Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA var látlaus og hófstillt en mjög þokkafull athöfn,“ sagði Össur Skarphéðinsson, sem var viðstaddur minningarathöfn um Önnu Lindh í Stokkhólmi í gær auk annarra leiðtoga jafnaðar- mannaflokka á Norðurlöndum. Guðmundur Árni Stefánsson, tals- maður Samfylkingarinnar í utan- ríkismálum, var einnig viðstaddur athöfnina auk Sivjar Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, sem var fulltrúi íslenskra stjórn- valda í fjarveru utanríkisráð- herra, Halldórs Ásgrímsonar. Ennfremur sótti Svavar Gestsson, sendiherra í Stokkhólmi, athöfn- ina fyrir Íslands hönd. „Þetta var mjög falleg og virðu- leg athöfn en afar sorgleg og ein sú sorglegasta sem ég hef verið viðstödd,“ tjáði Siv Friðleifsdóttir Morgunblaðinu. „Þarna voru haldnar mjög hjartnæmar ræður um framlag Önnu til stjórnmála, ekki bara í Svíþjóð heldur á al- þjóðavísu. Það var komið inn á hversu dugleg hún var að sam- tvinna fjölskyldulíf og stjórnmála- líf. Hún var mjög dugleg og til fyr- irmyndar í stjórnmálum og fyrirmynd margra kvenna,“ sagði Siv. Össur sagði Göran Persson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, hafa flutt tilfinningaþrungna ræðu þar sem hann minntist Önnu Lindh og samskipta sinna við hana á um- liðnum árum. Gestir úr mörgum áttum „Það var til marks um stjórn- málaferil hennar að þeir sem þarna voru samankomnir komu víðs vegar að úr heiminum. Chris Patten, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, minntist Lindh með fal- legum hætti en tókst jafnframt að koma brosi á vör viðstaddra með því að minnast þess hversu gam- ansöm Anna var. George Papand- reou, utanríkisráðherra Grikk- lands, sem ólst upp í Svíþjóð sem barn og bjó þar sem ungur maður, þegar fjölskylda hans átti þess ekki kost að búa í Grikklandi, minntist hennar einnig. Hann tal- aði á lýtalausri sænsku og minnt- ist þeirra nánu og persónulegu kynna. Menn eru harmi lostnir Hann, líkt og bæði fulltrúar samtaka kvennahreyfingar jafn- aðarmanna og ungliðahreyfingar flokksins, lögðu áherslu á að það yrði að verða arfleifð Önnu Lindh að hin opnu samfélög Norður- landanna myndu ekki skaðast vegna morðsins á henni og að hið nána samband borgara og kjós- enda myndi ekki bíða hnekki. Þá fyrst myndi morðinginn ná ár- angri,“ sagði Össur. „Það er sérkennilegt andrúms- loft í Svíþjóð. Menn eru harmi lostnir og greinilegt að þetta hef- ur haft mjög djúp áhrif á Svía. Mönnum finnst eins og einhver hluti hins norræna sakleysis sé horfinn. Það er þó einmitt það sem þarf að varðveita og endurheimta eftir þetta.“ Látlaus, hóf- stillt og þokka- full athöfn AP Margot Wallström, fulltrúi í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins og náinn vinur Önnu Lindh, táraðist við athöfnina. sem er æskilegt að keyra á til að þurfa sem sjaldnast að stoppa á rauðu ljósi innan viðkomandi ljósahóps. Þetta hefur fengið hið lýsandi heiti „Græna bylgjan“. UMFERÐARLJÓS í Reykjavík eru mörg hver samstillt til að auðvelda umferðarflæðið, og kortið sýnir hvaða ljós eru stillt saman, auk þess að sýna viðmiðunarhraða „Græna bylgjan“ í Reykjavík ALMENNINGI bauðst að kynna sér svokallaðan vistakstur á vegum Ökukennarafélags Íslands í gær, en vistakstur byggir m.a. á því að keyra sparlega og minnka þannig eldsneyt- isnotkun og þar af leiðandi mengun. Guðbrandur Bogason, formaður Ökukennarafélags Íslands, segir að vistakstur hafi verið þróaður í Finn- landi og hafi verið kenndur þar frá 1997, en sé nú að ryðja sér til rúms á Norðurlöndunum og Þýskalandi. „Þetta eru aðeins breyttar áherslur í aksturslagi sem byggjast á því að gíra bílnum hratt og ákveðið upp og nýta svo þá hreyfiorku sem bíllinn er með,“ segir Guðbrandur. „Bílstjórinn reynir svo að lesa um- ferðina og sýna fyrirhyggju í akstr- inum, til dæmis að nýta hina svoköll- uðu grænu bylgju umferðarljósa svo maður sé ekki alltaf að stoppa og taka af stað. Þetta byggist mikið á það að ökumaður skipuleggi sig og virki orkuna á réttan hátt.“ Tengdamömmukassar auka orkunotkun Önnur atriði sem þarf að hafa í huga er að passa að réttur þrýst- ingur sé í dekkjum, og nota raf- magnshitara þegar hitinn úti fer undir 5°C. Guðbrandur bendir einnig á að loftmótstaða hafi mikil áhrif á elds- neytisnotkun: „Tengdamömmukass- ar eru t.d. sagðir auka notkunina um allt að 20% og skiltin á leigubílunum eru sögð auka eldsneytisnotkun um 5%.