Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Trinket kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Green Frost kemur í dag. Atlas og Rainbow Warrior fara í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morg- unganga er frá Hraun- seli kl. 10. Rúta frá Firðinum kl. 19.50. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Heilsa og hamingja á efri árum, fræðslufundur í dag, laugardag, í Ásgarði Glæsibæ og hefst kl. 13.30. Umfjöllun um þjónustu Trygg- ingastofnunar ríkisins við eftirlaunaþega á líf- eyris- og heilbrigð- issviði. Framsögn ann- ast sérfræðingar TR undir forystu Karls Steinars Guðnasonar. Fundarstjóri: Guðrún Helgadóttir. Allir vel- komnir. Gerðuberg, fé- lagsstarf, sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug á mánudögum kl. 9.30 og miðvikudögum kl. 10.30. Þriðjudagar kl. 13 boccia. Fimmtudag- inn 25. september, kynslóðir saman í Breiðholti, kl. 13.15 fé- lagsvist í samstarfi við Fellaskóla og Essó, all- ir vekomnir. FEBK. Púttað á Lista- túni kl. 10.30 á laug- ardögum. Mætum öll og reynum með okkur. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-Samtök spilafíkla, fundir spilafíkla. Höf- uðborgarsvæðið: Þriðjudagur kl 18.15 – Seltjarnarneskirkja, Valhúsahæð, Seltjarn- arnes. Miðvikudagur kl. 18 – Digranesvegur 12, Kópavogur. Fimmtudagur kl. 20.30 – Síðumúla 3–5, Göngudeild SÁÁ, Reykjavík. Föstudagur kl.20 – Víðistaðakirkja, Hafnarfjörður. Laug- ardagur kl. 10.30 – Kirkja Óháða safn- aðarins, v/ Háteigsveg, Reykjavík. Austur- land: Fimmtudagur kl.17 – Egils- staðakirkja, Egils- stöðum. Neyðarsími GA er opinn allan sól- arhringinn. Hjálp fyrir spilafíkla. Neyðarsími: 698 3888. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Blóðbankabíllinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blodbank- inn.is. Minningarkort Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568- 8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551-7193 og Elínu Snorradóttur, s. 561- 5622. Minningarkort Sjúkraliðafélags Ís- lands eru send frá skrifstofunni, Grens- ásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9– 17. S. 553-9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arsjóður í vörslu kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minningarkortin fást nú í Lyfjum og heilsu, verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Kortið kostar kr. 500. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsamlegast hringi í síma 552-4994 eða síma 553-6697, minning- arkortin fást líka í Há- teigskirkju við Há- teigsveg. Í dag er laugardagur 20. september, 263. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. (Fl. 3, 4-4.)     Einar Kristinn Guð-finnsson alþing- ismaður fjallar um línu- ívilnun á heimasíðu sinni www.ekg.is. Þar segir hann m.a.: „Stjórn- arflokkarnir báðir settu inn í stefnuyfirlýsingar sínar ákvæði um svo kall- aða línuívilnun. Þetta var hluti af kosningafyr- irheitum beggja flokk- anna og áréttað af okkur frambjóðendum. Þess vegna er nú unnið að því að koma þessum málum í framkvæmd. Þau orð standa, eins og annað það sem við stefnum að með ríkisstjórnarsamstarfinu. Algjörlega er ástæðulaust að gera öðru skóna.Það er líka gott að menn hafi í huga að einskis er að vænta frá stjórnarand- stæðingum í þessum efn- um...“ „...Málið er vitaskuld á forræði ríkisstjórn- arflokkanna. Þar verður það klárað. Til þess þurf- um við að komast að póli- tísku samkomulagi og verður það meðal annars verkefni komandi mán- aða að ná slíku sam- komulagi. Oft hefur mað- ur staðið frammi fyrir lakari stöðu við undirbún- ing framfaramála en núna. Nú erum við þó með í farteski okkar sam- þykktir beggja stjórn- arflokkanna. Sá ágrein- ingur sem nú er verið að reyna að ýfa upp var í Sjálfstæðisflokknum út- kljáður á Landsfundi flokksins.