Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Samningurinn um skiptingu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum er frá árinu 1996 en í honum er kveðið á um að 57% kvótans komi í hlut Noregs, 15,54% í hlut Íslands, 13,62% í hlut Rússlands, 8,34% í hlut Evrópusam- bandsins og 5,46% í hlut Færeyinga. Norðmenn settu haustið 2002 fram kröfur um breytta skiptingu afla- heimilda. Samkvæmt kröfu Norð- manna yrði þeirra hlutur 70%, hlutur Rússa yrði óbreyttur eða 13,62%, hlutur Íslendinga færi í 8,66%, hlutur Færeyinga í 3,04% og hlutur Evrópu- sambandsins í 4,67%. Ekkert aðildar- ríkja samningsins hefur viljað fallast á kröfur Norðmanna, heldur viljað halda samninginn sem gerður var 1996. Síðastliðið sumar gerðu þau flest tímabundna tvíhliða samninga við Norðmenn sem í grófum dráttum byggðust á eldra samkomulagi um skiptingu veiðanna en fólu í sér að þjóðirnar gáfu Norðmönnum eftir hlutdeild af sínum kvóta gegn að- gangi að norskri lögsögu. Heildarkvótinn aukinn um 115 þúsund tonn Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að á fundinum í fyrradag hafi verið farið yfir veiðar úr stofninum síðastliðið sumar og gögn fiskifræðinga sem bendi öll til þess að göngumynstur síldarinnar hafi færst sunnar og vest- ar en verið hefur undanfarin ár. Auk þess séu teikn á lofti um breytingar á sjávarhita og útbreiðslu átu sem enn ættu að gefa til kynna auknar líkur á að síldin veiðist innan íslenskrar lög- sögu. Þrátt fyrir það sé engan bilbug á Norðmönnum að finna. „Það er eins og Norðmenn vilji ekki horfast í augu við þessar staðreyndir og þeir fluttu mál sitt með sama hætti og þeir gerðu í fyrra,“ segir Kolbeinn. Á fundinum var þó ákveðið að fylgja ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins um veiðar úr norsk-íslenska síldar- stofninum á næsta ári en ráðið hefur lagt til að ekki verið heimiluð veiði á meira en 825 þúsund tonnum sem er 115 þúsund tonna aukning frá þessu ári. Samkvæmt samkomulaginu frá árinu 1996 verður kvóti Íslendinga því á næsta ári rúm 128 þúsund tonn. Nái krafa Norðmanna hins vegar fram að ganga yrði kvóti Íslands ekki nema rúmt 71 þúsund tonn. Íslensk skip veiddu tæp 103 þúsund tonn af norsk- íslensku síldinni á þessu ári en Norð- menn tæp 180 þúsund tonn. Ekki hefur verið boðaður annar samningafundur vegna málsins en Kolbeinn á von á því að það verði um- ræður um það á ársfundi Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) í nóvember. Töluverð breyting á göngumynstri Framan af síðasta áratug var norsk-íslenski síldarstofninn sífellt að færa sig vestur á bóginn og nær Ís- landi, en göngur síldarinnar hafa aft- ur breytt um mynstur og síðustu árin hefur hún ekki gengið jafnvestarlega og áður, fyrr en nú í sumar. Í vorleið- angri Hafrannsóknastofnunarinnar varð vart við síld norður í lögsögu Jan Mayen og sl. sumar varð einnig vart við norsk-íslenska síld innan íslensku lögsögunnar. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur á Hafrannsóknastofnuninni, segir að svo virðist sem töluverð breyting hafi orðið á göngumynstri síldarinnar en þó ekki það mikil að síldin hafi dvalið lengi innan íslensku lögsögunnar. Til að svo verði þurfi síldin væntanlega að skipta um vetur- setustöðvar. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að hún sé í einhverjum slíkum hugleiðingum. Hluti stofnsins fannst ekki á vetursetustöðvum sín- um austan við Lófóten í Noregi í fyrra, heldur varð hans vart mun norðvestar. Síldin hefur auk þess hrygnt nokkuð sunnar en áður og sömuleiðis var mun minna af átu í austanverðu Noregshafi í sumar en var í fyrrasumar. Nú var langmest af átu mun vestar í Noregshafi og þang- að sótti síldin, þó að ekki hafi hún gengið inn í íslensku lögsöguna í stórum stíl.