Morgunblaðið - 15.10.2003, Page 11

Morgunblaðið - 15.10.2003, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2003 11 „ÉG lét 100 lömb til slátrunar hjá Ferskum afurðum sl. nóvember. Ég hef ekki fengið greidda eina krónu fyrir þetta innlegg og sé ekki fram á að fá neitt greitt. Ég hefði allt eins getað grafið þessi lömb heima.“ Þetta segir Sigurður Þórólfsson, bóndi í Innri-Fagradal í Dalasýslu, en hann er í forystu fyrir bændum sem eiga tugi milljóna inni hjá Ferskum afurðum. Flestar skuldirn- ar eru að verða árs gamlar en sumar enn eldri. Síðastliðinn föstudag boðaði lög- maður Ferskra afurða, Steingrímur Þormóðsson, til fundar með bænd- um sem ekki höfðu fengið greitt fyrir afurðir sem þeir höfðu lagt inn hjá félaginu. Tilgangur fundarins var að kanna hvort bændur styddu áfram- haldandi greiðslustöðvun Ferskra afurða. Fundurinn, en hann sóttu um 100 manns, var átakasamur og virðist sem uppsöfnuð reiði bænda, vegna þess að þeir hafa ekki fengið greitt fyrir afurðirnar, hafi brotist þarna út. Staðan versnað um 155 milljónir á þremur vikum Sigurður Þórólfsson sagði að eng- inn stuðningur hefði verið á fund- inum við að Ferskar afurðir fengju greiðslustöðvunina framlengda. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu hefði lögmaður félagsins tilkynnt í lok fundar að stjórn félagsins myndi sjálf taka afstöðu til þess hvort óskað yrði eftir áframhaldandi greiðslu- stöðvun óháð afstöðu fundarins. Sigurður sagði að bændum hefði komið á óvart að fá þær fréttir á fundinum að Ferskar afurðir skuld- uðu 146 milljónir fram yfir eignir, ekki síst í ljósi þess að þegar í úr- skurði um greiðslustöðvun hefði komið fram að eignir næmu 9 millj- ónum umfram skuldir. Ekki hefði verið hægt að skilja málið á annan veg en að staðan hefði versnað um 155 milljónir á þremur vikum. Þessi mismunur hefði ekki verið skýrður á fundinum, en í fréttum um helgina hefði komið fram að þetta skýrðist af því að birgðir hefðu verið ofmetnar. Sigurður sagðist óttast að birgðirnar væru enn ofmetnar. Sigurður sagði að fram hefði kom- ið á fundinum að skuld- ir við bændur næmu 68 milljónum. Hann sagð- ist hins vegar efast um að sú tala væri rétt vegna þess að ekki hefðu allir bændur, sem eiga inni fjármuni hjá félaginu, verið boð- aðir til fundarins á Hvammstanga, en boð- að var til fundarins með ábyrgðarbréfi. Sigurður sagðist ekki sjá fram á hvaða forsendur væru fyrir áframhaldandi greiðslustöðvun. Mikið virtist vanta á að eignir dygðu fyrir skuldum. Fram hefði komið á fund- inum á föstudaginn að helsta von bænda um greiðslur á næstunni væri að til þeirra gengi úreldingarstyrkur sem greiddur yrði vegna sláturhúss- ins á Hvammstanga, en hann næmi 15–16 milljónum. Krefst rannsóknar Sigurður lýsti því yfir á fundinum að hann myndi krefjast rannsóknar á rekstri félagsins. „Það er ekki eðli- legt að á hálfu ári skuli tapast allir fjármunir út úr félaginu. Stjórnend- ur félagsins tóku afurðalán og þeir vissu að afurðalán þyrfti að borga með vöxtum. Kjötbirgðirnar átti að nota til að borga lánið og borga bændum. En ég spyr: hvað varð um þær?