Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 44
MESSUR/KIRKJUSTARF 44 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11.00. Kór Áskirkju syngur. Org- anisti Kári Þormar. Árni Bergur Sigurbjörns- son. Hjúkrunarheimilið Skjól: Guðsþjónusta kl. 14.00. Kór Áskirkju syng- ur. Organisti Kári Þormar. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11.00. Fjölbreytt tónlist. Skemmtileg samvera fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14.00. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Mola- sopi eftir messu. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 með ferming- arbörnum og foreldrum þeirra. Einsöngur: Alda Ingibergsdóttir. Dómkórinn og Mar- teinn H. Friðriksson sjá um aðra tónlist. Prédikun flytur sr. Hjálmar Jónsson og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Prestsvígsla kl. 14.00. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígir cand. theol. El- ínborgu Sturludóttur, sem settur hefur verið sóknarprestur í Setbergsprestakalli, Snæ- fellsness- og Dalaprófastsdæmi, og cand theol. Ragnar Gunnarsson, sem kallaður hefur verið til að þjóna sem skólaprestur á vegum Kristilegu skólahreyfingarinnar. Vígsluvottar eru: séra Gísli Jónasson, pró- fastur, séra Ingiberg J. Hannesson, prófast- ur, séra Íris Kristjánsdóttir, séra Kristján V. Ingólfsson og séra Karl V. Matthíasson sem lýsir vígslu. Séra Jakob Ágúst Hjálm- arsson dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari. Marteinn H. Friðriksson dómorganisti og Dómkórinn annast tónlist. Æðruleys- ismessa kl. 20.00. Sr. Karl V. Matthíasson predikar. Sr. Hjálmar Jónsson leiðir sam- komuna og sr. Anna Pálsdóttir leiðir fyr- irbæn. Anna S. Helgadóttir og Bræðraband- ið sjá um tónlistina. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11.00 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur, djákna o.fl. Hátíðarmessa kl. 11.00 í tilefni af 40 ára afmæli Grensássafnaðar. Fyrsti sókn- arprestur safnðarins, sr. Felix Ólafsson, prédikar. Altarisganga. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Samverustund að messu lokinni. Heimasíða safnaðarins formlega opnuð. Sr. Ólafur Jóhannsson. Kvöldmessa kl. 20.00. Einfalt form, lífleg tónlist, kyrrlátt andrúmsloft. Sr. Felix Ólafsson prédikar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 14.00. Organisti Kjartan Ólafs- son. Prestur sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Fé- lag fyrrverandi sóknarpresta. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11.00. Sr. Sigurður Árni Þórðarson pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Ólöfu Ólafsdóttur. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Hörður Áskelsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13.00. Umsjón Hrund Þórarinsdóttir djákni. LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús: Hring- braut: Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Ingileif Malmberg. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Hátíðamessa og barnastarf kl. 11.00. Kirkjudagur Langholtssafnaðar. Sr. Kristján Valur Ingólfsson predikar og þjónar ásamt sóknarpresti. Kór Langholtskirkju syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar. Barnastarfið hefst í kirkunni en síðan halda börnin í safnaðarheimilið með Þóru Guð- björgu og Ágústu. Nýtt starfsfólk safnaðar- ins verður boðið velkomið og við kveðjum þau sem hafa látið af störfum. Hátíða- messan verður tileinkuð 50 ára afmælum kvenfélagsins og kórsins. Eftir messuna býður kvenfélagið upp á súpu og brauð á 500 kr. Minnt er á að Ævintýraklúbburinn, starf 7–9 ára, hefst mánudaginn 22. sept- ember kl. 16. Öll börn á þessum aldri vel- komin. