Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert hlý/r og gefandi og gædd/ur fjármálaviti, innsæi og góðum gáfum. Á komandi ári þarftu að læra eitthvað af einveru. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er fullt tungl í merkinu þínu og það gerir þig sérlega heillandi. Þú hefur mikla orku og ert óvenju gáskafull/ur. Vertu óhrædd/ur við að sýna öðrum þessar hliðar á þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er góður dagur til að njóta samvista við vini. Dag- urinn hentar einnig vel til funda og ráðstefnuhalda þar sem hópsamræður verða kraft- miklar og skemmtilegar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er fullt tungl og það mun að öllum líkindum færa nýjan kraft í skemmtanalífið og ást- armálin hjá þér. Þú átt einnig auðvelt með að sannfæra yf- irmenn þína í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Fullt tungl hefur meiri áhrif á krabbann en flest önnur merki. Þér gæti reynst erfitt að sam- ræma vinnuna og einkalífið í dag. Ætlaðu þér ekki um of. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Farðu sérlega varlega í um- ferðinni í dag hvort sem þú ert gangandi, akandi eða á hjóli. Þér hættir til fljótfærni. Þú getur forðast slys með því að fara varlega. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Fjármálin ættu að ganga vel hjá þér í dag. Þú ættir að nota tækifærið til að ganga frá samningum og hefja viðræður vegna nýrra samninga. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þótt það sé fullt tungl á móti merkinu þínu ættu atvinnu- og fjármálin að ganga vel í dag. Stefndu óhikað að settu marki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Dagurinn hentar vel til skemmtanahalda, daðurs og samvista með börnum. Leyfðu listrænum hæfileikum þínum að njóta sín. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Leitaðu aðstoðar vina og ætt- ingja varðandi umbætur á heimilinu. Fólk er tilbúið til að hjálpa þér. Þú þarft bara að sýna áhuga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt auðvelt með að sann- færa í dag. Þetta gerir þig að sérlega góðum sölumanni eða kennara. Það er þó líklegt að þú verðir að velja á milli heim- ilis þíns og vinnunnar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú tekur á þig aukna ábyrgð og gætir því þurft að taka mik- ilvæga ákvörðun varðandi fjár- málin. Þú hefur sérstakan áhuga á framhaldsmenntun og útgáfumálum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þig langar til að fara í ferðalag og þú ættir því að kanna fjár- málin sem þú hefur til ráðstöf- unar. Farðu varlega í fast- eignaviðskiptum og samn- ingaviðræðum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DALVÍSA Fífilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautum, flóatetur, fífusund, fífilbrekka, smáragrund! Yður hjá ég alla stund uni bezt í sæld og þrautum, fífilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautum! Gljúfrabúi, gamli foss, gilið mitt í klettaþröngum, góða skarð með grasahnoss, gljúfrabúi, hvítur foss! Verið hefur vel með oss, verða mun það ennþá löngum, gljúfrabúi, gamli foss, gilið mitt í klettaþröngum! - - - Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 10. októ- ber, verður áttræður Ing- ólfur Aðalsteinsson, Kirkjusandi 3, Reykjavík. Eiginkona hans er Ingi- björg Ólafsdóttir. Þau eru að heiman í dag. 80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 10. októ- ber, er áttræður Þórður Guðjónsson, skipstjóri og útgerðarmaður, Skóla- braut 29, Akranesi. Hann og eiginkona hans, Marselía S. Guðjónsdóttir, taka á móti gestum í sal Fjöl- brautaskóla Vesturlands, Akranesi, í dag kl. 18–21. LESANDINN er í austur í vörn gegn sex gröndum og fær hefðbundna spurn- ingu að glíma við: Hverju viltu spila? En það er létt- ari þrautin. Hin þyngri er að finna réttu ástæðuna. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ D83 ♥ ÁG10984 ♦ K6 ♣82 Austur ♠ 74 ♥ K52 ♦ 98542 ♣54 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 2 spaðar Pass 3 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 grönd Pass Pass Pass Útspil makkers er tíg- ulgosi. Sagnhafi tekur slaginn heima með ás og spilar hjartadrottningu. Þú dúkkar, en færð næsta slag á hjartakóng. Makker fylgir lit. Og þá er komið að spurningunum tveimur: Hverju spilaðu og hvers vegna? Skipting suðurs virðist vera 4-2-2-5. Sýnilegir slagir eru fimm á hjarta og tveir á tígul, eða sjö. En veldi suðurs liggur í svörtu litunum. Engin vörn er til ef suður á fimm slagi á lauf og heldur ekki ef hann á ÁKxx í spaða og ÁKxxx í laufi. Von varn- arinnar liggur í því að makker eigi spaðakóng og gosann fjórða í laufi: Norður ♠ D83 ♥ ÁG10984 ♦ K6 ♣82 Vestur Austur ♠ KG52 ♠ 74 ♥ 73 ♥ K52 ♦ G107 ♦ 98542 ♣G973 ♣54 Suður ♠ Á1096 ♥ D6 ♦ Á3 ♣ÁKD106 En þá má alls ekki spila svörtum lit. Segjum að austur spili laufi. Suður drepur og leggur niður spaðaás áður en hann spil- ar blindum inn á tíg- ulkóng. Síðasta hjartað mun þá þvinga vestur til að láta af hendi valdið í laufinu. Ef austur spilar tígli strax, nær sagnhafi ekki að byggja upp Vín- arbragðið með því að taka á spaðaásinn fyrst. Makk- er getur þá hent af sér í takt við suður. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rc3 d6 3. f4 Rc6 4. Rf3 g6 5. Bc4 Bg7 6. 0-0 e6 7. d3 Rge7 8. De1 h6 9. Bb3 a6 10. a4 b6 11. Be3 0-0 12. Hd1 d5 13. Bc1 Ha7 14. f5 exf5 15. Dh4 h5 16. Bg5 d4 17. Rd5 Be6 18. Rf6+ Kh8 Staðan kom upp í Evrópukeppni tafl- félaga sem lauk fyrir skömmu á Krít. Sig- urbjörn Björnsson (2.302) hafði hvítt gegn Hvít- Rússanum Júrí Tih- anov (2.382). 19. Rxh5! gxh5 20. Dxh5+ Kg8 21. Bxe7! Dxe7 22. Rg5 Hd8 23. Dh7+ Kf8 24. Rxe6+ fxe6 25. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Hxf5+! Ke8 26. Dg6+ Kd7 27. Hf7 Hvítur vinnur nú drottn- ingu svarts og fær unnið tafl. Í framhaldinu barðist sá hvít-rússneski hins vegar hetjulega og munu lok skák- arinnar verða birt á morg- un. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí sl. í Víkurkirkju, Vík í Mýrdal, af sr. Þórhalli Heimissyni þau Margrét Vigfúsdóttir og Gunnar Jónsson. Heimili þeirra er í Fálkahrauni 6, Hafnarfirði. Mynd, Hafnarfirði Námskeið í indverskri grænmetismatargerð fæða fyrir sál og líkama Skemmtilegt eitt kvöld 13. eða 15. október kl. 18—22.30 með Shabönu, símar 5811465 og 6593045. Indversk matargerð í eldhúsinu þínu. Ef þú vilt halda veislu þá kem ég á staðinn og sé um matinn. Skemmtileg gjafabréf fyrir þá, sem ætla að gefa skemmtilega gjöf. Verslunarhúsnæði - þjónusturými Til leigu ca 50 fm atvinnuhúsnæði í verslunarkjarna í Arnarbakka 2, Reykjavík. Húsnæðið er laust nú þegar. Upplýsingar gefur Kjartan Blöndal í síma 588 1569 eða 694 1569.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.