Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 24
LANDIÐ 24 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKLAR framkvæmdir hafa farið fram við Arnarstapahöfn allt frá því hafist var handa á síðasta ári við dýpkun hafnarinnar. Í sumar hefur verið unnið að því að bæta aðkomuna landmegin frá að höfninni. Hefur það meðal annars verið gert með því að breikka veginn niður að henni. Nú er verið að leggja síðustu hönd á verkið með því að steypa veginn niður að henni. Er sá þáttur framkvæmdanna í höndum Steypustöðvar Þorgeirs Árnasonar á Rifi. Mun það breyta mjög aðstæðum til athafna við höfn- ina og auðvelda aðgengi að henni og fiskmarkaðnum sem þar er starf- ræktur. Auk vegaframkvæmda við Arnar- stapahöfn er unnið að því að útbúa út- sýnispall yfir höfnina. Höfnin er mjög vinsæll áfangastaður ferðamanna sem hafa í gegnum tíðina flykkst út á snarbratta klettana til að taka mynd- ir. Ferðamálaráð kostar uppsetningu á pallinum en Jónas Kristófersson húsasmíðameistari sér um fram- kvæmdirnar. Að sögn Jónasar verður útsýnispallurinn hannaður með að- gengi fatlaðra í huga og verður að- koman að honum steypt, auk þess sem varnargirðing verður í kringum hann allan. Reiknað er með verklok- um í kringum næstu mánaðamót. Framkvæmdir hafa verið í sumar við Arnarstapahöfn Útsýnis- pallur og breiðari vegur Arnarstapi Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Séð yfir framkvæmdirnar við Arnarstapahöfn sem unnið hefur verið að í sumar og bæta munu bæði aðgengi ferðamanna og atvinnulífsins. HÉR hefur verið úrkomusamt sumar og farið hefði illa fyrir fólki ef ekki hefði verið rúllu- tæknin, þá hefði heyskapur ekki bjargast á þessu svæði. Það er mikið í öllum vötnum og hefur það gert erfitt fyrir hjá brúargerðarmönnum við brúargerð á Skaftá hjá Kirkjubæjarklaustri. Heyfengur er hér eins og annars staðar með mesta móti og hefur grasspretta verið mjög mikil. Þetta hefur verið hlýtt ár hér eins og annars staðar en heitasti dagur ársins var í september, þá náði hitinn 24 stigum eða að- eins meira. Mikið hefur verið um tófu hér um slóðir og þykja engin tíðindi þótt menn mæti henni á milli bæja. Það er óhemju breyting sem orðið hefur hér í Meðallandi á gróðri, sandarnir hafa gróið upp í mýrar í stórum stíl og það er ákaflega mikið fuglalíf sem tófan sækir í. Hefur verið mjög áberandi að tófan hefur tekið gæsaeggin svo að minna hefur komist fram af ungum gæsarinnar fyrir bragðið. Þarna verpa gæsir eflaust í þúsundatali. Þessar nýju mýrar eru mjög stórar, gætu vel verið 200–300 ferkílómetrar. Ásaprestakall hefur verið lagt niður og þær þrjár kirkjur sem eru þar eru nú út- kirkjur frá prestinum sem situr á Kirkjubæj- arklaustri. Messað var í þessum þremur kirkjum í sumar og byrjað á Þorláksmessu á sumri í Þykkvabæjarklausturkirkju, síðan í Langholtskirkju í Meðallandi og núna síðast í Grafarkirkju í Skaftártungu. Ljómi yfir Þykkvabæ í Veri Það var auðvitað mjög viðeigandi að messa á Þorláksmessu í Þykkvabæ í Veri. Þá var þar tekin fyrsta skóflustunga að þjónustuhúsi við kirkjuna og þótti engum mikið því að ekki er ólíklegt að þetta hafi verið einn af lyk- ilstöðum íslenskrar menningar. Þar var stofnað munkaklaustur 1368, Þorlákur helgi, eini íslenski dýrlingurinn sem páfi hefur við- urkennt, stofnaði það. Í Hungurvöku segir að í tíð Þorláks helga hafi verið svo mikill ljómi yfir staðnum að erlendir menn komu til að kynna sér starfsemina. Nú munu fræðimenn vera farnir að hallast að því að skólinn sem Þorlákur stofnaði þar hafi verið háskóli. En Þorlákur lærði við tvo háskóla, Sorbonne í París og Lincoln í Eng- landi. Það er vitað að bókagerð var í fleiri klaustrum en það hlaut að vera eitthvað sér- stakt sem útlendingarnir voru að skoða á Þykkvabæjarklaustri. Útlendir fræðimenn hafa undrast þá miklu ritmenningu Íslend- inga til forna og t.d. breski sagnfræðingurinn Tony By sagði að ekki hafi fengist nein skýr- ing á hvernig þetta gat orðið til. En þarna gæti nú verið ein skýringin. Þess má einnig geta að systursonur Þor- láks helga, Páll Jónsson, sem lagður var í steinkistuna í Skálholti fór til Lincoln að