Morgunblaðið - 10.10.2003, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 51
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
VOG
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert hlý/r og gefandi
og gædd/ur fjármálaviti,
innsæi og góðum gáfum. Á
komandi ári þarftu að læra
eitthvað af einveru.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er fullt tungl í merkinu
þínu og það gerir þig sérlega
heillandi. Þú hefur mikla orku
og ert óvenju gáskafull/ur.
Vertu óhrædd/ur við að sýna
öðrum þessar hliðar á þér.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þetta er góður dagur til að
njóta samvista við vini. Dag-
urinn hentar einnig vel til
funda og ráðstefnuhalda þar
sem hópsamræður verða kraft-
miklar og skemmtilegar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það er fullt tungl og það mun
að öllum líkindum færa nýjan
kraft í skemmtanalífið og ást-
armálin hjá þér. Þú átt einnig
auðvelt með að sannfæra yf-
irmenn þína í dag.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Fullt tungl hefur meiri áhrif á
krabbann en flest önnur merki.
Þér gæti reynst erfitt að sam-
ræma vinnuna og einkalífið í
dag. Ætlaðu þér ekki um of.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Farðu sérlega varlega í um-
ferðinni í dag hvort sem þú ert
gangandi, akandi eða á hjóli.
Þér hættir til fljótfærni. Þú
getur forðast slys með því að
fara varlega.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Fjármálin ættu að ganga vel
hjá þér í dag. Þú ættir að nota
tækifærið til að ganga frá
samningum og hefja viðræður
vegna nýrra samninga.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þótt það sé fullt tungl á móti
merkinu þínu ættu atvinnu- og
fjármálin að ganga vel í dag.
Stefndu óhikað að settu marki.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Dagurinn hentar vel til
skemmtanahalda, daðurs og
samvista með börnum. Leyfðu
listrænum hæfileikum þínum
að njóta sín.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Leitaðu aðstoðar vina og ætt-
ingja varðandi umbætur á
heimilinu. Fólk er tilbúið til að
hjálpa þér. Þú þarft bara að
sýna áhuga.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú átt auðvelt með að sann-
færa í dag. Þetta gerir þig að
sérlega góðum sölumanni eða
kennara. Það er þó líklegt að
þú verðir að velja á milli heim-
ilis þíns og vinnunnar.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú tekur á þig aukna ábyrgð
og gætir því þurft að taka mik-
ilvæga ákvörðun varðandi fjár-
málin. Þú hefur sérstakan
áhuga á framhaldsmenntun og
útgáfumálum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þig langar til að fara í ferðalag
og þú ættir því að kanna fjár-
málin sem þú hefur til ráðstöf-
unar. Farðu varlega í fast-
eignaviðskiptum og samn-
ingaviðræðum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
DALVÍSA
Fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum,
flóatetur, fífusund,
fífilbrekka, smáragrund!
Yður hjá ég alla stund
uni bezt í sæld og þrautum,
fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum!
Gljúfrabúi, gamli foss,
gilið mitt í klettaþröngum,
góða skarð með grasahnoss,
gljúfrabúi, hvítur foss!
Verið hefur vel með oss,
verða mun það ennþá löngum,
gljúfrabúi, gamli foss,
gilið mitt í klettaþröngum!
- - -
Jónas Hallgrímsson
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 10. októ-
ber, verður áttræður Ing-
ólfur Aðalsteinsson,
Kirkjusandi 3, Reykjavík.
Eiginkona hans er Ingi-
björg Ólafsdóttir. Þau eru
að heiman í dag.
80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 10. októ-
ber, er áttræður Þórður
Guðjónsson, skipstjóri og
útgerðarmaður, Skóla-
braut 29, Akranesi. Hann
og eiginkona hans, Marselía
S. Guðjónsdóttir, taka á
móti gestum í sal Fjöl-
brautaskóla Vesturlands,
Akranesi, í dag kl. 18–21.
LESANDINN er í austur
í vörn gegn sex gröndum
og fær hefðbundna spurn-
ingu að glíma við: Hverju
viltu spila? En það er létt-
ari þrautin. Hin þyngri er
að finna réttu ástæðuna.
