Morgunblaðið - 20.09.2003, Page 14

Morgunblaðið - 20.09.2003, Page 14
ERLENT 14 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MARKAÐURINN fyrir dagblaða- auglýsingar hefur undanfarið ár stækkað mjög í dálksentimetrum talið, samkvæmt mælingum Gall- up. Samkvæmt mælingu Gallup á öllum auglýsingum í dagblöðunum þremur jókst auglýsingamagnið um 40% á fyrstu átta mánuðum ársins, samanborið við sama tíma- bil í fyrra. Mestur hluti stækkunar auglýs- ingamarkaðarins kemur í hlut Fréttablaðsins. Auglýsingamagn í Morgunblaðinu hefur hins vegar haldist svipað undanfarið ár; jókst um 3,3% samkvæmt mælingu Gall- up á fyrstu átta mánuðum árins frá sama tímabili í fyrra. Samkvæmt mælingu Gallup var hlutfall Morgunblaðsins af auglýs- ingamagni á dagblaðaauglýsinga- markaðnum 46,9% fyrstu átta mánuði ársins, Fréttablaðsins 30,2% og DV 22,9%. Stærri blaðaaug- lýsingamarkaður AÐ MINNSTA kosti sautján dauðsföll voru rakin til fellibyljarins Isabel sem skall á aust- urströnd Bandaríkj- anna og olli þar miklum usla í gær og fyrradag. Milljónir manna voru án rafmagns og talið var að liðið gæti vika þar til rafmagn kæmist á að nýju alls staðar. Rafmagnslaust var til að mynda í opinberum skrifstofum og hæsta- rétti Bandaríkjanna í Washington og starf- semi ríkisvaldsins lá að mestu niðri í höfuð- borginni þar sem opin- berum stofnunum var lokað. Vindhraðinn, sem var allt að 44 metrar á sek., minnkaði í gær og Isabel var þá skilgreind sem hitabeltisstormur. Þúsundir trjáa rifnuðu upp með rótum í Norður-Karólínu, Virginíu, Maryland og Washington-svæðinu. Meira en 1.500 flugferðir voru felld- ar niður vegna óveðursins. Sautján manns létu lífið í slysum sem rakin voru til fellibyljarins og úrhellis sem honum fylgdi. Níu manns fórust í Virginíu, þrír í Norð- ur-Karólínu, tveir í Maryland, einn í Pennsylvaníu, New Jersey og Rhode Island. Flest dauðsfallanna voru rakin til bílslysa af völdum fellibyljarins, til að mynda þegar bílar runnu út af vegum og lentu á trjám eða raf- magnsstaurum. Rafveitustarfsmað- ur í Norður-Kórólínu lést af völdum raflosts þegar hann reyndi að gera við rafmagnslínu. Annar maður lét lífið í Maryland þegar hann ók á raf- magnsstaur og raflínur féllu á bíl hans. Mesta rafmagnsleysi í sögu Virginíu Nær 1,7 milljónir heimila voru án rafmagns í Virginíu, um 1,1 milljón heimila í Washington og Maryland, 300.000 í Pennsylvaníu og hundruð þúsunda í Norður-Karólínu og Vest- ur-Virginíu. Ríkisstjóri Virginíu, Mark Warn- er, sagði að þetta væri mesta raf- magnsleysi í sögu ríkisins og það gæti tekið marga daga að koma þjónustunni í samt lag. Hann sagði að forgangsverkefnið yrði að tryggja vatnsveitustöðvum og sjúkrahúsum rafmagn. Orkufyrirtækið Pepco sagði að tveir þriðju viðskiptavina þess á Washington-svæðinu væru án rafmagns og liðið gæti vika þar til rafmagn kæmist á alls staðar. Neyðarástandi lýst yfir í sjö ríkjum George W. Bush Bandaríkjafor- seti lýsti því yfir að hlutar Virginíu og Norður-Karólínu væru hamfara- svæði og fyrirskipaði alríkisstofnun- um að aðstoða ríkin. Lýst var yfir neyðarástandi í fimm öðrum ríkjum: Pennsylvaníu, Vestur-Virginíu, Maryland, New Jersey og Delaware. Þök rifnuðu af mörgum húsum í Virginíu og Norður-Karólínu og nokkur hús hrundu. Að minnsta kosti 15.000 manns flúðu heimili sín í Virginíu vegna flóða. Mikið úrhelli var víða á hamfara- svæðinu og Potomac-fljót flæddi yfir bakka sína í elsta hluta Alexandríu, sunnan við Washington. Tjónið var mest á strönd Norður- Karólínu þar sem Isabel kom að landi. Almannavarnayfirvöld sögð- ust hafa mestar áhyggjur af 4.000 íbúum á strandsvæðinu sem neituðu að rýma hús sín áður en óveðrið skall á. Isabel olli þó minni flóðum í Norð- ur-Karólínu en fellibylurinn Floyd sem kostaði 56 manns lífið árið 1999. Opinberar skrifstofur í höfuðborg- inni voru lokaðar í gær og í fyrradag og 360.000 starfsmenn þeirra fengu því frí. Loka þurfti Ronald Reagan- flugvelli í Washington og fleiri minni flugvöllum á óveðurssvæðinu. Reuters