Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 49
Aðventistar safna til hjálpar konum í þriðja heim- inum UM þessar mundir veitir Hjálp- arstarf aðventista – ADRA fram- lögum viðtöku frá almenningi og fyrirtækjum í Reykjavík og nær- liggjandi byggðarlögum til þróun- ar- og líknarstarfs í þriðja heim- inum og til að sinna þeim hér heima sem minna mega sín. Að sögn Ei- ríks Ingvarssonar hjá aðventistum verður aðallega lögð áhersla á kon- ur í þróunarlöndum að þessu sinni. Sérstakt söfunarátak mun hefj- ast í Reykjavík og næsta nágrenni á morgun, sunnudag, 21. september, en söfnun verður í Vestmanna- eyjum 5. október nk. Nú þegar hefur verið safnað víða um land og gekk sú söfnun mjög vel að sögn Eiríks. Hann bendir á að 2.000 króna framlag nægi til að mennta einstakling í heilt ár í Sóm- alíu. Aðventistar stefndu að því að veita 150 stúlkum meðal flóttafólks í Sómalíu starfsþjálfun en nú sé út- lit fyrir að mun fleiri muni njóta góðs af starfinu, þökk sé fram- lögum almennings og fyrirtækja. Eiríkur bendir á að 95% söfn- unarfjár aðventista komist til skila sem sé eftirtektarverður árangur. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 49 Ljósheimadagur Opið hús verður á morgun, sunnudaginn 21. september, kl. 14–18, í tilefni eins árs afmælis Ljósheima, Brautarholti 8. Ljós- heimar er fræðslu- og heilunarmið- stöð þar sem fólk getur sótt ýmis námskeið og einkatíma hjá bæði inn- lendu og erlendu fagfólki. Kynnt verður vetrarstarf Ljósheima og boðið upp á prufutíma gegn vægu gjaldi í heilun, nuddi, jógatímum, tar- otlestri og fluttir stuttir fyrirlestrar. Einnig verða íslensk jurtakrem kynnt, ásamt kristallasýningu. Boðið verður upp á veitingar. Allir vel- komnir. Dansskóli Auðar Haralds verður með sína föstu para- og hjónatíma í Akoges-salnum, Sóltúni 3, á sunnu- dögum. Hópar fyrir byrjendur, fram- hald stutt og framhald langt. Kennsla hefst fyrir byrjendur á morgun, sunnudaginn 21. september, kl. 18.15–19.30. Hægt er að láta skrá sig með tölvupósti: dihdans@simnet.is eða mæta á staðinn og skrá sig í fyrsta tímanum. Boðið er upp á frían prufutíma sé þess óskað. Námskeiðin standa fram í miðjan desember. Aðalkennari verður Auður Haraldsdóttir dans- kennari ásamt aðstoðarkennurum. Kenndir verða samkvæmisdansar, mambo, tjútt og jive. Opið hús í Sóltúni verður fyrsta sunnudagskvöld í hverjum mánuði kl. 21.–23. Aðgangseyrir greiddur við innganginn, kr. 700 á mann. Dans- kennarar stjórna tónlistinni og verða til aðstoðar. Allir velkomnir. Gengið um miðbæ Hafnarfjarðar Á morgun, sunnudaginn 21. september, er boðið til miðbæjargöngu í Hafn- arfirði, í tilefni af Evrópsku umferð- arvikunni. Lagt verður af stað kl. 11 frá gömlu vélsmiðjunni Strandgötu 50 sem nú hýsir Byggðasafn Hafn- arfjarðar. Gengið verður í fylgd Kristjáns Bersa Ólafssonar um elsta hluta miðbæjarins og sagðar sögur af mönnum og málefnum. Gangan er í boði Byggðasafns Hafn- arfjarðar og hentar fólki á öllum aldri. Á MORGUN Málþing um notkun unglinga á farsímun GSM Vímulaus æska – Foreldrahús verða með málþing þriðjudaginn 23. september kl. 13– 16 í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerð- inni). Málþingið fjallar um notkun unglinga á farsímum, GSM. Ástæðan fyrir þessu málþingi er sú að foreldrar hafa leitað í auknum mæli til Foreldrahússins um ráð- leggingar við hvernig eigi að bregð- ast við erfiðri áreitni í GSM-síma, s.s. einelti, hótunum, hópamyndun og sölu á ólöglegum varningi. Fjallað verður um áhrif farsímans á lífsvenjur barna og unglinga, rætt um 3-G tæknina og sagðar reynslu- sögur um einelti í GSM. Þá verður varpað ljósi á hvað foreldrar geta gert til að verja unglinginn gegn áreitni. Að lokum verður fjallað um hvernig ná má árangri í sam- skiptum. Allar upplýsingar er að finna á heimasíðu www.foreldrahus.is. Að- gangur ókeypis. Allir velkomnir. Námskeið fyrir börn alkóhólista Þessa dagana eru að hefjast nám- skeið hjá Róda fyrir börn alkóhól- ista 8–18 ára. Hóparnir eru aldurs- skiptir og eru námskeiðin haldin í Furugerði 1 Reykjavík. Að Róda standa Edda V. Guðmundsdóttir og Sigurrós Hermannsdóttir. „Stuðst er við aðferð sem kemur frá Svíþjóð. Þar hefur Barnaheill í sam- vinnu við heilsugæsluna unnið með Ami Arnell, klínískum sálfræðingi, og