Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VEIÐI er nú að ljúka í Straumfjarð- ará og er veiði þar hin mesta í 20 ár, að sögn Ástþórs Jóhannssonar eins leigutaka árinnar. Í lok vikunnar voru komnir rétt tæplega 400 laxar á land, en veitt er á þrjár til fjórar stangir í ánni og aðeins á flugu. Ástþór segir að meðalveiði margra undanfarinna ára hafi verið í kring- um 200 laxar þótt áin hafi farið í rúm- lega 300 laxa í fyrra. „Veiðin fór hægt af stað í vor vegna mikilla þurrka og lítils vatnsmagns í ánni. Hún jókst hins vegar jafnt og þétt þegar líða tók á sumarið og menn muna ekki aðra eins laxgengd í ánni síðan 1983. Þetta er sjöunda árið sem aðeins er leyfð fluguveiði í ánni og telur Ástþór þá reglu, auk ötuls ræktunarstarfs, vera lykilinn að vaxandi veiði í ánni. „Ég vona að áin haldi styrk sínum á komandi árum, en eins og alltaf ráða ýmsar aðstæður í náttúrunni miklu um framgang mála,“ bætti Ástþór við. Langá verður efst Ljóst er að Langá á Mýrum verð- ur með mestu heildarveiði sumars- ins, en nú þegar veiði er að ljúka í ánni eru komnir fast að 2.300 laxar á land og ógrynni af fiski enn sprelllif- andi í ánni, að sögn Ingva Hrafns leigutaka. Metið frá 1978 heldur þó, að vísu verður það að teljast naumt, því þá veiddust 2.400 laxar. Vart leik- ur vafi á því að ef skilyrði til veiða á hinum svokallaða besta tíma hefðu verið boðleg hefði metið kolfallið. Holl sem nýlega lauk veiðum í Fitjaflóði í Grenlæk lenti í hörku- veiði. Alls lágu 70 fiskar í valnum, blanda af sjóbirtingi sem var á bilinu 3 til 8 pund, og staðbundnum fiski, urriða og bleikju og þar á bæ var stærsti fiskurinn 9 punda bleikjurisi sem veiddist í Trektinni svokölluðu. Síðasta holl á svæðum 1–2 í Stóru Laxá náði 14 löxum og var þó annan daginn af tveimur illveiðandi vegna fimbulkulda, að sögn Bjarna Júl- íussonar sem þar var á ferð ásamt fleirum. Bjarni og fjölskylda lentu í ævintýri í Bergsnös, lönduðu fimm boltafiskum á rúmri klukkustund, 7 til 16 punda. Tvær vænar hrygnur þar af lentu lifandi í klakkistunni. Síðustu fréttir frá Grímsá hermdu, að áin væri skriðin yfir síðasta árs tölu sína. Í lok vikunnar voru komnir 1.120 laxar á land eftir nokkuð góðan endasprett, en í fyrra veiddust 1.116 laxar. Veiði í ánni lýkur í dag. Besta veiði í Straumu í 20 ár Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Ástþór Jóhannsson, umsjónar- maður Straumfjarðarár. Ljósmynd/Páll Ketilsson Magnús Haraldsson með lax úr Kríubreiðu í Langá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? ÞÓRIR Laxdal Sig- urðsson, fyrrverandi námstjóri, lést á Landakotsspítala 18. september. Hann fæddist á Akureyri 24. júlí 1927. Foreldr- ar hans voru Sigurður Jónatansson (1864– 1949) frá Einarsstöð- um í Reykjadal og kona hans Ágústa Rósa Jósefsdóttir (1891–1974) frá Hillnabakka á Ár- skógsströnd. Þórir lauk gagn- fræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1944 og teiknikennara- prófi frá Handíðaskólanum 1949. Hann var við framhaldsnám í Dan- mörku 1964 og sótti ýmis kenn- aranámskeið innan lands og utan 1969–82. Þórir var teiknikennari við Laugarnesskóla 1949–1969 og stundakennari þar 1969–83. Um- sjónarkennari með myndmennta- kennslu á skyldunámsstigi og safn- akennslu í Reykjavík 1969–74. Starfsmaður skólarannsóknadeild- ar menntamálaráðuneytisins frá 1974, var námstjóri í mynd- og handmennt frá 1975 fram til ársins 1992 og sinnti eftir það ýmsum verkefnum á vegum ráðuneytisins fram til 1994. Stjórnaði endur- menntunarnámskeiðum fyrir mynd- og handmenntakennara 1971–78 og 1983. Þórir sat í ýmsum nefndum, t.d. í mynd- íðanefnd um skipan mynd- og handmennt- anáms í íslenskum skólum 1971–73, for- maður 