Íbúi Kitty Hawk í Norður-Karólínu gengur á malbikuðum vegi sem skemmd- ist í fellibylnum Isabel er skall á austurströnd Bandaríkjanna í fyrradag. Minnst sautján manns létu lífið í fellibylnum Milljónir manna án rafmagns vegna óveðursins í Bandaríkjunum Washington. AFP, AP. Reuters Björgunarmaður fjarlægir tré sem féll í fellibyln- um í Reedville í Virginíu-ríki. Á bak við hann er 75 ára gamalt tré sem rifnaði upp með rótum í óveðrinu og olli skemmdum á húsþaki. ÞEGAR nemendur sem taka þátt í MSB 2003 hafa rekið fyrirtæki sín sem samsvarar fjórum rekstrarár- um og gert stefnumótandi markaðs- áætlanir fyrir sinn rekstur má segja að staðan taki nokkrum breytingum. Samkeppnin hefur aukist og liðin nýta sér tækifæri sem ekki buðust áður. Enn sem fyrr situr lið 4 frá Tækniháskóla Íslands, efst á mark- aði AA og hefur heldur aukið við for- ystu sína á milli tímabila. Það þarf þó ekki mikið að bregða út af til þess að næstu þrjú lið sem á eftir koma jafni metin. Á markaði BB er hörð barátta á milli þriggja efstu liða en lið 1 frá Háskólanum á Akureyri tekst enn að að verja efsta sætið á þessum mark- aði. Lið 1 frá Háskóla Íslands hækk- ar sig upp um eitt sæti og er nú í öðru sæti. Á markaði CC er samkeppnin mjög hörð eins og sakir standa. Lið númer 2 frá Háskóla Íslands heldur fyrsta sæti en fast á hæla þeirra koma næstu fjögur lið. Markaðsvirði einstakra fyrirtækja hefur lækkað á milli ára og því er ljóst liðin þurfa að vaka og sofa yfir sínum rekstri til að verjast samkeppni annarra liða. Á markaði DD heldur lið 3 frá Há- skóla Íslands efsta sæti á markaðn- um en fast að því sækja lið frá Tækniháskóla Íslands og Háskólan- um í Reykjavík. Fróðlegt verður að sjá hvernig lið- unum reiðir af í næstu viku og ljóst er að þátttakendur munu leggja sig alla fram við að ná árangri. Nánari upplýsingar um keppnina má finna á netslóð hennar sem er http://msb.bifrost.is Aukin samkeppni í MSB 2003                             !  "#$% &'        !!! "#$!!! # %&!!! &"& !!!! &&&!!! '  )&      (( ! $ * * * * *,   -$$        !  "#$% &          ### !!!! "&"!!! "! $!!! # %!!!! !"$!!! '  )&      )) ! $ * * * *, *        !  "#$% &     ,       "!&&!!!  !%&!!! $% #!!! & "!!! !"&!!! '  )&      ** ! $ * * * * *,         ,   !  "#$% &       #%"#&$!!! ""%& !!! %$!!!! $#%%!!! "#!!!! '  )&      ++ ! $ * * * * *, SAMRÆMD vísitala neyslu- verðs í EES-ríkjum hækkaði um 0,2% í ágúst sl. frá fyrra mánuði og var 113,1 stig, sam- kvæmt upplýsingum frá Hag- stofu Íslands. Á sama tíma lækkaði samræmda vísitalan fyrir Ísland um 0,4% og var 124,5 stig í ágúst. Verðbólgan á 12 mánuðum frá ágúst í fyrra var 2,0% að meðaltali í ríkjum EES, 2,1% á evrusvæðinu og 1,0% á Íslandi, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs. Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var 3,9% í Írlandi og 3,3% í Grikk- landi. Verðbólgan var minnst 0,9% í Austurríki og 1,0% á Ís- landi. Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum Minnst 12 mánaða verðbólga á Íslandi ÚTGJÖLD til kaupa á dagvöru voru 5,5% meiri í ágústmánuði síð- astliðnum en í sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi, samkvæmt nýrri smásöluvísitölu Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Þar kemur einn- ig fram að útgjöld til áfengiskaupa minnkuðu um 6,2% á sama tímabili. Lítilsháttar minnkun varð á smá- söluvísitölu lyfjaverslana milli mán- aða. Vísitölumælingin sýnir að neyt- endur hafa eytt meira til kaupa á dagvöru alla mánuði þessa árs mið- að við síðasta ár, að marsmánuði einum undanskildum, samkvæmt tilkynningu frá SVÞ. Draga megi þá ályktun að þetta sýni meiri ráð- stöfunartekjur heimilanna á þessu ári en í fyrra. Áfengiskaup séu hins vegar meiri sveiflum háð milli mán- aða og ekki í takt við dagvörukaup. Smásöluvísitalan er reiknuð af IMG samkvæmt upplýsingum sem berast beint frá fyrirtækjunum og ÁTVR. Morgunblaðið/Sverrir Meira eytt í dagvöru en minna í áfengi milli ára Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.