“ Mjög stór árgangur í farvatninu Hjálmar segir að nú bendi margt til þess að síldarárgangurinn frá árinu 2002 sé og verði stór, jafnvel mjög stór. Reyndar hafi orðið vart við síld úr þessum árgangi allt vestur undir Jan Mayen. Það sé svipuð útbreiðsla og á síldarárunum um og upp úr 1950. „Þessi síld verður veiðanleg árið 2005 en aðallega árið 2006. Þegar sú síld verður kynþroska og gengur út úr Barentshafi, hlýtur hún að ganga langt vestur af þeirri einföldu ástæðu að þá verður svo mikið af síld að hún verður að dreifa sér um allt hafsvæðið til að hafa í sig. Eftir því sem meira er af síld aukast líkurnar á því að eitt- hvað af henni gangi upp að Íslandi. Það verður því mjög spennandi að sjá hvað verður úr þessum árgangi,“ seg- ir Hjálmar. Viðræður um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum                                                     !"# $%&' ()      !*  +,-+%-#- "./  "./ $%&"./ 0.(&.+%-#- ()               Norðmenn hvika hvergi frá kröfu sinni NORÐMENN hvika hvergi frá þeirri kröfu sinni að auka hlutdeild sína úr norsk-íslenska síldarstofninum í 70%. Fulltrúar stjórnvalda Íslands, Fær- eyja, Rússlands og Evrópusambandsins höfnuðu alfarið kröfu Norðmanna á stuttum samningafundi í Reykjavík á miðvikudag. Heildarkvóti úr stofninum verður aukinn um 115 þúsund tonn á næsta ári. ÚR VERINU UM eitt hundrað portúgalskir starfsmenn Impregilo S.p.A. við Kárahnjúkavirkjun lögðu niður störf í gær til að mótmæla skorti á vinnu- fatnaði, ekki síst hlýjum öryggis- skóm. Starfsmennirnir hafa unnið við efnisnámu vestan Jökulsár á Dal og við samsetningu færibanda við stíflustæðið. Þegar snjóa tók í fyrradag fyrir al- vöru var mönnunum nóg boðið og ákváðu að mótmæla skorti á hlýjum skóm og fatnaði með því að leggja niður vinnu í gærmorgun. „Það er fyrst og fremst skortur á vatnsheldum, hlýjum öryggisskóm sem við erum að mótmæla,“ sagði Manuel Joâo, þar sem mennirnir stóðu utan við tvo gáma sem hýsir kaffiaðstöðu þeirra á verkstað. „Okkur vantar einnig hlífðargalla til skiptanna því einhvern tímann verð- um við að geta þvegið af okkur vinnufötin. Ég held að Impregilo verði að axla þá ábyrgð að útvega okkur útbúnaðinn sem okkur var lof- að. Þegar við vorum ráðnir hingað var okkur sagt að taka með okkur eina skó og venjulegan fatnað, því annað myndi fyrirtækið útvega. Við fengum hjálm á hausinn, eitt par af vondum skóm og einn sæmilegan vinnugalla,“ segir Joâo. Mönnunum við skúrana var greinilega kalt og sýndu þeir blaða- manni hvernig þeir höfðu sumir troðið dagblaðapappír í skó sína til að þétta þá, eða voru klæddir í plast- poka yfir sokkana til að halda frá raka. Márió Sousa segir mennina ekki í verkfalli, heldur sé einvörðungu um friðsamleg mótmæli að ræða og verði þau lögð af um leið og Impreg- ilo sýni lit á úrbótum. „Fyrirtækið hefur lofað okkur skóm í kvöld, en við höldum að þeir verði nákvæm- lega eins og þeir sem við fengum fyrst og duga ekki í þessa veðráttu. Ef svo reynist höldum við jafnvel áfram að mótmæla.“ Fernando Sousa er kranamaður og segist ekki hafa afborið að horfa úr sínu hlýja kranasæti á mennina úti í snjónum. „Sumir eru veikir að vinna til að missa ekki laun og allir eru þeir loppnir og aumir vegna kuldans og bleytunnar. Ég sýni þessum félögum mínum samstöðu með því að leggja einnig niður vinnu.