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11.00. Sunnudagaskólakenn- ararnir Hildur, Heimir og Þorri taka á móti börnunum. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið og Kór Laugarneskirkju leiðir safn- aðarsönginn. Sr. María Ágústsdóttir hér- aðsprestur þjónar ásamt Sigurbirni Þor- kelssyni meðhjálpara. Messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra í safnaðarheim- ilinu á eftir. Messa kl. 13.00 í Þjónustu- miðstöð Sjálfsbjargar Hátúni 12. Sr. María Ágústsdóttir þjónar ásamt Gunnari Gunn- arssyni, Þorvaldi Halldórssyni og hópi sjálf- boðaliða. NESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Kór Nes- kirkju syngur. Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Barnastarf á sama tíma. Sögur, brúður og söngur. Öll börn fá kirkjubókina og límmiða. Kaffi, djús og spjall í safnaðarheimilinu eft- ir messu. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sunnudagaskólinn á sama tíma og gaman væri að sjá ykkur sem flest. Org- anisti er Pavel Manasek. Prestar sr. Arna Grétarsdóttir og sr. Sigurður Grétar Helga- son. Verið öll hjartanlega velkomin. Íslenska kirkjan erlendis: GAUTABORG: Guðsþjónusta í Skårs-kirkju sunnudag kl. 14.00. Organisti Ruula Jó- hannessen. Íslenski kórinn í Gautaborg, stjórnandi Kristinn Jóhannesson. Kirkju- kaffi. Sr. Skúli S. Ólafsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- og fjöl- skyldustund í kirkjunni kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Hreiðar Örn og Ásta. Tónlist verður að vanda undir stjórn Önnu Siggu og Carls Möller. Allir velkomnir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Barnaguðsþjónusta á sama tíma í safnaðarheimilinu. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 11.00. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru hvött til að mæta. Fundur með foreldrum fermingarbarna að lokinni messu í safnaðarheimilinu. Org- anisti Sigrún M. Þórsteinsdóttir. Gísli Jón- asson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju B- hópur. Leiðtogar úr Alfa kynna námskeiðin og aðstoða í messu. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellunni á neðri hæð kirkj- unnar. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu (500 kr.). (Sjá nánar:www.digra- neskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Fermingarbörn Fellasóknar vorið 2004 og foreldrar/forráðamenn þeirra eru sérstaklega boðuð og verður fundur með þeim eftir guðsþjónustuna í safnaðarheim- ilinu. Prestur: Sr. Svavar Stefánsson. Org- anisti: Lenka Mátéová. Kór kirkjunnar syng- ur. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma í umsjón Elínar Elísabetar Jó- hannsdóttur. Boðið er upp á kaffi og svala- drykk í safnaðarheimilinu eftir guðsþjón- ustu. Rúta ekur um hverfið eftir sunnudagaskólann. GRAFARVOGSKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11.00. Séra Vigfús Þór Árna- son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Bjarna Þór Bjarnasyni. Ferming- arbörnum úr Folda-, Hamra- og Húsaskóla og foreldrum þeirra boðið sérstaklega til guðsþjónustu. Að lokinni guðsþjónustu verður haldinn fundur, þar sem verður með- al annars rætt um fermingarfræðsluna, ferminguna sjálfa og það sem henni teng- ist. Dregið verður um væntanlega ferming- ardaga. Kór Grafarvogskirkju syngur. Org- anisti: Hörður Bragason. Hjúkrunarheimilið Eir: Guðsþjónusta kl. 15.30. Þorvaldur Halldórsson söngvari syngur og hugleiðir. Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir altari. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Barn borið til skírnar. Kvennaraddir úr kórnum leiða safn- aðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). Prest- arnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11.00. Messa kl. 11.00. