Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 26
Fjöldi manns naut leiðsagnar Auðar Jónsdóttur garðyrkjufræðings á uppskeruhátíð. VAXANDI áhugi er á ræktun matjurta og kryddplantna hér á landi, segir Auður Jóns- dóttir, garðyrkjufræðingur í Grasagarði Reykjavíkur. „Margir njóta þess að hafa kom- ið sér upp blómlegum matjurtagarði og verða sér þannig úti um ferskt og ódýrt hráefni til matargerðar sem jafnframt er þeirra eigið,“ segir hún. Mikil aðsókn var til að mynda á tvö fræðslu- kvöld um krydd- og matjurtir sem haldin voru í samvinnu við Café Flóruna í garðinum í sum- ar, og komu um 100 manns til þess að hlýða á fyrirlesara í hvort sinn. Hin árlega uppskeruhátíð Grasagarðsins var haldin fyrir skömmu. Nytjajurtagarðurinn er yngsti safngarðurinn í Grasagarðinum en hann var opnaður árið 2000. Gestir voru hátt í tvö hundruð á uppskeruhátíð garðsins á dög- unum og fjölgar þeim ár frá ári, að Auðar sögn. Þeirra á meðal eru bæði ungir og aldnir. Jurtir í nytjajurtagarðinum eru merktar í beðunum, með íslensku, ensku og latnesku heiti og Grasagarðurinn því kjörinn viðkomu- staður fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í matjurtarækt eða dreymir um slíka ræktun heima. Smakka og slíta Mikil umferð er um svæðið að hennar sögn og nokkuð um að gestir smakki á jurtunum eða slíti upp og taki með sér þegar enginn sér til. Einnig eru gæsir úr nágrenninu duglegar við að koma í heimsókn. „Þær eru nýbúnar að koma og kippa upp matarlauk úr einu beðinu hérna,“ segir Auður, en nytjajurtagarðurinn er fremur hugsaður gestum til fróðleiks og ánægju en saðningar. „Fólk getur komið hingað til þess að kynna sér möguleikana í ræktun og margir eru alveg undrandi á því sem fyrir augu ber. Við viljum hvetja fólk til þess að prófa sjálft og þegar uppskeruhátíðin er haldin á haustin er svo hægt að koma og smakka.“ Í nytjajurtagarðinum er einungis brot af þeim tegundum sem hægt er að rækta hér- lendis, en þar eru engu að síður um 120 mat- og kryddjurtir, auk fáeinna lækningajurta. „Við bætum sífellt við nýjum tegundum, til að mynda salati, enda hefur matarsmekkur fólks breyst mikið. Asísk áhrif eru nokkur í matargerð og algengt er orðið að fólk steiki alls kyns salat á wok-pönnu,“ nefnir hún sem dæmi. Auður hvetur þá sem vilja fara út í mat- jurtaræktun að byrja smátt og velja tegundir sem auðvelt er að rækta og hægt að nýta allt sumarið. Fæstir séu með mikið geymslupláss og erf- itt sé að sitja skyndilega uppi með birgðir af jurtum sem hafa skamman uppskerutíma. „Blaðsalat er til dæmis hægt að tína allt sumarið. Hér er líka auðvelt að rækta „lollo rosso“ og fleiri káltegundir, svo sem rófur, hvítkál og „mizuna“-kál. Fleiri tegundir eru klettasalat og stilkbeðja,“ nefnir Auður. Hægt er að sneiða stilkinn á þeirri síð- arnefndu og steikja í smjöri og blöðin bragðast eins og spínat. Stilkbeðja er náskyld rauðróf- unni með rauðan eða gulan stilk og tekur sig afar vel út í garðinum, að hennar sögn. „Matjurtagarður getur verið mjög fallegur og á þannig séð vel heima beint fyrir utan stofugluggann, ekki endilega einhvers staðar norðan við hús eða í skugga bak við hávaxinn gróður. Margar matjurtir eru hitakærar, þar sem þær koma frá suðlægari slóðum og þurfa því allt það ljós sem hægt er að fá,“ segir hún. Algengar kryddtegundir í nytjajurtagarð- inum eru rósmarín, hjartafró (sítrónumelissa), franskt fáfnisgras (estragon) og steinselja. Einnig má nefna garðablóðberg, sítrónu- blóðberg, kóríander, graslauk, kjarrmyntu (oregano), salvíu, dill og fleira og fleira. Hægt er að rækta krydd milli blómabeða og annar möguleiki er að rækta þær í potti úti á svölum. Grundvallaratriði er hins vegar að tryggja þeim birtu og yl, sama hvor kosturinn er val- inn. Matjurtagarður þarf skjólvegg sem þarf ekki að vera hár, kannski einn metri, og ár- íðandi er að hafa hann ekki þétt upp við hávax- in tré, að Auðar sögn. Hægt hvar sem er „Það er hægt að stunda ræktun nánast hvar sem er, en fyrst