“ Í gærkvöldi voru, að sögn yfir- manna Impregilo, væntanleg með flugi 300 pör af ullarsokkum fyrir Portúgalana og hlýir og vatnsheldir öryggisskór. Væri það ekkert áhlaupsverk að finna slíkan fjölda af þessum tilteknu skóm í mismunandi númerum með skömmum fyrirvara í landinu. Var yfirstjórn verkefnisins í Kárahnjúkum ekki viðbúin því að strax brysti á vetrarveðrátta á há- lendinu eins og raun ber vitni. Portúgalarnir segja að sextán úr þeirra hópi séu hættir störfum fyrir Impregilo og farnir heim. Þeir segj- ast hræddir við að missa vinnuna vegna mótmælanna, en samstaðan veiti þeim styrk og hleypi vonandi kjarki í aðra á svæðinu og þá sem koma í þeirra stað, verði þeir reknir. Reiknað er með hlýnandi veðri við Kárahnjúka í dag. Starfsmenn við Kárahnjúkavirkjun mótmæla aðbúnaði Segja að þá skorti vatns- helda skó Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hluti portúgalskra verkamanna sem lögðu niður vinnu í gær til að mótmæla skorti á hlífðarfatnaði og skóm við vinnu sína í Kárahnjúkavirkjun. Þeir segja að fyrirtækið hafi ekki staðið við loforð um betri hlífðarföt. Kárahnjúkavirkjun. Morgunblaðið. NÝR talsmaður Impregilo hér á landi, Ómar R. Valdimarsson, vildi koma því á framfæri við Morgunblaðið að fyrirtækið liti ekki svo á að um verkfall portú- gölsku starfs- mannanna hefði verið að ræða í gærmorgun. Veð- urskilyrði hefðu einfaldlega verið svo slæm að starfsmennirnir hefðu óskað eftir því að fara ekki til vinnu fyrr en þeir fengju við- unandi hlífðarfatnað. Verk- efnisstjóri Impregilo við virkj- unina, Gianni Porta, hefði fallist á þessa ósk og vinnustöðvunin hefði því verið með samþykki beggja aðila. Unnið hefði verið að því að koma ullarsokkum austur á alla starfsmennina. Fóru 300 pör af sokkum með flugi í gærkvöld. Ómar sagði að yfirmenn Impregilo og starfsmennirnir hefðu einfaldlega vanmetið veð- urskilyrðin hér á landi, en dag- urinn í gær hefði verið sá kaldasti til þessa. Ómar sagði ennfremur að fleiri vinnuskúrum yrði komið fyrir á svæðinu þannig að verka- menn gætu farið þar inn að hlýja sér í verstu veðrunum. Einnig væri unnið að því að koma upp að- stöðu til að þurrka hlífðarföt starfsmanna yfir nóttina. Vinnustöðvun með sam- þykki beggja aðila, segir talsmaður Impregilo 300 pör af ullarsokk- um send austur Ómar R. Valdimarsson HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær hálfs árs fangelsisdóm yfir hálf- fimmtugum karlmanni sem veitt- ist að öðrum með vasahníf að vopni og skar hann í andliti. Fórnarlambið hlaut skurð frá vinstra gagnauga og niður undir neðri vör sem þurfti að sauma með 20 sporum, auk annarra áverka. Ákærði á að baki langan af- brotaferil, en hann hefur frá árinu 1975 hlotið 40 refsidóma, aðallega fyrir hegningarlagabrot. Árásin sem hann var dæmdur fyrir nú átti sér stað er hann og fórn- arlamb hans deildu um áfengis- flösku árla dags í nóvember 1999 í íbúð við Lindargötu í Reykjavík. Ákærði var dæmdur til að borga allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun verj- anda síns á báðum dómsstigum, samtals 200.000 krónur. Einnig fórnarlambi sínu 100.000 í skaða- bætur auk vaxta og dráttarvaxta. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Árni Kolbeinsson, Ingi- björg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Verjandi ákærða var Hilmar Ingimundar- son hrl. Málið sótti Bragi Stein- arsson vararíkissaksóknari. Hálfs árs fangelsi fyrir líkamsárás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.