Morgunblaðið - 10.10.2003, Qupperneq 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 43
✝ Sigurður Pálssonfæddist á Starra-
stöðum í Lýtingsstaða-
hreppi í Skagafirði 20.
nóvember 1940. Hann
lést á krabbameins-
deild Landspítala – há-
skólasjúkrahúss í
Reykjavík 4. október
síðastliðinn. Foreldrar
Sigurðar voru Páll
Ólafsson, f. 15. maí
1910, d. 12. janúar
1990, og Guðrún Krist-
jánsdóttir, f. 11. júlí
1913, d. 17. júlí 2002.
Sigurður var næst elst-
ur fimm bræðra, en hinir eru Ólafur
Sigmar, f. 25. maí 1938, Reynir, f. 8.
júli 1945, Ingimar 24. júní 1946 og
Eyjólfur Svanur, f. 23. nóvember
1952, d. 25. janúar 2000.
Sigurður kvæntist 25. ágúst 1968
Sigurbjörgu Rannveigu Stefáns-
dóttur, f. á Steiná í Svartárdal 22.
maí 1937. Foreldrar Sigurbjargar
voru Stefán Þórarinn Sigurðsson
og Ragnheiður Rósa Jónsdóttir á
Steiná í Svartárdal. Börn Sigurðar
og Sigurbjargar eru þrjú, þau eru:
1) Guðrún Margrét, dýralæknir í
Varmahlíð, f. 5. júni 1968. Maður
hennar er Vésteinn Þór Vésteinsson
rafeindavirki og eiga þau þrjú börn,
Rögnu Vigdísi, f. 1997, Véstein
Karl, f. 1999, og Guðnýju Rúnu, f.
2002. 2) Una Aldís, starfsmaður
KPMG á Sauðár-
króki, f. 8. júni 1970.
Eiginmaður hennar
er Stefán S. Guð-
mundsson húsa-
smíðameistari og
eiga þau tvo syni,
Sigurð Pál, f. 1995
og Rúnar Inga, f.
1999. 3) Stefán Þór-
arinn, doktor í líf-
efnafræði, f. 18.
apríl 1972. Kona
hans er Guðbjörg
Kristín Ludvigsdótt-
ir læknir og eiga þau
soninn Skarphéðin
Davíð, f. 2001.
Sigurður ólst upp á Starrastöð-
um sín bernsku- og æskuár, en
eftir hefðbundið barnaskólanám
fór hann fljótt að vinna fyrir sér.
Hann fór snemma til sjós og var
lengi á millilandaskipum og ferð-
aðist því víða um heim. Einnig
starfaði hann við ýmis störf til
lands, meðal annars í byggingar-
vinnu, uppbyggingu raflína, vann
hjá löggildingarstofu ríkisins og
var bifreiðarstjóri hjá Ölgerð Eg-
ils Skallagrímssonar hf. Síðustu
tvö árin starfaði Sigurður hjá
byggingarverktakafyrirtækinu
RÍP ehf.
Sigurður verður jarðsunginn
frá Árbæjarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Í dag er borinn til grafar kær vin-
ur, Sigurður Pálsson eða Siggi Páls,
eins og hann var jafnan kallaður.
Leiðir okkar Sigga lágu saman
fyrir 20 árum þegar hann hóf störf
hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni
en þar unnum við saman í mörg ár.
Tókst með okkur góð vinátta sem
aldrei bar skugga á.
Siggi var hörkuduglegur, mikið
hraustmenni og ósérhlífinn. Hann
var jafnframt prúðmenni sem átti
auðvelt með að lynda við fólk á öllum
aldri en gat verið fastur fyrir ef því
var að skipta.
Siggi var mjög hress og skemmti-
legur félagi og var ómissandi þegar
eitthvað stóð til. Margar ógleyman-
legar ferðir, utanlands og innan, fór-
um við hjónin ásamt Sigga og Sillu
bæði á vegum Starfsmannafélags Öl-
gerðarinnar og á eigin vegum. Betri
ferðafélaga hefðum við ekki getað
hugsað okkur.
Fækkað hefur í gamla félagahópn-
um úr Ölgerðinni. Á undanförnum
árum höfum við séð á bak góðum fé-
lögum og er Siggi sá þriðji úr hópn-
um á skömmum tíma sem fellur frá
um aldur fram.
Síðustu árin unnum við Siggi sam-
an við smíðar og þar kom vel fram
hve Siggi var góðum kostum búinn.
Öll verkefni voru vel af hendi leyst
eins og Sigga var von og vísa.
Við kveðjum góðan vin með sökn-
uði og hörmum ótímabært fráfall
hans. Elsku Silla, við vottum þér og
fjölskyldunni innilega samúð okkar.
Guð veri með ykkur.
Jón og Guðlaug.
Elsku Siggi frændi.
Við burtför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
En horft skal í gegnum tregatár
í tilbeiðslu á Drottin hæða.
og fela honum um ævi ár
undina dýpstu að græða.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Við viljum þakka þér innilega fyrir
allar góðu samverustundirnar og
hjálpsemina í okkar garð. Alltaf
varst þú boðinn og búinn til að að-
stoða okkur t.d. að geyma bílinn,
mála eina íbúð eða svo, flytja dót og
svo ótal margt annað. Einnig þegar
lítil stelpa (Linda Rós) tók í hönd þér
í stað pabba síns í margmenni leiddir
þú hana bara áfram og brostir vit-
andi það að hún var að fara manna-
villt vegna þess hversu líkir þið
bræður voruð.
Það er bót í böli nauða
að bænin okkur huggun lér
og á bak við dimman dauða
Drottins miskunn augað sér.
