Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Fram - Víkingur 26:23 Framhúsið, Íslandsmót karla, Re/Max- deildin, norðurriðill, föstudagur 19. sept- ember 2003. Gangur leiksins: 0:1, 4:1, 6:2, 9:5, 10:7, 10:10, 11:10, 12:10, 13:11, 13:13, 17:15, 17:17, 20:19, 22:22, 24:22, 24:23, 26:23. Mörk Vals: Hjálmar Vilhjálmsson 7, Valdi- mar Þórsson 6, Guðjón Finnur Drengsson 4, Hafsteinn Ingason 2, Eymar Kruger 2, Björgvin Þór Björgvinsson 2/1, Arnar Þór Sigþórsson 1, Héðinn Gilsson 1, Jón Björg- vin Pétursson 1. Varin skot: Egidijus Petkevicius 17 (þar af fóru 6 aftur til mótherja). Utan vallar: 14 mínútur. Þar af fékk Hjálmar Vilhjálmsson rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir og síðan tvær mínútur til viðbótar á félaga sína fyrir mótmæli. Mörk Víkings: Bjarki Sigurðsson 8/2, Björn Guðmundsson 5, Þröstur Helgason 5/1, Ragnar Hjaltested 2, Benedikt Jóns- son 1, Karl Grönvold 1, Brjánn Bjarnas. 1. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 17 (þar af fóru 7 aftur til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Hlynur Leifsson voru góðir. Áhorfendur: Um 165. Valur - Afturelding 24:23 Hlíðarendi: Gangur leiksins: 2:0, 3.2, 4:4, 7:5, 9:6, 10:8, 12:8, 13:10, 14:12, 16:13, 17:16, 18:18, 20:20, 22:22, 24:22, 24:23. Mörk Vals: Markús Máni Maute 8/3, Heim- ir Árnason 5, Ásbjörn Stefánsson 2, Freyr Brynjarsson 2, Hjalti Gylfason 2, Hjalti Pálmason 2, Atli Rúnar Steinþórsson 1, Kristján Karlsson 1, Ragnar Ægisson 1. Varin skot: Roland Valur Eradze 4 (þar af fór eitt skot aftur til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Aftureldingar: Hrafn Ingvarsson 8, Einar Hrafnsson 5/4, Daníel Grétarsson 4, Hilmar Stefánsson 3, Ernir Arnarsson 2, Vlad Troufan 1. Varin skot: Stefán Hannesson 7, Davíð Svansson 5 (þar af fóru 2 skot aftur til mót- herja). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson. Áhorfendur: 170. Staðan, norðurriðill: Fram 2 2 0 0 57:53 4 Valur 1 1 0 0 24:23 2 Afturelding 2 1 0 1 52:50 2 Grótta/KR 1 0 1 0 24:24 1 Víkingur 2 0 1 1 47:50 1 KA 1 0 0 1 30:31 0 Þór 1 0 0 1 26:29 0 1. deild kvenna Re/Max-deildin: Stjarnan - FH 21:23 Mörk Stjörnunnar: Rakel Dögg Braga- dóttir 8, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 4, El- ísabet Gunnarsdóttir 3, Elsa Birgisdóttir 3, Elzbieta Kowal 2, Sólveig Lára Kjærne- sted 1. Mörk FH: Dröfn Sæmundsdóttir 7, Guðrún Hólmgeirsdóttir 6, Björk Ægisdóttir 4, Sigrún Gilsdóttir 3, Þórdís Brynjólfsdóttir 2, Bjarný Þorvarðardóttir 1. Fram - Valur 18:31 Mörk Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5, Marthe Sördal 4, Írína Darakerc 3, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Sigrún Björnsdótt- ir 2, Hildur Leifsdóttir 1, Kristín B. Gúst- afsdóttir 1 Mörk Vals: Arna Grímsdóttir 5, Brynja Steinsen 5, Díana Guðjónsdóttir 4, Drífa Skúladóttir 4, Sigurlaug Rúnarsdóttir 4, Hafrún Kristjánsdóttir 3, Árný Ísberg 1, Hafdís Hinriksdóttir 1. Fylkir/ÍR - ÍBV 19:25 Mörk Fylkir/ÍR: Eygló Jónsdóttir 7, Hrönn Kristinsdóttir 3, Helga Björk Páls- dóttir 2, Tinna Jökulsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Íris Sverrisdóttir 1, Lára Hannesdóttir 1, Mörk ÍBV: Anna Yakova, Sylvia Strass 2, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Birgit Engl 3, Anita Ýr Eyþórsdóttir 2, Þórsteina