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Julian Hewlett. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra en samvera verður með þeim í Borgum að messu lokinni. Sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. LINDAKIRKJA: Guðsþjónusta og sunnu- dagaskóli í Lindaskóla kl. 11. Sunnudaga- skóli fer fram í kennslustofum á meðan á guðsþjónustu stendur. Boðið verður upp á akstur fyrir íbúa Vatnsenda- og Salahverfis. Hópferðabíll mun stansa á sömu stöðum og skólabíllinn gerir í Vatnsendahverfi (fyrsta stopp 10.45) en á Salavegi verður stansað við strætisvagnabiðstöðvar. Allir velkomnir. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Líf og fjör! Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Organisti Jón Bjarna- son. Kór Seljakirkju leiðir söng. Guðsþjón- usta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson prédik- ar. Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina. Altarisganga. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguðs- þjónusta kl. 11.00. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Friðrik Schram kennir. Kl. 20.00. Samkoma með mikilli lofgjörð, vitnisburði og fyrirbænum. Friðrik Schram predikar. Þátturinn „Um trúna og tilveruna“ verður sendur út á sjónvarpsstöðinni Ómega kl. 13.30. Gestur þáttarins er sr. Felix Ólafs- son kristniboði. Alfa námskeið byrjar þriðju- daginn 23. september kl. 19.00. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl. 11.00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20.00. Bibl- íufræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi Boð- un FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræð- issamkoma. Majór Inger Dahl stjórnar. Maj- ór Harold Reinholdtsen talar. Mánudagur: Kl. 15 heimilasamband. Majór Harold Rein- holdtsen talar. Allar konur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Sunnudaginn 21. sept. er samkoma kl. 20.00. Sigrún Einarsdóttir talar. Lof- gjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn á samkomutíma. Kaffi og sam- félag eftir samkomu. Allir eru hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Fjölskyldu- samkoma kl. 17.00. Lofgjörð fyrir samkom- una frá kl. 16.30. Haraldur Jóhannesson talar um efnið „Það er erfitt að segja … Lof- gjörð og fyrirbæn að lokinni samkomu. Fræðsla fyrir börn 2–14 ára í aldurs- skiptum hópum, Margrét Jóhannesdóttir og hennar fólk sjá um barnafræðsluna. Matur á fjölskylduvænu verði eftir sam- komu. Verið öll hjartanlega velkomin. FÍLADELFÍA: Laugardagur: Bænastund kl. 20.00. Opinn AA-fundur í kjallara kl. 20.15. Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Svanur Magnússon. Almenn sam- koma kl.16.30. Ræðumaður Hafliði Krist- insson. Gospelkór Fíladelfíu sér um lofgjörðina. Fyrirbænir. Allir hjartanlega vel- komnir. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11 f.h. Sr. Morgunblaðið/Einar FalurSnartarstaðakirkja. Guðspjall dagsins: Tíu líkþráir. (Lúk. 17). Kirkjudagur Lang- holtskirkju og starfið framundan HÁTÍÐARMESSA og barnastarf verður í Langholtskirkju sunnudag- inn 21. september kl. 11. Kirkjudag- ur Langholtssafnaðar. Sr. Kristján Valur Ingólfsson pre- dikar og Kór Langholtskirkju syng- ur. Nýtt starfsfólk safnaðarins verð- ur boðið velkomið og við kveðjum þau sem nýlega hafa látið af störf- um. Hátíðarmessan verður tileinkuð 50 ára afmælum kvenfélags og kórs. Eftir messuna býður kvenfélagið upp á súpu og brauð á kr. 500. Allur ágóði rennur í gluggasjóð en kven- félagið hefur ákveðið á 50 ára af- mælisári sínu að gefa söfnuðinum steint gler í hliðarglugga kirkj- unnar, en kórglugginn kom 1999. Áætlað er að glerið