Morgunblaðið - 10.10.2003, Page 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 49
HUNDRAÐ þúsundasti farþegi Ice-
land Express kom með flugi félags-
ins frá London síðastliðinn laug-
ardag. Þar reyndist á ferðinni
Evelyn Davis, sem var á leið hingað
ásamt Robert eiginmanni sínum í
vikuferðalag til að kynnast náttúru
Íslands.
Sigurborg M. Guðmundsdóttir,
þjónustustjóri Iceland Express, af-
henti þeim hjónum blómvönd af
þessu tilefni, svo og farmiða fyrir
tvo hingað til lands. Robert og
Evelyn sögðust ákveðin í að koma
aftur í júní næstkomandi til að njóta
íslenskrar náttúrufegurðar að sum-
arlagi.
Á þeim sjö mánuðum og sex dög-
um sem það tók Iceland Express að
flytja fyrstu 100 þúsund farþegana
hefur sætanýting félagsins verið
78%. Minnst var hún fyrstu tvo mán-
uðina, en fór í rúm 93% í sumar. Í
september sl. var sætanýtingin 72%.
Hundrað þúsund
farþegar með
Iceland Express
Ljósmynd/Einar Ólason
Robert og Evelyn Davis ásamt Sigurborgu M. Guðmundsdóttur, þjónustu-
stjóra Iceland Express. Þau fengu farmiða til Íslands frá flugfélaginu.
Minningarmót um Valdimar Kr.
Valdimarsson Eldri flokkur
Breiðabliks stendur fyrir opnu
móti á morgun, laugardaginn 11.
október kl. 9–11 á Vallargerð-
isvelli, til minningar um Valdimar
Kr. Valdimarsson vallarvörð. Öll-
um er frjálst að taka þátt í mótinu
og er keppnisgjaldið 1.000 kr.
Skipt verður í lið á staðnum. Boðið
verður upp á hressingu og veitt
verða verðlaun því liði og ein-
staklingum sem þykja hafa skarað
fram úr. Ágóðinn af mótinu verður
notaður til að afhenda knatt-
spyrnudeild Breiðabliks minning-
arskjöld um Valdimar.
Flóamarkaður Lionsklúbbsins
Engeyjar verður um helgina í
Lionsheimilinu við Sóltún 20,
Reykjavík. Flóamarkaðurinn verð-
ur opinn kl. 13–16, á morgun, laug-
ardaginn 11. og sunnudaginn 12.
október. Til sölu verður fatnaður,
bæði notaður og nýr og marg-
víslegur annar varningur. Þá verð-
ur tombóla með engum núllum o.fl.
Allur ágóði af flóamarkaðnum
rennur til Barna- og unglingageð-
deildar Landspítala (BUGL).
Göngudagur fjölskyldunnar í
Borgarfirði Ungmennasamband
Borgarfjarðar heldur göngudag
fjölskyldunnar hátíðlegan með því
að boða til göngu um gömlu meg-
ineldstöðina í Skarðsheiði á morg-
un, laugardaginn 11. október kl.
11. Leiðsögumaður verður Hjalti
Franzson. Gengið verður frá Árdal
og er gert ráð fyrir að gangan taki
um 2–3 tíma. Allir velkomnir.
Á MORGUN
Al-anon, samtök aðstandenda
alkóhólista, bjóða til sporaveislu
sunnudaginn 12. október kl. 10–16 í
húsnæði Domus Vox, Skúlagötu 30,
2. hæð.
Kynnt verða og rædd reynslu-
sporin tólf, til að auka skilning
þátttakenda á sporavinnunni; leið-
inni frá meðvirkni til bata. Þátt-
tökugjald kr. 500.
Hestamannafélagið Fákur held-
ur herrakvöld laugardaginn 11.
október og verður húsið opnað kl.
19. Boðið verður uppá fordrykk og
kvöldverð, matreiddan af Snorra
Birgi Snorrasyni sem m.a. hefur
verið yfirmatreiðslumaður í Perl-
unni og rak Sticks and sushi.
Veislustjóri verður stuðmaðurinn
Jakob Frímann Magnússon, ræðu-
maður verður borgarfulltrúinn Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jónína
Ben verður með uppistand. Einnig
mun fleira verða til skemmtunar.
Á miðnætti hefst dansleikur með
hljómsveitinni Hunangi ásamt
gestasöngvaranum, Skriðjöklinum
Ragga Sót og eru þá konur boðnar
velkomnar. Forsala aðgöngumiða
verður í versluninni Hestar og
menn, Lynghálsi 4, og er miðaverð
6.000 kr. Eftir miðnætti er opið
fyrir alla á ballið og kostar þá inn
kr. 1.000. Einnig verður hægt að
nálgast miða eftir kl. 14. á laug-
ardag í félagsheimili Fáks.
Nýtt nám samhliða starfi
Fimmtudaginn 16. október nk.
hefst nýtt nám samhliða starfi hjá
Endurmenntun Háskóla Íslands.
Þetta er Stjórnun og rekstur fyrir
sjálfstætt starfandi sérfræðinga,
ætlað sérfræðingum með lítinn eða
meðalstóran rekstur þ.e. „ein-
yrkjum“ í rekstri. Inntökuskilyrði
er stúdentspróf eða sambærileg
menntun og reynsla í rekstri og
stjórnun. Forgang hafa þeir sem
hafa lokið háskólaprófi. Námið
samsvarar 7,5 einingum á há-
skólastigi og nær yfir tvö misseri.