Sigur- björnsdóttir 2, Edda Eggertsdóttir 1. Haukar - Grótta/KR 31:26 Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 12, Anna G. Halldórsdóttir 6, Tinna Halldórs- dóttir 4, Harpa Melsted 4, Ingibjörg Karls- dóttir 4, Martha Hermannsdóttir 1. Mörk Gróttu/KR: Eva Björk Hlöðvers- dóttir 7, Ragna Sigurðardóttir 6, Eva Mar- grét Kristinsdóttir 4, Aiga Stefanie 4, Kristín Þórðardóttir 3, Brynja Jónsdóttir 1, Arndís Erlingsdóttir 1. Víkingur - KA/Þór 25:15 Mörk Víkings: Helga Birna Brynjólfsdóttir 6, Ásta björk Agnarsdóttir 5, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4, Margrét Egilsdóttir 3, Gyða M. Ingólfsdóttir 2, Anna Kristín Árnadóttir 2, Íris Dögg Harðardóttir 1, Helga Guðmundsdóttir 1, Steinunn Þor- steinsdóttir 1. Mörk KA/Þór: Guðrún Helga Tryggva- dóttir 4, Inga Dís Sigurðardóttir 3, Katrín Vilhjálmsdóttir 2, Sandra Kristín Jóhann- esdóttir 2, Jóna Björg Pálmadóttir 2, Stein- unn Bjarnason 1, Þóra Bryndís Hjaltadótt- ir 1. KÖRFUKNATTLEIKUR Reykjavíkurmót karla Ármann/Þróttur - ÍR ...........................75:79 Staðan: KR 3 3 0 303:197 6 ÍR 3 3 0 280:252 6 Ármann/Þróttur 3 1 2 244:247 2 Fjölnir 3 1 2 262:290 2 ÍS 3 0 3 193:227 2 Valur 4 0 4 211:290 0 Stigahæstir Árm/Þrótt: Jakob Ásgeirsson 17, Einar Bjarnason 13, Stefán Guðmunds- son 10, Halldór Úlriksson 9, Páll Sigurðs- son 8, Andrés Helguson 6, , Ágúst Dear- born 4, Halldór Sigurðsson 6. Stigahæstir ÍR: Ómar Sævarsson 19, Bene- dikt Pálsson 13, Ólafur Þórisson 12, Ólafur Guðmundsson10, Fannar Helgason 9, Ólaf- ur Sigurðsson 8, Jón Orri Kristjánsson 6. Leikurinn fór hægt af stað og virt-ust gestirnir bera óttablandna virðingu fyrir Vals- mönnum. En eftir því sem leið á varð greinilegt að það var alrangt og voru liðin því sem næst jafnvíg á köflum. Vals- menn héldu þó eins til tveggja marka forystu framan af og náðu mest fjög- urra marka forskoti. „Við náðum aldrei að hrista þá af okkur og þeir voru bara komnir með þetta í lokin – að mínu mati voru þeir betri aðilinn í þessum leik,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna eftir leikinn. „Ég vonaði alltaf að við myndum auka muninn í fimm eða sex mörk og hélt þá að þeir myndu brotna – þetta er ungt lið, en það gerðist ekki.“ Valsmenn höfðu yfir með þremur mörkum, 13:10, í leikhléi og héldu yf- irhöndinni fram undir miðjan síðari hálfleik. Þá fóru gestirnir að hafa gaman af leiknum – hvöttu áhorfend- ur til að hvetja sig – og áður en tíu mínútur voru eftir á leikklukkunni höfðu þeir náð að jafna og komast yf- ir, 18:19. Fór þá um margan Vals- arann í stúkunni – myndu þeir leika sama leik og í fyrstu umferð þegar þeir sigruðu Þór eftir að hafa verið undir lungann úr leiknum? Leikmenn Vals voru hinsvegar sallarólegir og þar skildi á milli liðanna. Þeir jöfn- uðu, komust yfir og þegar rétt rúm mínúta var til leiksloka kom Markús Máni sínum mönnum tveimur mörk- um yfir 24:22, Afturelding skoraði í næstu sókn en það var of seint og tvö stig í sekkinn fyrir Valsmenn. Við gerðum okkar besta, strák- arnir eiga margt eftir ólært og við fengum á okkur ódýr mörk. Við átt- um að vinna leikinn því Valsmenn voru að spila illa. Við lærum af þess- um leik og blásum á allar spár. Við sjáum til þess að það verði enginn leikur auðveldur á móti Aftureldingu þetta tímabilið,“ sagði Karl