Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 11 ÍSLANDSBANKI hef- ur eignast eða gert samning um kaup á samtals 56,2% hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum og fyrir þennan hlut greiðir bankinn með pen- ingum. Á fundi með markaðsaðilum í gær- morgun sagði Bjarni Ármannsson forstjóri bankans að þetta þýddi að CAD-eiginfjárhlutfall bankans lækkaði. CAD-hlutfallið færi niður í um 9%, en það var 10,8% um mitt ár. A þáttur eig- infjárhlutfallsins færi niður í um 7%, en hann var 8,5% um mitt ár. Markmið bankans er að CAD- hlutfallið sé yfir 10% og eiginfjár- þáttur A sé um 8%. Þar sem Íslandsbanki er kominn með yfir 40% eignarhlut í Sjóvá- Almennum ber honum skylda til að gera öðrum hluthöfum Sjóvár- Almennra yfirtökutilboð innan fjög- urra vikna, og hefur bankinn til- kynnt að það verði gert. Þá ber honum að bjóða að minnsta kosti hæsta verð sem hann hefur greitt fyrir bréf í Sjóvá-Almennum á síð- ustu sex mánuðum. Greint hefur verið frá því að í kaupum Íslands- banka á bréfum Sjóvár-Almennra sé gengi bréfanna 37. Eins og að ofan segir hafa þau 56,2% sem bankinn hefur þegar tryggt sér verið greidd með peningum, en jafnframt hefur verið upplýst að í yfirtökutilboði bankans verði greitt fyrir bréf tryggingafélagsins með bréfum í bankanum, en að tilboðið hafi ekki verið útfært. Eitt af því sem ekki hefur verið útfært er á hvaða gengi hlutabréf í Íslands- banka verða metin í tilboðinu, en það verð ræður mestu um hve mik- ið hluthafar í Sjóvá-Almennum geta vænst að fá út úr tilboðinu í pen- ingum. CAD-hlutfall Íslands- banka lækkar Morgunblaðið/Sverrir Viðskiptin með bréf í Eimskipa- félaginu voru á genginu 7,3 og var söluverð bréfanna tæpir 10,3 millj- arðar króna. Viðskiptin með hlutabréf í Sjóvá- Almennum til Íslandsbanka voru á genginu 37 og nam söluverð þeirra 2,2 milljörðum króna. Straumur keypti bréf í Flugleiðum af Burðar- ási í stað bréfa í Eimskipafélaginu. Í þeim viðskiptum voru bréf Flugleiða á genginu 5,35 og nam kaupverð þeirra um 3,9 milljörðum króna. Ís- landsbanki keypti eigin bréf af Burð- arási á genginu 5,95 og nam kaup- verðið 2,6 milljörðum króna. Eignarhlutir Burðaráss í öðrum félögum s.s. Marel, SH og fjölmörg- um öðrum eru áfram í eigu Burðar- áss. Landsbankinn selur ásamt tengd- um aðilum, Samson og Otec, allan sinn hlut í Straumi, sem var 37% af heildarhlutafé Straums, á verðinu 4,33. 10% af þessum 37% eru keypt af Straumi og 27% hlutur var keypt- ur af Íslandsbanka sem þegar hefur selt 13,74% af þessum hlut til Lífeyr- issjóðanna Bankastræti 7, Lífeyris- sjóðs verslunarmanna og Lífeyris- sjóðs sjómanna auk þess að hafa selt fleiri lífeyrissjóðum minni hluti. Alls á Íslandsbanki 29,5% í Straumi nú. Ef Íslandsbanki hefði ekki selt hluta af bréfunum hefði bankinn þurft að gera yfirtökutilboð í allt hlutafé Straums þar sem eignarhlutur bank- ans hefði farið yfir 40%. Alls nema viðskiptin með hluta- bréf í Eimskipafélaginu, Straumi, Flugleiðum, Íslandsbanka og Sjóvá- Almennum 25,6 milljörðum króna. Skýrara eignarhald Að sögn Sigurjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Landsbankans, hefur eignarhald á Eimskipafélaginu skýrst að nokkru leyti eftir þessi við- skipti. Í stað margra stórra hluthafa þá eru stórir hluthafar nú þrír; Landsbankinn, Samson og Trygg- ingamiðstöðin. Aðspurður segir Halldór J. Krist- jánsson, bankastjóri Landsbankans, að Landsbankinn og