1973 og for- maður í námskrár- nefnd mynd- og handmennta 1973–77. Þá var Þórir próf- dómari í teikningu á barnaprófi og ung- lingaprófi í Reykjavík 1967–75 og sat í stjórn Félags ís- lenskra myndlistarkennara. Einnig sat hann í stjórn Félags kennara á eftirlaunum. Fulltrúi Íslands í INSEA – alþjóðlegum samtökum myndmenntakennara frá 1972. Höfundur og meðhöfundur fjölda rita um teikningu, mynd- og handmennt, skrift og skriftar- kennslu. Þórir var mikill áhugamaður um listir og listfræðslu, skrift og skriftarkennslu. Hann var sjálfur listaskrifari og var oft fenginn til að annast skrautritun m.a. á verð- launaskjöl af ýmsu tagi. Hann hafði áhuga á handverki hvers konar og sat í ritnefnd tímaritsins Hugur og hönd. Þórir kvæntist 1951 Herborgu Kristjánsdóttur kennara frá Holti í Þistilfirði (1922–1989). Þau eiga sex börn. Andlát ÞÓRIR LAXDAL SIGURÐSSON LÍFLEGAR umræður urðu á morgunverðarfundi Félags forstöðumanna ríkisstofnana um samskipti stofnana við fjölmiðla. Styrmir Gunnarsson, rit- stjóri Morgunblaðsins, fjallaði í framsöguerindi sínu um samskipti fjölmiðla og opinberra stofnana, sem hann taldi almennt vera góð. Ný löggjöf og viðhorfsbreyting í þjóðfélaginu hefði leitt til þess að aðgangur fjölmiðla að upplýsingum væri auð- veldari en áður var. Ekki eðlilegt að setja tjáningarfrelsi starfsmanna skorður Í umræðum var nokkuð rætt um samskipti ein- stakra starfsmanna opinberra stofnana við fjöl- miðla; þeirri spurningu var varpað fram hvort ekki kynni að vera hæpið að allir starfsmenn gætu tjáð sig í fjölmiðlum um málefni eigin stofnunar. Styrm- ir sagði fjölmiðla yfirleitt reyna að tala við æðsta mann í hverri stofnun eða þá sérstaka talsmenn þeirra. Það væri út af fyrir sig ekkert vandamál en sér þætti á hinn bóginn ekki eðlilegt ef stjórnendur beittu undirmenn sína þrýstingi í því skyni að koma í veg fyrir að þeir tjáðu skoðanir sínar í fjöl- miðlum um meginmál en um það fyndust því miður dæmi. Sagðist Styrmir ekki sjá nein sérstök rök standa til þess að umræða um ríkisstofnanir og málefni þeirra gæti ekki farið fram algerlega fyrir opnum tjöldum svo fremi sem þær umræður væru málefnalegar. Hann tók þó fram að vissulega ætti slíkt ekki við um ýmis innri mál stofnana eins og t.d. starfsmannamál o.s.frv. Steingrímur Ari Arason sagðist auðvitað geta tekið undir að æskilegt væri að umræða um op- inberar stofnanir væri eins opin og kostur væri. En menn yrðu að vera sér meðvitandi um að þeir gerðu þá mun meiri kröfur til opinbera rekstrarins en einkarekstrarins. Forstöðumenn stofnana væru oft í þeirri stöðu að ákvarðanir sem þeir tækju væru rekstrarlegs eðlis. Eðlilegt og sjálfsagt væri að hafa opna umræðu á sjálfu umræðustiginu en sem rekstrarstjórnendur hlytu stjórnendur stofn- ana að gera þá kröfu til starfsmanna sinna að eftir að ákvörðun hefði verið tekin stæðu þeir að baki forstöðumönnum stofnananna. Gagnvirk samskipti nauðsynleg Bragi Guðbrandsson benti á að mikilvægt væri að samskiptin við fjölmiðla væru gagnvirk og að opinberir stjórnendur sýndu frumkvæði í sam- skiptum við þá og í því að koma á framfæri upplýs- ingum um nýjungar og breytingar. Hann teldi það á hinn bóginn vera áhyggjuefni hversu augljóst það væri að hæfni fólks og þekkingu á sumum fjöl- miðlum, ekki síst á sumum útvarpsstöðvum, væri ábótavant. Verst væri þegar þetta fólk brygði sér í hlutverk rannsóknarblaðamanna og ætlaði að ljóstra upp alls kyns hlutum. Oft hefði það ekki hugmynd um lagalegan grundvöll sem stofnanir ynnu eftir hvað þá nokkra fagþekkingu á viðkom- andi sviði, þessir fjölmiðlamenn misskildu hluti og færu síðan með miklu offorsi með ávirðingar á hendur opinberum stofnunum sem gæti grafið undan trúverðugleika þeirra. Stjórnendur stofn- ana væru nánast varnarlausir gagnvart slíkri fjöl- miðlun því aðgengi þeirra að sömu fjölmiðlum væri oft afar takmarkað. Blaðamenn hæfari en þjóðfélagið flóknara Ritstjóri Morgunblaðsins sagði það vera vanda allra fjölmiðla á Íslandi að þeir hefðu ekki efni á því að vera með sérfræðinga á hverju sviði. Hins vegar taldi hann blaðamenn nú vera miklu betur menntað fólk en þeir voru fyrir nokkrum áratugum. Blaða- menn sem ráðnir væru til starfa væru hæfari en áð- ur var, vinnubrögð þeirra skipulagðari og upplýs- ingaöflun þeirra faglegri. Þjóðfélagið væri aftur á móti orðið miklu margbreytilegra og flóknara og það væri vandi sem allir fjölmiðlar glímdu við. Haraldur Johannessen benti á að stundum væru forstöðumenn ríkisstofnana nánast píndir til þess að fara í fjölmiðla og tjá sig. Sumir forstöðumenn þekktu það að hægt væri að viðhalda málum jafn- vel mánuðum saman og þess vegna gæti verið erfitt að standa við ákvörðun um að tjá sig ekki. En hann sagði það heldur ekki vera sama við hvaða fjölmiðil menn tjáðu sig; hjá sumum fjölmiðlum gætu menn átt von á því að fiskur lægi undir steini og þar kæmi oft ritstýring fjölmiðla við sögu; stundum gengi það svo langt að málið sem greint væri frá væri allt annað en forstöðumaðurinn hefði tjáð sig um. Búið væri að klippa eða „editera“ efnið út og suður og slíta svör úr samhengi. Vandi forstöðumanna gæti því óneitanlega á stundum verið nokkur og ekki bætti úr skák að þeir gætu ekki stuðst við neinar reglur um það hvernig ætti að taka á þessum mál- um. Styrmir sagði ritstýringu fjölmiðla vera ákveðið vandamál, ef til vill ekki síst á ljósvakamiðlunum. Allt eftirlit gæti verið mjög erfitt þegar kannski væri verið að klippa til fréttir þegar útsending frétta væri hafin. Staða ritstjóra blaðanna væri mun skárri þar sem þeir gætu haft aðstöðu til að skoða allar fréttir áður en þær væru prentaðar. Fundur forstöðumanna ríkisstofnana um samskiptin við fjölmiðlana Umræða um stofnanir fari fram fyrir opnum tjöldum Morgunblaðið/Ásdís ÁRNI Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og formaður sam- göngunefndar, sagði á fundi borg- arstjórnar á fimmtudaginn að huga þyrfti að breytingum á vegalögum þegar skoðað væri hvernig ríkið kæmi að fjármögnun samgöngu- mannvirkja. Nú væri fyrirkomulag- ið þannig að fjármagn sem færi í þjóðvegi, hvort sem þeir væru í þéttbýli eða dreifbýli, nýttist við lagningu hefðbundinna vega ann- ars vegar og reiðvega hins vegar. „Hinir mörkuðu tekjustofnar eru sem sagt fyrir almenna bílaumferð og þarfasta þjóninn, hestinn,“ sagði Árni. „Það er hins vegar ekki heimild til þess í vegalögum að markaðir tekjustofnar fari í að greiða stofnstíga, t.d. meðfram þjóðvegum í þéttbýli. Það er ekki heimild til þess þrátt fyrir að stofn- stígar séu að sjálfsögðu samgöngu- mannvirki fyrir þá sem velja þá leið. Sívaxandi fjöldi fólks í þéttbýl- inu velur þá leið að fara sinna ferða fótgangandi, á reiðhjóli eða línuskautum. Árni segir að það þurfi að laga vegalög að þessum breytta hugs- unarhætti og einnig verði að koma til heimild til að greiða stofnkostn- að í almenningssamgöngum. Heimilt verði að fjármagna stofnstíga VÖRUBÍLL valt við Teigsbjarg framarlega á Fljótsdalsheiði um fjögurleytið í gær. Ökumaðurinn slasaðist ekki alvarlega, en er lítils- háttar marinn, að sögn lögreglunn- ar á Egilsstöðum. Tildrög slyssins voru þau að vörubílnum var ekið á vegi sem liggur inn að Kárahnjúkavirkjun og þegar hann mætti öðru farartæki gaf vegkanturinn sig. Vörubíllinn valt hálfa veltu og er mikið skemmdur. Vörubíll valt ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.