Erlings- son, þjálfari Aftureldingar. FORRÁÐAMENN knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sögðu í gær að sala á sjón- varpsréttindum frá leikjum Meistaradeildar Evrópu á tímabilinu 2003–2006 myndi vænt- anlega gefa mikið af sér í aðra hönd fyrir UEFA, en samningar um sjónvarpsréttindin standa nú yfir. Gera forkólfar UEFA sér von- ir um að fá um 52 milljarða kr. á ári fyrir sjónvarpsréttindin. Framkvæmdastjórn UEFA fundar þessa dagana í Bratislava í Slóvakíu. Þar var rætt um að tekjur UEFA frá Meistaradeildinni á þessu keppnistímabili verði um 49 milljarðar kr., og þar af fái liðin 32 sem þar tóku þátt um 37 milljarða í sinn hlut. Þeirri upphæð er m.a. skipt niður eftir ár- angri félagsliðanna í keppninni, sérákvæðum í þeirra eigin sjónvarpssamningum og ýms- um öðrum ákvæðum. Meistaradeildin er gullkálfur BRENTON Birmingham hefur tilkynnt félagsskipti úr London Towers og hefur hug á að leika með Njarðvíkingum í vetur. Brenton lék með Njarðvík fyrst árið 1998, hann lék með Grinda- vík árið eftir en varð Íslandsmeistari með Njarðvík 2001 og 2002 en hélt til Frakklands þar sem hann lék sem atvinnumaður með Rueil í Frakklandi en hann samdi við Towers í sumar til tveggja ára. Hafsteinn Hilmarsson formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur sagði í gær að forráðamenn Towers hefðu ekki haft þolinmæði til þess að bíða eftir því að Birmingham jafnaði sig á bakmeiðslum sem hafa hrjáð hann og því hefði leikmaðurinn ósk- að eftir því að leika með Njarðvík í vetur. „Brenton er ekki leik- fær sem stendur en ég á von því að hann verði klár í slaginn á næstu vikum,“ sagði Hilmar en í dag er væntanlegur til landsins Bandaríkjamaðurinn Brandon Woudstra sem er 23 ára gamal skotbakvörður frá Iowa, 1,91 m á hæð og um 90 kg. Woudstra skoraði 26 stig að meðaltali með háskólaliði sínu N.V College í Iowa en liðið sigraði í 2. deild á síðustu leiktíð og hitti Woudstra 49% af þriggja stiga skotum sínum, 55% af öðrum skotum utan af velli og 85% af vítaskotum sínum. Brenton og Woudstra til liðs við Njarðvíkinga  ASTON Villa býst við því að geta notað enska landsliðsframherjann Darius Vassell í leik liðsins gegn Charlton á heimavelli sínum í Birm- ingham í dag. Vassell fór í aðgerð á dögunum en hefur jafnað sig af þeim meiðslum. Hermann Hreiðarsson verður ekki í vörn Charlton vegna meiðsla en Mark Fish verður vænt- anlega í vörninni eftir að hafa tekið út þriggja leikja bann en hann fékk reisupassann í fyrsta leik tímabils- ins. Richard Rufus er meiddur í liði Charlton.  FRAMHERJINN sterki Barry Hayles verður ekki í liði Fulham sem tekur á móti Manchester City í dag í ensku úrvaldeildinni. Hayles er meiddur líkt og þeir Jon Macken og Gerard Wiekens. Kevin Keegan, knattspyrnustjóri City, getur stillt upp sínu sterkasta liði en liðið er í þriðja sæti deildarinnar á eftir Ars- enal og Manchester United.  LEEDS mun ekki getaða notað Seth Johnson í leik liðsins í dag gegn Birmingham og er líklegt að Salom- on Olembe verði í liðinu í hans stað. Dominic Matteo er enn meiddur en hann hefur ekki leikið sl. þrjár vikur með Leeds. Franski framherjinn Christophe Dugarry er klár í slag- inn eftir aðgerð á hné en hann hefur verið frá sl. þrjá leiki vegna meiðsla.  