“ Með því að nýta sér þessa tækni má spara eldsneyti, og þar af leið- andi minnka mengun, segir Guð- brandur, en einnig er mun minna álag á bremsur. Guðbrandur segir ekki mikið mál að tileinka sér þessa tækni, og að flestir ökumenn geti náð þessu með því að fara í 90 mínútna verklega kennslu og annað eins af bóklegri kennslu. Enn sem komið er er ekki mikið um að einstaklingar læri vis- taksturinn en fyrirtæki hafa sent starfsmenn sína í kennslu í einhverj- um mæli. Reynsla fyrirtækja af námskeið- unum er mjög góð, að sögn Guð- brands, og hann nefnir sem dæmi að eitt rútufyrirtæki segist hafa minnk- að olíunotkun um 10% eftir að starfs- menn fóru á námskeiðið. Flestir öku- skólar og einhverjir ökukennarar bjóða upp á námskeið í vistakstri. Kynntu vistakstur á Evr- ópsku samgönguvikunni GRÆNFRIÐUNGAR segjast ánægðir með viðtökur Íslendinga á hringferð sinni um landið, og eru vongóðir um að stjórnvöld taki til- boði þeirra um að hvetja ferðamenn til að heimsækja landið gegn því m.a. að stjórnvöld hætti hvalveiðum fyrir fullt og allt. Frode Pleym, talsmaður Græn- friðunga, segir það hafa komið nokk- uð á óvart hversu góðar móttökur Grænfriðungar fengu hér á landi: „Við hefðum átt að vinna þetta starf með almenningi á Íslandi fyrir löngu. Við gerum okkur grein fyrir því að sennilega er enn meirihluti Ís- lendinga fylgjandi hvalveiðum í at- vinnuskyni en teljum engu að síður að margir, bæði einstaklingar og menn tengdir iðnaðinum, sjái að það eru betri og gróðvænlegri mögu- leikar til í stöðunni, svo sem hvala- skoðun og ferðamennska.“ Pleym segir að tilboðið sem Grænfriðungar gerðu stjórnvöldum standi enn, og hann eigi allt eins von á því að stjórnvöld átti sig á því hversu gott það er og taki því tilboði. „Ég tel þetta rétta kostinn fyrir Ís- land og ég er á þeirri skoðun að rík- isstjórn landsins komist að sömu niðurstöðu.“ Aðspurður segir Pleym að Græn- friðungar muni ekki funda með stjórnvöldum áður en Rainbow Warrior lætu úr höfn seinnipartinn á sunnudag. Hann segir að stjórnvöld þurfi tíma til að hugsa um tilboðið, en að Grænfriðungar komi ef til vill aftur í október til að funda um málið og ræða við fleiri Íslendinga. „Græða meira á ferðamennsku“ Íslendingar hafa sterkar skoðanir á Grænfriðungum, og rugla þeim gjarnan saman við Paul Watson og félaga í Sea Shepherd, segir Pleym. „Flestir Íslendingarnir sem við töl- uðum við eru sammála því að hval- veiðar borgi sig ekki út frá efna- hagslegum þáttum. En við erum að sjá breytingu í almenningsáliti. Ég held við sjáum ekki neina stóra breytingu í skoðanakönnunum, enda er það ekki neitt sem skiptir okkur máli. Við viljum sýna fólki fram á að Íslendingar hafi annan valkost en hvalveiðar, og að sá valkostur sé já- kvæður. Íslendingar munu græða meira á ferðamennsku en hval- veiðum.“ Klukkan níu í gærmorgun höfðu 5.569 einstaklingar lýst yfir áhuga á því að ferðast til Íslands á heimasíðu Grænfriðunga, og gefið upplýsingar um hvernig hægt væri að ná í þá til að senda upplýsingar. Pleym segir að þetta fólk muni allt fá upplýsingar um ferðalög til lands- ins ef hvalveiðum verður hætt og fleiri skilyrði Grænfriðunga uppfyllt. „Augljóslega munu ekki allir þessir einstaklingar koma [þó að skilyrðin verði uppfyllt] en af fenginni reynslu af vefsvæði okkar gefur fólk ekki all- ar upplýsingar um sig til að fá upp- lýsingar um einhver atriði nema það sé líklegt til að koma. Við höfum því sterkar vísbendingar um að stór hluti þessa fólks muni koma, og sennilega taka vini og fjölskyldu með.“ Pleym segir að Grænfriðungar muni einnig stunda öflugt markaðs- starf og vera í sambandi við ferða- skrifstofur til að auka áhuga á Ís- landi. Gróft áætlað segir Pleym að mikil verðmæti muni liggja eftir þessa ferðamenn, á bilinu sex til átta millj- ónir bandaríkjadala, 470 til 620 millj- ónir króna. Hann segir það mun meira en hægt sé að fá fyrir hval- veiðar, hvernig sem dæmið sé reikn- að. Grænfriðungar fara frá landinu á sunnudag Vongóðir um að stjórn- völd taki tilboði þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.