komi í kirkjuna í lok október. Steindu gluggarnir kosta á sjöttu milljón króna og því ljóst að kvenfélagið þarf að treysta á stuðning velunnara kirkjunnar til að afla fjár. Vetrarstarf Langholtssafnaðar fór af stað í byrjun september og má fræðast um það á heimasíðu kirkj- unnar, www.langholtskirkja.is. Af helstu þáttum má nefna að á mið- vikudögum er kyrrðar- og bæna- stund kl. 12.10 með orgelleik og sálmasöng. Kl. 12.30 er boðið upp á súpu og brauð (kr. 300). Starf eldri borgara hefst kl. 13 og því lýkur kl. 16. Þar er tekið í spil, sungið, föndr- að, hlustað á upplestur, spjallað og kaffisopi og góðgerðir eru á sínum stað. Allir eldri borgarar velkomnir. Ævintýraklúbbur, starf fyrir 7– 9 ára börn, hefst mánudaginn 22. sept- ember kl. 16. Dagskráin er byggð upp af gamni og alvöru og ætluð jafnt drengjum og stúlkum. Foreldra- og ungbarnamorgnar eru á sínum stað á fimmtudags- morgnum kl. 10–12 og eru sam- starfsverkefni Langholtssafnaðar og Miðstöðvar ungabarnaeftirlits á Heilsuverndarstöðinni við Bar- ónsstíg. Fimmtudaginn 25. sept- ember mun Ingibjörg Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur fræða um brjóstagjöf. Mæður og feður ungra barna eru öll velkomin. Kórstarf Langholtskirkju er um- fangsmikið og eru yngstu börnin sem geta tekið þátt í því 4ra ára. Nánari uppl. um það starf sem og annað starf í Langholtskirkju má finna á heimasíðu kirkjunnar. Kirkjustarf í Þorlákshöfn ÝMSAR nýjungar eru í kirkjustarf- inu í Þorlákskirkju. Bænastundir verða á þriðjudögum og fimmtudög- um kl. 9:00. Fólk getur komið bæn- arefnum til prests eða kirkjuvarðar. Foreldramorgnar verða á fimmtu- dögum milli 10 og 12. Boðið verður upp á Alfa-námskeið og hjónabands- námskeið. Biblíufræðsla verður á miðvikudögum kl. 18:10. TTT-starf verður á sunnudags- kvöldum kl. 19:45 og sunnudaga- skólinn hefst kl. 11:00 nk. sunnudag, öflugri en nokkurn tímann fyrr. Prestur verður með fasta viðtals- tíma í kirkjunni á þriðjudögum og fimmtudögum frá 9:15 til 10:00. Sjá nánar á heimasíðu Þorláks- hafnarprestakalls, www.thorlaks- kirkja.is. Baldur Kristjánsson. Fjölskylduguðsþjón- usta í Hóladómkirkju FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA verður í Hóladómkirkju sunnudag- inn 21. september kl. 14. Fjölmennum og bjóðum nýkjörinn vígslubiskup og frú velkomin til starfa og til stólsins og leiðum börn- in inn í barna- og fermingarstarf vetrarins. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin með Sigríði Gunn- arsdóttur yfir í Auðunarstofu. Kór Hóladómkirkju leiðir safn- aðarsöng og Jóhann Bjarnason org- anisti er við orgelið. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari. Kaffiveitingar verða að athöfn lokinni í Bændaskólanum. Fundur með foreldrum fermingarbarna á Hólum kl. 16. Prestsvígsla í Dómkirkjunni TVEIR prestar verða vígðir í Dóm- kirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 21. september kl. 14. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígir El- ínborgu Sturludóttur guðfræðing sem sett hefur verið sóknarprestur í Setbergsprestakalli, Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi, og Ragnar Gunnarsson guðfræðing sem kall- aður hefur verið til að þjóna sem skólaprestur á vegum Kristilegu skólahreyfingarinnar. Vígsluvottar eru: Séra Gísli Jón- asson prófastur, séra Ingiberg J. Hannesson prófastur, séra Íris Kristjánsdóttir, séra Kristján V. Ing- ólfsson og séra Karl V. Matthíasson, sem lýsir vígslu. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari. Marteinn H. Frið- riksson dómorganisti og Dómkórinn annast tónlist. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni SAMVERA tileinkuð fólki sem leitar bata í lífi sínu eftir „sporunum tólf“ verður haldin 21. september kl. 20. Einhver úr baráttunni segir sögu af reynslu sinni. Tónlistarmennirnir Anna Sigríður Helgadóttir og þeir Hörður og Birgir Bragasynir og Hjörleifur Valsson sem við köllum Bræðrabandið sjá um líflega tónlist. Einsöngur: Alda Ingibergsdóttir. Að þessu sinni flytur sr. Karl V. Matthíasson hugleiðinguna, sr. Hjálmar Jónsson leiðir samkomuna og sr. Anna Pálsdóttir leiðir fyr- irbæn. Auk þeirra þjóna þau sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson að æðruleys- ismessunum í vetur. Breytt fyrirkomulag á samkomum KFUM og KFUK FRÁ og með morgundeginum verð- ur breytt fyrirkomulag á sam- komum KFUM og KFUK í Reykja- vík sem haldnar eru í húsi félagsins við Holtaveg. Á þetta fyrirkomulag að henta betur fólki sem óvant er að koma en það sem notað hefur verið undanfarin ár. Reynt verður að nýta tónlist, leiklist, dans, margmiðlun og fleira í þessu skyni. Samkomurnar hefjast kl. 17:00, en hálftíma fyrr hefst lofgjörðar- og bænastund sem öllum er velkomið að taka þátt í. Að lokinni samkomu verður líka lofgjörðarstund í 20–30 mínútur. Þá getur fólk orðið eftir í salnum og sungið, beðið, íhugað eða þegið fyrirbæn. Ræðumaður á samkomunni á morgun verður Haraldur Jóhanns- son læknir og margmiðlunarsýning verður í umsjá Friðriks Jensens, nemanda í lyfjafræði við Háskóla Ís- lands. Tónlistarhópur undir stjórn Ólafar Ingerar Kjartansdóttur sér um tónlistina. Að lokinni samkomu er boðið upp á heitan mat á fjölskylduvænu verði. Á meðan samkoman stendur yfir er mjög vandað barnastarf fyrir börn á aldrinum 2–14 ára í aldurs- skiptum hópum. Kvöldmessa í Grensáskirkju Á MORGUN, sunnud. 21. sept., verð- ur fyrsta kvöldmessa haustsins í Grensáskirkju og hefst hún kl. 20. Kvöldmessurnar verða svo áfram þriðja sunnudagskvöld í mánuði í vetur. Þær byggjast upp á einföldu formi og valdir eru auðsungnir og auðlærðir söngvar. Töluðu máli er stillt í hóf en tekið við bænarefnum, gefið tækifæri til að tendra bænaljós og gengið til altaris. Messan tekur innan við klst. og að henni lokinni er borin fram hress- ing. Að þessu sinni prédikar sr. Felix Ólafsson, fyrsti sóknarprestur Grensássafnaðar, en nú um helgina er þess einmitt minnst að 40 ár eru liðin frá stofnun safnaðarins. Sunnudagaskóli í Borgarholtsskóla GRAFARVOGSSÖFNUÐUR vekur athygli á því, að sunnudagaskólinn sem var í Engjaskóla er fluttur í Borgarholtsskóla. Fjölbreytt dag- skrá er hvern sunnudag kl. 11. Söng- ur, Biblíusögur, brúðuleikhús og létt gaman. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Einnig minnum við á sunnudaga- skólann í Grafarvogskirkju á sama tíma, kl. 11:00, og venjulega guðs- þjónustu í kirkjunni á sama tíma. Alfa kynnt í messu í Digraneskirkju Á SUNNUDAGINN kl. 11 verður Alfanámskeiðið kynnt í messu í Digraneskirkju. Þátttakendur af Alfanámskeiðunum segja frá nám- skeiðinu og reynslu sinni. Þeir munu lesa ritningarlestra og taka þátt í messunni. Næsta námskeið hefst þriðjudag- inn 23. september kl. 19. Enn eru nokkur laus pláss. Annað vetrarstarf í Digra- neskirkju er að hefjast, s.s. sunnu- dagaskólinn, sem er á sama tíma og messurnar. Foreldramorgnar eru á fimmtudögum kl. 10 og starf eldri borgara á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 11. Það hefst með leik- fimi, en á þriðjudögum heldur dag- skráin áfram með hádegisverði, helgistund og fjölbreyttri dagskrá. Bænastundir eru á fimmtudögum kl. 12.10. Bænaefnum má koma til kirkjuvarða eða presta. Unglingakórinn hefur hafið æf- ingar og kemur til með að syngja við fjölskyldumessur og fleiri tækifæri. Nánari uppl.: digraneskirkja.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.