ALLT bendir til þess að John Arne Riise og Emile Heskey verði í byrjunarliði Liverpool í stað þeirra Jamie Carragher og Milan Baros en liðið leikur gegn nýliðum Leicester á heimavelli. Carragher og Baros verða frá á næstunni vegna fótbrots en þeir meiddust í leik gegn Black- burn.  RICCARDO Scimeca mun leika með Leicester en óvíst er hvort Micky Adams knattspyrnustjóri liðsins geti notað þá Matt Elliott, Les Ferdinand, Callum Davidson og Keith Gillespie sem eru allir meidd- ir.  SAM Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, á í vandræðum með að stilla upp vörn sinni gegn Newcastle í dag. Florent Laville og Nicky Hunt eru báðir meiddir, auk þess sem franski landsliðsmaðurinn Youri Djorkaeff er tæpur vegna meiðsla sem hann hlaut í leik liðsins gegn Middles- brough.  JONATHAN Woodgate varnar- maður Newcastle er meiddur en gæti samt sem áður verið í byrjunar- liðinu þrátt fyrir meiðsli og það sama er að segja af markverðinum Shay Given sem er meiddur á hné. Totten- ham leikur gegn Southampton þar sem öll spjót standa á Glenn Hoddle, knattspyrnustjóra Tottenham. Sim- on Davies verður líkast til í liði Spurs sem og Gus Poyet sem hefur ekkert verið með það sem af er keppnistímabilsins. FÓLK Fyrstu mínúturnar tóku Framarargesti sína úr Víkinni föstum tök- um og uppskáru fyrir það nokkrar brottvísanir en það virtist ekki há þeim, frekar bættu þeir við forystuna einum færri. Það hjálpaði Fram reyndar mikið að Egidijus Pet- kevicius markvörður var í ham á milli stanganna. Fyrir vikið var sóknar- leikur Víkinga lengi að komast á skrið og framan af létu þeir Bjarka Sig- urðsson oftast fá boltann til að gera út um sóknir sínar, hvort sem var með skoti eða línusendingu þegar hann fékk á sig varnarmenn. Loks bráði af Víkingum og á sama tíma var eins og heimamenn héldu sig komna í höfn. Svo var ekki og þremur mínútum fyr- ir leikhlé jafna Víkingar í 10:10. Eftir hlé var því leikurinn í járnum eftir að Björn Guðmundsson skaut Víkingum inn í leikinn. Um miðjan hálfleik fékk Hjálmar Vilhjálmsson, bestur hjá Fram, sína þriðju brott- vísun en lét sér ekki segjast og hætti ekki fyrr en Fram-liðið fékk tvær mínútur til viðbótar. Það dugði samt ekki Víkingum, enn var leikurinn jafn en sem fyrr segir tókst Víkingum ekki að halda haus í lokin. „Það skipti miklu máli að þegar okkar vantaði mark fengum við það en þeir ekki,“ sagði Heimir Ríkharðs- son þjálfari Fram. „Við byrjun þennan leik ágætlega, náum sæmilegri forystu og eigum möguleika á að ná 10:5 en þá byrjar sóknarkafli þegar við tökum of mikla áhættu, erum óskynsamir og gerum ekki út um sóknir okkar svo að síð- ustu tólf mínúturnar í fyrri hálfleik erum við að færa mörk upp í hendur á Víkingum, sem refsuðu okkur ræki- lega með því að minnka muninn í eitt mark. Þá jafnaðist leikurinn og sigur hefði þess vegna getað dottið hvorum megin sem var. Mér fannst samt við eiga 90% í seinni hálfleik. Við lendum samt í vandræðum um miðjan hálfleik vegna brottvísana en tókst að leysa það ágætlega og náðum að stöðva hraðaupphlaupin hjá þeim.