Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Aðalbjörg Jó-hanna Berg- mundsdóttir var fædd á Strönd í Vest- mannaeyjum 27. des. 1919. Hún lést á Hraunbúðum, dval- arheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, 8. sept. síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elín Helga Björnsdóttir (1888– 1963) frá Miðbæ í Norðfirði og Berg- mundur Arnbjörns- son (1884–1952), sjó- maður og verkamaður frá Presthúsum, síðar Hvíld, í Vest- mannaeyjum. Aðalbjörg var sjötta barn þeirra af átta. Eldri voru Laufey (1911–1996), húsmóðir í Vestmannaeyjum og síðar Reykja- vík, Hildur, f. 1912; lést á fyrsta ári, Helga (1913–1952), húsmóðir á Patreksfirði, Björn (1914–1981), sjómaður og verkamaður í Vest- mannaeyjum, Elísabet Sigþrúður (1916–1981), húsmóðir á Norð- firði; og yngri eru systurnar Guð- björg (f. 1922), húsmóðir í Vest- mannaeyjum, síðar í Hafnarfirði, og Ása (f. 1926), húsmóðir í Vest- mannaeyjum. Hinn 19. apríl 1941 giftist Aðal- björg fyrri manni sínum, Bernód- usi Þorkelssyni frá Sandprýði í Vestmannaeyjum, vélstjóra og síð- ar skipstjóra. Hann var fæddur 3. júní 1920 en lést í Reykjavík 11. hans og Martínu Bernódusson, læknis í Flensborg, eru María Lára og Aðalbjörg Jóhanna. 9) Þuríður, starfskona í Kaupmannahöfn, f. 13. nóv. 1954, gift Gísla Erlings- syni trésmið. Synir þeirra eru Magnús og Jón Helgi. Síðari maður Aðalbjargar var Magnús S. Magnússon frá Ísafirði, f. 18. ág. 1926, verslunarmaður, sjómaður og síðar við ýmis störf. Þau giftust í maí 1963, en skildu 1977. Dóttir þeirra er Elín Helga, skrifstofumaður, fyrst í Vest- mannaeyjum og síðar Reykjavík, f. 16. sept. 1963. Börn hennar og Þórarins Jónssonar trésmiðs eru Elísa, Helena og Sigurjón. Afkom- endur Aðalbjargar eru nú orðnir 65, í fjórum ættliðum frá henni. Eftir skyldunám við Barna- og unglingskóla Vestmannaeyja var Aðalbjörg í vistum í Eyjum, á Norðfirði og í Reykjavík og starf- aði um tíma á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja eða þar til hún stofnaði heimili með fyrri manni sínum, Bernódusi. Þau bjuggu fyrst á ýmsum stöðum í Eyjum en keyptu síðan húsið Borgarhól við Kirkju- veg 11, og voru þau jafnan kennd við það hús. Er Bernódus lést fyrir aldur fram frá stórum barnahóp fór Aðalbjörg að vinna við ræst- ingar og síðar fiskvinnslu í Fisk- iðju Vestmannaeyja. Eftir eldgosið í Eyjum 1973 bjuggu hún og síðari maður hennar, Magnús, í Hafnar- firði og vann hún þá í fiski. Þau fluttust á ný til Vestmannaeyja 1975. Þar vann Aðalbjörg við ýmis störf fram yfir sjötugt. Hún bjó þá lengst af á Þorvaldseyri við Vest- mannabraut. Árið 2000 fluttist hún á Hraunbúðir, dvalarheimili aldr- aðra í Vestmannaeyjum. Útför Aðalbjargar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. febr. 1957. Börn þeirra eru: 1) Birna Berg, bankastarfs- maður, f. 8. sept. 1938, gift Theodór Þ. Boga- syni lögreglumanni í Hafnarfirði. Börn þeirra eru Margrét Berg, Björn Berg og Þráinn Berg. 2) Þor- kell Birgir, f. 14. nóv. 1939, d. 1. mars 1943. 3) Elínborg, fisk- verkakona, f. 4. des. 1940, gift Jóni Inga Steindórssyni sjó- manni í Eyjum. Synir þeirra eru Hinrik og Ölver. 