“     Einar segir að ákveðaverði hvenær línu- ívilnun taki framkvæmd, hver prósentan verði og hverjir geti verið með. „Þarna eru stjórnarflokk- arnir ekki alveg sam- mála. Í samþykktum okk- ar sjálfstæðismanna er talað um dagróðrabáta sem róa með línu. Fram- sóknarmenn tala um dag- róðrabáta sem róa með línu og beita og stokka upp í landi. Í samþykkt framsóknarmanna er því klárlega ekki átt við beitningavélabáta. Dag- róðrabátur þarf út af fyr- ir sig ekki að beita í landi og strangt til tekið gæti landsfundarsamþykkt okkar sjálfstæðismanna því náð til vélabáta sem landa daglega.     En hitt verða menn auð-vitað að virða að dag- róðrar þýða ekki róðra- lag þar sem landað er annan hvorn dag, þriðja hvern dag, eða vikulega, eins og stundum er haldið fram. Orðið verður bara skilið bókstaflega. Það er alveg augljóst mál að önnur helsta rétt- læting línuívilnunar er skírskotunin til hags- muna byggðanna. Menn benda á (og þar á meðal sá er þessar línur ritar) að línuútgerð sé mjög stunduð út um landsins dreifðu sjávarútvegs- byggðir. Enginn njóti ívilnunarinnar nema að sækja sjóinn. Sókn- artengd aðferð sé líklegri til þess að skapa útvegs- byggðum sem eru nærri miðunum ákveðið for- skot.“ STAKSTEINAR Línuívilnun Víkverji skrifar... EITT það skemmtilegasta viðNetið er að gramsa og verða öllu nær um allt og ekk- ert. Víkverji rakst á þessa klausu í einni af mörgum gramsferðum sínum á Netinu í vikunni. Hreint stórmerkileg staðreynd sem sýnir manni enn og einu sinni að við erum alls ekki svo galnar mannskepn- urnar: Svmkmaæt rnsanókn við Cmabrigde hkóásla þá stkpiir ekki mlái í hðvaa röð stfiar í oðri eru, það enia sem stikipr mlái er að frtsyi og stíasði sti- naurfn séu á rtéutm satð. Aillr hniir sfitarnir gtea vireð í aöljrgu rlgui en þú gtuer smat lseið það aðvuledlgea. Áæðsatn fiyrr þsesu er að mnnashgrniuun les ekki hevrn satf friyr sig hleudr oirðð sem hiled. Stórmerkilegt ekki satt? x x x ANNARS hefur Víkverji veriðháður því í nokkur ár að kíkja daglega á nokkrar vel valdar netsíð- ur – þ.e.a.s. eftir að hafa skannað þær fréttatengdu. Síðan vindurinn fór úr þjóðmálasíðunum svokölluðu og Pressan á strik.is fraus í tíma hefur heimsóknum fjölgað verulega á frettir.com – þar sem menn eru orðnir ansi hreint naskir á að merkja misfellur hjá öðrum fjöl- miðlum og benda á það sem af einni eða annarri ástæðu hefur verið látið kyrrt liggja. Einnig hafa skoð- anaskipti á malefnin.com átt til að verða æði snörp og hressileg síð- ustu mánuði. Svo má benda á fjör- uga fjölmiðlaumræðu – séu menn á annað borð gefnir fyrir þá sjálf- hverfu skrúfu – á síðu Blaðamanna- félags Íslands press.is. x x x FYNDNASTA íslenska vefsíðaner svo og verður baggalutur.is – nokkuð sem þarf vart að fjölyrða um. Fréttir í bundnu máli á frett- ir.is hafa átt til að vera bráð- skemmtilegar – þótt hagyrð- ingar þar á bæ séu reyndar í síðbúnu sumarfríi til 1. október. Þá stenst Víkverji ekki mátið að tékka á allri þvælunni sem þvælist ofan í „rugludallana“ til- veran.is og batman.is þótt sumt af því efni sé af vafasamari sort- inni. Málefnalegri er þá hugi.is þar sem netverjar eru óþreyt- andi að skiptast á skoðunum um alla skapaða hluti, hvort sem er hokkí, hundar, heimspeki eða Harry Potter. Þar er reyndar málfari æði ábótavant en ein- staka innlegg er hið fróðlegasta og greinilega vel ígrundað – þótt vissulega sé oft og tíðum nettur kverúlanta-fnykur þar af. x x x OG vissulega eru þeir flestir ang-andi af sömu stækjunni, blogg- ararnir fjölmörgu sem verja drykk- langri stund úr degi sínum í að fjölyrða um allar sínar gjörðir og ígrundanir. Inni á milli eru þó nokkrir sem eru nógu sniðugir, hafa nógu mikið – eða lítið – að segja til að Víkverji finni hjá sér þörf til að sækja þá aftur heim. Má þar nefna bloggið hans Dr. Gunna this- .is\drgunni og knappt, fátítt