Morgunblaðið - 10.10.2003, Qupperneq 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 45
✝ Sigurbjörg Ingi-mundardóttir
fæddist í Fljótum í
Skagafirði 11. júní
1909. Hún lést á
Landspítala í Foss-
vogi mánudag 29.
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Jóhanna
Arngrímsdóttir, f.
16.6. 1880, d. 4.10.
1932, og Ingimund-
ur Sigurðsson, f. 7.5.
1882, d. 14.12. 1941,
Skagfirðingar í báð-
ar ættir. Systkini
Sigurbjargar eru: Sigurður, Ein-
ara, Arngrímur, Ástríður, Sig-
urlína, Kristinn, Kristín, Sigurð-
ur, andvana stúlkubarn. Einu
eftirlifandi eru Arngrímur og
Sigurlína. Fósturforeldrar Sig-
urbjargar voru Guðrún Jóns-
dóttir og Sveinn Arngrímsson,
ábúendur á Brúnastöðum í Fljót-
um. Var hún hjá þeim frá 3 ára
til 17 ára aldurs. Fóstursystkini
hennar voru Herjólfur, Guðrún,
Jón, Hólmfríður,
Jóna, Jóhanna, Þor-
björg og Sigríður,
öll látin nema
Hólmfríður og Þor-
björg.
Sigurbjörg giftist
17. maí 1930 Karli
Sigurðssyni skip-
stjóra frá Litla-
Landi í Vestmanna-
eyjum, f. 16. nóvem-
ber 1905, d. 5. maí
1959. Börn þeirra
eru: a) Sigurður,
kvæntur Ragnhildi
Steingrímsdóttur.
Börn hans eru Linda, Rúni, d.,
Minný, d., og Halla. b) Hanný,
gift Ingva Hallgrímssyni. Börn
hennar eru Karl, Sigurbjörg og
Sveindís Björk. Börn hans eru
Anna Marí og Ragnheiður Kol-
brún.
Auk húsmóðurstarfa vann Sig-
urbjörg ýmis störf um ævina.
Útför Sigurbjargar verður
gerð frá Áskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Þegar minnast skal og kveðja
elskulega móður og tengdamóður
verður erfitt að koma hugsunum
okkar á blað, því það er svo margs að
minnast frá hennar löngu ævi. Hún
var styrkur okkar og stoð þegar erf-
iðleika bar að höndum. Alltaf mátti
treysta ráðum hennar og gjörðum
sem byggðust á trú hennar og kær-
leika til okkar og barna okkar. Hún
var stórbrotin kona á svo margan
hátt. Það sem reyndust okkur fjöll
gerði hún að grænum grundum
vegna trúarstyrks síns. Hún var
söng- og ljóðelsk og öll verk léku í
höndum hennar. Hún hafði yndi af
að ferðast um landið sitt og naut þess
að fara til annarra landa. Hún var
hrókur alls fagnaðar og eignaðist
marga góða vini á lífsleiðinni.
Sérstakar þakkir til sambýlisfólks
hennar á Dyngjuvegi 12 fyrr og nú
fyrir alúð og umhyggju. Við lifum í
þeirri trú að hún styrki okkur og
leiðbeini um ókomin ár.
Guð blessi minningu hennar.
Sigurður, Ragnhildur,
Hanný og Ingvi.
Elsku amma, þá er komið að
kveðjustundinni. Margs er að minn-
ast og þakka fyrir á svo löngum tíma.
Árin þín voru orðin mörg, þú áttir af-
mæli 11. júní og varst þá 94 ára göm-
ul. Þú varst ætíð hress og kát og
hafðir svo gaman af að líta vel út og
punta þig. En eins og þú sagðir, þá
væri góð heilsa ekki öllum gefin. Þú
varst ætíð tilbúin að liðsinna okkur
og vildir allt fyrir okkur gera. Og
fyrir alla þína væntumþykju viljum
við þakka þér. Þó það hafi stundum
verið langt á milli okkar varstu alltaf
í okkar huga og hjarta.
Það koma svo margar minningar
upp í hugann. Það verða skrítin og
tóm jól hjá okkur öllum án þín, því
þar varst þú fasti punkturinn. Þú
varst svo félagslynd, hafðir gaman af
að syngja og kveða, og svo var föndr-
ið uppáhald. Við vitum að nú líður
þér vel og að þú varst tilbúin að
kveðja og hitta afa og alla vinina sem
á undan voru farnir.
