Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórarinn Svein-björnsson fædd- ist í Reykjavík 21. ágúst 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Sel- foss 11. september síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Svein- björn Benediktsson, f. 6.8. 1895 að Grenj- aðarstað í S-Þing., d. 9.5. 1948, og Elín- borg Kristín Stefáns- dóttir, f. 17.5. 1904 að Fallandastöðum í V-Hún., d. 9.6. 1996. Systkini Þórarins eru: Þórður, f. 15.3. 1926; Ásta, f. 2.8. 1927, d. 10.1. 1993; Gríma, f. 4.1. 1931; Vilborg, f. 25.2. 1939; og Stefanía Þórdís, f. 19.6. 1944. Þórarinn kvæntist 18. júní 1997 eftirlifandi eiginkonu sinni, Þórgunni Jónsdóttur, f. 22.12. 1948. Foreldrar hennar eru Þór- gunnur Ársælsdóttir, f. 2.7. 1915, d. 5.1. 1972, og Jón Steingríms- son, f. 27.7. 1914. Barn þeirra er Matthías, f. 17.5. 1989. Fyrri kona Þórarins var Anna María Scheffelaar, f. 30.4. 1931 í Hollandi. Þau skildu. Börn þeirra eru: Stefán Jóhann, f. 18.10. 1961, búsettur í Hollandi. Stefán kvæntist 1983 Mar- ianne de Bruyn frá Hollandi, f. 12.1. 1964. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Axel, f. 20.11. 1983, b) Dagmar, f. 1.2. 1985, og c) Sunna, f. 7.6. 1990, öll búsett í Hollandi. Stefán kvæntist 22.10. 2002 Arönku Ilonu Span- rasp, f. 30.12. 1964; og Linda, f. 19.8. 1966, búsett í Hol- landi. Þórarinn ólst upp hjá foreldrum sínum í Reykjavík. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Ingimarsskóla 1945; prófi frá Garðyrkjuskóla ríkisins 1948; og vann nokkur ár við garðyrkju- störf í Reykjavík, Gautaborg, Kaupmannahöfn, London og Ed- inborg. Hann stofnaði Fjölprent hf. 1955 og var prentsmiðjustjóri þar um langt árabil. Hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Stokks- eyrar árið 1995 þar sem hann sinnti garðyrkjustörfum síðustu árin. Útför Þórarins verður gerð frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég kveð þig, kæri bróðir. Ég minnist mín sem barns sitjandi á öxlum Þórðar bróður á leiðinni að heilsa upp á þig þegar þú varst í garð- yrkjuskólanum í Hveragerði. Ég minnist þegar ég barn henti mér grenjandi á gólfið í frekjukasti og þú komst og tókst í lurginn á mér fyrir frekjuna og óhemjuskapinn. Ég minnist þess að þú fórst til útlanda í langan tíma og einn góðan veðurdag varstu aftur kominn heim í eldhús. Ég minnist þess þegar þú hættir að kalla mig Dísu og kallaðir mig Stef- aníu í staðinn því að við vorum orðin fullorðin og gælunöfn áttu ekki við lengur. Ég man að þú tókst mig í vinnu þegar ég þurfti á vinnu að halda og það entist í um tvö ár. Sá tími var bæði stormasamur og ljúfur. Þú reyndir á þolinmæði mína þá, en þú kenndir mér líka margt og gafst mér aukið sjálfstraust sem varð mér ómetanlegt veganesti seinna. Þetta var erfitt tímabil í ævi þinni og fyrir mig var þetta tímabil vegamóta. Ég minnist af hversu mikilli gleði þú tókst á móti mér þegar ég kom í heimsókn „heim“. Ég minnist þegar þú bauðst okkur Vilborgu í mat og hafðir lagt á borð með dúk og tau- servíettum og veittir okkur fint franskt vín með matnum. Og matur- inn var framreiddur í pottunum og hamborgarhryggurinn kom á borðið í ofnskúffunni og við skrældum okkar eigin kartöflur og nutum kvöldsins. Ég minnist margra heimsókna í íbúð- ina þína á efsta lofti í gamla Guten- berghúsinu þar sem allt var einn geimur nema eldhúsið og klósettið. Eitt hornið var svefnpláss, annað skrifstofa, sófi á miðju gólfi og stór blómaskáli gaf útsýni yfir höfnina og Akrafjallið. Í svefnplássinu var sturt- an á miðju gólfi með gardínu í kring. Ég minnist þess að ég tók eftir breytingu á þér eftir að þú hittir Þór- gunni. Mér fannst eins og þú værir ekki á eins miklu spani og áður. Og þegar þið fluttust í