Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Margrét Elías-dóttir fæddist í Hólshúsum í Gaul- verjabæjarhreppi 25. maí 1914. Hún lést á Ljósheimum, hjúkrunarheimili aldraðra á Selfossi, 14. september síð- astliðinn. Margrét var dótt- ir hjónanna Elíasar Árnasonar, f. 31.12. 1884, d. 25.9. 1966, og Guðrúnar Þórð- ardóttur, f. 29.8. 1885, d. 9.3. 1969. Margrét var elst níu systkina, þau voru Þórður, f. 1915, látinn; Árni, f. 1917, látinn; Guðrún Júl- ía, f. 1918; Elín, f. 1920, látin; Svava, f. 1922; Guðrún, f. 1923, látin; Bjarni, f. 1926, látinn; Guð- laug Bjarney, f. 1928, látin. Margrét giftist Steindóri Gíslasyni frá Haugi, syni hjónanna Gísla Brynjólfssonar og Kristínar Jónsdóttur. Mar- grét og Steindór eignuðust níu börn sem eru öll á lífi. Þau eru ir 105 en þrjú barnabörn létust í frumbernsku. Margrét fór ung að heiman til að vinna fyrir sér, meðal annars til Grindavíkur á vertíðum og vann þá í mötuneytum þar, einn- ig til Reykjavíkur í vist og við heimilisstörf. Hún kom svo heim í sveitina á vorin og vann að bú- skapnum með foreldrum sínum. Ung kynntist Margrét eigin- manni sínum, en hann var við sjómennsku meðal annars í Grindavík og einnig á togurum. Síðar hófu þau búskap en þau tóku við búi af foreldrum Stein- dórs. Margrét tók virkan þátt í störfum Kvenfélags Gaulverja- bæjarhrepps. Einnig fylgdist hún vel með afrekum afkomenda sinna í íþróttum. Árið 1971 lést Steindór maður hennar en hún hélt áfram búskap um hríð á Haugi. Árið 1974 fluttist Mar- grét til Selfoss. Þar vann hún meðal annars við fiskverkun á meðan starfsaldur leyfði. Mar- grét dvaldi lengi á heimili Kára dóttursonar síns og Ernu þar til hún fluttist í íbúð aldraðra í Grænumörk 3 og bjó þar og síð- an á Ljósheimum, hjúkrunar- heimili aldraðra á Selfossi. Margrét verður jarðsungin frá Gaulverjabæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1) Hafsteinn, f. 1935, maki Lovísa Jóns- dóttir; 2) Magnús, f. 1937, maki Þóra Ragnarsdóttir; 3) Ester, f. 1938, sam- býlismaður Sigurgeir Jóhannsson; 4) Guð- rún, f. 1940, maki Hjálmar Kristiansen, látinn; 5) Guðmund- ur, f. 1941, maki Svala Bjarnadóttir; 6) Sigurður, f. 1943, maki Margrét Ólafs- dóttir, látin, sam- býliskona Rannveig Jónsdóttir; 7) Steindór, f. 1946, maki Ingibjörg Eggertsdóttir; 8) Gréta, f. 1948, maki Tryggvi Marteinsson; 9) Gyða, f. 1958, maki Gunnar Ó. Gunnarsson. Auk þess ólu þau upp dótturson sinn, son Esterar, Steindór Kára Reynisson, f. 1957, maki Erna Magnúsdóttir. Þau áttu miklu barnaláni að fagna en barna- börnin eru 37, barnabarnabörnin eru 57 og barnabarnabarnabörn- in tvö, afkomendur þeirra fædd- Aldrei gleymast æskuspor, um þau vill mig dreyma. Þá sé ég alltaf sól og vor, í sveitinni minni heima. (Bjarni Kristinsson.) Ég vil minnast móður minnar, Margrétar Ingibjargar Elíasdóttur frá Haugi í Gaulverjabæjarhreppi. Móðir mín ólst upp hjá foreldrum sínum, Guðrúnu Þórðardóttur og Elíasi Árnasyni, í Hólshúsum í Gaulverjabæjarhreppi og var elst níu systkina. Hún byrjaði snemma að hjálpa til og vinna á búi foreldra sinna, hafði mikið yndi af að hugsa um dýrin og sinna þeim og einnig öllum þeim verkum sem til féllu í sveitinni. Þá fór hún á sínum yngri árum til Reykjavíkur sem vinnu- kona, annars vegar til Haraldar Björnssonar leikara, starfaði hún hjá honum