um þá og gefur
þeim annað tækifæri.
Mikki refur kominn á kreik
Morgunblaðið/Ásdís
Laugardagur
20. september 2003
Prentsmiðja
Árvakurs hf.
STJÓRNMÁLAUMRÆÐUR lita skólalíf nemenda í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð og í Verslunarskóla Íslands töluvert og
það er skoðanaágreiningur á milli skólanna; Verslingar eru hægri-
sinnaðir upp til hópa en því er þveröfugt farið meðal MH- inga sem
flestir aðhyllast stefnur vinstri flokkanna, að því er fram kemur í
viðtölum við nemendur skólanna sem birt eru á síðum tvö og þrjú í
Daglegu lífi í dag.
Þar er fjallað um staðalmyndir og meintan ríg á milli nemenda í
VÍ og MH. Fram kemur meðal annars að skólablað MH síðastliðinn
vetur var mjög pólitískt og í fyrsta fréttabréfi vetrarins sem kom út
í liðinni viku er einungis fjallað um Bandaríkin og utanríkisstefnu
þess.
Í Versló er einnig töluverð umræða um stjórnmál en svo virðist
sem vinstrimenn þar séu sjaldséðir, þótt eldrauðir kommúnistar
leynist innan um.
Meintur rígur og
magnaðar staðalmyndir
2
Morgunblaðið/Ásdís
Stjórnmál lita skólalífið
K
LÆÐSKERINN er ekki með mál-
band um hálsinn enda hefur dreg-
ið mjög úr því að fólk fari til klæð-
skera og láti sérsauma föt á sig.
Indriði Guðmundsson hefur þó
einstaka sinnum látið eftir sérvisku þeirra sem
eiga draum um tvídföt með hnébuxum eða
fjólublá sléttflauelsjakkaföt.
Indriði hefur haft nóg að gera frá því hann út-
skrifaðist úr Iðnskólanum árið 1992. Hann hef-
ur gert búninga fyrir kvikmyndir og leikrit og
kennt við Iðnskólann og Listaháskólann. Und-
anfarin ár hefur hann búið til snið fyrir hönnuði
og fataframleiðendur. Því heldur hann áfram í
búðinni sem hann er nýbúinn að opna á Skóla-
vörðustígnum. Sú lætur lítið yfir sér en nafnið
er stórt og minnir á gamla tíma: Indriði klæð-
skeri.
Fagidjót með fullkomnunaráráttu
„Ég er einn af mörgum sem finnst aldrei neitt
vera nógu gott,“ segir Indriði brosandi og segist
vera fagidjót með fullkomnunaráráttu. Nú býr
hann til föt úr efnum sem hann er fullkomlega
sáttur við og lætur sauma þau eftir sniðum sem
hann hefur þróað. Fötin í hillunum hjá Indriða
eru skyrtur í ýmsum mynstrum, buxur úr kakí
eða flaueli og frakkar. Allur fatnaðurinn er úr
tyrkneskri bómull og
er saumaður í Ist-
anbúl.
Indriða
finnst of lítið
framboð af
íhaldssemi og
finnst leitt að
klassískir, ein-
faldir og
kannski fyrirsjáanlegir
hlutir verði útundan í
framleiðslu. „Hvers
vegna er hætt að bjóða
bíla í litum eins og
rjómagulum en í stað-
inn er boðið upp á túr-
kíssanseraðan?“ spyr
klæðskerinn í for-
undran.
„Línan byggist á
þeirri hugmynd að
stundum langar mann í
meira af því sama. Það
má alveg bjóða það
sem er gott lengur en
eitt tímabil. Alveg
sama hversu margar
kokkabækur eru gefnar út, vöfflur hætta ekki
að vera góðar,“ segir Indriði.
Allur saumaskapur er eftir höfði klæðskerans
sem fór til Istanbúl og fann verksmiðju sem féll
að hans hugmyndum. Verksmiðjan býr vel að
starfsfólki sínu og allir efnisafgangar eru end-
urunnir. En fyrst lætur Indriði vefa bómull-
arefni eins og best verður á kosið. „Ég nota ein-
göngu efni sem ég get boðið áfram. Ég vil hafa
efnið og sniðið fullkomið. Það er ekki nóg að
buxurnar séu svona eða svona víðar heldur
verður víddin að leggjast nákvæmlega á réttu
staðina. Vasinn verður að vera nákvæmlega
með réttum halla og svo framvegis,“ segir hann.
