Morgunblaðið - 20.09.2003, Side 49

Morgunblaðið - 20.09.2003, Side 49
Aðventistar safna til hjálpar konum í þriðja heim- inum UM þessar mundir veitir Hjálp- arstarf aðventista – ADRA fram- lögum viðtöku frá almenningi og fyrirtækjum í Reykjavík og nær- liggjandi byggðarlögum til þróun- ar- og líknarstarfs í þriðja heim- inum og til að sinna þeim hér heima sem minna mega sín. Að sögn Ei- ríks Ingvarssonar hjá aðventistum verður aðallega lögð áhersla á kon- ur í þróunarlöndum að þessu sinni. Sérstakt söfunarátak mun hefj- ast í Reykjavík og næsta nágrenni á morgun, sunnudag, 21. september, en söfnun verður í Vestmanna- eyjum 5. október nk. Nú þegar hefur verið safnað víða um land og gekk sú söfnun mjög vel að sögn Eiríks. Hann bendir á að 2.000 króna framlag nægi til að mennta einstakling í heilt ár í Sóm- alíu. Aðventistar stefndu að því að veita 150 stúlkum meðal flóttafólks í Sómalíu starfsþjálfun en nú sé út- lit fyrir að mun fleiri muni njóta góðs af starfinu, þökk sé fram- lögum almennings og fyrirtækja. Eiríkur bendir á að 95% söfn- unarfjár aðventista komist til skila sem sé eftirtektarverður árangur. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 49 Ljósheimadagur Opið hús verður á morgun, sunnudaginn 21. september, kl. 14–18, í tilefni eins árs afmælis Ljósheima, Brautarholti 8. Ljós- heimar er fræðslu- og heilunarmið- stöð þar sem fólk getur sótt ýmis námskeið og einkatíma hjá bæði inn- lendu og erlendu fagfólki. Kynnt verður vetrarstarf Ljósheima og boðið upp á prufutíma gegn vægu gjaldi í heilun, nuddi, jógatímum, tar- otlestri og fluttir stuttir fyrirlestrar. Einnig verða íslensk jurtakrem kynnt, ásamt kristallasýningu. Boðið verður upp á veitingar. Allir vel- komnir. Dansskóli Auðar Haralds verður með sína föstu para- og hjónatíma í Akoges-salnum, Sóltúni 3, á sunnu- dögum. Hópar fyrir byrjendur, fram- hald stutt og framhald langt. Kennsla hefst fyrir byrjendur á morgun, sunnudaginn 21. september, kl. 18.15–19.30. Hægt er að láta skrá sig með tölvupósti: dihdans@simnet.is eða mæta á staðinn og skrá sig í fyrsta tímanum. Boðið er upp á frían prufutíma sé þess óskað. Námskeiðin standa fram í miðjan desember. Aðalkennari verður Auður Haraldsdóttir dans- kennari ásamt aðstoðarkennurum. Kenndir verða samkvæmisdansar, mambo, tjútt og jive. Opið hús í Sóltúni verður fyrsta sunnudagskvöld í hverjum mánuði kl. 21.–23. Aðgangseyrir greiddur við innganginn, kr. 700 á mann. Dans- kennarar stjórna tónlistinni og verða til aðstoðar. Allir velkomnir. Gengið um miðbæ Hafnarfjarðar Á morgun, sunnudaginn 21. september, er boðið til miðbæjargöngu í Hafn- arfirði, í tilefni af Evrópsku umferð- arvikunni. Lagt verður af stað kl. 11 frá gömlu vélsmiðjunni Strandgötu 50 sem nú hýsir Byggðasafn Hafn- arfjarðar. Gengið verður í fylgd Kristjáns Bersa Ólafssonar um elsta hluta miðbæjarins og sagðar sögur af mönnum og málefnum. Gangan er í boði Byggðasafns Hafn- arfjarðar og hentar fólki á öllum aldri. Á MORGUN Málþing um notkun unglinga á farsímun GSM Vímulaus æska – Foreldrahús verða með málþing þriðjudaginn 23. september kl. 13– 16 í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerð- inni). Málþingið fjallar um notkun unglinga á farsímum, GSM. Ástæðan fyrir þessu málþingi er sú að foreldrar hafa leitað í auknum mæli til Foreldrahússins um ráð- leggingar við hvernig eigi að bregð- ast við erfiðri áreitni í GSM-síma, s.s. einelti, hótunum, hópamyndun og sölu á ólöglegum varningi. Fjallað verður um áhrif farsímans á lífsvenjur barna og unglinga, rætt um 3-G tæknina og sagðar reynslu- sögur um einelti í GSM. Þá verður varpað ljósi á hvað foreldrar geta gert til að verja unglinginn gegn áreitni. Að lokum verður fjallað um hvernig ná má árangri í sam- skiptum. Allar upplýsingar er að finna á heimasíðu www.foreldrahus.is. Að- gangur ókeypis. Allir velkomnir. Námskeið fyrir börn alkóhólista Þessa dagana eru að hefjast nám- skeið hjá Róda fyrir börn alkóhól- ista 8–18 ára. Hóparnir eru aldurs- skiptir og eru námskeiðin haldin í Furugerði 1 Reykjavík. Að Róda standa Edda V. Guðmundsdóttir og Sigurrós Hermannsdóttir. „Stuðst er við aðferð sem kemur frá Svíþjóð. Þar hefur Barnaheill í sam- vinnu við heilsugæsluna unnið með Ami Arnell, klínískum sálfræðingi, og