Við þökkum fyrir allt elsku amma,
Guð geymi þig.
Kveðja frá okkur öllum.
Karl, Sigurbjörg, Svein-
dís og barnabörn.
Við eigum bágt með að trúa því að
Bogga frænka sé fallin frá. Þrátt fyr-
ir að hafa náð háum aldri var hún
ætíð svo ungleg, ern og létt á fæti.
Margar góðar minningar eigum við
um þessa elskulegu föðursystur allt
frá því að við munum fyrst eftir okk-
ur. Hún var stór hluti af fjölskyld-
unni við leik og störf í Álfheimunum.
Hún starfaði um tíma við verslunar-
störf hjá föður okkar og gætti systk-
inahópsins þegar mamma og pabbi
þurftu að bregða sér af landi brott.
Þá var nú oft kátt á hjalla að vera
með henni og margt skemmtilegt
brallað. Bogga bjó yfir þeirri náð-
argáfu að geta kastað fram vísum og
þulum við öll tækifæri sem við enn
þann dag í dag rifjum upp. Hún var
fjölhæf, m.a. mikil hannyrðakona,
söngelsk, smekkleg, listræn og
vandvirk, enda ber heimili hennar
þess glöggt merki. Alltaf var hún
glæsileg til fara og vel til höfð svo
eftir henni var tekið. Bogga fór ekki
alltaf troðnar slóðir. Með sínum
kjarki og dugnaði réði hún sig í vist
til Englands komin fast að sextugu,
því alltaf hafði hana dreymt um að
læra ensku. Þessu lauk hún með
glæsibrag eins og allt annað sem hún
tók sér fyrir hendur og átti svo sann-
arlega eftir að koma að góðum not-
um seinna meir því hún hafði unun af
því að ferðast.
Eitt af mörgum áhugamálum
Boggu var matjurtagarðurinn henn-
ar á Dyngjuveginum þar sem hún
ræktaði m.a. af mikilli natni jarðar-
berin sín sem hún var svo stolt af.
Við erum þess fullviss að hún muni
halda áfram að rækta garðinn sinn
þar sem hún er nú.
Elsku Hanný, Siggi og fjölskyld-
ur, við biðjum góðan Guð að styrkja
ykkur í sorginni.
Við systkinin kveðjum ástkæra
föðursystur okkar og óskum henni
góðrar ferðar í sína hinstu ferð.
Hin gömlu kynni gleymast ei,
enn glóir vín á skál.
Hin gömlu kynni gleymast ei
né gömul tryggðamál.
Ó, góða, góða, gamla tíð
með gull í mund.
Nú fyllum báðir bikarinn
og blessum liðna stund.
Þótt sortnað hafi sól og lund,
ég syng und laufgum hlyn
og rétti mund um hafið hálft
og heilsa gömlum vin.
(Þýð. Árni Pálsson.)
Guð blessi minningu hennar.
Lilja, Anna, Erna, Ingi
og Berglind.
SIGURBJÖRG INGI-
MUNDARDÓTTIR
Messa í Krýsu-
víkurkirkju
SUNNUDAGINN 12. október nk.
fer fram messa í Krýsuvíkurkirkju
og hefst hún kl.14. Helga Björk
Arnarsdóttir leikur á klarinettu.
Prestur er sr. Gunnþór Þ. Ingason,
sóknarprestur.
Altaristafla kirkjunnar, sem er
eftir Svein Björnsson, verður tekin
niður í messulok og farið með hana
í Hafnarfjarðarkirkju þar sem hún
hefur vetursetu. Altaristaflan hefur
prýtt Krýsuvíkurkirkju frá því að
henni var komið fyrir á sínum stað í
kirkjunni í vor. Fjöldi manns af
ýmsu þjóðerni hefur komið við í
kirkjunni í sumar og ritað nafni sitt
í gestabók hennar. Þessir gestir
hafa lýst því yfir hve kirkjan orki
sterkt á þá í einfaldleik sínum og
smæð og sé vel fallin til íhugunar
og bænar.
Eftir messuna er Sveinshús opið.