4) Þóra Birgit, húsmóðir, f. 8. des. 1942, gift Sveini G. Halldórssyni hafnar- verði í Eyjum. Börn þeirra eru Ágústa Berg, Bára og Bernódus. 5) Aðalbjörg Jóhanna, útgerðarmað- ur, f. 28. maí 1944, gift Jóhanni Halldórssyni útgerðarmanni í Eyj- um. Börn þeirra eru Anna Dóra, Jóhanna, Heimir og Birgit. 6) Birgir stýrimaður, f. 4. apríl 1946, drukknaði með vélbátnum Ver 1. mars 1979, var kvæntur Theodóru Jónu Þórarinsdóttur húsmóður, nú í Garðabæ. Dóttir þeirra er Rakel. Áður átti Birgir soninn Gunnar Birgi. 7) Helgi, aðstoðarskrifstofu- stjóri Alþingis, f. 6. ág. 1949, kvæntur Gerði Guðmundsdóttur kennara í Reykjavík. Synir þeirra eru Árni og Kristinn. 8) Jón, for- stöðumaður skipasviðs Siglinga- stofnunar, f. 18. febr. 1952. Dætur Við höfum misst mikið, fjölskyld- an. Móðir okkar, sem var miðpunkt- urinn, er horfin. Hún tengdi okkur saman, hluti lífsins snerist um hana en á móti varði hún lífi sínu í um- hyggju fyrir okkur, börn sín, tengdabörn og afkomendur, og fyrir velferð okkar. Hún sagðist hafa átt skemmtileg og áhyggjulaus unglingsár í Vest- mannaeyjum, ólst upp í stórum og samhentum systkinahópi. Hún átti gott með nám en eftir skyldunám í barnaskóla varð hún að fara að vinna fyrir sér eins og flestir á þeim tíma. Fyrst var hún í vist í Eyjum, en síðar á Norðfirði hjá skyldfólki sínu og í Reykjavík. Hún kom svo á ný til Vestmannaeyja, vann þá við umönnun sjúkra. Ung kynntist hún mannsefni sínu, Bernódusi Þorkels- syni, Bedda í Samprýði. Þau giftu sig 19. apríl 1941, á sumardaginn fyrsta. Saman eignuðust þau níu börn en 11. febrúar 1957 lést Bern- ódus, faðir minn, þá aðeins 36 ára gamall. Eftir stóð ung ekkjan með sjö börn á aldrinum tveggja til sex- tán ára. Elsta systir okkar var alin upp hjá móðurömmu sinni og í mars 1943 misstu foreldrar mínir rúmlega þriggja ára son úr bráðaberklum. Til að halda heimilinu saman fór mamma að vinna í Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum og stóð þar vakt- ina oft langt fram á kvöld þegar mik- ið var að gera. Hún var komin á fæt- ur fyrir allar aldir, vakti okkur börnin og kom þeim í skólann sem þangað þurftu að fara. Í morgun- kaffinu kom hún heim til að gæta að þeim yngstu og klukkan ellefu var hún mætt til að undirbúa hádegis- mat og lauk uppvaski áður en hún fór á ný til vinnu. Í þrjúkaffinu var athugað með heimalærdóminn og klukkan sex var hún enn mætt heima til að elda kvöldmat og koma þeim yngstu í háttinn. Á vetrarver- tíðum gat vinnan haldið áfram fram yfir miðnætti og eftir langan vinnu- dag biðu húsverkin, þrif, þvottar, fatasaumur o.fl. Með þessu lagi gat hún haldið börnunum hjá sér og alið önn fyrir þeim. Elstu systurnar voru líka duglegar að hjálpa til eftir því sem þær gátu. Hún sagði ávallt að þetta væri allt í lagi, hún væri hraust og þyrfti ekki mikinn svefn. Nokkrum árum eftir að hún missti mann sinn kynntist hún síðari eig- inmanni sínum, Magnúsi S. Magn- ússyni, fjölhæfum manni. Hann var á aflaháum bátum nokkrar vetrar- og sumarvertíðir og létti þannig mjög undir þessu stóra heimili. Þau mamma og Maggi eignuðust tvö