Inger Ekbomm félagsráðgjafa. Eleonoragruppen í Lindköping er framhald af því starfi og hafa þau starfað eftir þessari fyrirmynd síð- an 1991. Ráðgjafar RÓDA lærðu þessa aðferð hjá Eleonoragruppen í Svíþjóð, en þau hafa kennt leiðbein- endum ýmissa þjóða. Stöðug sam- vinna er með Eleonoragruppen og RÓDA,“ segir í fréttatilkynningu. Á NÆSTUNNI Byrgið opnar Ljósafosslaug Byrg- ið býður öllum íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps ásamt öðrum vel- unnurum Byrgisins að verða við- staddir opnun Ljósafosslaugar í dag, laugardaginn 20. september kl. 14, eftir gagngerar breytingar. Byrgið á Ljósafossi hefur tekið við rekstri laugarinnar með samningi við sveit- arstjórn Grímsnes- og Grafnings- hrepps. Eftir athöfn við laugina verður gestum boðið að kynna sér starfsemi Byrgisins á Ljósafossi og mun Guðmundur Jónsson, for- stöðumaður Byrgisins, kynna þau meðferðarúrræði sem fram fara í Byrginu. Að lokinni kynningu ávarpar sveitarstjóri Margrét Sig- urðardóttir gesti. Kl. 17 verður gest- um boðið til kvöldverðarhlaðborðs. Í DAG Sólheimar í Grímsnesi Meistaramót í Svarta Pétri í dag ÍSLANDSMEISTARAMÓT í Svarta Pétri verður haldið í dag, kl. 14–17, á Sólheimum í Grímsnesi. Stjórnandi mótsins er Edda Björg- vinsdóttir leikkona. Keppt er um far- andbikar og eignabikar, auk þess sem allir fá verðlaun. Mótið er opið öllum sem áhuga hafa. Settir eru saman tveir stokkar af spilum, þann- ig að eins spil parast saman. Allir eiga að hafa tækifæri á að vera með. Boðið verður upp á pylsur og gos. Þátttaka tilkynnist í síma eða á tölvupósti: anna@solheimar.is. 10 ára afmæli Átaks ÁTAK, félag fólks með þroskahöml- un fagnar á þessu ári 10 ára afmæli. Í tilefni þess mun félagið halda hátíð- arsamkomu og málþing í dag. Mál- þingið verður um morguninn í hús- næði Fjölmenntar að Borgartúni 22. Fjallað verður um stefnu félagsins í framtíðinni og drög lögð að helstu stefnumálum. Seinnipart dagsins verður svo haldin hátíðarsamkoma á Grand hóteli þar sem félögum og vel- unnurum er boðið í kaffihlaðborð. Með afmælissamkomunni á 10 ára afmæli félagsins vill félagið vekja at- hygli á að fólk með þroskahömlun vill berjast fyrir réttindum sínum sjálft og taka fullan þátt í að móta þá stefnu sem tekin er í málefnum þeirra. Með því að leggja fram álykt- anir á hátíðarsamkomunni vill félag- ið vekja athygli á þeim málum sem það telur eiga að vera efst á baugi næstu 10 árin. Af þeim málum sem félagið hefur barist fyrir í gegnum árin má nefna atvinnumál þroskaheftra, fjölskyldu- mál og baráttan fyrir aðgengi að upplýsingum á auðskildu máli sem er ofarlega á baugi núna. Átak var stofnað 20. september 1993. Það var stofnað í tengslum við umræðuhópa þroskaheftra sem höfðu þá verið starfandi hjá Lands- samtökunum Þroskahjálp um nokk- ura ára skeið, eða frá 1985. MS félagið 35 ára MS félag Íslands stendur fyrir opnu húsi í húsnæði félagsins að Sléttu- vegi 5, laugardaginn 20. september kl. 14-17, í tilefni af 35 ára afmæli fé- lagsins. Afhjúpuð verður brjóst- mynd af taugalækni félagsins John E.G. Benedikz sem Gerður Gunnars- dóttir gerði. John var gerður heið- ursfélagi MS félagsins á þrítugsaf- mælisári félagsins. Hljómsveitin Smack mun skemmta gestum og veitingar verða á boðstólum. JAPANSKA skákin Shogi er lítið þekkt hér á landi en þó hefur hópur manna kynnst henni hjá sendiráði Japans í Reykjavík en þar er teflt á hverjum fimmtu- degi. Hingað til lands er kominn jap- anskur stórmeistari, Aono Teru- ichi, sem mun flytja kynningarer- indi um Shogi og tefla fjöltefli við gesti í dag, laugardaginn 20. september. Allir eru velkomnir í húsnæði sendiráðsins að Lauga- vegi 182 kl. 10.30 þegar Teruichi flytur erindi sitt. Gestum býðst að tefla við stórmeistarann kl. 12. Aono Teruichi mun árita bæk- ur um Shogi í bókabúð Máls og menningar að Laugavegi 18, kl. 15 í dag og hann verður hjá Magna, að Laugavegi 15, kl. 16, segir í fréttatilkynningu. Stórmeistari í Shogi með kynningu LEIÐRÉTT ÞAU leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að nafn föður Elíasar Baldvins- sonar misritaðist. Hann var sagður heita Baldvin Bæringsson, en heitir Baldvin Skæringsson. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistök- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.