Þar er boðið upp á, gegn vægu
verði, kaffi, jólaköku og kleinur. Í
Sveinshúsi stendur nú yfir sýningin
„Bláhöfði í Krýsuvík“ og verður
veitt leiðsögn um sýninguna og hús-
ið. Sætaferðir verða frá Hafn-
arfjarðarkirkju kl. 13 og heim aftur
eftir messuna og kirkjukaffið.
Kaffisala í Óháða
söfnuðinum
SUNNUDAGINN 12. október kl. 14
verður fjölskyldumessa á kirkju-
deginum í Óháða söfnuðinum, þar
sem börnin eru sérstaklega boðin
velkomin, sem og aðrir líka vita-
skuld.
Strax að henni lokinni verður
kaffisala kvenfélagsins til ágóða
fyrir starfsemi þess. Að þessu sinni
gefur kvenfélagið 130 nýjar sálma-
bækur, sem verða afhentar af for-
manninum, Ester Haraldsdóttur, í
upphafi fjölskyldumessunnar. Eru
allir velkomnir í þessa fjölskyldu-
guðsþjónustu.
Morgunblaðið/RAX
KIRKJUSTARF
Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf kl.
13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Neskirkja. Kóræfing laugardag kl. 11–
13. Nýstofnaður kór sérstaklega fyrir
þá sem hefur lengi langað til að syngja
en aldrei þorað. Stjórnandi Steingrímur
Þórhallsson organisti. Uppl. og skrán-
ing í síma 896 8192.
Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl.
10–12. Kaffi og spjall.
Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri-
deildarstarf Lindakirkju og KFUM&K í
húsinu á Sléttunni, Uppsölum 3. Krakk-
ar á aldrinum 8–12 ára velkomnir.
Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar,
Kirkjukrakkar, fyrir 6 og 7 ára börn er í
Lágafellsskóla kl. 13.20–14.30. Um-
sjón hefur Þórdís djákni.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam-
komur alla laugardaga kl. 11. Bæna-
stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíu-
fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp
Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir.
Fríkirkjan Kefas: Í kvöld er 10–12 ára
starf kl. 19.30. Samvera, fræðsla og
fjör.
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30
barnagospel fyrir krakka 4–12 ára. Kl.
10–18 okkar vinsæli flóamarkaður op-
inn.
Kirkjuskólinn í Mýrdal. Munið sam-
veruna í Víkurskóla nk. laugardag kl.
11.15. Rebbi refur kemur í heimsókn.
Starfsfólk Kirkjuskólans.
Safnaðarstarf
Yokohamamótið –
landsliðskeppni
Tólf af sterkustu pörum landsins
munu á laugardaginn hefja keppni í
viðamiklu landsliðsmóti, sem standa
mun í fimm daga.
Efsta parið vinnur sér rétt til að
spila á NEC-mótinu í Yokohama í
Japan í febrúar næstkomandi, og
velja með sér annað par til far-
arinnar. Eins og margir muna urðu
Íslendingar heimsmeistarar í Yoko-
hama árið 1991. Heimsmeistara-
keppnin vakti mikla athygli í Japan
og er NEC-mótið sprottið upp úr
þeim jarðvegi og hefur verið haldið
árlega síðan með þátttöku bestu
spilara heims.
Landsliðskeppnin verður spiluð
sem tvímenningur með sveita-
keppnisútreikningi, eða svokallaður
„butler“. Keppendur munu spila
innbyrðis tvöfalda umferð af 8 spila
leikjum, samtals 176 spil.
Spilamennska hefst kl. 10 á laug-
ardag, 11. október. Þá verða spil-
aðar þrjár umferðir, en fimm um-
ferðir á sunndag og hefst
spilamennska einnig kl. 10. Keppn-
in fer fram í húsnæði BSÍ, Síðu-
múla 37, og eru áhorfendur vel-
komnir.
Bridsfélag eldri borgara
í Hafnarfirði
Spilaður var Mitchel-tvímenning-
ur þriðjudaginn 7. oktober á sjö
borðum. Miðlungur var 168. Úrslit
urðu þessi.
Norður/suður
Sveinn Jensson – Jóna Kristinsdóttir 189
Jón Pálmason – Sverrir Jónsson 174
Kristján Ólafss. – Friðrik Hermannss. 169
Austur/vestur
Stefán Ólafsson – Helgi Sigurðsson 208
Jón Rafn Guðm. – Kristín Jóhannsd. 194
Árni Guðmundsson – Hera Guðjónsd. 186
Ekki verður spilað föstudaginn
10. október eða þriðjudaginn 14.
október. Næst verður spilað föstu-
daginn 17. október.