einn vetur, og hins veg- ar vinnukona hjá Sigvalda Kalda- lóns, tónskáldi og lagahöfundi, og starfaði hún einnig hjá honum vet- urlangt. Hafði hún oft orð á því við okkur krakkana hvað það hefði ver- ið gaman og spennandi að vinna hjá Sigvalda, vegna þess að þar var mikil tónlist, söngur og fallegur hljóðfæraflutningur, hafði hún af þessu mikið yndi. Árið 1934 kynntist hún föður mínum, Steindóri Gíslasyni frá Haugi í Gaulverjabæjarhreppi, bundust þau heitböndum en giftu sig þó ekki fyrr en sumarið 1943. Mamma bjó mest á þessum árum hjá foreldrum sínum að Hólshúsum og aðstoðaði við búskap og heim- ilisstörf þar en faðir minn var þá til sjós, m.a. sem hjálparkokkur með Brynjólfi bróður sínum á togaran- um Júpíter. En árið 1938 fóru þau saman í vinnumessku til Jóns Gísla- sonar að Eystri-Loftsstöðum í Gaulverjabæjarhreppi. Vorið 1940 fluttust þau að Haugi og hófu sinn búskap þar, voru börn- in þá orðin fjögur en fjölskyldan hélt áfram að stækka og dafna á Haugi og árið 1958 voru börnin orð- in níu en einnig ólu foreldrar mínir upp dótturson sinn, Steindór Kára Reynisson. Vil ég færa Kára sér- stakar þakkir fyrir samfylgdina við ömmu sína og alla þá hjálpsemi sem hann auðsýndi henni, en hann reyndist henni mjög vel alla tíð og þá sérstaklega í seinni tíð eftir að afi hans féll frá. Mannmargt var á Haugi alla tíð og voru helgarnar stundum þannig, þegar allir voru heima og mikið var gestkvæmt, þá sérstaklega á sumr- in, að íbúatalan rúmlega tvöfald- aðist þegar mest var. Bæði ætt- ingjar mömmu og pabba voru iðnir við heimsóknir til okkar og voru því oft skemmtilegir og glaðlegir fagn- aðarfundir heima á Haugi, var það með eindæmum hvað mömmu fórst það vel úr hendi að hafa stjórn á hlutunum og aldrei þurfti neinn að líða skort af neinu tagi. Alltaf var til nýbakað með kaffinu og nógur matur á borðum og alltaf áttum við krakkarnir heil og fín föt að ganga í. Undrast ég það oft í dag hvernig mamma fór að því að komast yfir og inna af hendi allt það sem til féll. Ef hún var ekki í eldhúsinu að baka eða elda var hún við prjóna- eða saumaskap eða við önnur húsverk en foreldrar mínir héldu snyrtilegt og fallegt heimili að Haugi. Þá var hún líka iðin við útiverkin, hvort sem það var við heyskap, mjaltir eða hvað annað sem til féll. Aldrei sat móðir mín auðum höndum og finnst mér það sanna mikinn dugn- að er ég hugsa til baka hverju kon- an fékk áorkað með allan þennan barnahóp og svona stórt heimili eins og raun ber vitni. Hún sinnti okkur börnunum af mikilli alúð og oft á kvöldin sat hún og las fyrir okkur eða lét okkur syngja með sér úr Skólaljóðum. Árið 1971 lést faðir minn eftir erfið veikindi en þá hélt móðir mín áfram að búa á Haugi til ársins 1974 er hún fluttist á Selfoss og þá með þrjú yngstu börnin með sér sem þá voru enn heima. Á Selfossi vann hún lengst af hjá SS og hélt heimili með Kára dóttursyni sínum. Hún flutti síðan í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Grænumörk á Selfossi ár- ið 1991 og átti þar fallegt heimili í snoturri íbúð og var alltaf hlýtt og gott að heimsækja hana þangað og voru móttökurnar alltaf með ein- dæmum hlýlegar og notalegar. Hún undi sér við saumaskap, föndur og ýmislegt handverk sér til dægra- styttingar og var alltaf gaman þeg- ar hún sýndi okkur hvað hún hafði verið