Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 29 fjölbreytt og kenndi þar ýmissa grasa. Til að mynda voru flutt þjóð- lög frá Íslandi og Katalóníu ásamt tónverkunum Hymni og Vögguvísu eftir Snorra Sigfús Birgisson sem jafnframt æfði og stjórnaði eigin verkum. Stjórnendur og umsjón- armenn námskeiðsins voru Enric Prats, Nora Kornblueh, Richard Talkowsky og Snorri Sigfús Birg- isson. Í júní næstkomandi munu ís- lensku sellóleikararnir og fjöl- skyldur þeirra leggja land undir fót og sækja námskeið Katalón- íumanna í Cambrils. SELLÓNEMENDUR úr Tónskóla Sigursveins og Suzukiskólanum í Reykjavík tóku á dögunum á móti tíu selló- og kontrabassaleikurum sem komu ásamt fjölskyldum sínum frá Cambrils í Katalóníu á Spáni. Æfingar og aðrar samverustundir stóðu heila viku og voru tónleikar haldnir víða, m.a. í Þjóðmenning- arhúsinu, Laugarnesskóla og í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Eitt skemmtikvöld var haldið og döns- uðu foreldrar og aðrir gestir við undirleik barna sinna þjóðdansa frá þremur löndum. Efnisská nám- skeiðsins og tónleikanna var mjög Morgunblaðið/Jim Smart Þátttakendur í námskeiðinu saman komnir í Fríkirkjunni. Spænsk-íslensk samvinna í tónlist Sýningu lýkur Listasafn ASÍ Á sunnudag lýkur sýningu Ingu Jónsdóttur í Listasafni ASÍ. Listakonan verður á sýn- ingunni í dag og á morgun kl. 14 ef áhorfendur vilja ræða við hana um verkin. Ökutæki og tjónbætur er eftir Arnljót Björnsson. Bókin er mikið aukin og endur- skrifuð útgáfa ritsins Bætur fyrir um- ferðarslys, sem út kom 1988. Í bók- inni er fjallað um íslenskar réttarreglur um bótaúrræði vegna tjóns, sem hlýst af bifreiðum og öðr- um skráningarskyldum, vélknúnum ökutækjum. Lengsti þáttur bók- arinnar er um skaðabótaskyldu, en aðrir þættir varða vátryggingar, að- allega ábyrgðartryggingu, slysatrygg- ingu og húftryggingu (kaskótryggingu). Í bókinni er vísað til nálega 200 hæstaréttardóma frá tímabilinu 1933 til vors 2003 og er efni margra þeirra rakið í stuttu máli. Auk þess, sem gerð er grein fyrir gildandi reglum, er í bókinni fjallað um efni frumvarps til laga um vátryggingarsamninga, sem lagt var fram á Alþingi í mars 2003. Í frumvarpinu eru ýmis mikilsverð ný- mæli og er leitast við að kynna hvaða áhrif það hefur á ökutækjatryggingar. Bókarhöfundur, Arnljótur Björns- son, er fyrrverandi hæstaréttardóm- ari. Hann var prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá 1971 til 1995. Aðalkennslugreinar hans voru skaða- bótaréttur, vátryggingaréttur og sjó- réttur. Auk fjölda ritgerða og dóma- skráa hafa verið gefnar út eftir sama höfund bækurnar Skaðabótaréttur, kennslubók fyrir byrjendur og Kaflar úr skaðabótarétti. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Handbók Fimm vörður á vegi ástarinnar nefnist ljóðabók Draumeyjar Aradóttur. Um er að ræða fyrsta einkaljóðasafn Draumeyjar en ljóð eftir hana hafa áður birst í ýmsum safnritum og tímaritum, íslenskum og erlendum. Bókin kom samtímis út á sænsku undir titilinum Fem stenrösen på kärlekens stig, en Draumey er búsett í Lundi. Hún er kennari að mennt en hefur auk þess stundað nám í heimspeki. Árið 1991 gaf Mál og menning út fyrstu barna- og unglingabók Draumeyjar, Þjófur og ekki þjófur. Á bókarkápu segir m.a.: „Ástin tekur á sig ýmsar myndir. Ein er svört, önnur hvít, flestar í ótal blæbrigðum þar á milli. Ástin litar sjón okkar og leggur okkur tónsprota í eyru. Hún vekur barn- ið í okkur og brúar landamæri hláturs og gráts. Framar öðru er ástin þó ferða- lag. Fimm vörður á vegi ástarinnar eru ljóð sem höfundur hefur tínt á langri för um hæðótta vegi ástarinnar.“ Draumey er félagi í alþjóðlega ljóð- skáldahópnum Bláa handklæðinu sem gaf út ljóðabók með samnefndum titli árið 2002. Hópurinn fyrirhugar að gefa út nýja bók á ensku, frönsku og ís- lensku í Kanada á næsta ári þar sem næsti ljóðafundur verður haldinn. Útgefandi er Bókaforlagið Blátunga. Bókin er 68 bls. Ljóð Nánari upplýsingar á www.lv.is og í síma 515 9000. „Hvað er með Ásum?“ Laxárstö› í A›aldal. S‡ning á verkum Hallsteins Sigur›s- sonar, myndhöggvara, í berg- hvelfingum aflstö›varinnar. Fró›leikur um go›in og heimsmynd fleirra. ,,Náttúra orkunnar – orka náttúrunnar”  Í Ljósafossstö› vi› Sog. Umræ›an um virkjanir og umhverfismál. Végarður í Fljótsdal Uppl‡singami›stö› um Kárahnjúka- framkvæmdirnar og náttúruna nor›an Vatnajökuls. Takk fyrir komuna! Við þökkum þeim þúsundum gesta sem hafa heimsótt aflstöðvar og sýningar  Landsvirkjunar í sumar. Sýningunum er nú lokið en verður framhaldið næsta sumar. Vonumst til að sjá ykkur að ári! Krafla og Bjarnarflag í Mývatnssveit Kynning á rafmagnsframlei›slu úr jar›gufu. Búrfellsstöð í Þjórsárdal – stærsta orkustö› landsins. Í fijórsárdal er margt a› sko›a; fijó›veldisbærinn, Stöng, Hjálparfoss, Háifoss, Gjáin og Búrfellsstö› – skemmtileg dagsfer›! Blöndustöð í Húnaþingi Sko›unarfer› ne›anjar›ar sem er ævint‡ri líkust. Hrauneyjafossstöð á Sprengisandsleið Sko›unarfer› um stö›ina, uppl‡singar um Kárahnjúkafram- kvæmdir og vísindarannsóknir ásamt myndas‡ningu um fijórsárver og Vatnajökul. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 0 3 4 2 • s ia .is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.