Kristján og Garðar unnu
hausttvímenning Bridsfélags
Suðurnesja
Hausttvímenningi er lokið, úrslit
lokakvöldið:
Kristján Kristjánss. – Garðar Garðarss.133
Gunnar Guðbj. – Randver Ragnarss. 131
Þorgeir Halldórss. – Garðar Þ. Garðarss.
125
Svo skemmtilega vill til að þetta
eru jafnframt lokaúrslit mótsins.
Næsta mánudag hefst „sveitarokk“,
sveitakeppni 3 átta spila leikir á
kvöldi. Ekki þarf að mynda sveitir,
aðeins pör. Spilamennska hefst að
venju kl. 19.30 á Mánagrund.
Brids í Borgarfirði
Bridsfélag Borgarfjarðar hóf
vetrarstarfið mánudaginn 6. októ-
ber með eins kvölds tvímenningi. 16
pör mættu til leiks sem gefur vonir
um að veturinn verði líflegur. Fé-
laginu hefur bæst liðsauki frá há-
skólunum í sveitinni, bæði Land-
búnaðarháskólanum á Hvanneyri
og Viðskiptaháskólanum á Bifröst.
Úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi:
Kristján Axelsson – Örn Einarsson 257
Lárus Pétursson – Sveinbjörn Eyjólfss. 252
Flemming Jessen – Guðmundur Þorst. 234
Hrefna Jónsdóttir– Þórður Hvanndal 224
Hildur Traustadóttir – Svanhildur Hall 222
Þorsteinn Péturss.– Guðmundur Pét. 219
Meðalskor var 210.
Næsta mánudag verður einnig
spilaður tvímenningur og eru allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Spilað er í Logalandi og hefst spila-
mennska kl. 20.00
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Vetrarstarf Breiðfirðingafélags-
ins hófst sunnud. 5. október. Spiluð
voru 22 spil. 12 pör mættu til leiks.
Stuttur fundur var haldinn í byrjun.
Á fundinum var kosin stjórn deild-
arinnar og ákveðið var að Brids-
deild Breiðfirðinga sækti um aðild
að Bridssambandi Íslands.
Úrslit kvöldsins urðu eftirfar-
andi.
Ingibjörg Haraldsd. – Sigríður Pálsd. 137
Unnar Guðmundss. – Jóhannes Guðm. 134
Birna Kr. Lárusd. – Sturlaugur Eyj. 125
Spilað er á sunnudagskvöldum í
Breiðfirðingabúð og hefst spila-
mennskan kl. 19.
Bridsfélag
Akureyrar
Fyrsta kvöldið í þriggja kvölda
butler Greifatvímenningi félagsins
er lokið. 15 pör taka þátt.
Staða efstu para er þannig:
Stefán G. Stefánsson – Þórólfur Jónass. 49
Björn Þorláksson – Frímann Stefánsson 43
Árni K. Bjarnason – Ævar Ármannsson 39
Stefán Vilhjálmss. – Haraldur Sveinbj. 18
Ragnheiður Har. – Kolbrún Guðveigsd. 14
Soffía Guðmundsd. – Brynja Friðfinnsd. 13
Mótaröð BA fer fram á þriðju-
dagskvöldum kl. 19.30 með forgefn-
um spilum og keppnisstjórn. Einnig
eru spilaðir eins kvölds tvímenn-
ingar á sunnudagskvöldum á sama
tíma í félagsheimili Þórs, Hamri.
Allir velkomnir.
Fimmtíu pör hjá
Bridsfélagi Reykjavíkur
50 pör taka þátt í Kauphallartví-
menningi BR og er staða efstu
manna eftir eitt kvöld af þremur
þannig:
Runólfur Jónss. – Hermann Friðrikss.
1367
Gylfi Baldursson – Steinberg Ríkarðss. 981
Helgi Jónsson – Helgi Sigurðsson 975
Haukur Ingason – Runólfur Pálsson 912
Á þriðjudögum spilar BR lengri
mót, en á föstudagskvöldum er spil-
aður eins kvölda tvímenningur og
er aðstoðað við myndun para á
staðnum.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.