Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 43 Það er farið að hausta. Með lækkandi sól kveður sumarið og mildir haustlitirnir taka við. Það var ein- mitt þá sem amma Dúna kvaddi þetta jarðneska líf. Söknuðurinn er sár en góðar minningar hlýja mér í hjartanu. Dúna var alveg einstök kona, ákveðin og blíð. Hún var systir hans afa en þrátt fyrir það amma allra á torfunni. Hún átti heima alla mína tíð í húsinu á móti mér. Hún sat inni í eldhúsinu sínu og fylgdist með út um gluggann, fátt sem gerð- ist á torfunni fór fram hjá ömmu Dúnu. Það voru alltaf geymdir lyklar heima hjá þér að húsinu okkar, því ég læsti mig ósjaldan úti. Þá var svo gott að koma yfir til þín, sækja lykla og spjalla. Oft þótti mér líka óþægilegt að vera ein heima, þá kom ég til þín, því þá var ég ekki lengur ein. Þú gafst mér mjólk- urglas og í seinni tíð kaffi og við spjölluðum og hlógum. Elsku Dúna mín, mér finnst þú ennþá strjúka yfir hárið á mér, þú straukst alltaf yfir það og sagðir mér hvað ég væri með fallegt hár. Svo sóttir þú gömlu flétturnar þínar og við skoð- uðum þær saman. Ég sat oft úti á plani í hestaföt- unum og beið eftir að frænkur mín- ar kæmu að ná í mig. Þú komst þá oft út til mín, settist hjá mér og sagðir mér sögur frá því að þú varst ung hestakona. Sagðir mér frá afa, hestunum sem hann átti og hvað þið baukuðuð saman. GUÐRÚN EINARSDÓTTIR ✝ Guðrún Einars-dóttir fæddist í Reykjavík 4. septem- ber 1922. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 2. septem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogs- kirkju 12. septem- ber. Eitt sinn sat Dúna í eldhúsinu sínu og varð vör við mannaferðir á planinu. Hún var sann- færð um að þetta hlyti að vera skiptinemi sem við áttum von á. Hún bauð herramann- inum í kaffi og sýndi honum allar fjöl- skyldumyndirnar. Eft- ir dágóða stund kvaddi maðurinn og Dúna skildi ekkert í því af hverju hann vildi ekki fá lykil. Seinna um kvöldið sagði Dúna mömmu frá atburðinum, en sagði einnig að hún skildi ekkert í því af hverju hann talaði svona mikið um Guð þessi skiptinemi og að hann hefði skilið eftir bæklinga. En þá kom á daginn að hún hafði farið mannavillt á skiptinemanum og trú- boða. Elsku Dúna mín, nú er slökkt í eldhúsglugganum þínum. Hjartað mitt er fullt af góðum, hlýjum og skemmtilegum minningum um þig. Það að hafa kynnst þér, átt stundir með þér og hlýtt á það sem þú hafðir að segja tel ég að séu ein af forréttindum mínum í lífinu. Þín hefur verið beðið hinum megin í fjölda ára og nú hefur þú verið sótt. Það sem þú sagðir mér, kenndir mér og sýndir mér mun ég geyma í hjartanu og þar munt þú einnig lifa að eilífu. Nú kveð ég þig, elsku frænka mín, í hinsta sinn og hlakka til að hitta þig aftur og finna þig strjúka yfir hárið á mér. Takk fyrir allt. Hvíldu í friði, elsku amma Dúna. Allt sem lifir, allt sem þráir ást og yndi vorsins sveimi þig í kringum, svæfi þig á kvöldin, gefi þér góða drauma. (E. Sæm.) Jónína Björk Vilhjálmsdóttir. ✝ Sigurður Þórð-arson fæddist í Ólafsvík 8. maí 1921. Hann lést á sjúkra- deild í Víðihlíð, heimili fyrir aldraða í Grindavík, 11. sept- ember sl. Sigurður var son- ur Þórðar Matthías- sonar og Svanfríðar A. Guðmundsdóttur. Hann missti ungur föður sinn og ólst upp hjá móður sinni í Ólafsvík. Alsystkini hans eru Þóra Marta, hún býr á Seltjarnarnesi, Guðmundur sem er látinn; Svein- björn, látinn; og Kristín sem var tvíburasystir hans og er hún látin. Hálfsystkini hans í föðurætt voru Ívar; Þorleifur; og Hulda sem öll eru látin. Hálfbróðir hans í móð- urætt er Haraldur og býr hann í Kópavogi. Hinn 26. desember 1949 kvænt- maki