Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MENN hafa verið að velta því fyrir sér hvað vaki fyrir Ingibjörgu Sól- rúnu nú þegar hún hefur tekið af skarið að hún muni ekki sækjast eftir formannssæti Samfylkingarinnar. Hún hefur sinn metnað og hann er- hennar framtíðarsýn sem hún er að vinna að fyrir Samfylkinguna ásamt fleirum. Hún sér sér hag í því að mennta sig til náinnar skilnings á Evrópubanda- laginu og því sem þar er að gerast. Ég álít að með þeim skrefum sem hún hefur stigið undanfarið misseri séu merki um sterkan karakter sem hefur hag þjóðar sinnar að leiðar- ljósi. Ég styð hana því heilshugar í því sem hún er að taka sér fyrir hend- ur. Einnig vil ég benda á þá staðreynd að Össur Skarphéðinsson er rétt- kjörinn formaður Samfylkingarinnar og sómir sér þar vel, skrefin sem hann hefur tekið t.d. með því að fá Ingibjörgu Sólrúnu til liðs við Sam- fylkinguna er skref sem hann hefur tekið af heilindum fyrir þjóð og land. Því sýnist mér þessi þróun sem hefur verið tekin af Samfylkingunni vera í þjóðarhag hvernig sem litið er á það. Ég vil því hvetja þau til áframhald- andi styrkrar stjórnar eins og hingað til. Ég bíð spenntur næstu ár að sjá árangur þess sem þau taka sér fyrir hendur í þágu þjóðarinnar sem mér sýnist vera þeirra aðaláhugamál að vinna þjóðinni til hagsbóta og heilla. Nei, það er ekki efi hjá mér að Ingibjörg er að hugsa hlýtt til þjóð- arinnar þegar hún tekur sínar ákvarðanir í ljósi kringumstæðna, ég óska henni og Samfylkingunni alls þess besta í framtíðinni eins og þau eiga skilið. Ingibjörg er nú að fara í skóla sem gerir henni kleift að skilja Evrópu- bandalagið betur og hugsunargang og hugmyndafræði sem það er byggt á, það mun koma henni að miklum notum í framtíðarsýn Samfylkingar- innar. Hún hefur gott af því að horfa á ís- lenska pólitík úr fjarlægð, það mun skerpa skilning hennar á þeim gríð- arlegu hagsmunum sem íslenska þjóðin á í því að ganga í Evrópu- bandalagið og það mun styrkja hana í að halda stýri og sigla réttan kompás. BJARNI ÞÓR ÞORVALDSSON, listamaður B.Thor og öryrki, Asparfelli 12, 111 Reykjavík. Ingibjörg í tengslum við Evrópubandalagið Frá Bjarna Þór Þorvaldssyni: ÉG VIL þakka Matthíasi Johann- essen fyrir bréf hans til blaðsins, 6. september síðastliðinn, sömuleiðis Þorbjörgu Sigurðardóttur frá Sel- fossi, hennar skrif í dag, 17. sept- ember. Það voru orð í tíma töluð. Þessir ruglþættir til „Elsku dúll- unnar“ eru bara bull og eiga ekki neitt erindi í útvarp, nema síður sé. Engum til uppbyggingar eða fróð- legs og þetta vesæla fólk, sem hringir stöðugt til hennar, ja svei og svei. ELSA ÞÓRARINSDÓTTIR, Engjahjalla 9, 200 Kópavogi. Mín skoðun Frá Elsu Þórarinsdóttur: EVRÓPSK samgönguvika er mjög þarft framtak. Umferðarmál á höfuð- borgarsvæðinu verða tekin til um- hugsunar og veitir ekki af. Hinn 17. september var hjólreiða- dagur og voru allir hvattir til að nota reiðhjól sem samgöngutæki, ekki síst skólabörn. Ef þú lesandi ert foreldri sem ætlar að láta barnið þitt hjóla í skólann eru hér nokkrar spurningar til þín: 1. Þekkir barnið þitt bestu og hættuminnstu leiðina í skólann? Kannski væri æskilegt að þú fylgdir barninu í nokkur skipti í skólann til að þjálfa það og benda á mögulegar hættur á leiðinni. 2. Er hjól barnsins í góðu lagi, t.d. bremsurnar, ljósin o.fl.? 3. Stjórnar barnið hjólinu sínu nógu vel? Litli strákurinn sem var um dag- inn á vegi mínum og bremsaði með fótunum niður á malbikið var heppinn að komast niður brekkuna slysalaust. Annaðhvort kunni hann ekki nógu vel að hjóla eða bremsurnar voru bilaðar. 4. Kann barnið þitt eitthvað af aðal- umferðarreglunum, t.d. að það er hægri umferð á Íslandi? Það gildir auðvitað líka á hjólreiðastígum. Ég hef núna í sumar tvisvar orðið fyrir meiðslum sökum þess að barn kom á móti mér á röngum vegarhelmingi og hjólaði á mig. Börnum þessum datt ekki til hugar að það gæti komið ein- hver á móti. Smá fræðsla gæti gert kraftaverk. 5. Er í þínu bæjarfélagi nógu vel gengið frá stígakerfinu þannig að það leynist ekki óþarfar hættur á leiðinni í skólann? Ef ekki, láttu í þér heyra. Af öllum milljörðum sem fara í gatna- framkvæmdir hljóta einhverjir smá- peningar að vera afgangs fyrir vist- vænni samgöngur. 6. Er í skóla barnsins þíns hugað að góðri reiðhjólageymslu? Þar á ég við geymslu þar sem hjólin standa á þurrum og vöktuðum stað. Ekki er spennandi að hjóla í skólann þegar reiðhjólin liggja undir skemmdum í veðri og vindum. Láttu í þér heyra hjá skólayfirvöldum í þeim málum. 7. Reiðhjólahjálmurinn er alveg sjálfsagður hlutur en hann einn dugar skammt. Enn eru margir góðir dagar framundan í haust þar sem við getum notað hjólið, komast milli staða á vist- vænan hátt og fáum alveg ókeypis holla og góða hreyfingu. Gott hjólreiðarhaust! ÚRSÚLA JÜNEMANN, kennari. Hjólreiðar í skólann Frá Úrsúlu Jüneman:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.