Kennslufyrirkomulagið er byggt
upp í lotum sem eru alls fimm á
5–8 vikna fresti. Kennt er fimmtu-
daga kl. 13–18, föstudaga kl. 9–18
og laugardaga kl. 9–14. Alls er
námið 130 kennslustundir.
Markmiðið er að nemendur geti
aflað sér hagnýtrar þekkingar á
stjórnun og rekstri lítilla fyr-
irtækja, sem auðveldar fram-
kvæmd og ákvarðanatöku varðandi
rekstur, fjármál, bókhald, stjórnun
og starfsmannamál, markaðs- og
þjónustumál. Senda þarf inn skrif-
lega umsókn á þar til gerðum eyðu-
blöðum sem finna má á vef Endur-
menntunar www.endurmenntun.is.
Aðalfundur í Félagi áhugamanna
um heimspeki verður haldinn
fimmtudaginn 16. október kl. 20, í
húsnæði Reykjavíkurakademíunn-
ar á Hringbraut 121, 3. hæð.
Venjuleg aðalfundarstörf. Einnig
verður fjallað um breytingar á
samþykktum félagsins o.fl. Nánari
upplýsingar á www.heimspeki.hi.is.
Á NÆSTUNNI
Alþjóðageðheilbrigðisdagur-
inn er haldinn 10. október ár
hvert. Í ár er dagurinn til-
einkaður börnum og ungling-
um.
Af því tilefni mun Geðrækt
standa fyrir geðræktarþingi í
Iðnó undir yfirskriftinni:
„Meiri hlátur – minni grátur“
með áherslu á það að draga úr
þjáningum barna og unglinga
í landinu með því að vernda
og efla geðheilsu þeirra. Þing-
ið fer fram í dag, föstudaginn
10. október, kl. 13–16.
Ávarp flytja: Jón Kristjáns-
son heilbrigðisráðherra og
Sigurður Guðmundsson, land-
læknir og formaður Geðrækt-
ar. Nýr samstarfssamningur
um verkefnið geðrækt verður
undirritaður og heimasíða
Geðræktar: ged.is verður opn-
uð í nýjum búningi. Erindi
halda: Kristján Már Magnús-
son, sálfræðingur og formað-
ur félags foreldra og áhuga-
fólks um geðraskanir, Val-
gerður Snæland Jónsdóttir,
Dóra Guðrún Guðmundsdótt-
ir, verkefnastjóri Geðræktar,
einnig munu ung kona, sem
glímt hefur við kvíðaröskun,
og ungur maður með geðhvörf
segja frá eigin reynslu.
Styrmir Gunnarsson afhendir
geðræktarstjörnuna.
Á sama tíma í Iðnó verður
sýning á listmunum nemenda
Dalbrautarskóla við BUGL.
Alþjóða-
geðheil-
brigðis-
dagurinn
Olíufélagið styrkir UD
Olíufélagið hf. hefur styrkt mynd-
arlega verkefnið upplýsingatækni í
dreifbýli, UD, sem hefur nú fengið
Símann til liðs við sig í samstarfs-
verkefni til þriggja ára. Mun Síminn
bjóða bændum afslátt af ISDN-net-
tengingum.
Rangt var farið með nafn styrkt-
araðilans í blaðinu á miðvikudag.
Beðist er afsökunar á því.
LEIÐRÉTT
Got some teeth
Obie Trice
MB obieteeth
Hole in the head
Sugababes
MB sugahole
Mixed up world
Sophie Ellis Bextor
MB sophiemix
Trouble
Pink
MB ptrouble
Re-Offender
Travis
MB reoffend
Pimp
50 Cent
MB 50pimp
Next summer
Fu:el
MB nextsum
Time is running out
Muse
MB musetime
Special needs
Placebo
MB specneeds
Into you
Fabulosu ft. Ashanti
MB intoyou
Gay bar
Electric 6
MB gaybar
Seven Nation Army
White Stripes
MB 7nation
Eat you alive
Limp Bizkit
MB eatualive
Traffic
Tiesto
MB titraffic
Left of center
Dewi
MB leftofc
Love@First sight
Mary J. Blige
MB loveat1
Just because
Jane’s Addiction
MB justbecau
Losing grip
Avril Lavigne
MB losingri
MB penninn
MB banzi
MB no
MB airh
MB apstr
MB bacpac
MB mass
MB groov
MB funkg
MB dageez
MB acht
MB bigf
MB brntw
MB crazb
MB btch
Þú finnur rétta tóninn á mbl.is
Pantaðu með SMS í 1910
Hver tónn/tákn kostar 99 kr.
BÚNAÐARBANKINN hf. hefur
opnað nýtt útibú í Árbæjarhverfi í
Hraunbæ 117. Með þessu er komið
til móts við viðskiptavini bankans í
ört stækkandi úthverfum Reykja-
víkurborgar.
Í tilefni af opnun útibúsins í Árbæ
veitti Ólafur Hilmar Sverrisson, úti-
bússtjóri Búnaðarbankans, Árbæj-
arskóla og Félagsþjónustunni
Hraunbæ 105, félagsstarfi aldraða,
styrki til tækjakaupa að fjárhæð
100 þúsund krónur hvoru um sig.
Þorsteinn Sæberg, skólastjóri
Árbæjarskóla, ásamt fulltrúum
nemenda og Andrea Þórðardóttir,
forstöðumaður Félagsþjónust-
unnar, ásamt fulltrúa fyrir hönd fé-
lagsstarfs aldraða, veittu styrkj-
unum viðtökur.
Morgunblaðið/Jim Smart
Búnaðarbankinn
opnar útibú í Árbæ