Kristín Sigurjónsdóttir. Þau eiga fjóra syni og eitt barnabarn. Fyrir átti hann fjögur börn sem eiga þrjú börn; 6) Ólína Herdís, f. 9. nóv. 1955, hún á tvær dætur og tvö barnabörn; 7) Steinunn Sess- elja, f. 17. mars 1958, maki Ísak Þórðarson. Þau eiga tvær dætur og eitt barnabarn. Fyrir átti hún son sem á eitt barn. Sigurður átti þrjú börn fyrir hjónaband, þau eru Hlíf Björk; Jóhannes og Krist- inn. Ævistarf Sigurðar var sjó- mennska og var hann vélstjóri á ýmsum bátum. Einnig var hann í eigin útgerð í nokkur ár ásamt sonum sínum. Síðustu ár hans í starfi voru hjá Olís í Grindavík. Framan af bjuggu þau Margrét í Sandgerði en árið 1968 fluttust þau til Grindavíkur og hafa búið þar síðan, utan tveggja ára sem þau bjuggu í Keflavík. Þegar Sig- urður veiktist fyrir þremur árum fluttust þau á heimili fyrir aldraða í Grindavík og hann dvaldist síðan á sjúkradeild síðustu vikurnar. Sigurður verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarð- sett verður í kirkjugarðinum á Stað. ist Sigurður eftirlif- andi eiginkonu sinni, Margréti Sigurveigu Sigurðardóttur frá Fagurhóli í Sand- gerði, þau eignuðust sjö börn sem eru: 1) Hafsteinn, f. 25. nóv. 1947, maki Olga Sig- geirsdóttir og eiga þau einn son og eitt barnabarn. Fyrir átti Olga þrjú börn; 2) Einar Sigurður, f. 20. júní 1949, d. 21. jan- úar 1991, hann var kvæntur Guðbjörgu Ólafsdóttur og eiga þau tvær dæt- ur. Fyrir átti hann einn son sem á þrjú börn; 3) Svanfríður A. Sig- urðardóttir, f. 3. des. 1950, maki Ásgeir Magnússon. Þau eiga fjóra syni og fjögur barnabörn; 4) Birg- ir, f. 22. okt. 1952, maki Kristín Þórðardóttir, þau eiga fjögur börn og er eitt þeirra látið. 5) Þórður Matthías, f. 11. júlí 1954, Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku hjartans afi okkar, guð blessi þig og varðveiti alla tíð. Sjöfn og Ólöf. Mig langar til að rita nokkur minningarorð um hann afa í Val- höll, eins og hann var alltaf kallaður af fjölskyldunni. Afi og amma áttu heima aðeins fyrir utan bæinn. Það var ævintýraland fyrir litla gutta, stutt í fjöruna og þess háttar staði. Þar af leiðandi sóttist ég mikið í að vera sem mest hjá þeim. Ég naut þeirra forréttinda að fá að gista hjá ömmu þegar afi var á sjó. Svo einn dagin vildi ég endilega fá að fara á sjó með afa og fékk ég að fara með en var frekar óheppinn með veður. Lá ég sjóveikur og ælandi í kojunni hans allan túrinn, þessu gleymi ég aldrei. Þegar afi byrjaði að vinna á olíu- bílnum var jafnspennandi að fá að sitja í með honum og afgreiða olíu í bátana. Ég fékk oft að fara með þeim í sumarbústaðaferðir og úti- legur. Alltaf gat maður fengið afa til að stoppa í sjoppu á leiðinni en það var aðalsportið hjá okkur strákunum. Einu sinni vorum við Sævar frændi á ferðalagi með þeim, vorum við búnir að vera suða um að stoppa í Kleinukoti á leiðinni. Amma var sko ekki sammála, því það var svo stutt eftir, en einhvern veginn fékk afi hana til að stoppa. Við vildum auðvitað fara með afa inn og amma sagði við afa að hann skyldi sko ekki kaupa neitt sælgæti. Svo komum við út hvor með sína appelsínflöskuna í annarri hendi og risakleinu í hinni. Amma var ekki hrifin. Seinna á leiðinni sáum við ömmu vera að lemja afa laust í lær- ið, eiginlega skamma afa án þess að við myndum sjá. En auðvitað sáum við allt og skellihlógum, svo endaði þetta með að við hlógum öll að þessu og afi slapp alveg þokkalega frá þessu. Við erum enn að hlæja að þessu atviki rúmum 20 árum seinna. Þetta var alveg dæmigerður afi í Valhöll. Vildi alltaf gera allt fyrir okkur barnabörnin. Afi var mikill íþróttaunnandi og gallharður Man. Utd. aðdáandi. Það