börn, en skildu 1977. Það var oftast glatt á hjalla á æskuheimili okkar í Borgarhól. Þangað komu margir gestir, á öllum tímum sólarhringsins, bæði ungir og aldnir, til að eiga góðar stundir. Það var spilað mikið, sérstaklega áður en sjónvarpið kom. Okkur þykir vænt um hvað margir vina okkar eiga góð- ar minningar þaðan enda var enginn greinarmunur gerður á fólki, sama á hvaða aldri það var; allir voru vel- komnir þó að plássið væri ekki mik- ið. Þótt móðir okkar væri ávallt uppi með sitt góða skap vissum við að undir niðri bjó sorg og söknuður. Hún hafði misst manninn og lítinn dreng, Þorkel Birgi, og það varð henni mikið áfall þegar bróðir okkar og nafni þess litla, Birgir, fórst með Veri árið 1979, aðeins 32 ára gamall. Með þeim mæðginum var sérstak- lega kært. Yfir þetta allt reyndi hún að komast og láta ekki börn sín og vini finna of mikið fyrir sínum raun- um. Það var oft þröngt í búi og ekki safnaði hún móðir mín peningum á lífsleiðinni. „Það er ekki alltaf gleði í ríks manns húsi,“ var hennar við- kvæði. Rauða buddan hennar var þó á sínum stað, en hana kölluðum við „Borgarhóls-auðinn“. Það verður ekki vandasamt að skipta veraldleg- um eigum hennar. Enda var allt hé- gómi í hennar augum nema góð heilsa og að sjá börnin sín verða að nýtum þegnum þessa lands. Hún lagði mikið upp úr því að vera vel til fara og líta vel út og sannarlega var hún oft glæsileg. Það var ríkt í henni, þegar leið á ævina og hún leit yfir farinn veg, að bera sig saman við þá sem verst stóðu. „Það hefur það margur verra en ég,“ sagði hún þá. Hún sagðist hafa þá lífsreglu að óska sér aldrei neins, það leiddi að- eins til vonbrigða. Þær eru margar mæður þessa lands sem eru hreinar hetjur, hafa unnið myrknana á milli árum saman og hlíft sér í engu til koma börnum sínum á legg og út í lífið. Þegar mað- ur horfir núna til baka og minning- arnar streyma fram skilur maður hversu mikið manni er gefið að eiga þessa konu, sem nú er kvödd, fyrir móður. Það er sterk tilfinning hjá okkur að hún hefði átt sælla og betra líf skilið. En hún var sátt við allt og alla og þakklát þeim sem sýndu henni velvild og þeir voru margir. Þessi fátækulegu orð eru okkar hinsta kveðja. Jón Bernódusson. Hún rís úr sumarsænum í silkimjúkum blænum með fjöll í feldi grænum mín fagra Heimaey. Við lífsins fögnuð fundum á fyrstu bernskustundum er sólin hló á sundum og sigldu himinfley. (Ási í Bæ.) Ég kom í mína fyrstu heimsókn til Vestmannaeyja fyrir réttum sjö ár- um. Við komuna þangað rifjuðust upp fyrir mér minningar frá menntaskólaárum mínum 25 árum fyrr þegar ungur Vestmannaeying- ur predikaði sjálfstæði Eyjanna og aðskilnað frá meginlandinu. Það var þessi sami Eyjapeyi sem var með mér á ferð í umræddri heimsókn. Ég hreifst strax af stórbrotinni náttúrunni og þessu sérstaka sam- félagi. Það sem vakti fyrir samferða- manni mínum var að sýna mér Eyj- arnar en ekki síst þann fjársjóð sem honum fannst hinn mesti sem Heimaey geymdi, en það var móðir hans. Aðalbjörg Bergmundsdóttir fæddist og ól allan sinn aldur í Vest- mannaeyjum að undanskildum stuttum tímabilum þegar hún fór ung í