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ D83
♥ ÁG10984
♦ K6
♣82
Austur
♠ 74
♥ K52
♦ 98542
♣54
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 lauf
Pass 1 hjarta Pass 2 spaðar
Pass 3 hjörtu Pass 4 grönd
Pass 5 tíglar Pass 6 grönd
Pass Pass Pass
Útspil makkers er tíg-
ulgosi. Sagnhafi tekur
slaginn heima með ás og
spilar hjartadrottningu. Þú
dúkkar, en færð næsta
slag á hjartakóng. Makker
fylgir lit. Og þá er komið
að spurningunum tveimur:
Hverju spilaðu og hvers
vegna?
Skipting suðurs virðist
vera 4-2-2-5. Sýnilegir
slagir eru fimm á hjarta
og tveir á tígul, eða sjö.
En veldi suðurs liggur í
svörtu litunum. Engin
vörn er til ef suður á fimm
slagi á lauf og heldur ekki
ef hann á ÁKxx í spaða og
ÁKxxx í laufi. Von varn-
arinnar liggur í því að
makker eigi spaðakóng og
gosann fjórða í laufi:
Norður
♠ D83
♥ ÁG10984
♦ K6
♣82
Vestur Austur
♠ KG52 ♠ 74
♥ 73 ♥ K52
♦ G107 ♦ 98542
♣G973 ♣54
Suður
♠ Á1096
♥ D6
♦ Á3
♣ÁKD106
En þá má alls ekki spila
svörtum lit. Segjum að
austur spili laufi. Suður
drepur og leggur niður
spaðaás áður en hann spil-
ar blindum inn á tíg-
ulkóng. Síðasta hjartað
mun þá þvinga vestur til
að láta af hendi valdið í
laufinu.
Ef austur spilar tígli
strax, nær sagnhafi ekki
að byggja upp Vín-
arbragðið með því að taka
á spaðaásinn fyrst. Makk-
er getur þá hent af sér í
takt við suður.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
1. e4 c5 2. Rc3 d6 3. f4 Rc6 4.
Rf3 g6 5. Bc4 Bg7 6. 0-0 e6
7. d3 Rge7 8. De1 h6 9. Bb3
a6 10. a4 b6 11. Be3 0-0 12.
Hd1 d5 13. Bc1 Ha7 14. f5
exf5 15. Dh4 h5 16.
Bg5 d4 17. Rd5 Be6
18. Rf6+ Kh8
Staðan kom upp í
Evrópukeppni tafl-
félaga sem lauk fyrir
skömmu á Krít. Sig-
urbjörn Björnsson
(2.302) hafði hvítt
gegn Hvít-
Rússanum Júrí Tih-
anov (2.382). 19.
Rxh5! gxh5 20.
Dxh5+ Kg8 21.
Bxe7! Dxe7 22. Rg5
Hd8 23. Dh7+ Kf8
24. Rxe6+ fxe6 25.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Hxf5+! Ke8 26. Dg6+ Kd7
27. Hf7
Hvítur vinnur nú drottn-
ingu svarts og fær unnið
tafl. Í framhaldinu barðist
sá hvít-rússneski hins vegar
hetjulega og munu lok skák-
arinnar verða birt á morg-
un.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt
í síma 569-1100, sent í
bréfsíma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí sl. í Víkurkirkju,
Vík í Mýrdal, af sr. Þórhalli Heimissyni þau Margrét
Vigfúsdóttir og Gunnar Jónsson. Heimili þeirra er í
Fálkahrauni 6, Hafnarfirði.
Mynd, Hafnarfirði
Námskeið í indverskri grænmetismatargerð
fæða fyrir sál og líkama
Skemmtilegt eitt kvöld 13. eða 15. október
kl. 18—22.30 með Shabönu,
símar 5811465 og 6593045.
Indversk matargerð í eldhúsinu þínu.
Ef þú vilt halda veislu þá kem ég á staðinn
og sé um matinn.
Skemmtileg gjafabréf fyrir þá, sem ætla að
gefa skemmtilega gjöf.
Verslunarhúsnæði
- þjónusturými
Til leigu ca 50 fm atvinnuhúsnæði í
verslunarkjarna í Arnarbakka 2, Reykjavík.
Húsnæðið er laust nú þegar.
Upplýsingar gefur Kjartan Blöndal
í síma 588 1569 eða 694 1569.