að útbúa og var með eindæm- um fallega gert allt sem hún útbjó. Árið 2000 flutti móðir mín frá Grænumörkinni á Ljósheima á Sel- fossi og vil ég þakka öllu starfsfólki þar svo og þeim læknum sem hana önnuðust fyrir góða og mannúðlega umönnun. Um leið og ég þakka þér, móðir mín, fyrir samfylgdina í gegnum líf- ið og að hafa fengið að alast upp hjá þér vil ég votta systkinum mínum og fjölskyldum þeirra mína innileg- ustu samúð. Hjá okkur lifir minn- ingin um góða ættmóður. Guð veri með þér, elsku mamma, amma og langamma. Guðmundur Steindórsson og fjölskylda. Margs er að minnast, margs er að sakna. Er ég kveð elskulega tengda- móður mína minnist ég allra góðu stundanna sem við áttum saman í þau 48 ár sem ég er búin að vera í fjölskyldu hennar. Til þín var alltaf gott að koma enda samband okkar alltaf mjög traust og gott. Ég þakka þér, elskan, og kveð þig með þessu ljóði. Þú varst alltaf mér sem móðir, ég minnist þín, allt er hljótt. Yfir þér vaki englar góðir, eilíflega – Góða nótt. (Jón Sigfinnsson.) Þín tengdadóttir, Lovísa. Nú haustar að, sölnar gróður og laufin taka að falla. Mig langar í nokkrum orðum að minnast tengdamóður minnar, Margrétar Elíasdóttur. Ég kynntist henni fyrst í ágúst 1979, þá bjó hún ásamt Gyðu dóttur sinni, Kára, dóttursyni sínum, og Ernu, unnustu hans, í Smáratúni 9. Við Gyða vorum búin að vera að draga okkur saman í all- langan tíma og nú var okkur fædd- ur frumburðurinn Grétar Páll. Nú skyldi ég snúa við blaðinu og axla ábyrgð sem nýorðinn faðir. Það var ekki laust við skjálfta í hnjánum þegar ég gekk upp tröpp- urnar í Smáratúni. Margrét kom sjálf til dyra og skjálftinn hvarf fljótt því að á móti mér tók ein- staklega hlýleg manneskja og bauð mig velkominn. Hún tók mér strax nánast eins og eigin syni og þannig var það alla tíð síðan, hún átti í mér hvert bein. Því miður kynntist ég aldrei tengdaföður mínum, Steindóri, hann lést 1971, en margt hef ég gott af honum heyrt. Það segir sig sjálft að það hefur þurft sterk bein til að ala upp tíu börn, að Kára meðtöldum, þeim einstaka dreng, sem síðar átti eftir að reynast ömmu sinni sérstaklega vel þegar árin færðust yfir. Margrét var ekki rík að verald- legum auði en þeim mun ríkari af ást og umhyggju fyrir sínum nán- ustu. Sú væntumþykja sem þessi einstaka kona sýndi börnum okkar Gyðu, þeim Grétari Páli; Helgu Dóru; Ara Má; Margréti Elísu og Þórði Jóhanni, verður seint full- þökkuð. Alltaf þótti þeim jafngott að koma til Möggu ömmu og það brást ekki að hún lumaði alltaf á einhverju góðgæti í vasanum eða ofan í skúffu. Þau sakna hennar sárt núna. Hún var afar stolt af af- komendum sínum og ég man hve hún geislaði af ánægju þegar hún hélt á nöfnu sinni, Margréti Elísu, undir skírn fyrir 15 árum. Margrét var kjarnyrt kona og talaði mál sem allir skildu, hvort sem það voru börn, unglingar eða fullorðið fólk, allir gátu rætt við hana á jafnréttisgrundvelli. Hún átti líka til að bregða fyrir sig sér- kennilegum orðatiltækjum og mér er í fersku minni að fyrir nokkrum árum var fastur liður á sunnudags- kvöldum að Margrét og dætur hennar, þær Gunna, Gréta og Gyða, spiluðu á spil, oftast vist eða kana. Kom þá stundum fyrir að ég hljóp í skarðið ef einhver þurfti að bregða sér frá. Einhverju sinni varð mér á að segja fulldjarft á spilin, þá varð Margréti að orði: „Ekki verður þú hökufeitur af þessu,“ og þegar ég var endanlega búinn að klúðra spilinu bætti hún við: „Ja, ekki batnar Birni banakringluverkur- inn.