vist í Reykjavík og síðar þegar hún þurfti að yfirgefa heimili sitt eins og aðrir Vestmannaeyingar meðan gosið stóð yfir. Lífið fór ómildum höndum um Öllu eins og hún var alltaf kölluð. Hún giftist ung að árum og eignaðist níu börn með ástkærum eiginmanni sínum Bernódusi Þorkelssyni sem lést í blóma lífsins aðeins 36 ára gamall. Áður höfðu þau misst elsta son sinn Þorkel Birgi þriggja ára gamlan. Þrátt fyrir mikla sorg henn- ar tók hún ekki í mál að gefast upp og lagði allt af mörkum til að geta haldið utan um hópinn sinn. Börnin voru sjö á heimilinu, það elsta 16 ára og það yngsta tveggja ára. Það var lán að þau áttu þak yfir höfuðið en AÐALBJÖRG JÓHANNA BERG- MUNDSDÓTTIR I nnrás Bandaríkjanna var alvarleg mistök. Að senda fleiri hermenn myndi ein- ungis auka á afleiðingar þeirra mistaka. Það sem þyrfti að gerast er að Bandaríkja- her verði dreginn til baka með skjótum hætti og við tækju tíma- bundið sveitir undir forystu SÞ er myndu færa stjórn landsins aftur í hendur írösku þjóðarinnar.“ Það er hagfræðingurinn Jeffrey D. Sachs sem skrifar þarna um inn- rásina í Írak en greinin birtist í Morgunblaðinu 1. september sl. Sachs var hér á landi í vikunni og hélt fyr- irlestur á veg- um Háskóla Íslands. Dr. Jeffrey D. Sachs er m.a. prófessor við Columbia há- skólann í New York og ráðgjafi Kofi Annan. Hér á landi fjallaði Sachs m.a. um alþjóðavæðingu og þróunaraðstoð. Málefni sem Ís- lendingar eins og aðrir jarðarbúar eiga að láta sig varða. En Sachs hefur fjallað mikið um hernað Bandaríkjamanna, einmitt í tengslum við þróunaraðstoð, því framlög til hernaðar eru margföld á við framlög Bandaríkjamanna til þróunaraðstoðar. Sachs er þeirrar skoðunar að tilgangurinn með hernaðinum í Írak hafi aðallega verið að setja upp nýja hern- aðarmiðstöð í Austurlöndum en afsökunin hafi verið baráttan gegn hryðjuverkum sem allur al- menningur vill styðja. Eins og skrif hans í upphafi sýna, vill hann að Bandaríkjamenn fari frá Írak, en hann hefur þó enga trú á því. Þeir eru frekar að festa sig í sessi og á meðan þeir eru þar ríkir ófriðarástand. „Leiðtogar Bandaríkjanna töldu að Bandaríkjunum yrði fagnað sem frelsurum. Banda- ríkjastjórn og margir þeirra er fylgjast með málum telja að ef Bandaríkjamönnum tekst að koma á grundvallarþjónustu í Bagdad og hugsanlega klófesta Saddam Hussein verði vanda- málin úr sögunni,“ segir Sachs í fyrrnefndri grein. Hann segir að markmiðið hafi virst að koma á stjórn undir forystu einkavina Pentagon og slíkri stjórn yrði síð- an ætlað að biðja Bandaríkjaher um að dvelja lengur í landinu og tryggja bandaríska olíuiðnaðinum fyrirgreiðslu. „Slík stjórn verður hins vegar aldrei lögmæt og mun þurfa að búa við launmorð, póli- tíska ólgu og hryðjuverkaárásir.