er að byrja á því að vinna jarð- veginn, stinga hann upp og losa um það bil 25– 30 sentímetra niður. Ræktun í Grasagarðinum er lífræn og hægt er að fylgja sömu aðferðum við ræktun heima. Þá er búfjáráburði, laufi, safnhaugamold og þess háttar blandað saman við jarðveginn. Einnig er gott að hafa beð upp- hækkuð en þá fá þau meiri birtu og þorna fyrr á vorin,“ segir hún. Ýmsir laukar eru ræktaðir í nytja- jurtagarðinum, svo sem rauðlaukur, skalottu- laukur, matarlaukur og hvítlaukur. „Ég hef verið að prófa mig áfram með hvítlauk og þeir sem vilja rækta hann setja einfaldlega niður rif að hausti. Hvítlaukurinn þarf kuldatímabil svo hann skipti sér niður í geira. Ef hann er settur niður í lok september eða byrjun október nær rótin að vaxa eilítið og vera í kulda í tvo mán- uði. Þegar vorar kemur grasið upp úr moldinni og það er hægt að klippa niður og nota í kaldar sósur til þess að gefa milt hvítlauksbragð. Þeg- ar grösin byrja að sölna, kannski seinnipartinn í ágúst, er hvítlaukurinn fullvaxinn niðri í moldinni, en þetta ræðst þó af tíðarfari.“ Auður segir ræktun rauðrófna og rauðkáls ganga ágætlega hér á landi, þótt þær séu dálít- Morgunblaðið/Árni Sæberg Gestum á uppskeruhátíð gafst kostur á stóru og girnilegu matjurtahlaðborði. ið hitakærar. Best er að forrækta salat innan- dyra í 3–4 vikur áður en því er plantað og kál- tegundir í 4–6 vikur. Spínati, radísum og gulrótum er hins vegar hægt að sá beint í moldina, að hennar sögn. „Blómkál er hins vegar mjög erfitt að rækta og haft á orði að menn þurfi doktorsgráðu í ræktun til þess að geta það,“ segir hún. Rými undir garðinn þarf ekki að vera stórt, 5–10 fermetrar til þess að byrja með. Einnig er hægt að hafa lítil beð á nokkrum stöðum með kryddblóm í forgrunni, til dæmis morg- unfrú, skjaldfléttu eða steinselju, en þau fyrr- nefndu er hægt að borða og hafa til skrauts í salat. Hnúðkál sem hvarf Auður kveðst vera að prófa að rækta garða- ertur í nytjajurtagarðinum, sem og skrautkál sem hægt er að nota upp á punt í salat. „Grænkál er tegund sem ætti að vera í öllum görðum, það er svo næringarríkt. Kálið er betra ef það er aðeins búið að frjósa, þá er það ekki eins bragðsterkt. Hnúðkál er líka mjög auðvelt að rækta og virðast einhverjir hafa fengið augastað á því, í það minnsta hvarf upp- skera úr heilu beði hér hjá okkur í vor,“ segir hún. Þá mælir Auður einnig með því að fólk breiði akrýldúk yfir beðin á vorin þegar búið er að gróðursetja og leyfi honum að liggja yfir moldinni til þess að byrja með, jafnvel fram á sumar. „Að síðustu vil ég benda fólki á að fara hægt af stað, því annars er hætta á að það gefist upp,“ segir Auður Jónsdóttir garðyrkjufræð- ingur að lokum. Rauðrófur eru hitakærar en ágætar í ræktun. Hvítlauk er vel hægt að rækta hérlendis. Stilkbeðja er litrík og lífgar upp á garðinn. Sífellt fleiri rækta matjurtir Þeir sem eru með matjurtagarð hafa aðgang að fersku og ódýru hráefni til matargerðar. Helga Kristín Einarsdóttir kíkti á plönturnar í Grasagarðinum, ræddi við garðyrkjufræðing og fékk að smakka. STOFNFUNDUR matjurtaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands verður hald- inn þriðjudaginn 20. september í Nor- ræna húsinu. Fyrir stofnfundinn verð- ur haldinn fræðslufundur á vegum félagsins og hefst hann kl. 20. Gunnþór Kristján Guðfinnsson, garðyrkjufræð- ingur og kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins, og Auður Jónsdóttir, garð- yrkjufræðingur í Grasagarði Reykja- víkur, flytja erindi um krydd- og mat- jurtagarð Grasagarðsins. Markmið matjurtaklúbbsins er að stuðla að aukinni þekkingu á ræktun og notkun krydd- og matjurta hér- lendis og er innganga í hann aðeins ætluð félögum í garðyrkjufélaginu. Er- indi Gunnþórs og Auðar er hins vegar öllum opið og er aðgangseyrir 500 krónur. Kaffi og te innifalið. Matjurtaklúbbur stofnaður NEYTENDUR 26 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ hke@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.