“ Já, það var oft gaman við spilaborðið í þá daga. Ég vil að leiðarlokum þakka þér, Margrét, allan þann hlýhug og um- hyggju sem þú sýndir mér og mín- um í gegnum tíðina, vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Minn- ingin um þig lifir í hjarta okkar sem eftir erum. Ég sendi afkomendum og ást- vinum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Gunnar Gunnarsson. Elsku besta amma. Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég sakna þín mikið. Ég gæfi allt bara til að fá að vera með þér að- eins lengur. Þú varst mér alltaf svo góð og yndisleg að ég get bara ekki fundið neitt annað í hjarta mínu en góðar minningar og þær ætla ég að geyma að eilífu. Vonandi líður þér vel hjá afa. Þín Margrét Elísa. Elsku amma mín. Það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki komið að heimsækja þig oftar. Gleðin sem skein úr augum þínum alltaf þegar ég kom til þín er ógleymanleg, eins og þegar ég kom að sýna þér kærastann minn, hann Bjarma, þá fann ég að þér leist vel á hann. Þig langaði svo mikið til að koma og sjá húsið okkar á Dalvík sem við keyptum okkur í ágúst í fyrra. Þú hafðir komið til Dalvíkur og mundir vel eftir staðnum, þér fannst svo fallegt þar og þú vissir að þar liði mér vel. Ég er líka viss um að þar sem þú ert núna er líka fallegt og að þér líður vel. Þú tókst alltaf svo vel á móti okk- ur og allir voru velkomnir til þín. Alltaf var eitthvert góðgæti á borð- um hjá þér. Þannig var það líka seinustu árin þín á Ljósheimum, maður var varla búinn að knúsa þig og kyssa þegar þú varst búin að teygja þig í skúffuna eftir namm- iskálinni góðu. Mér er það sérstaklega minnis- stætt þegar þú varst alltaf hjá okk- ur á gamlárskvöld alveg frá því að ég man eftir mér á meðan heilsa þín leyfði, og aldrei gleymdirðu spilastokknum. Það ríkti mikil gleði hjá okkur heima að hafa þig hjá okkur þessi kvöld og standa þau upp úr í minningunni. Elsku amma, ég þakka þér fyrir hvað þú varst mér alltaf ljúf og góð. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þín Helga Dóra. Elsku amma. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Það koma ótalmargar minningar upp í hugann á þessum erfiða tíma og allar eru þær okkur jafnmik- ilvægar. Þú varst ekki bara langamma og amma heldur svo miklu meira en það. Þú bjóst hjá okkur frá því við vorum pínulitlar og þangað til við vorum komnar á unglingsaldurinn og okkur þykja forréttindi að hafa fengið að hafa þig hjá okkur í þennan tíma. Það sem þú kenndir okkur og gafst okk- ur á þessum tíma var ótalmargt. Við munum sérstaklega vel eftir því hvað þér þótti gaman að spila. Það voru mörg spilakvöldin sem voru haldin heima í Laufhaganum og þú varst einnig iðin við að leggja kapal á eldhúsborðinu rétt fyrir kvöldmat. Þegar þú fluttir í Grænu- mörkina varð mjög tómlegt í Lauf- haganum en það var alltaf gott að koma til þín. Þú áttir alltaf til kók og appelsín í ísskápnum ef einhver skyldi kíkja í heimsókn. Síðan þeg- ar þú fluttir upp á Ljósheima tókst þú alltaf svo vel á móti okkur með fallega brosinu þínu, geislandi af ánægju, faðmaðir okkur og læddist svo í nammiskálina sem var undir