“ Skelfilegar fréttir frá Írak ber- ast á hverjum degi. Hermenn skjóta á samherja, sprengjuárás á höfuðstöðvar SÞ, skemmdarverk og fleira og fleira. En Bandaríkja- menn láta ekki deigan síga. Þeir ætla ekki að láta „hræða sig á brott“. En þessi afstaða magnar bara þau mistök sem gerð voru í upphafi, eins og Sachs bendir á í greininni. „Það er sóun að eyða í hernað,“ sagði Jeffrey Sachs m.a. í heim- sókn sinni til Íslands og benti á að miklu væri hægt að bjarga í þró- unarlöndunum með því að nota eitthvað af því fé sem Bandaríkja- menn dæla í hernað til þróun- araðstoðar. Bandaríkin gætu lagt svo miklu meira fram til þróun- araðstoðar í heiminum og Sachs er afar óánægður með frammi- stöðuna. Á meðan framlög Banda- ríkjanna til hernaðar eru 400 milljarðar dala á ári, eru framlög til þróunaraðstoðar tíu milljarðar dala. Á meðan Bush fékk auka- fjárveitingu uppá 87 milljarða dala til að halda áfram stríðinu, vill hann bara 200 milljónir dala til að leggja í baráttuna gegn alnæmi og malaríu. „Það er hræðileg, fáránleg og hættuleg misnotkun á fjármunum. Of mikið í stríð og nánast ekkert í frið,“ segir Sachs. Þrátt fyrir að Ísland sé á hjara veraldar er Sachs ánægður með Íslendinga og segir að seigla, stolt og rík menning hafi m.a. fleytt okkur þangað sem við erum, á meðal ríkustu þjóða heims. Fram- lög okkar til þróunaraðstoðar í heiminum er samt allt of lítið. Sem hlutfall af landsframleiðslu er það 0,16% og þar með nær hlutfallinu sem Bandaríkjamenn leggja til, en fjær hlutfallinu eins og það er á Norðurlöndunum. Opinber framlög Íslands til þró- unaraðstoðar hafa lítið sem ekk- ert aukist á undanförnum árum. Í álitsgerð um þróunarsamvinnu Ís- lands og þátttöku í starfi al- þjóðastofnana sem utanríkisráðu- neytið gaf nýlega út kemur fram það álit að vegna aðildar sinnar að alþjóðasamvinnu og stöðunnar sem ein af Norðurlandaþjóðunum geti Íslendingar ekki komist hjá því að auka opinber framlög til þróunarmála myndarlega á næstu árum. Skýrsluhöfundar, Jónas Haralz og Hermann Örn Ingólfs- son, leggja til að stefnt verði að því að tvöfalda opinber framlög til þróunarmála frá árinu 2003 til 2006, úr 1.300 milljónum króna í 2.600 milljónir, þ.e. í 0,3% af landsframleiðslu. Minna má það ekki vera. Þetta verður ennþá langt frá því sem hin Norð- urlöndin leggja til þróun- araðstoðar og það verður að gera betur. Sachs er þeirrar skoðunar að al- þjóðavæðing sé jákvætt fyrirbæri en gagnist ekki öllum ríkjum þar sem viðskiptahömlur eða sjúk- dómar eins og alnæmi í Afr- íkuríkjum standa í vegi fyrir því að sum ríki njóta ekki jákvæðra afleiðinga alþjóðavæðingar. Sachs segir að leikreglurnar í hagkerfi heimsins séu ekki fullkomlega sanngjarnar og landafræði skipti þar miklu máli. Ríku löndin hafa ekki staðið sig sem skyldi í að draga úr viðskipta- hindrunum þannig að þróun- arlöndin geti selt landbún- aðarvörur sínar. Landbúnaði sem atvinnugrein er hyglað alls staðar í Evrópu og Bandaríkjunum, óréttlætinu viðhaldið og fátæku ríkjunum haldið niðri. Stjórn- málamenn hafa ekki hugrekki til að taka á vandamálinu heldur hugsa bara um næstu kosningar. Hernaðar- sóun „Það er sóun að eyða í hernað,“ sagði Jeffrey Sachs m.a. í heimsókn sinni til Íslands og benti á að miklu væri hægt að bjarga í þróunarlönd- unum með því að nota eitthvað af því fé sem Bandaríkjamenn dæla í hernað til þróunaraðstoðar. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur- @mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.