Þótt að flest á feigðarströndum
fjötri oss við sorgirnar,
bjart er yfir lífsins löndum
ljúft að mega finnast þar.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Selma Björk og Linda Rós.
Okkur langar að senda fáein
kveðjuorð vegna fráfalls vinar okkar
Sigurðar Pálssonar, sem farinn er
héðan úr heimi langt um aldur fram.
Við viljum þakka honum áratuga
vináttu, höfðingsskap og hjálpsemi.
Enginn var fljótari en hann að
bjóða fram aðstoð sína, ef hann hélt
að einhver þyrfti á að halda, og var
sú hjálp veitt tafarlaust og eins og
sjálfsögð væri. Heimsóknir til þeirra
hjóna Sillu og Sigga, eins og við köll-
uðum þau alltaf, voru eins og stór-
veislur, öllum tekið af mikilli gest-
risni, sem þau bæði voru samtaka í.
Sigurðar verður sárt saknað af
eiginkonu og glæsilegum hópi af-
komenda, svo og öllum vinum þeirra
hjóna.
Blessuð veri minning Sigurðar
Pálssonar.
Jóna og Ólafur.
Elsku Siggi minn.
Nú ert þú farinn allt of snemma og
eftir svo skömm og hörð veikindi.
Það er svo stutt síðan þetta byrjaði
allt, bara rúmar 16 vikur. Þegar ég
kom til þín þá, þá horfðir þú á mig og
sagðir: „Er nú allt í skralli með karl-
inn, Dísa mín.“
Það er líka svo stutt síðan þú varst
í fullu fjöri og alltaf að hjálpa okkur
með allt mögulegt. Eins og þú hefur
gert allt frá því að ég var 15 ára og
kom til náms suður og bjó á heimili
ykkar Sillu.
Mig langar að þakka þeim sem
önnuðust þig á krabbameinsdeild
Landspítalans og einnig sérstaklega
séra Þóri, presti í Árbæjarkirkju,
fyrir stuðning hans við fjölskyldu
þína.
Vertu sæll, kæri vinur minn, og
þökk fyrir allt og allt. Hvíl þú í friði.
Guð styrki þá sem eftir lifa.
Eydís.
SIGURÐUR
PÁLSSON
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást-
kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÓLAFAR PÁLÍNU SIGURÐARDÓTTUR
(Lóu),
dvalarheimilinu Ási,
Hveragerði.
Særún Sigurjónsdóttir, Ólafur Sigmundsson,
Ingibergur Sigurjónsson, Margrét Pálfríður Magnúsdóttir,
Sigurður Valur Magnússon, Erla Hafdís Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegr-
ar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ÖNNU J.G. BETÚELSDÓTTUR
frá Görðum, Aðalvík,
Furugerði 13,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 13D Landspítala við Hringbraut.
Þorkell Guðmundsson,
Erna K. Þorkelsdóttir, Ágúst Guðmundsson,
Hildur Þorkelsdóttir, Atli V. Jónsson,
Gerður Þorkelsdóttir, Torfi E. Kristjánsson,
Fanney Þorkelsdóttir, Hafsteinn Þ. Hilmarsson,
barnabörn og langömmubarn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐLAUGAR MAGNÚSDÓTTUR,
Bauganesi 44.
Margrét Kristín Jónsdóttir,
Helgi Jónsson, Jytte Marcher,
Sveinn Jónsson, Ásta Jónsdóttir,
Anna Jónsdóttir, Finn Larsen,
Bjarnþór Gunnarsson, Hanna Sigurjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and-
lát og útför elskulegrar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
JÓHÖNNU STEFÁNSDÓTTUR,
Vallargötu 17,
Keflavík.
Hafsteinn Magnússon,
Guðrún Hildur Hafsteinsdóttir, Torfi Rúnar Kristjánsson,
Magnús Hafsteinsson, Hrefna Kristjánsdóttir,
Hafsteinn Hugi Hafsteinsson, Ástríður Emma Hjörleifsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilega þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför frænku
okkar,
SIGURBORGAR HJARTARDÓTTUR
frá Gröf
í Þorskafirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar E2 á
Hrafnistu Reykjavík fyrir góða umönnun.
Aðalbjörg Jónsdóttir,
Lilja S. Jónsdóttir
og fjölskyldur.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, systur og ömmu,
ESTHERAR FINNBOGADÓTTUR,
Tjarnargötu 10,
Innri-Njarðvík.
Gylfi Pálsson,
Guðmundur Kr. Sigurðsson,
Guðfinna Finnbogadóttir
og barnabörn.
Þökkum innilega öllum, sem sýndu okkur
samúð með einum eða öðrum hætti vegna
andláts og útfarar
ÖNNU BRYNJÓLFSDÓTTUR,
Gilsbakka.
Starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi
og Ingþóri Friðrikssyni lækni færum við bestu
þakkir fyrir alla umönnun við hana þau ár sem
hún dvaldist þar.
Snorri Jóhannsson,
Guðrún Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir,
Ragnheiður Kristófersdóttir, Magnús Sigurðsson,
Ragnheiður Brynjólfsdóttir,
Gissur Brynjólfsson,
Ingibjörg Brynjólfsdóttir,
Guðmundur Brynjólfsson
og aðrir vandamenn.
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfvirkt um leið og
grein hefur borist) eða á disk-
lingi. Ef greinin er á disklingi
þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að tilgreina símanúm-
er höfundar og/eða sendanda
(vinnusíma og heimasíma). Ekki
er tekið við handskrifuðum
greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfilegri
lengd á útfarardegi, en aðrar
greinar séu um 300 orð eða
1.500 slög (með bilum) en það
eru um 50 línur í blaðinu Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast
við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur,
og votta virðingu án þess að það
sé gert með langri grein. Grein-
arhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina