Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ eftir Kristínu Ómarsdóttur 2. sýn. lau. 20. sept 3. sýn. fim. 25. sept. 4. sýn. lau. 27. sept. 5. sýn. fim. 2. okt. Sýningar hefjast klukkan 20. Ath! Takmarkaður sýningafjöldi Mink leikhús og Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör Miðasala í 555 2222 eða á theater@vortex.is Hljómsveit Rúnars Júlíussonar í kvöld Leikhúsgestir, munið spennandi matseðil erling Lau 20.09. kl. 20 LAUS SÆTI Lau 20.09. kl. 22 UPPSELT Fös 26.09. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Fös 4.10. kl. 20 LAUS SÆTI Fös 10.10. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Miðasala í síma 552 3000 Miðasala opin 15-18 virka daga loftkastalinn@simnet.is Einnig sýnt í Freyvangi SUNNUDAGINN 21/9 - KL. 20 UPPSELT MÁNUDAGINN 22/9 - KL. 20 UPPSELT MÁNUDAGINN 20/10 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS ÞRIÐJUDAGINN 21/10 - KL. 20 LAUS SÆTI FIMMTUDAGINN 23/10 - KL. 19 LAUS SÆTI ATHUGIÐ SÝNINGUM FER FÆKKANDI! Stóra svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Í dag kl 14 - UPPSELT, Su 21/9 kl 14 - UPPSELT Lau 27/9 kl 14 , Su 28/9 kl 14- UPPSELT Lau 4/10 kl 14 , Su 5/10 kl 14 - UPPSELT Lau 11/10 kl 14,- UPPSELT, Su 12/10 kl 14 - UPPSELT Lau 18/10 kl 14, Su 19/10 kl 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Í kvöld kl 20. Lau 27/9 kl 20. Lau 4/10 kl 20 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Sala áskriftarkorta og afsláttarkorta stendur yfir Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði, og þrjár aðrar að eigin vali. kr. 9.900 Tíumiðakort: Notkun að eigin vali kr. 16.900 Komið á kortið: Fjórir miðar á Nýja svið/Litla svið. Kr. 6.400 VERTU MEÐ Í VETUR PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fi 25/9 kl 20, Fö 3/10 kl 20, Lau 11/10 kl 20, Su 19/10 kl 20, Su 26/10 kl 20 Ath. Aðeins þessar sýningar VERTU MEÐ! Á kynningarkvöldi. Við kynnum leikárið fyrir gestum og gangandi! Fjölbreytt - Frábært - Óvænt Leikur - Söngur - Dans - Veitingar Mi 24/9 kl 20 - Aðgangur ókeypis Miðasalan er opin kl. 14-18 alla daga nema sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga Gríman 2003 „BESTA LEIKSÝNING ÁRSINS,“ að mati áhorfenda sjá nánari upplýsingar á www.sellofon.is Miðasölusími í IÐNÓ 562 9700 og sellofon@mmedia.is IÐNÓ sun, 21. sept kl. 21, Örfá sæti fim, 25. sept kl. 21. Örfá sæti föst, 26. sept kl. 21. UPPSELT fim 2. okt kl. 21, Örfá sæti . í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, Miðaverð 1.200 kr. Miðapantanir í síma 590 1200. Nánari uppl. í síma 662 4805. Lab Loki sýnir: Sun 21. sept. kl. 14:00 Lau 27. sept. kl. 14:00 HLJÓMSVEITIN Brimkló hefur fyr- ir löngu skipað sér í röð sígildra popp- sveita Íslandssögunnar. Þeir eiga ótal ógleymanlega smelli sem lifa með þjóðinni og ungir sem aldnir geta sungið með. Brimkló var upphaflega stofnuð árið 1972 sem kántrýsveit og naut gríðarlegra vinsælda meðal ís- lenskra ballgesta. En þótt þeir hafi á löngum ferli leikið um landið þvert og endilangt hafa þeir aðeins einu sinni leikið í heimabæ sjeffans sjálfs, Björg- vins Halldórssonar, sem er Hafnfirð- ingur af lífi og sál. Þetta hyggjast þeir bæta í kvöld með því að halda tónleika fyrir Hafnfirðinga í Kaplakrika. „Já, okkur fannst kominn tími til að leika í Hafnarfirði. Ég er svo mikill Hafnfirðingur í mér að það fer ekki leynt. Það er gaman að spila hér í Hafnarfirði og ég hlakka mikið til. Þetta hittir svo vel á að það er fótbolta- leikur milli FH og KR fyrr um daginn og svo getur fólk komið á ballið um kvöldið. Við stillum verðinu í hóf og stefnum á að hafa upp í kostnað. For- salan er hafin og hægt að fá miða í Súf- istanum og Kaplakrika. Forsalan tryggir ódýrara verð.