litla húsið á Stokkseyri komstu aldeilis í essið þitt. Ánægjan sem þú fannst í garð- inum þar var augljós þegar þú varst að sýna mér þann fjölda af plöntum sem þú hafðir safnað þar saman. Þeg- ar þú svo fluttir í stærra hús með meira landi hafðirðu meira pláss til að planta. Ég minnist heimsóknar þegar þið Matthías voruð saman að byggja dúfna- eða kanínuhús. Þið feðgar virtust oftast vera að vinna að ein- hverju verkefni saman þegar við komum í heimsókn. Mér er dýrmæt minningin um þeg- ar við hittumst síðast. Við komum í heimsókn til ykkar í grenjandi rign- ingu og slagviðri og eftir góðar veit- ingar dróstu mannskapinn út til að sjá plönturnar sem þú hafðir bætt við í garðinn og litlu trén sem þú hafðir plantað í landið þitt. Þessi tré verða minnisvarði þinn. Þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Stefanía. Þórgunnur móðursystir mín kom til Íslands frá Bandaríkjunum árið 1982 og skömmu síðar kynntist hún Þórarni Sveinbjörnssyni. Þau felldu fljótt hugi saman og hófu búskap. Síð- an fæddist Matthías. Þau bjuggu fyrst í Þingholtsstræti hjá prent- smiðju Þórarins. Þórarinn seldi svo fyrirtækið og þau fluttu til Stokks- eyrar og bjuggu þar þrjú, nú síðast á jörðinni Birkihlíð. Þórarinn var hlýr og kátur maður. Hann var rólegur og yfirvegaður en einnig fylgdi honum sú nægjusemi og það jafnaðargeð sem einkennir þær kynslóðir Íslendinga sem þekkja ann- að en skefjalaust meðlæti síðustu ára- tuga. Ólíkt mörgum samtíðarmönn- um sínum var hann vel sigldur, hafði dvalið erlendis við nám og störf. Fyr- ir utan prentsmiðjuna hafði hann unnið við garðyrkjustörf hérlendis og erlendis og selt listaverk um hríð. Þórarinn fór vel með hjarta síns auð. Eftir að hann seldi prentsmiðj- una eyddi hann tíma sínum með fjöl- skyldunni, hlúði að konu sinni og ól upp son sinn. Fjölskyldan öll var samrýmd, en samband þeirra feðga var sérstaklega náið. Húsið í Birkihlíð er látlaust en hlý- legt. Þar er manni ávallt vel tekið, stutt er í hláturinn og ilmandi tesopa. Garðurinn er blómlegur. Þeir feðgar hafa alið kanínur og dúfur á lóðinni og með stuðningi föður síns hefur Matt- hías ræktað bíla úti í skúr. Við veikindi Þórarins hægðist á framkvæmdum. Garðhúsið er hálf- klárað og skógræktin skammt á veg komin. Samt eru þar drög að nýrri ljóðabók Þórgunnar og í þorpinu bíð- ur gamall Oldsmobile þess að njóta aðhlynningar hjá bílasmiðnum Matt- híasi. Matthías hyggst einnig glerja garðskálann og styðst við leið- beiningar sem hann fékk frá föður sínum. Hann nýtur þess að hafa hlot- ið bestu gjöf sem nokkur faðir getur gefið syni sínum, tíma, athygli, um- hyggju og fyrirmynd. Ræktunarmaðurinn Þórarinn Sveinbjörnsson hefur kvatt þennan heim en arfleið hans lifir enn hjá þeim mæðginum í Birkihlíð. Sveinn Valfells. Í dag verður Þórarinn Svein- björnsson vinur minn jarðsettur. Kynni mín af Þórarni hófust fyrir lið- lega fjórtán árum eða um líkt leyti og Matthías, sonur þeirra Þórgunnar Jónsdóttur, fæddist. Leiðir okkar lágu þá oftast saman þegar fjölskyld- ur okkar hittust, annaðhvort á heimili þeirra Þórgunnar eða á heimili mínu á Hellu. Í þeim gagnkvæmu heim- sóknum snerist umræðuefnið gjarn- an um málefni sem tengdust uppvexti og þroska barnanna, um menningu þjóðarinnar og ekki síst þau dægur- mál sem efst voru á baugi. Í Þórarni fann ég mann sem jöfn- um höndum var hægt að ræða við af mikilli einlægni jafnt um samtíð og ekki síst um liðna tíma. Það var mér mikið ánægjuefni að hlusta á frásagn- ir Þórarins og skiptast á skoðunum við hann um allt milli himins og jarð- ar. Oft leituðum við hjónin til Þór- arins og Þórgunnar með ýmiss konar ráðleggingar hvað snertir garðrækt og meðferð plantna og alltaf voru þau tilbúin með ráðleggingar og uppörv- un á þeim vettvangi. Einn er sá þáttur sem ekki má láta hjá líða að minnast á en það er þáttur Þórarins í uppeldi sonarins Matth- íasar, sem enn er á unglingsaldri. Natni Þórarins við að setja sig inn í áhugamál unglingsins, hlúa að þeim, hvetja og styðja var hreint aðdáun- arverð. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast Þórarni, því að þar fór hjarthlýr mað- ur með mikla þekkingu af reynslu daganna, fullur af næmleika fyrir list- um og hinu ritaða máli. Frásögur hans frá liðnum tíma eru mér mjög ofarlega í huga og hafa veitt mér inn- sýn í reynsluheim manns sem virtist taka málum samtímans af skilningi og þroska. Um leið og ég bið fyrir minningu Þórarins bið ég þess af einlægni að þau Þórgunnur og Matthías, svo og aðrir ættingjar Þórarins, njóti Guðs blessunar. Sigurgeir Guðmundsson, Hellu. ÞÓRARINN SVEINBJÖRNSSON Í dag kveðjum við heið- ursmanninn Þórarin Svein- björnsson með söknuði, ljúfan mann í fasi og framkomu, prúð- menni, sem á hógværan, hljóð- látan hátt bjó yfir framsýni og dugnaði. Því fylgdi ætíð eft- irvænting að sjá garðinn sem hann hafði ræktað af alúð og listfengi og heyra fyrirætlanir hans um frekari ræktun land- areignarinnar. Tilhlökkun var einnig að ræða við Þórarin og njóta þekkingar hans og yfirsýn- ar um margvísleg málefni. Með Þórarni og hans góðu fjölskyldu, Þórgunni og Matt- híasi, urðu til augnablik sem að- eins verður líkt við töfra. Við þökkum gefandi sam- verustundir sem við hefðum ósk- að að yrðu margar fleiri. Ársæll og Gyða. HINSTA KVEÐJA Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og jarðarför kærrar frænku okkar, SOFFÍU VILHJÁLMSDÓTTUR, Skeggjagötu 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks elli- og hjúkrun- arheimilisins Grundar fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Systkinabörnin. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma, langamma og langalangamma, ÞORBJÖRG HALLMANNSDÓTTIR frá Króki í Ölfusi, sem lést sunnudaginn 14. september, verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju mánudaginn 22. september kl. 14.00. Guðmundur Einar Pálsson, Reynir Pálsson, Maríe LaCour Hansen, Sigurður Ingi Óskarsson, Gunnhildur Aagot Gunnarsdóttir, Hallmann Ágúst Óskarsson, Erna Pétursdóttir, Björgvin Snævar Edvardsson, Björg Óskarsdóttir, Guðni Andreasen, Garðar Óskarsson, Árný Guðrún Jakobsdóttir, Óskar Þór Óskarsson, Sigrún Sigurðardóttir, Jón Ólafur Óskarsson, Þórdís Sigurþórsdóttir, Sigurður Hallmannsson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Alúðarþakkir flytjum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför JÓNS PÁLMASONAR, Ölduslóð 34, Hafnarfirði. Sigrún Aðalbjarnardóttir, Þorgerður Jónsdóttir, Steingrímur Þórðarson, Viðar Hrafn Steingrímsson, Lena Karen Sveinsdóttir, Sigrún Steingrímsdóttir, Nikulás Árni Sigfússon, Hrefna Margrét Viðarsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, FRIÐMEY BENEDIKTSDÓTTIR frá Erpsstöðum, Háaleitisbraut 123, Reykjavík, sem lést á heimili sínu föstudaginn 12. sept- ember, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 22. september kl. 13.30. Guðmundur F. Jónsson, Ísleifur H. Guðmundsson, Jón Guðmundsson, Renate Gudmundsson, Gunnar B. Guðmundsson, Guðmundur Chr. Jónsson, Juliane Gudmundsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa, ÓSKARS INGA MAGNÚSSONAR bónda, Brekku, Skagafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar II á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Herfríður Valdimarsdóttir, Guðrún Valdís Óskarsdóttir, Magnús Ingi Óskarsson, Signý Jóhannesdóttir, Rósa Margrét Hjálmarsdóttir, Erla Hlín Hjálmarsdóttir, afabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.