Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 55 Guðrún Hólmgeirsdóttir, sem erá ný komin til liðs við FH, eftir að hafa leikið með Víkingi, skoraði fyrsta mark leiksins. Allt gekk FH-ingum í hag á fyrstu tutt- ugu mínútum leiks- ins. Kristín M. Guð- jónsdóttir í marki FH-inga varði fjórtán skot og þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik voru FH-ingar með níu marka for- skot, 13:4. Þá skellti Jelena Jovano- vic, markvörður Stjörnunnar, sem byrjaði á varamannabekknum, í lás og Stjarnan gekk á lagið og skoraði sex mörk í röð, staðan í hálfleik var 14:10 fyrir FH. Dröfn skoraði grimmt Áfram héldu Stjörnustúlkur að minnka muninn í upphafi síðari hálfleiks. Á tuttugu mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks og upphafi síðari hálfleiks gerðu FH-ingar aðeins þrjú mörk! Stjörnustúlkum tókst að minnka muninn í 16:15 og spennan magnaðist. Þá tóku FH-ingar við sér. Fremst í flokki gekk Dröfn Sæmundsdóttir, sem gerði hvert markið á fætur öðru – FH-ingar sigldu fram úr og tryggðu sér sigurinn, 23:21. Tvö síð- ustu mörk leiksins, sem Stjarnan skoraði, höfðu lítið að segja. Í liði heimastúlkna voru þær Rak- el Dögg Bragadóttir og Jóna Mar- grét Ragnarsdóttir allt í öllu í sókn- arleiknum. Fyrirliðinn Jelena Jovanovic kom sterk í markið og varði tíu skot á þeim tíma sem hún var inná. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, ákvað að láta Jelenu byrja á varamannabekknum og kaus að láta hina efnilegu Helgu Dóru Magnúsdóttur byrja á milli stanganna. Bestar í liði FH-inga voru Dröfn Sæmundsdóttir, Guðrún Hólm- geirsdóttir og markvörðurinn Krist- ín M. Guðmundsdóttir, sem lék frá- bærlega í markinu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það sama má segja um Guðrúnu Hólmgeirsdóttur, sem gerði flest af sínum mörkum í fyrri hálfleiknum. Dröfn Sæmundsdóttir var sá leikmaður FH sem tók af skarið í síðari hálfleik og var að öðr- um ólöstuðum hetja liðsins. Þórdís Brynjólfsdóttir, sem er gengin aftur til liðs við FH, lét lítið fyrir sér fara í markaskorun, en átti nokkrar glæsilegar sendingar, sem sköpuðu usla. Fram beit frá sér gegn Val Valur lagði Fram að velli í Safa- mýrinni, 31:18. Hið unga lið Fram beit frá sér í upphafi síðari hálfleiks og skoraði sex mörk gegn tveimur mörkum Vals og breytti stöðunni úr 7:14 í 13:16. Þá tók þjálfari Vals, Guðríður Guðjónsdóttir, fyrrver- andi stórskytta og þjálfari Fram, leikhlé. „Það var ekkert annað hægt að gera í stöðunni og það má segja að ég hafi fengið smá kast – og stelpurnar meðtóku skilaboðin. Við áttum að vinna og erum með sterk- ara lið en við verðum að taka á af fullum krafti til þess að svo verði. Við vorum værukærar í upphafi síð- ari hálfleiks og hættum að gera það sem fyrir var lagt,“ sagði Guðríður en hún telur að Íslandsmótið verði jafnara í ár en síðustu ár. „Mér líst vel á deildina og tel að hún verði jafnari en áður og fleiri lið geta strítt Haukum og ÍBV, sem eru sterkustu liðin.“ FH-sigur í Garðabæ ÍSLANDSMÓT kvenna í hand- knattleik hófst í gærkvöldi með fimm leikjum. Í Ásgarði í Garða- bæ áttust við Stjarnan og FH og voru það stúlkurnar í FH-liðinu sem náðu að knýja fram sigur í kaflaskiptum leik, 23.21. FH- liðið, sem hefur fengið góðan liðsstyrk, var sterkara en ungt lið Stjörnunnar á lokakafla leiksins. Ljóst var á viðureign- inni að liðin eiga þó nokkuð í land til að fínpússa leik sinn, enda hafa orðið þó nokkrar breytingar á þeim. Hjörvar Hafliðason skrifar Morgunblaðið/Kristinn „Loka augunum og þruma á markið,“ gæti FH-ingurinn Björk Ægisdóttir verið að hugsa í rimmu sinni við varnarmenn Stjörnunnar en Fimleikafélagið hafði betur að þessu sinni í Garðabæ.  