Morgunblaðið - 20.09.2003, Page 29

Morgunblaðið - 20.09.2003, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 29 fjölbreytt og kenndi þar ýmissa grasa. Til að mynda voru flutt þjóð- lög frá Íslandi og Katalóníu ásamt tónverkunum Hymni og Vögguvísu eftir Snorra Sigfús Birgisson sem jafnframt æfði og stjórnaði eigin verkum. Stjórnendur og umsjón- armenn námskeiðsins voru Enric Prats, Nora Kornblueh, Richard Talkowsky og Snorri Sigfús Birg- isson. Í júní næstkomandi munu ís- lensku sellóleikararnir og fjöl- skyldur þeirra leggja land undir fót og sækja námskeið Katalón- íumanna í Cambrils. SELLÓNEMENDUR úr Tónskóla Sigursveins og Suzukiskólanum í Reykjavík tóku á dögunum á móti tíu selló- og kontrabassaleikurum sem komu ásamt fjölskyldum sínum frá Cambrils í Katalóníu á Spáni. Æfingar og aðrar samverustundir stóðu heila viku og voru tónleikar haldnir víða, m.a. í Þjóðmenning- arhúsinu, Laugarnesskóla og í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Eitt skemmtikvöld var haldið og döns- uðu foreldrar og aðrir gestir við undirleik barna sinna þjóðdansa frá þremur löndum. Efnisská nám- skeiðsins og tónleikanna var mjög Morgunblaðið/Jim Smart Þátttakendur í námskeiðinu saman komnir í Fríkirkjunni. Spænsk-íslensk samvinna í tónlist Sýningu lýkur Listasafn ASÍ Á sunnudag lýkur sýningu Ingu Jónsdóttur í Listasafni ASÍ. Listakonan verður á sýn- ingunni í dag og á morgun kl. 14 ef áhorfendur vilja ræða við hana um verkin. Ökutæki og tjónbætur er eftir Arnljót Björnsson. Bókin er mikið aukin og endur- skrifuð útgáfa ritsins Bætur fyrir um- ferðarslys, sem út kom 1988. Í bók- inni er fjallað um íslenskar réttarreglur um bótaúrræði vegna tjóns, sem hlýst af bifreiðum og öðr- um skráningarskyldum, vélknúnum ökutækjum. Lengsti þáttur bók- arinnar er um skaðabótaskyldu, en aðrir þættir varða vátryggingar, að- allega ábyrgðartryggingu, slysatrygg- ingu og húftryggingu (kaskótryggingu). Í bókinni er vísað til nálega 200 hæstaréttardóma frá tímabilinu 1933 til vors 2003 og er efni margra þeirra rakið í stuttu máli. Auk þess, sem gerð er grein fyrir gildandi reglum, er í bókinni fjallað um efni frumvarps til laga um vátryggingarsamninga, sem lagt var fram á Alþingi í mars 2003. Í frumvarpinu eru ýmis mikilsverð ný- mæli og er leitast við að kynna hvaða áhrif það hefur á ökutækjatryggingar. Bókarhöfundur, Arnljótur Björns- son, er fyrrverandi hæstaréttardóm- ari. Hann var prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá 1971 til 1995. Aðalkennslugreinar hans voru skaða- bótaréttur, vátryggingaréttur og sjó- réttur. Auk fjölda ritgerða og dóma- skráa hafa verið gefnar út eftir sama höfund bækurnar Skaðabótaréttur, kennslubók fyrir byrjendur og Kaflar úr skaðabótarétti. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Handbók Fimm vörður á vegi ástarinnar nefnist ljóðabók Draumeyjar Aradóttur. Um er að ræða fyrsta einkaljóðasafn Draumeyjar en ljóð eftir hana hafa áður birst í ýmsum safnritum og tímaritum, íslenskum og erlendum. Bókin kom samtímis út á sænsku undir titilinum Fem stenrösen på kärlekens stig, en Draumey er búsett í Lundi. Hún er kennari að mennt en hefur auk þess stundað nám í heimspeki. Árið 1991 gaf Mál og menning út fyrstu barna- og unglingabók Draumeyjar, Þjófur og ekki þjófur. Á bókarkápu segir m.a.: „Ástin tekur á sig ýmsar myndir. Ein er svört, önnur hvít, flestar í ótal blæbrigðum þar á milli. Ástin litar sjón okkar og leggur okkur tónsprota í eyru. Hún vekur barn- ið í okkur og brúar landamæri hláturs og gráts. Framar öðru er ástin þó ferða- lag. Fimm vörður á vegi ástarinnar eru ljóð sem höfundur hefur tínt á langri för um hæðótta vegi ástarinnar.“ Draumey er félagi í alþjóðlega ljóð- skáldahópnum Bláa handklæðinu sem gaf út ljóðabók með samnefndum titli árið 2002. Hópurinn fyrirhugar að gefa út nýja bók á ensku, frönsku og ís- lensku í Kanada á næsta ári þar sem næsti ljóðafundur verður haldinn. Útgefandi er Bókaforlagið Blátunga. Bókin er 68 bls. Ljóð Nánari upplýsingar á www.lv.is og í síma 515 9000. „Hvað er með Ásum?“ Laxárstö› í A›aldal. S‡ning á verkum Hallsteins Sigur›s- sonar, myndhöggvara, í berg- hvelfingum aflstö›varinnar. Fró›leikur um go›in og heimsmynd fleirra. ,,Náttúra orkunnar – orka náttúrunnar”  Í Ljósafossstö› vi› Sog. Umræ›an um virkjanir og umhverfismál. Végarður í Fljótsdal Uppl‡singami›stö› um Kárahnjúka- framkvæmdirnar og náttúruna nor›an Vatnajökuls. Takk fyrir komuna! Við þökkum þeim þúsundum gesta sem hafa heimsótt aflstöðvar og sýningar  Landsvirkjunar í sumar. Sýningunum er nú lokið en verður framhaldið næsta sumar. Vonumst til að sjá ykkur að ári! Krafla og Bjarnarflag í Mývatnssveit Kynning á rafmagnsframlei›slu úr jar›gufu. Búrfellsstöð í Þjórsárdal – stærsta orkustö› landsins. Í fijórsárdal er margt a› sko›a; fijó›veldisbærinn, Stöng, Hjálparfoss, Háifoss, Gjáin og Búrfellsstö› – skemmtileg dagsfer›! Blöndustöð í Húnaþingi Sko›unarfer› ne›anjar›ar sem er ævint‡ri líkust. Hrauneyjafossstöð á Sprengisandsleið Sko›unarfer› um stö›ina, uppl‡singar um Kárahnjúkafram- kvæmdir og vísindarannsóknir ásamt myndas‡ningu um fijórsárver og Vatnajökul. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 0 3 4 2 • s ia .is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.