Inger Ekbomm félagsráðgjafa. Eleonoragruppen í Lindköping er framhald af því starfi og hafa þau starfað eftir þessari fyrirmynd síð- an 1991. Ráðgjafar RÓDA lærðu þessa aðferð hjá Eleonoragruppen í Svíþjóð, en þau hafa kennt leiðbein- endum ýmissa þjóða. Stöðug sam- vinna er með Eleonoragruppen og RÓDA,“ segir í fréttatilkynningu. Á NÆSTUNNI Byrgið opnar Ljósafosslaug Byrg- ið býður öllum íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps ásamt öðrum vel- unnurum Byrgisins að verða við- staddir opnun Ljósafosslaugar í dag, laugardaginn 20. september kl. 14, eftir gagngerar breytingar. Byrgið á Ljósafossi hefur tekið við rekstri laugarinnar með samningi við sveit- arstjórn Grímsnes- og Grafnings- hrepps. Eftir athöfn við laugina verður gestum boðið að kynna sér starfsemi Byrgisins á Ljósafossi og mun Guðmundur Jónsson, for- stöðumaður Byrgisins, kynna þau meðferðarúrræði sem fram fara í Byrginu. Að lokinni kynningu ávarpar sveitarstjóri Margrét Sig- urðardóttir gesti. Kl. 17 verður gest- um boðið til kvöldverðarhlaðborðs. Í DAG Sólheimar í Grímsnesi Meistaramót í Svarta Pétri í dag ÍSLANDSMEISTARAMÓT í Svarta Pétri verður haldið í dag, kl. 14–17, á Sólheimum í Grímsnesi. Stjórnandi mótsins er Edda Björg- vinsdóttir leikkona. Keppt er um far- andbikar og eignabikar, auk þess sem allir fá verðlaun. Mótið er opið öllum sem áhuga hafa. Settir eru saman tveir stokkar af spilum, þann- ig að eins spil parast saman. Allir eiga að hafa tækifæri á að vera með. Boðið verður upp á pylsur og gos. Þátttaka tilkynnist í síma eða á tölvupósti: anna@solheimar.is. 10 ára afmæli Átaks ÁTAK, félag fólks með þroskahöml- un fagnar á þessu ári 10 ára afmæli. Í tilefni þess mun félagið halda hátíð- arsamkomu og málþing í dag. Mál- þingið verður um morguninn í hús- næði Fjölmenntar að Borgartúni 22. Fjallað verður um stefnu félagsins í framtíðinni og drög lögð að helstu stefnumálum. Seinnipart dagsins verður svo haldin hátíðarsamkoma á Grand hóteli þar sem félögum og vel- unnurum er boðið í kaffihlaðborð. Með afmælissamkomunni á 10 ára afmæli félagsins vill félagið vekja at- hygli á að fólk með þroskahömlun vill berjast fyrir réttindum sínum sjálft og taka fullan þátt í að móta þá stefnu sem tekin er í málefnum þeirra. Með því að leggja fram álykt- anir á hátíðarsamkomunni vill félag- ið vekja athygli á þeim málum sem það telur eiga að vera efst á baugi næstu 10 árin. Af þeim málum sem félagið hefur barist fyrir í gegnum árin má nefna atvinnumál þroskaheftra, fjölskyldu- mál og baráttan fyrir aðgengi að upplýsingum á auðskildu máli sem er ofarlega á baugi núna. Átak var stofnað 20. september 1993. Það var stofnað í tengslum við umræðuhópa þroskaheftra sem höfðu þá verið starfandi hjá Lands- samtökunum Þroskahjálp um nokk- ura ára skeið, eða frá 1985. MS félagið 35 ára MS félag Íslands stendur fyrir opnu húsi í húsnæði félagsins að Sléttu- vegi 5, laugardaginn 20. september kl. 14-17, í tilefni af 35 ára afmæli fé- lagsins. Afhjúpuð verður brjóst- mynd af taugalækni félagsins John E.G. Benedikz sem Gerður Gunnars- dóttir gerði. John var gerður heið- ursfélagi MS félagsins á þrítugsaf- mælisári félagsins. Hljómsveitin Smack mun skemmta gestum og veitingar verða á boðstólum. JAPANSKA skákin Shogi er lítið þekkt hér á landi en þó hefur hópur manna kynnst henni hjá sendiráði Japans í Reykjavík en þar er teflt á hverjum fimmtu- degi. Hingað til lands er kominn jap- anskur stórmeistari, Aono Teru- ichi, sem mun flytja kynningarer- indi um Shogi og tefla fjöltefli við gesti í dag, laugardaginn 20. september. Allir eru velkomnir í húsnæði sendiráðsins að Lauga- vegi 182 kl. 10.30 þegar Teruichi flytur erindi sitt. Gestum býðst að tefla við stórmeistarann kl. 12. Aono Teruichi mun árita bæk- ur um Shogi í bókabúð Máls og menningar að Laugavegi 18, kl. 15 í dag og hann verður hjá Magna, að Laugavegi 15, kl. 16, segir í fréttatilkynningu. Stórmeistari í Shogi með kynningu LEIÐRÉTT ÞAU leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að nafn föður Elíasar Baldvins- sonar misritaðist. Hann var sagður heita Baldvin Bæringsson, en heitir Baldvin Skæringsson. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistök- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.