gekk mikið á þegar United var að spila og afi að horfa á. Hann hróp- aði og kallaði alveg eins og hann væri á vellinum svo það var ekki annað hægt en að smitast af Unit- ed-áhuganum. Ég gæti haldið áfram lengi en ég á þessar minn- ingar, ásamt mörgum öðrum, og geymi þær í huga mínum. Ég er ánægður með að þú skulir hafa séð fyrstu þrjú árin hans Andra Hrafns og ég á eftir að segja honum mikið frá þér. Afi, ég sakna þín mikið, en þú ert kominn á góðan stað núna og við sjáumst bara þar þegar að því kem- ur. Vilhelm. Ég var staddur úti á sjó þegar móðir mín tilkynnti mér að afi í Val- höll væri dáinn. Afi, þú ert og verður ávallt hetja í mínum augum, þú þraukaðir og barðist eins og hetja við þessi erfiðu veikindi sem hrjáðu þig síðastliðin þrjú ár og höfðu að lokum betur og ég efa það ekki að þú sért nú á stað sem þér líður vel á. Á stund sem þessari reikar hugur manns ósjálfrátt aftur og er af mörgu að taka. Ég man þegar ég var tíu ára og fékk að fara með pabba í siglingu til Englands og þú varst vélstjóri um borð, hvað þú keyptir mikið að Macintoshi til að gefa barnabörnunum, ég man ekki eftir því að hafa komið til þín og ömmu austur í Valhöll án þess að hafa fengið gotterí og kínverjana sem þú laumaðir að okkur strákun- um svo við gætum sprengt á túninu við Valhöll. Það var líka gaman að koma í Valhöll og horfa á leiki með Man- chester United, þú varst alveg eld- heitur aðdáandi og þú fórst á Old Trafford og barðir hetjurnar okkar augum. Ég er glaður yfir að þú haf- ir séð dóttur mína sem fæddist eftir að þú veiktist og ég mun segja henni frá þér og sýna henni myndir af ykkur þegar hún eldist. Þú hafðir mjög gaman af litlu grislingunum sem komu í heimsókn. Afi, þú átt stað í hjarta mínu og ég mun minnast þín um aldur og ævi. Blessuð sé minning þín. Kristján Ásgeirsson. SIGURÐUR ÞÓRÐARSON Mig langar að minn- ast Freyju vinkonu minnar örfáum orðum. Leiðir okkar lágu sam- an í Menntaskólanum í Hamrahlíð, Öldunga- deild, en þar myndast gjarna tengsl og kynni sem ráðast hvorki af aldri, ætt, stétt né stöðu. Og þannig var með það vinasam- band sem lifnaði í kringum Freyju. Hún var þar í miðju lifandi skemmtilegra samræðna sem létu sig varða um svo margt og margt. Um líf okkar og líðan, um framgang námsins, að taka glósur ef einhver þurfti að bregða sér frá, að sýna hlýju í veikindum eða erfiðum að- stæðum eða finna ramma um skemmtilegheit utan námsins. Best kom þetta fram við stúdentaútskrift okkar, allar hugmyndirnar sem flæddu fram og hvernig Freyja rammaði þetta inn á sínu yndislega heimili, svo opin og veitandi. Hvern- ig hún fékk allt til að blómstra og gat dregið það besta fram hjá hverj- um manni. Freyja, þér verður seint fullþakk- aður þinn þáttur í þessu litríka tíma- bili, þótt þeir karakterar sem fylltu hópinn hafi vissulega gefið því veru- leg blæbrigði. Síðan blómstruðu þessi tengsl með óreglulegum heim- sóknum þar sem líflega var rætt um hvað var á döfinni hjá hverri og einni því þetta varð kvennahópur. Freyja var alltaf duglegust að safna okkur saman og bjóða upp á mat með frumlegum og einstökum hætti og láta sér annt um fjölskyldur okk- ar og alla tilveru. Og nú að lokum er sú tilfinning sterkust; Þakklætið fyrir að hafa fengið að vera hluti af lífi þínu Freyja og njóta ómetanlegra sam- FREYJA JÓNSDÓTTIR ✝ Freyja Jónsdótt-ir fæddist í Reykjavík 18. októ- ber 1945. Hún lést á heimili sínu þriðju- daginn 26. ágúst síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 3. september. vista, samúðin til Ár- manns og dætranna, og sú tilfinning að þú munt lifa. Alda Ármanna Sveinsdóttir. Baráttu