en ávallt ávalt innlegg sickdanson.com í þjóðmálaumræðuna. Morgunblaðið/Jim Smart Dr. Gunni veltir því nær daglega fyrir sér hvort eitthvað sé að gerast á vefsíðu sinni. Óeðlileg hækkun íbúðaverðs ÍBÚÐAVERÐ á höfuð- borgarsvæðinu hefur hækk- að um 14% á einu ári og á aðeins 4 árum hefur verðið hækkað um 80%. Þetta er óeðlileg hækkun miðað við kaupgetu fólks og má leiða að því líkur að fólk sé að auka verulega við skuldir sínar, sérstaklega ungt fólk sem kaupir sína fyrstu íbúð á þessu okur- verði. Fyrir nokkrum árum gerðist það í Noregi að íbúðaverð hækkaði gríðar- lega eins og er að gerast hérna núna. En verðið lækkaði aftur og svo fór að margt fólk skuldaði meira en verðmæti hússins var á þeim tíma. Það skyldi þó ekki vera bóla sem springur eins og hlutabréfaæðið fyrir um 2–3 árum, þessi þensla á húsnæðismarkaðnum núna. Íbúi í Grafarvogi. Vandamálaútvarp ÉG ER óánægður með morgunútvarpið, þ.e. sam- tengdar rásir 1 og 2. Þetta er orðið endalaust vanda- málaútvarp þar sem sífellt er verið að kafa ofan í málin. En það er ekki það sem fólk þarf á að halda nývaknað með morgunkaffinu. Mér finnst t.d. ákaflega þægilegt í morgunsárið að fá að heyra helstu fyrirsagnir í dagblöð- unum með kaffinu, en ég bý úti á landi og fæ ekki blöðin fyrr en um hádegi. Að lokum vil ég sérstak- lega nefna Guðrúnu Gunn- arsdóttur og Magnús Ein- arsson sem dæmi um þægilega útvarpsmenn að morgni dags. Broddi. Byssumenn og ófreskjur MIKIÐ afskaplega eru aug- lýsingar kvikmyndahús- anna stundum hryllilega yf- irþyrmandi. Þarna blasa þær við manni tvær hálf- síðuauglýsingar hlið við hlið í dagblöðunum og grimmúð- legir byssumenn ota framan í lesendur byssuhlaupi, til- búnir að hleypa af skoti. Ekki er þar einn byssumað- ur á lítt áberandi mynd. Nei, oft þrjár og jafnvel fjórar auglýsingar af sama ill- menninu og þekja þannig næstum tvær hálfar sam- hliða síður. Ef það eru ekki óðir byssumenn þá eru það grimmúðlegar ófreskjur með gapandi gin og útstand- andi glyrnur. Þessar hryllingsauglýs- ingar birtast ekki bara í einu dagblaði heldur tveimur og það dag eftir dag. Ósköp finnst mér þetta andstyggi- lega ljótt og hafa neikvæð áhrif á hug og hjarta. Lesandi. Fyrirspurn til Stætó HVERS eiga notendur leið- ar 7 að gjalda? Þar eru eld- gamlir vagnar sem eru að hristast í sundur og svo er erfitt að komast upp í þá því það er svo hátt í tröppurnar. Svar óskast. Farþegi. Ally McBeal aftur ÉG vil koma þeirri bón á framfæri að dagskrárstjóri Stöðvar 2 sýni þætti með Ally McBeal kl. 18.05 í stað- inn fyrir þessa drepleiðin- legu Seinfeld-þætti. Ég tala fyrir hönd margra og vona að þið virðið ósk okkar. Áskrifandi. Dýrahald Lítil læða í óskilum LÍTIL 2–3 mánaða grá- bröndótt læða kom til okkar í Skipasund að kvöldi 15. september. Hún var ómerkt og hefur örugglega villst að heiman. Við gerum ráð fyrir að nú sé einhver sem sakni hennar og viljum við koma henni á rétt heimili. Þeir sem kannast við hana hafi samband við okkur í símum 561 6052 eða 867 6052. Dagný. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís „Sjáið sílið! Alvöru síli.“ LÁRÉTT 1 sundla, 4 kinnungur, 7 dugnaðurinn, 8 tölum um, 9 tóm, 11 lítill lækur, 13 ellimóð, 14 snjóa, 15 sæti, 17 hvelft, 20 bók- stafur, 22 graftarnabbi, 23 laun, 24 kvenmanns- nafn, 25 askana. LÓÐRÉTT 1 áfall, 2 starfið, 3 korna, 4 fjöl, 5 vænn, 6 kvæðum, 10 elskuðum, 12 kraftur, 13 agnúi, 15 sól, 16 upp- námið, 18 óhreinka, 19 mál, 20 gufu, 21 túla. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 reimleiki, 8 fúsan, 9 lýtið, 10 nói, 11 skapi, 13 neiti, 15 stáls, 18 safna, 21 kyn, 22 fjara, 23 æfing, 24 falslausa. Lóðrétt: 2 enska, 3 munni, 4 ellin, 5 kætti, 6 ofns, 7 iðni, 12 pál, 14 efa, 15 sefa, 16 álaga, 17 skass, 18 snæða, 19 fliss, 20 angi. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.