FORRÁÐAMENN danska knatt- spyrnuliðsins Brøndby hafa misst þolinmæðina gagnvart ítalska liðinu Ancona sem keypti Mads Jørgensen frá Brøndby á sínum tíma en ítalska liðið hefur enn ekki gert upp sín mál við Brøndby vegna sölunnar. An- cona á enn eftir að greiða um 12 milljónir kr. sem er lokagreiðsla til Brøndby og nú hyggst danska liðið leita réttar síns hjá UEFA.  SÆNSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Tomas Antonelius, sem leikið hefur með FC København undanfarin misseri, hefur lagt skóna á hilluna og er hættur knattspyrnu- iðkun vegna þrálátra meiðsla. Ant- onelius er þrítugur að aldri og hefur farið í margar aðgerðir á hné und- anfarin ár og hefur hann ekkert leik- ið frá því í desember á sl. ári.  ENSKIR fjölmiðlar eiga von á því að Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink verði í fremstu víglínu í liði Chelsea sem sækir Wolves heim í ensku úrvals- deildinni í dag. Marcel Desailly og Adrian Mutu verða líkast til ekki með liði Chelsea vegna meiðsla.  JÓHANNES Karl Guðjónsson og Ívar Ingimarsson eru í herbúðum Úlfanna og má búast við því að Jó- hannes Karl fái tækifæri í byrjunar- liðinu í fyrsta sinn á leiktíðinni. Ívar hefur hinsvegar ekki verið í leik- mannahóp liðsins undanfarið.  JÓN Þórir Jónsson mun ekki stýra karlaliði Breiðabliks í 1. deild- inni í knattspyrnu á næstu leiktíð Hann tók við starfinu af Jörundi Áka Sveinssyni fyrr í sumar. FÓLK FYRRVERANDI framherji Dynamo Kiev frá Úkraínu og einn þekktasti knattspyrnumaður Sovétríkjanna sálugu Oleg Blokhin verður næsti landsliðsþjálfari Úkraínu og gildir samningur hans fram til ársins 2006. Blokhin, var útnefndur sem knatt- spyrnumaður Evrópu árið 1975, og tekur við af Leonid Buryak sem var sagt upp stöfum á dögunum þar sem gengi liðsins var afleitt, en Úkraína á ekki möguleika á að komast í úr- slitakeppni EM þar sem liðið tapaði 2:1 gegn Spánverjum í sl. viku. Blokhin er 50 ára gamall og lék með Dynamo Kiev á árunum 1970– 1987 en á þessum 18 árum var Va- lery Lobanovsky þjálfari liðsins, en undir hans stjórn varð Kiev átta sinnum meistari í heimalandi sínu og sigraði í Evrópukeppni bikarhafa í tvígang, fyrst árið 1975 og aftur 1986. „Það kom mér á óvart þegar haft var samband við mig en ég tel mig hafa það sem til þarf. Við eigum ekki möguleika á að komast í næsta stórmót en ég get lofað því að Úkra- ína mun vera í hópi þeirra liða sem taka þátt í úrslitakeppni HM árið 2006 í Þýskalandi,“ sagði Blokhin sem var í liði Sovétríkjanna á HM ár- ið 1982 og 1986, en hann skoraði 211 mörk fyrir Kiev í 432 leikjum og er það met. Frá árinu 1990 hefur Blok- hin þjálfað grísku liðin Olympiakos, PAOK Salonika og Ionikos en hann lék 112 landsleiki og skoraði 42 mörk. Oleg Blokhin tekur við landsliði Úkraínu FJÓRAR þjóðir hafa sóst eft- ir því að fá að halda úrslita- keppni Evrópumóts landsliða í karlaflokki í handknattleik árið 2006 en frestur til að sækja um keppnishaldið rann út hinn 17. september. Umsóknir bárust frá Dan- mörku, Þýskalandi, Noregi og Sviss og mun stjórn evr- ópska handknattleikssam- bandsins ákveða á þingi sínu í Nikósíu á Kýpur í byrjun maí á næsta ári hvaða þjóð hreppir hnossið. Úrslita- keppnin fer fram 26. janúar til 5. febrúar. Þrjár þjóðir sóttu um að halda úrslitakeppni EM í kvennaflokki sem fram á að fara í desember 2006 – Dan- ir, Makedónar og Svíar. Fjórar þjóðir vilja EM 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.