við erfið veikindi er nú lokið. Þá baráttu háði Freyja vinkona mín af ótrúleg- um styrk og jákvæðni. Ég dáðist að hugarró hennar og því hve vel hún bar sig þrátt fyrir mikil veikindi. Hugsaði með mér að einmitt svona vildi ég bregðast við ef slíkt kæmi fyrir mig. En það er víst ekki á allra færi. Ég kynntist Freyju þegar við stunduðum báðar nám í Öldunga- deild MH árin 1981-1984. Mér fannst ég óskaplega gömul og þroskuð man ég, en var ekki einu sinni orðin 25 ára þegar ég hóf nám þar. Þarna voru margir nemendur, flestir konur. Á öllum aldri, allt frá rúmlega tvítugu upp í sextugt eða jafnvel meira. En einhvern veginn velti maður því ekkert fyrir sér. Það var svo ótrúlega gaman í skólanum. Fyrir mig, sem hafði ung flosnað upp úr skóla, var eins og opnaðist nýr heimur fullur af möguleikum. Og ég kynntist fljótt svo skemmti- legu fólki. Fólki sem varð vinir mín- ir og eru það margir ennþá. Þar á meðal Freyja, alltaf jafn yfirveguð og brosmild, líka þegar heitt varð í kolunum í kennslustundum, enda sat þar fólk með reynslu sem hafði skoðanir. Ég sá strax að þetta hlyti að vera skemmtileg kona og átti ekki eftir að skipta um skoðun. Á þessum árum var mjög líflegt fé- lagslíf í Öldungadeild MH. Meðan á námi stóð og eftir að því lauk bauð Freyja okkur oft heim. Það var svo gott að koma heim til Freyju og Ár- manns á þeirra fallega heimili, með listrænu yfirbragði, enda var Freyja afskaplega listhneigð og smekkvís. Ýmsar heimsóknir eru sérstaklega minnisstæðar. Dagurinn sem við út- skrifuðumst stúdentar. Þá vorum við boðin heim til Freyju og Ár- manns, allir útskriftanemarnir úr Öldungnum. Það var þá sem Ár- mann gaf mér viðurnefni og kallaði mig alltaf Siggu „dönsku“ eftir það. Þetta var svo skemmtilegur og eft- irminnilegur dagur, sem var ekki síst þeim hjónum að þakka. Eftir út- skriftina hittumst við af og til nokkrar konur. Oftast heima hjá Freyju sem var svo einstaklega gestrisin. Við eigum eftir að sakna þessara góðu funda. Það er erfitt að reyna að lýsa vin- um sínum svo vel fari. Að reyna að koma hugsunum sínum í orð er vandasamt. Það eru tilfinningar og minningabrot sem varla er hægt að útskýra. Það er hægt að nota ýmis lýsingarorð sem þó ná aldrei að draga myndina upp til fulls. Freyja var í mínum huga ímynd fágunar, yfirvegunar, tilgerðarleysis og já- kvæðni. Alltaf brosmild og elskuleg þegar ég hitti hana og áhugasöm um hagi mína. Ég sá hana aldrei skipta skapi. Mér finnst þetta fátækleg lýs- ing, en einhvern veginn svona var þetta nú samt. Takk fyrir góð kynni góða vin- kona. Þó við hittumst ekki oft á ári, þá breytti það engu. Það var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Það lifir með mér um ókomin ár. Ég votta Ármanni og dætrunum samúð mína. Sigríður K. Þorgrímsdóttir. Elsku Freyja, ég man eftir þegar ég sá þig fyrst hversu yndisleg mér fannst þú. Kærleikinn og hlýjan streymdu frá þér. Heimili þitt og Ármanns frænda hefur alltaf verið eitt af fallegustu heimilum sem ég hef komið á. Ekki eingöngu vegna þess hversu fallegt og smekklegt það hefur alltaf verið, heldur einnig vegna hlýjunnar og kærleikans sem þar hefur ríkt. Elsku Freyja, ég efa ekki að guð og englarnir passa þig. Elsku frændi, Dögg og Drífa, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Ég veit að það er ekki hægt að lýsa með orðum þeim söknuði og sársauka sem fráfall yndislegrar móður og eiginkonu er. Ég bið guð og alla engla alheimsins að veita ykkur styrk og stoð á þessum erfiðu stundum og alltaf. Ykkar frænka og frændur Ásta Kristbergsdóttir, Tryggvi og Hafþór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.