Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 22
SUÐURNES 22 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fullkomnaðu verkið með þakrennukerfi þakrennukerfi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Fagm enns ka í fyrir rúmi Söluaðilar um land allt Blaðið börn alltaf á laugardögum lagi fyrir sig. Að auki verður ár- angur átaksins mældur af næringarfræðingi við Háskóla Ís- lands og samanburðarmælingar gerðar eftir þrjú ár. Sjónvarpsþáttur verður sýndur í tengslum við átakið en alls verða átta orkuríkir þættir fyrir alla fjöl- skylduna með persónum Lata- bæjar. Reynt verður að tengja sem flesta við verkefnið og vekja um- ræður um heilbrigðari lífsstíl fyrir komandi kynslóðir, að því er fram kemur á heimasíðu Reykjanes- bæjar. REYKJANESBÆR mun taka þátt í orkuátaki Latabæjar sem hefst 1. október nk. og stendur út mán- uðinn en markmið þess er að hvetja til heilbrigðari lífsstíls hjá komandi kynslóðum. Fram kemur á heimasíðu Reykja- nesbæjar að átakið er unnið í sam- vinnu við ráðuneyti, landlækn- isembættið og ýmis fyrirtæki og er byggt upp á orkubók, sjónvarps- þáttum og auglýsingaherferð. Því er ætlað að höfða til barna í 1. og 2. bekk grunnskóla og tveggja elstu árganga leikskólabarna. Verkefnið hófst með kynning- arfundi í Reykjanesbæ með mat- ráðum, matreiðslukennurum, leik- og skólastjórum, umsjónarkenn- urum, íþróttakennurum sem og deildarstjórum og leikskólakenn- urum tveggja árganga leikskóla- barna. Foreldrar barna sem fædd eru á árunum 1997 til 1999 fá heim Orku- bækur en hverri bók mun fylgja að- gangsorð sem börn og foreldrar þeirra nota til að skrá sig inn á heimasíðu átaksins. Þar getur hvert barn fyllt út eins konar Orku- bók á Netinu sem gefur jafnframt möguleika á að fylgjast með hvern- ig átakið gengur í hverju sveitarfé- Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Magnús Scheving kynnir orkuátak fyrir barnafjölskyldur á fundi í Njarðvíkurskóla með starfsfólki bæjarins. Taka þátt í orkuátaki Latabæjar Reykjanesbær RÉTTARDAGUR Grindvík- inga er næstkomandi sunnu- dag. Rekið verður til réttar í Þórkötlustaðarétt um klukkan 15. Gangnamenn leita Hrauns- land, Hálsa og Þórkötlustaða- land á laugardag og reka til réttar á sunnudag. Oft hefur verið fjölmenni í réttunum. „Hér gefst fólki gott tækifæri til að kynnast sveitalífinu og réttardegi eins og hann gerist bestur. Tilvalið er fyrir fólk á öllum aldri að koma og sjá réttir í næsta nágrenni höf- uðborgarsvæðisins,“ segir í fréttatilkynningu frá bæjar- stjóranum í Grindavík sem jafnframt bendir fólki á að klæða sig í samræmi við veð- ur. Réttað í Þórkötlu- staðarétt Grindavík ÞRJÚ sjálfstæð námskeið fyrir frumkvöðla og athafnafólk á Suður- nesjum verða haldin á næstu vikum og mánuðum. Námskeiðin eru haldin af Sambandi sveitarfélaga á Suður- nesjum með yfirskriftinni Átak til at- vinnusköpunar. Námskeiðin verða haldin dagana 24. september, 15. október og 25. nóvember næstkomandi. Leiðbein- endur eru viðskiptafræðingarnir Jón Þorsteins Jóhannsson og Guðbjörg Jóhannsdóttir. Farið verður yfir þætti er varða undirbúning og gerð viðskiptaáætl- ana og í lok hvers námskeiðs verður farið yfir fjármögnun verkefna. Nán- ari upplýsingar er að finna á www.sss.is. Átak til atvinnu- sköpunar Suðurnes GJÖGUR hf. eignaðist nýlega Gjafar VE sem áður var í eigu Sæ- hamars ehf. í Vestmannaeyjum. Hann á að leysa af hólmi eldra skip félagsins, Oddgeir ÞH, og nú hefur það heiti verið málað á nýja skipið. Sjómennirnir unnu að því í Grindavíkurhöfn en þaðan er skip- ið gert út þótt útgerðin sé á Grenivík. Gjafar fær nafnið Oddgeir Grindavík Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson SÝNINGARLIÐIÐ Harlem Ambassadors verður með þrjár körfuboltaskemmtanir hér á landi í næstu viku auk þess sem liðsmenn taka þátt í forvarnarstarfi með börn- um og unglingum á Suðurnesjum. Tilgangur heimsóknar Harlem Ambassadors er tvíþættur, að sögn Péturs Guðmundssonar, yfirþjálfara yngri flokka UMFG, liðið kemur til að taka þátt í forvarnarstarfi og til að skemmta fólki. Börnum og ungling- um í 5.–10. bekk grunnskólanna í Grindavík og Reykjanesbæ verður boðið í íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík næstkomandi miðvikudag. Þar munu körfuboltasnillingarnir, skemmta og sýna tilþrif um leið og þeir hvetja börnin til að stunda námið og halda sig frá vímuefnum. Pétur segir að liðsmenn nái vel til barna og unglinga með því að sýna þeim brell- urnar um leið, og fræðslan skili sér öðruvísi en þegar haldnir eru fyrir- lestrar inni í skólastofunum. Á miðvikudagskvöldið verður skemmtun fyrir almenning á sama stað. Þá mun Harlem Ambassadors leika við lið sem skipað verður göml- um refum úr boltanum og vonast Pét- ur til að bæjarstjórarnir verði með. Lið Harlem Ambassadors kom til landsins í boði Grindavíkurbæjar og Reykjanesbæjar og körfuknattleiks- deildanna í Grindavík og Keflavík. Auk þess styrkja Hótel Keflavík, SBK, RV ráðgjöf-verktaka, Spari- sjóðurinn í Keflavík og Bláa lónið framtakið. Ágóði af miðasölu rennur til unglingstarfs körfuknattleiks- deildanna í Grindavík og Keflavík. Þriðja skemmtunin verður í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafn- arfirði 28. september næstkomandi, klukkan 16. Hún er liður í fjáröflun Kiwanisklúbbsins Sólborgar. Forvarnir á körfu- knattleikssýningu Grindavík/Keflavík BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar vill halda sig við að íbúðarhverfið sem skipulagt hefur verið á Neðra-Nikel- svæði í Njarðvík verði nefnt Hlíðar- hverfi eins og gert hefur verið ráð fyrir við skipulagsvinnu. Bæjaryfirvöld hafa staðfest deili- skipulag af hverfinu. Umhverfis- og skipulagsráð bæjarins lagði til að svæðið héldi nafni sínu til margra ára og verði kallað Nikel-hverfi. Bæjarráð hefur nú tekið af skarið, hafnað því en samþykkt að Hlíðar- hverfi skuli framvegis notað. Nikel-svæð- ið skal heita Hlíðarhverfi Njarðvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.