“ Fram vann nauman sigur á KA í fyrstu umferð og hefur því fengið fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjun- um. „Ég er mjög sáttur við byrjun okkar í mótinu og ánægður með hóp- inn, það er metnaður í honum og menn vilja ná langt. Við vinnum úti- leik hér gegn breyttu Víkingsliði, við fáum stig af því að viljinn er til staðar. Við þurfum samt að slípa það meira til og það eru menn í meiðslum en við er- um með stóran hóp,“ bætti Heimir við. Hjálmar, á meðan hans naut við, Egidijus markvörður og Valdimar Þórsson voru bestir hjá Fram og Guð- jón F. Drengsson tók góða spretti. „Ég er mjög óánægður með okkar spilamennsku, við náðum okkur aldr- ei almennilega á strik,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Víkinga. „Við fór- um illa með dauðafæri og það reynd- ist okkur dýrkeypt því eftir að við klúðruðum okkar færum af línunni voru þeir að skora úr hraðaupphlaup- um. Við smullum aldrei almennilega í gírinn, það var einhver deyfð yfir þessu hjá okkur. Við tókum okkur leikhlé og stilltum upp í leikkerfi en leikmaður okkar fraus og við sóttum ekki eins og ætl- unin var. Það réð ekki úrslitum, held- ur var taugaspennan of mikil hjá okk- ar ungu mönnum,“ bætti Gunnar við en sá samt ljós í myrkrinu. „Ég get verið ánægður með liðið, við erum ungt lið sem á enn mikið inni. Við er- um enn að slípa það til og menn að læra hver á annan, það tekur tíma og við verðum að vera þolinmóðir og halda okkar striki.“ Reynir, Bjarki og Þröstur Helgason voru atkvæðamest- ir Víkinga en Björn tók duglega við sér eftir hlé. Aftur fagna Framarar ÞEGAR verulega reyndi á skynsemi og kjark, sem menn öðlast oft með leikreynslu, skildi leiðir í Safamýrinni í gærkvöldi og Fram skoraði 4 mörk á móti einu síðustu 5 mínúturnar gegn Víkingum, sem tryggði þeim 26:23 sigur. Það var samt ekki fyrr en þessar síð- ustu mínútur að Víkingar töpuðu áttum því eftir að þeir komust í gang þurftu Framarar að hafa sig alla við. Stefán Stefánsson skrifar Lukkulegir Valsmenn MIKIÐ fjör og talsverð spenna var einkennandi þegar Afturelding sótti Val heim á Hlíðarenda. Valsmenn voru að leika sinn fyrsta leik í deildinni og eiga líklega enn eftir að stilla saman strengi sína því þeir áttu í miklu basli með unglingana úr Mosfellsbæ. Sigurinn hefði getað farið á hvorn veginn sem er en á lokamínútunum var það reynslan sem vóg þyngst og heimamenn fögnuðu sigri, 24:23. Leikmenn Aftureldingar eiga hrós skilið fyrir að gefast ekki upp þegar á móti blés - komu heldur tvíefldir til baka og verður athygl- isvert að fylgjast með þeim í vetur. Andri Karl skrifar KNATTSPYRNA Laugardagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild, loka- umferð: Fylkisvöllur: Fylkir – Valur ......................14 Laugardalsvöllur: Fram – Þróttur ...........14 Kaplakriki: FH – KR .................................14 Hásteinsvöllur: ÍBV – ÍA...........................14 Grindavík: Grindavík – KA........................14 HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Íslandsmót karla, Re/Max-deildin, norð- urliðill: Höllin: Þór – KA.........................................17 Sunnudagur: Íslandsmót karla, Re/Max-deildin, suður- riðill: Austurberg: ÍR – HK............................19.15 Ásgarður: Stjarnan – FH .....................19.15 Selfoss: Selfoss – Breiðablik ................19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Sunnudagur: Reykjavíkurmót karla: Grafarvogur: Fjölnir – ÍR ....................19.15 Seljaskóli: ÍR – Valur............................19.15 UM HELGINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.