læra bókagerð, eða svo segir í sögunni af honum. Á þessum tíma lá Þykkvabæjarklaustur vel við samgöngum við útlönd, þá var enn þá hægt að sigla hafskipum inn í Kúðafjörð og þar hefur verið aðgengilegra fyrir Íslendinga að fá kennara frá útlöndum en að senda synina til Frakklands eða Englands. Afskekktasta hérað Íslands Það segir í konungsannál að 1383 hafi horf- ið skip Eilífs úr Kúðaósi en talið er að þessi lendingaraðstaða hafi eyðilagst í Kötluhlaup- inu 1311 sem nefnt var Sturluhlaup og gæti líka um líkt leyti hafa eyðilagst lending- araðstaðan hjá Seglbúðum en þangað lá ann- ar fjörður, sú lendingaraðstaða hefur senni- lega eyðilagst þegar Síðujökull hljóp. Þá breyttist þetta hérað sem best lá við samgöngum frá meginlandinu í afskekktasta hérað Íslands. Þessir firðir voru grafnir eftir skriðjökla að ég tel í byrjun síðasta kulda- tímabils og það fer ekkert á milli mála að það sjást leifar eftir skriðjökul báðum megin Kúðafljóts, í Álftaveri vestanmegin og á Leið- velli í Meðallandi austanmegin. Þá gætu menn spurt, eru svona leifar austanmegin við eystri fjörðinn? Ég tel að svo sé, grjótmölin sem Skaftárvitinn stendur austast á sem nær nokkra kílómetra til vesturs frá honum er að mínu mati leifar af jökulruðningi sem skrið- jökull hefur ýtt þangað. Þegar landið sökk hafa skriðjöklarnir flotið upp og sennilega ekki komið fram þegar hlýnaði aftur en firðir komið í ljós þar sem áður voru skriðjöklar. Stærsta grjótið úr eyr- inni var tekið til bygginga í sjávarbyggðum í Meðallandi og meira að segja notað til að skorða skip við skipabót meðan útræði var þar sem lagðist af fyrir rúmum 100 árum. Ekki tíðindi þótt menn mæti tófu milli bæja Hnausar í Meðallandi ÞEIR voru svolítið hátt uppi nem- endurnir í Gagnfræðaskólanum í Ólafsfirði á fimmtudag í síðustu viku, en þá var útivistardagur í skólanum, og reyndar Barnaskól- anum líka. Gengu nemendur fyrir Múlann og voru margir að fara þar í fyrsta sinn, en yngstu nem- endur Gagnfræðaskólans fæddust árið sem Múlagöng voru tekin í notkun, það er árið 1990. Á með- fylgjandi mynd sést hluti hópsins sem tyllti sér á bjargbrúnina í Há- múlanum, það er á Planinu, til að hlýða á einn kennara sinn, Björn Þór Ólafsson, fræða þau um sögu Múlans. Þar sem Múlavegur er hæstur er hann í 200 metra hæð yfir sjáv- armáli. Í baksýn er Hvann- dalabjarg, hæsta standberg á Ís- landi. Kennslustund í Hámúlanum Ólafsfjörður Morgunblaðið/Helgi Jónsson ÞAÐ ríkti hálfgerð jólastemning í Ólafsfirði nýverið þegar áhöfnin á Kleifabergi ÓF tók sig til og mætti í jólasveinabúningum niður við höfn, enda eru þar á ferðinni sérlega söng- elskir sveinar! Áhöfnin skipar hljóm- sveitina Roðlaust og beinlaust, sem gaf út plötu í fyrra. Lag af þeirri plötu, „Í friði og ró“, var mikið spilað í útvarpinu og í raun eitt það mest spilaða á Íslandi fyrir síðustu jól. Vegna þessara vinsælda ákvað hljómsveitin að gera myndband við lagið og var það tekið upp í höfninni í Ólafsfirði og einnig úti á sjó. Gerði áhöfnin sér lítið fyrir og brá sér í jólasveinabúninga og höfðu með sér ýmiss konar skraut út á fjörð. Vakti þetta uppátæki sveinanna mikla athygli og verður spennandi að sjá afraksturinn þegar nær dreg- ur jólum. Jólasveinar í september Ólafsfjörður Morgunblaðið/Helgi Jónsson NÚ undanfarinn hálfan mánuð hefur vegagerðin á Hólmavík verið að láta harpa möl í yfirkeyrslu á vegi hér í hrepp.Verktaki við það verk er Græð- ir s/f á Flateyri en vélamaður og sá sem vann verkið er Gunnar Sigurðs- son. Harpað var á tveim stöðum í Finnbogastaðalandi við svonefnt Skarð, þar voru harpaðir tvö þúsund og fimmhundruð rúmmetrar, og svo einnig í Gjögurlandi, þrjúþúsund og fimmhundruð rúmmetrar eða alls sexþúsund rúmmetrar. Að sögn Jóns Harðar umdæmisstjóra vegagerðar verður lítið af þessu efni keyrt í vegi núna í haust nema þar sem á að laga og endurbæta veginn frá Krossnesi að sundlaug og Munaðarnesveg. Harpað á tveim stöð- um fyrir vegagerðina Árneshreppur Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Vélamaðurinn Gunnar Sigurðsson matar hörpunarvélina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.