„Ég vil fá að ráða yfir öllu ferlinu frá því að efn-
ið er búið til. Ég vil tala við viðskiptavinina,
rétta þeim fötin sjálfur og sjá þá máta. Allt hér
verður að vera betra en allir hinir gera og ef
viðskiptavininum líkar það, þá er það mín
vaffla,“ segir hann og heldur kakíbuxunum fínu
á lofti.
Föt eiga að vera úr ull eða bómull
Hjá Indriða eru öll fötin úr bómull, hvort sem
það er kakí eða flauel í buxunum eða poplín í
frökkunum. Af buxum og skyrtum er eitt
grunnsnið en mismunandi litir og mynstur.
Frakkarnir eru í mismunandi síddum. „Föt
eiga að vera úr ull eða bómull,“ segir klæð-
skerinn ákveðinn. „Flíspeysur eru við-
urstyggð. Af hverju eru karlmenn með
gerviefnið gróið við sig árið um
kring?“ spyr hann, grettir sig
og endurtekur að bómull sé
langbesta efnið.
Indriði hefur alltaf haft
áhuga á fötum en klæð-
skeranámið lá ekkert endi-
lega beint við. „Ég var ekki
alltaf heima að sauma föt,“
segir hann brosandi. Indr-
Morgunblaðið/Jim Smart
Hvert smáatriði er úthugsað hjá Indriða klæð-
skera.
Indriði hannaði sjálfur útlit verslunarinnar og
leggur mikið upp úr því að lýsingin sé rétt.
Hvert smáatriði
er úthugsað hjá
Indriða.
iði lítur á sjálfan sig sem klæðskera en ekki
fatahönnuð og er stoltur af því að búa til föt.
Hann náði í skottið á klæðskerum af gamla skól-
anum þegar hann var í Iðnskólanum og vann
svo með einhverjum þeirra á saumastofunni
Sólinni og segist hafa lært mikið af þessum
gömlu meisturum.
steingerdur@mbl.is
Fínt efni
og full-
komið
snið
Íhaldssemi í framboði
Indriði
Guðmunds-
son klæð-
skeri hefur
ákveðnar
skoðanir.
LAUGARDAGUR
20. SEPTEMBER 2003
MH VÍ
TÍSKA
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 32
Viðskipti 14 Viðhorf 36
Erlent 14/18 Minningar 36/43
Höfuðborgin 18/19 Kirkjustarf 44
Akureyri 20/21 Bréf 48
Suðurnes 22 Myndasögur 48
Árborg 23 Dagbók 50/51
Landið 24 Sport 52/55
Úr Vesturheimi 25 Leikhús 56
Neytendur 26 Fólk 56/61
Heilsa 27 Bíó 58/61
Listir 28/29 Ljósvakamiðlar 62
Umræðan 30/31 Veður 63
* * *
L a u g a r d a g u r
20.
s e p t e m b e r ˜ 2 0 0 3
MÖGULEGT er að norðaustur-
siglingaleiðin fyrir norðurheim-
skautið verði opin óstyrktum
skipum í að minnsta kosti tvo
mánuði á sumrin innan fimm ára
og jafnvel í fjóra til sex mánuði
árið 2015. Um þetta ber flestum
vísindamönnum sem fjallað hafa
um áhrif hlýnandi veðurfars á
norðurslóðum saman. Í ljósi
þess hefur Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra sett á fót
starfshóp til að fjalla um opnun
norðaustur-siglingaleiðarinnar
fyrir norðurheimskautið og mik-
ilvægi hennar fyrir Ísland. Í
frétt frá utanríkisráðuneytinu
segir að Ísland hefði mikinn
efnahagslegan ávinning af opnun
siglingaleiðarinnar og að hún
myndi opna möguleika á birgða-
stöð og umskipunarhöfn á Ís-
landi fyrir flutninga milli Aust-
ur-Asíu og ríkja við
Norður-Atlantshaf.
Vænta má skýrslu frá starfs-
hópnum að ári liðnu.
Rússar hafa siglt þessa leið
með aðstoð ísbrjóta í hálfa öld.
Með opnun leiðarinnar styttist
siglingaleiðin frá Norðaustur-
Asíu til austurstrandar Norður-
Ameríku um 4.300 sjómílur.
