Morgunblaðið - 20.09.2003, Síða 19

Morgunblaðið - 20.09.2003, Síða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 19 Tilbúin bjálkahús 39.500 kanadískir dollarar Það er rétt. Keyptu beint frá framleiðanda og fáðu allt efni sem til þarf í fokhelda byggingu. Fyrirspurnir frá dreifingaraðilum einnig velkomnar. Hægt er að útvega menn til að sjá um uppsetningu. Dow & Duggan LOG HOMES INTERNATIONAL Sími 001-902-852-2559 • Fax 001-902-852-3100 netfang: dowandduggan@hfx.eastlink.ca • www.dowandduggan.ca 1800 prospect Road, Hatchet Lake, Nova Scotia B3T 1P9 Kanada. Jólavörur á tombó luverði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 22 68 09 /2 00 3 HaustHátí› ... og ódýrt. Jólavörumarkaður í garðskálanum Sigtúni, fimmtudag til sunnudags kl. 12 -18. Kauptu jólagjafirnar snemma... Ís 99 kr. (aðeins í Sigtúni og á Akureyri) Sýpris 100 sm 999 kr. Veljið sjálf 4 erikur 999kr. Þessa helgi MIÐBORGARDAGURINN er í dag og verður margþætt hátíðar- dagskrá í tilefni hans. Dagurinn er haldinn í tilefni evrópskrar sam- gönguviku sem lýkur á mánudag- inn. Frá hádegi til klukkan fjögur í dag verður Laugavegur frá Bar- ónsstíg að Lækjargötu opinn fyrir umferð fótgangandi og hjólreiða- fólks en lokaður fyrir bílaumferð. Ýmsir viðburðir verða því á götum úti og því ekki úr vegi fyrir flesta að njóta bæjarlífsins á tveimur jafnfljótum. Klukkan hálfeitt munu hestar og knapar frá Bíóhestum halda í hóp- reið niður Laugaveginn og standa heiðursvörð við formlega opnun endurnýjaðra gatna í miðborg Reykjavíkur á mótum Bankastræt- is og Ingólfsstrætis. Guðrún Gunn- arsdóttir ætlar að syngja nokkur af lögum Ellýjar Vilhjálms í Banka- stræti og þar munu harmonikuleik- arar frá Harmonikumiðstöðinni einnig þenja nikkurnar. Þá verður andlitsmálun og leik- tæki fyrir börnin á Lækjartorgi og Halla hrekkjusvín úr Latabæ heim- sækir miðborgargesti í Latabæjar- strætó. Börnin munu líka geta bar- ið Mikka ref og Lilla klifurmús úr Dýrunum í Hálsaskógi augum fyrir framan Kjörgarð klukkan þrjú og Lína Langsokkur mætir með vin- um sínum, Tomma og Önnu, á Lækjartorg klukkan hálffimm. Meðfram skemmtunum fyrir yngstu gesti miðborgarhátíðar- innar verða gospelsystur Reykja- víkur syngjandi á Laugaveginum, Jasmin Olsons dansar á Lækjar- torgi ásamt rappara frá New York og flytur lög af væntanlegri plötu sinni. Búdrýgindi tekur á eftir einnig nokkur lög. Gönguferðir á sunnudegi Nokkrar skipulagðar göngur verða farnar á morgun og ber þar fyrst að nefna sjálfa miðborgar- gönguna sem hefst klukkan ellefu. Lagt er af stað frá Austurvelli og staldrað við á nokkrum stöðum og vakin athygli á fáeinum atriðum úr þeirri sögu sem byggingar og um- hverfi búa yfir. Gengið er um elstu götur borgarinnar, farið fram hjá helstu stjórnsýslustofnunum lands- ins og um verslunar- og listagötur. Í bókmenntagöngunni sem hefst klukkan tvö verður staldrað við á nokkrum stöðum í miðborginni og skyggnst inn í heim íslenskra skáldsagna fyrr og nú. Verður lagt af stað frá Miðbakka Reykjavíkur- hafnar. Styttur bæjarins er forvitnilegt og sígilt umfjöllunarefni og hefur Listasafn Reykjavíkur umsjón með rúmlega eitt hundrað útilistaverk- um í Reykjavík. Styttuganga verð- ur farin frá Listasafni Reykjavíkur klukkan tvö og styttur miðborgar- innar skoðaðar og skyggnst bak við sögu þeirra. Morgunblaðið/Ásdís Opna á endurnýjaðar götur í miðborginni í dag, á miðborgardaginn, og hafa síðustu dagar verið notaðir til að leggja lokahönd á framkvæmdirnar. Fjölbreytt dagskrá á miðborgar- daginn Reykjavík AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 FRAMKVÆMDASTJÓRI Sorpu hefur lagt fram tillögu um uppgjör á viðskiptaskuld Metans hf. Á stjórnarfundi 28. ágúst sl. var hon- um heimilað að ganga til samninga við Metan á þeim forsendum að Sorpa eignaðist gashreinsistöð Metans á bókfærðu verði og samn- ingar um gassölu og landleigu í Álfsnesi yrðuendurskoðaðar. Jafn- framt að Sorpa kaupi hlutafé í Met- ani fyrir allt að fimm milljónir króna. Viðskiptaskuld gerð upp Gufunes

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.