Tryggingamið- stöðin eigi gott samstarf um hluta- fjáreignina í Eimskipafélaginu líkt og á fleiri sviðum. Að sögn Halldórs gera allir sér grein fyrir því að innan Eimskipa- félagsins sé þríþættur rekstur sem er að hluta allóskyldur: Flutninga- starfsemi í dótturfélaginu Eimskip, sjávarútvegsstarfsemi í dótturfélag- inu Brimi og fjárfestingafélagið Burðarás. Varanleg tengsl milli Landsbanka og Burðaráss „Það er ljóst að hið síðastnefnda er í sama þætti viðskipta og bank- arnir og þar koma Landsbankinn og Burðarás auðvitað til með að hafa varanleg tengsl. Það er sá þáttur starfseminnar sem tengist banka- starfsemi og þá sérstaklega fjárfest- ingarbankastarfsemi. Síðan er bank- inn inni í hinum tveimur, Eimskip og Brimi, sem umbreytingaraðili. Það er því verkefni framundan að halda áfram að gera Eimskipafélagið og þætti í rekstri Eimskipafélagsins að skýrari valkostum. Í dag er Eimskip orðið miklu skýrari valkostur en það var áður. Það er búið að selja þrjár stórar eignir út úr Eimskipafélaginu sem að mestu leyti eru í allt öðrum rekstri en þessir þrír þættir sem eru innan Eimskipafélagsins,“ segir Halldór. Hann segir að það verði hlutverk Landsbankans sem kjölfestufjár- festis ásamt öðrum hluthöfum að halda áfram að gera félagið að góð- um fjárfestingarkosti og efla það. Steinhólar seldir síðar Á fimmtudag var um það rætt að Burðarás myndi selja 25% eignar- hlut sinn í Eignarhaldsfélaginu Steinhólum, sem á olíufélagið Skelj- ung, til Straums eða Íslandsbanka en ekki varð af því. Aðspurður segir Sigurjón að ástæðan fyrir því að Steinhólar voru ekki seldir nú séu flóknir samningar í kringum það fé- lag milli Kaupþings Búnaðarbanka, sem á helmingshlut, Sjóvá-Al- mennra sem á 25% hlut og Burðar- áss sem á 25%. Hann segir að þeir samningar renni út í lok febrúar og þá muni annaðhvort Kaupþing Búnaðarbanki kaupa hlut Burðaráss í Steinhólum eða hann verða seldur öðrum. Það liggi fyrir að Burðarás muni selja sinn hlut í félaginu. Sigurjón segir að Landsbankinn horfi á Eimskipafélagið sem þrjú fé- lög; Brim, Burðarás og Eimskip. „Til lengri tíma séð þá er þarna eitt félag sem á reyndar hlut í Marel, SH og fleiri eignir, sem Landsbankinn mun eiga til lengri tíma ásamt fleiri fjár- festum og vinna að umbreytingar- verkefnum líkt og Straumur hefur gert.“ Meiri verðmæti í hverri einingu fyrir sig Hann segir að ekki liggi fyrir að fjárfestingarfélagið Burðarás verði hluti af Landsbankanum heldur muni það verða áfram hluti af Eim- skipafélaginu. Aðspurður segir Sigurjón að ekki hafi verið teknar ákvarðanir um hvort Brim verði til í óbreyttri mynd, né heldur Eimskip. „Við höldum að það séu meiri verðmæti í hverri ein- ingu fyrir sig heldur en í þeim öllum saman.“ Sigurjón bætir því við að ekki sé tímabært að ræða frekari út- færslur á framtíð Eimskipafélagsins þar sem slíkt eigi eftir að skoða bet- ur auk þess sem Landsbankinn sé ekki eini hluthafinn í félaginu, þeir séu alls um tuttugu þúsund talsins. Hvað varðar stjórnarkjör í Eim- skipafélaginu þá segir hann ekki liggja fyrir hverjir bjóði sig fram fyr- ir hönd Landsbankans. Hins vegar sé ljóst að þeir sem séu fulltrúar þeirra félaga sem hafa nú selt hlut sinn í Eimskipafélaginu muni fara út úr stjórninni. Stjórn Eimskipafélags Íslands skipa: Benedikt Jóhannesson, for- maður, Garðar Halldórsson, varafor- maður, Jón Ingvarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Einar Sveinsson, Kol- beinn Kristinsson, og Páll Sigurjóns- son.                                ! " #  ! " $%&'(  $   $ )     * $ )+)!*,) * - ./  *0) 1* $(23(#$ 4 "1      !* #  !* $%&'( * $                                       4 "      ! " #  ! " $%&'(  $   $ )     * $ )+)!*,) * - ./  *0) 1* $(23(#$ 5* 4 " *    *   !* 5* #  !* 5* $%&'( * * $                                                    4 "1  *    *     *       2 $ & $ ! "" 6 $"           ! " - % " $%&(  $,                     !"#$# !%$#                  &  !"#$#   '()*+ ',)-+ -),+ .),+ &)(+ /0)0+ % * *$   $%&'(   * #  ! "   $ )+)!*,) *# * 3 7  8 $(23(#$ ' 1 * / &    2 1')*+ '/)-+ .),+ &)(+ *)*+ &1)'+    * #  ! "   $ )+)!*,) *# * 3 7  8 ,"& %*4 "1  $(23(#$ ' 1 * / & &   !%$#   hlut í Landsbanka Íslands, en kaup- verðið var um 12,3 milljarðar króna. Ljóst hefur verið af yfirlýsingum Björgólfs Guðmundssonar, stjórn- arformanns Landsbankans, að ætl- un hans og aðila honum tengdum, hefur verið að hafa áhrif á hluta- bréfamarkaðinn hér á landi. Þeir hafa komið með fjármagn inn á markaðinn og því komið ýmsum hlutum af stað. Hvort ætlunin hjá Björgólfi Guð- mundssyni og aðilum honum tengd- um var frá upphafi að hrinda af stað þeirri atburðarás sem orðin er, er erfitt að segja til um. Hins vegar er víst að þeir félagar vinna hratt að stórum verkefnum og hugsanlega á öðrum hraða en gengur og gerist. Þeir hafa afl til að gera það sem þeir hafa gert og því verið í betri stöðu en flestir aðr- ir. ÞÓRÐUR Már Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélags- ins Straums, segist ánægður með þau viðskipti sem átt hafa sér stað undanfarna daga með Straum. „Ég fagna því sér- staklega hvað líf- eyrissjóðirnir koma sterkir að Straumi en Líf- eyrissjóðirnir Bankastræti 7, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Lífeyrissjóður sjómanna juku verulega við eign- arhlut sinn ásamt kaupum fleiri líf- eyrissjóða í gær. Þetta er enn ein vísbendingin um að það sem hefur verið gert innan félagsins sé að falla fjárfestum vel í geð,“ segir Þórður. Alls eiga lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar um 33% eignarhlut í Straumi auk 24,31% hlutar Íslands- banka. Þórður segir mikilvægt að ró skapist um félagið eftir miklar um- ræður síðustu vikna. „En mörg áhugaverð verkefni bíða úrlausna hjá félaginu. Ljóst er að eftir sölu Landsbankans og kaup stærstu líf- eyrissjóða landsins á hlutabréfum í Straumi hefur myndast ný kjölfesta í hluthafahópi félagsins.“ Aðspurður segir Þórður að engin ákvörðun hafi verið tekin um að óska eftir hluthafafundi í Flug- leiðum en eftir þessi viðskipti á Straumur 32,46% hlut í Flugleiðum og er stærsti hluthafi þess félags. Hann segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um sölu á bréfum í Flugleiðum eða um frekari kaup. „Að okkar mati sjáum við ákveðin tækifæri í félaginu og teljum það áhugaverðan fjárfestingarkost.“ Sé miðað við það verð sem Straumur hefur greitt fyrir bréf í Eimskipafélaginu á undanförnum misserum þá má áætla að innleystur hagnaður félagsins af sölunni á Eimskipafélagsbréfunum sé í kringum einn milljarð króna en Straumur seldi Landsbankanum 16,3% hlut sinn í Eimskipafélaginu í gær. Þórður segir að söluhagnaður Straums af bréfum í Eimskipafélag- inu sé skýrt dæmi um að arðsem- ismarkmið ráði för hjá félaginu við fjárfestingar. Innleystur hagnaður 1 milljarður Þórður Már Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.