Starfshópur um opnun norðaustur-íshafsleiðarinnar
Hefur mikinn efna-
hagslegan ávinning
Bankaræn-
ingjans
enn leitað
LÖGREGLAN í Reykjavík leitar enn karl-
manns, sem á fimmtudag framdi rán í
útibúi Íslandsbanka í Lóuhólum vopnaður
eggvopni. Ekki er vitað á hvaða aldri mað-
urinn er, en honum tókst að flýja af vett-
vangi eftir að hafa hrifsað til sín fjármuni úr
bankanum. Ekki hafði tekist að hafa uppi á
honum í gær, en lögregla segist vinna að
lýsingu á manninum.
Fjórða bankaránið á þessu ári
Þetta er fjórða bankaránið hér á landi á
þessu ári ef frá er talin gripdeildin úr Ís-
landsbanka við Eiðistorg 29. ágúst, en þar
var ekki beitt vopnum eða hótunum eins og
í hin skiptin fjögur.
Fyrst var framið rán í Sparisjóði Hafn-
arfjarðar 1. apríl, næst í Sparisjóði Kópa-
vogs 16. maí og síðan í Grindavík 5. júní.
Gripdeildin í Íslandsbanka var síðan framin
29. ágúst, sem áður gat. Í öllum tilvikum
hefur lögreglan handtekið þá sem voru að
verki og bíða þeir málsmeðferðar fyrir brot
sín. Hinn almenni refsirammi ránsbrota
samkvæmt hegningarlögum er frá 6 mán-
aða til 10 ára fangelsi. Ef mikil hætta hefur
skapast við rán er heimilt að dæma ræn-
ingja í 16 ára fangelsi.
ÞAU léku sér í góðum takti, ef til vill tangótakti, börnin við Gamla pakkhúsið í Ólafsvík. Ekki létu þau held-
ur norðan vindsperring eyðileggja fyrir sér gleðina af því að leika sér saman.
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Í réttum takti
Talinn hafa brotið freklega
gegn vilja dóttur sinnar
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt karlmann í fjögurra
mánaða skilorðsbundið fangelsi og
til greiðslu 1,2 milljóna króna í
skaðabætur fyrir sifskaparbrot
með því að svipta íslenska konu
umsjá yfir dóttur þeirra í ágúst og
september 2001, en hann meinaði
stúlkunni för frá Egyptalandi til Ís-
lands með því m.a. að taka af henni
vegabréf og farseðla. Ríkissak-
sóknari ákærði manninn, en hann
hefur bæði íslenskt og egypskt rík-
isfang.
Að mati dómsins gekk ákærða
það til að tryggja að dóttir hans
nyti skólagöngu og trúaruppeldis
og tileinkaði sér það sem hann áliti
vera gott siðferði. Á hinn bóginn
var hann talinn hafa brotið freklega
gegn rétti móðurinnar og var talið
sérstaklega ámælisvert að hann
skyldi auk þess hafa svo freklega
brotið gegn vilja stúlkunnar með
þeim hætti sem hann gerði.
Pétur Guðgeirsson héraðsdóm-
ari dæmdi málið. Verjandi ákærða
var Hilmar Ingimundarson hrl.
Sigríður J. Friðjónsdóttir saksókn-
ari hjá ríkissaksóknara sótti málið.
Fimm í gæslu-
varðhaldi vegna
fíkniefnamáls
FIMM menn hafa verið úrskurðaðir í hálfs
mánaðar gæsluvarðhald í Héraðsdómi
Reykjavíkur að kröfu lögreglunnar í
Reykjavík, vegna fíkniefnamáls sem hún
hefur tekið til rannsóknar. Einn sakborn-
ingur var hnepptur í gæsluvarðhald á
fimmtudag, en fjórir á miðvikudag.
Lögreglan gefur ekki upp um hversu
mikið magn fíkniefna er að ræða eða af
hvaða tegund þau eru. Lögreglan segir þó
að sumir hinna grunuðu hafi komið við sögu
lögreglunnar áður.
Sjálfkjörið
í forystu Sam-
fylkingarinnar
ÖSSUR Skarphéðinsson þingmaður verður
sjálfkjörinn til formennsku Samfylkingar-
innar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vara-
þingmaður verður sjálfkjörin til varafor-
mennsku flokksins, þar sem engin
mótframboð bárust.
Framboðsfrestur rann út kl. 16 í gær.
Kemur það í hlut landsfundar Samfylking-
arinnar að staðfesta kjör þeirra, en fund-
urinn verður haldinn síðustu helgina í októ-
ber. Margrét Frímannsdóttir, þingmaður
og varaformaður Samfylkingarinnar, gaf
ekki kost á sér til áframhaldandi varafor-
mennsku.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