“ Góður hópur og margar sögur Björgvin segist afar ánægður með þær viðtökur sem Brimkló hefur fengið á hljómleikaferð sinni í sumar. „Þetta er búið að vera mjög skemmti- legt ævintýri. Þetta byrjaði með því að Óli Palli á Rás 2 hringdi í mig í byrjun árs og skaut að mér þeirri hugmynd að Brimkló dustaði rykið af hljóðfærunum. Við höfðum verið að velta þessu fyrir okkur lengi, því það var alltaf verið að biðja okkur um að koma og spila hér og þar, svo við slóg- um til og gerðum þetta. Við tókum góða æfingatörn, orðnir dálítið ryðgaðir, en þetta small allt saman hjá okkur og nú orðnir æði þéttir. Það er líka svo gaman að standa í þessu því þetta er svo góður hópur og svo margar sögur sem eru innan hans og urðu til gegnum árin. Við höfum margt að tala um.“ Glímt við þjóðveginn „Svo fórum við og spörkuðum þessu af stað á Skagaströnd, þar sem við héldum kántrýtónleika ásamt KK og Magnúsi, Hallbirni og BSG. Þar voru móttökurnar frábærar og mikið stuð í fólki.“ Eftir Skagastrandartón- leikana fór Brimkló á ferð um landið og lék á mörgum stöðum. „Við köll- uðum þennan rúnt „Á þjóðveginum“, svona „On the road“ stemning. Við náðum ekki að spila alls staðar sem við vildum, svo við ætlum að fara í aðra ferð og heimsækja þá staði sem við misstum af í fyrri ferðinni. Und- irtektirnar voru mjög góðar og fólk af öllum aldri kom á böllin og söng með. Þetta var eiginlega þannig að stund- um þurftum við bara að telja í lagið og þá tóku áhorfend- urnir við og sungu allt lagið. Það var ótrúlegt hversu margir kunna lögin.“ Gústi rótari með í för „Það er líka gaman að því að sumir hafa sagt að Brimkló sé rokkveit í dul- argervi. Nafnið Brimkló er hægt að túlka sem við séum að spila brimbrettatónlist, svona surf-músík, en Árni Johnsen stakk upp á þessu nafni, við komum til hans og báðum hann um hjálp við að finna gott nafn á hljómsveit. Gott nafn er rosalega mik- ilvægt fyrir hljómsveit. Hann fór strax að pæla og fleygði í okkur fullt af góðum uppá- stungum og Brimkló var ein af þeim. Það hefur alltaf verið hægt að leita til Árna eftir góðum hugmyndum og uppástungum. Árni stakk til dæmis upp á nafninu Trúbrot á sínum tíma.“ Þeir sem skoða myndir af Brimkló koma gjarnan auga á mann sem ekki er þekktur hljóðfæraleikari, en hann er engu að síður ómissandi hluti af Brimkló. Þar er á ferðinni Ágúst Ágústsson (Gústi), frægasti rótari Ís- lands, sem hefur fylgt Brimkló í gegn- um árin. Gústi er enn með í för, enda segir Bó Brimkló ekki vera Brimkló án Gústa Rótara. „Gústi hefur nátt- úrulega unnið með okkur frá upphafi og ég og hann höfum starfað saman allt frá árinu 1968. Það er ekki hugs- andi að gera svona án hans.“ Siðmenntaðri skemmtanir Auk Gústa rótara hafa margir góðir gestir stigið á svið með drengjunum. Þar má nefna Magnús Kjartansson, sem flaug frá Kaupmannahöfn eftir að hafa heilsað upp á Stuðmenn í Tívolí og náði að stökkva á svið með Brimkló í Stapanum kl. 1. Einnig kíkti Diddú við þegar þeir léku í Hlégarði og söng Nínu og Geira með Bjögga. Margt hefur að sjálfsögðu breyst frá því þeir Brimklóardrengir voru að rúnta um landið síðast. „Mesta breyt- ingin frá því í gamla daga er kannski sú að núna eru flest hús þar sem mað- ur er að spila með veitingar, en í gamla daga voru þetta sveitaböll í fé- lagsheimilum og ef fólk vildi drekka tók það bara brjóstbirtuna og stakk undir beltið. Þetta er orðið meira „si- viliserað“. En eitt breytist aldrei, það er bara góður hópur af fólki sem vill skemmta sér og syngur með, þá er alltaf þessi gamla tilfinning.“ „Þessi gamla tilfinning“ Brimkló heldur loksins ball fyrir Hafnfirðinga í Kapla- krika í kvöld. Svavar Knútur Kristinsson átti af því tilefni spjall við einn ástsælasta og nafntogaðasta dægurlagasöngvara Íslands, Björgvin Halldórsson. svavar@mbl.is Brimkló forðum daga. Gústi rótari er fyrir miðri mynd og stendur traustur að baki Bó. Brimkló leikur fyrir dansi í Kapla- krika kl. 22:00 í kvöld. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.