náttborðinu og bauðst okkur súkkulaðirúsínur og brjóstsykur. Þú varst alltaf hjá okkur á að- fangadagskvöld. Þú komst til okkar og borðaðir með okkur jólamatinn og svo var ráðist á pakkaflóðið. Það verður mjög tómlegt að hafa þig ekki hjá okkur á komandi jólahátíð- um, þín verður sárt saknað. Þrátt fyrir að þú byggir ekki lengur hjá okkur og við værum fluttar að heiman fylgdist þú alltaf vel með okkur, hvernig okkur gengi í skólanum eða vinnunni. Þú varst alltaf jákvæð og ákveðin og hugs- aðir vel um þig og þína og það er okkur ómetanlegt að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa þig í lífi okkar. Það er sárt að horfa á eftir þér, okkur þótti svo ofboðslega vænt um þig, þú varst stór þáttur í lífi okkar og munt alltaf verða. Elsku amma. Nú ertu komin til afa og við vitum að þér líður vel. Við vitum líka að þú átt eftir að fylgjast með okkur, passa upp á okkur og sjá til þess að okkur líði alltaf vel. Þú munt alltaf eiga stór- an stað í hjarta okkar og minningin um þig mun lifa með okkur um ókomin ár. Kveðja frá stelpunum þínum. Millý og Elín. Amma var mjög sérstök, hlý og góð kona. Það geislaði af henni hvar sem hún kom. Amma var ein- staklega gestrisin, tók manni alltaf opnum örmum og alltaf var nóg á borðum, aldrei fór maður svangur frá ömmu og nú í seinni tíð á Ljós- heimum átti hún alltaf mola handa þeim sem komu í heimsókn. Amma vildi öllum svo vel og var alltaf að athuga hvort allir hefðu það ekki gott, allt gengi vel og allir væru við góða heilsu. Amma var alltaf að segja okkur að klæða okkur vel og að láta okkur ekki verða kalt. Þá gætum við orðið veik, og ef við urð- um veik bað hún okkur um að fara vel með okkur á eftir, svo okkur myndi ekki slá niður. Svona hugs- aði amma alltaf vel um afkomendur sína, enda ansi stór hópur sem hún var mjög stolt af. Og eftir því sem fjölskyldan stækkaði meira varð amma stoltari. Síðasta skiptið sem amma kom til Þorlákshafnar var þegar strákarnir mínir voru skírðir og er ég mjög stolt af henni að hafa getað það því að hún var orðin mjög slæm til heilsunnar. Elsku amma, takk fyrir allt. Elsku pabbi, Hafsteinn, Magnús, Guðmundur, Steindór, Guðrún, Gréta, Gyða, Ester, Kári og fjöl- skyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guðrún Sigurðardóttir. Ég fel mig fyrir fránum sjónum þínum, feimin vil ég hlaupa burt frá þér. Ég veit í dag af vondum syndum mínum og vil að það sé enginn sem þær sér. Guð, ég bið þig, gef ég sé í friði, gáðu aðeins að því sem ég vil. Það ávallt gæti orðið mér að liði að andi þinn sé ljóðið sem ég skil. Sjá, ég finn að sól um himin líður sigur unninn, veröldin er blíð. Heið mín sál, hugur ekki stríður hjartað kyrrlátt, slær um alla tíð. (M.E.) Þetta ljóð kom til mín um það leyti sem Margrét Elíasdóttir kvaddi þessa jarðvist. Þessi stórbrotna kona, sem bar alltaf með sér reisn og ávann sér virðingu allra, spurði stundum hvort ég hefði ort eitthvert nýtt ljóð og naut þeirra sem hún fékk að heyra. Ég veit að það er í hennar anda að ég leyfi öðrum að lesa þetta ljóð og mun standa við það loforð sem ég gaf henni fyrir nokkru að loka ekki á þau sem kæmu til mín eft- irleiðis. Ég þakka fyrir að hafa kynnst henni. Aðstandendum bið ég blessunar. Margrét Einarsdóttir. MARGRÉT ELÍASDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.