“ Sigurður benti á í þessu sambandi að samkvæmt ársreikningum hefði fyrirtækið verið rekið með hagnaði sl. tvö ár. Bændur á fundinum hefðu gengið mjög hart eftir því að fá að skoða þessa reikninga og á endanum hefðu þeir verið ljósritaðir eftir nokkra baráttu við fundarstjóra. Ýmislegt hefði þar komið fundarmönnum spánskt fyrir sjónir. T.d. hefði fyrirtækið keypt á síðasta ári tvo jeppa, einn sendiferða- bíl og flutningabíl, en samt væri bókfærð bif- reiðaeign félagsins að- eins 4,4 milljónir króna. „Kannski er það skelfilegasta í þessu máli þessi mismunun sem er milli manna. Sumir hafa fengið mik- ið borgað út en aðrir lítið. Það hefur ekki verið fylgt neinum reglum við út- borgun.“ Sauðfjárbændur þurfa í haust að taka á sig mikla verðlækkun á afurð- um og aukna útflutningsskyldu. Sig- urður sagði ekki gott að horfa upp á það að bændur fengju svo ekki einu sinni greitt fyrir það kjöt sem lagt væri inn til afurðastöðva. Hann sagði að þetta áfall sem bændur stæðu núna frammi fyrir væri það þriðja í röðinni. Bændur hefðu að vísu ekki tapað miklum fjármunum þegar Kaupfélag Búðardals hætti starf- semi, en þeir hefðu tapað helmingi af ógreiddu innleggi þegar Goði hætti starfsemi. 30% hefðu verið greidd með peningum og 21% með hluta- bréfum í Norðlenska. Ósáttur við hlut Búnaðarbankans Sigurður er afar ósáttur við þátt Búnaðarbankans í þessu máli. „Ég skil ekki hvers vegna Búnaðarbank- inn sendir út dreifibréf út til manna og varar þá við því að kaupa kjöt af Ferskum afurðum. Fyrirtækið var þó að reyna að gera eitthvert verð- mæti úr birgðunum. Bankinn hefur kyrrsett nánast allar greiðslur sem koma og tekur þær upp í afurðalán- in. Þar að auki hafði bankinn bak- tryggingu frá Byggðastofnun. Hvers vegna þarf þá að ganga svona hart fram? Það virðist hins vegar vera svo að það verði allir að fá sitt nema bónd- inn. Bændur eru þeirrar gerðar að þeir reikna alltaf með að þurfa að greiða sínar skuldir og reikna með að aðrir geri það líka. Við bændur þurfum t.d. að standa skil á virðisaukaskatti 1. mars af öllu innleggi. Síðan eru reiknaðar á okk- ur tekjur af þessu og við skattlagðir í hlutfalli við það,“ sagði Sigurður. „Ég vil að nafn Búnaðarbankans verði tekið af fyrirtækinu. Sömuleið- is ætti að taka merki bankans af fyr- irtækinu. Mér finnst að það verð- skuldi ekki að vera með þetta virðulega merki, Sáðmanninn, í merki sínu.“ Bændur á þessu svæði eru nú að skoða hvaða leiðir séu í stöðunni. Sigurður sagði að þær virtust ekki vera margar. „Við bændur erum réttlausir í Ábyrgðasjóði launa þó að við borgum tryggingagjald í sjóðinn. En það sem við eigum hjá Ferskum afurðum er fyrst og fremst launin okkar. Búnaðarbankinn græðir hins vegar á þessu. Við þurfum að leita til hans til að fá lán svo við getum lifað.“ Sigurður telur að löggjafinn hafi brugðist. „Ég tel að löggjafinn hafi beinlínis stuðlað að því að menn geti rænt náungann með löglegum hætti. Hlutafélagalöggjöfin kemur ekki í veg fyrir að menn geti ekki hætt starfsemi á föstudegi og byrjað með nýrri kennitölu á mánudegi. Menn geta stofnað hlutafélag fyrir 50 þús- und og eru ekki ábyrgir fyrir neinu nema hlutafénu. Síðan geta menn byrjað að safna nýjum skuldum og ekki virðist skorta á að bankarnir séu tilbúnir að lána. Löggjafinn ætti að búa þannig um hnútana að ekki væri hægt að fara svona með fólk. Menn virðast leggja áherslu á að þarna þurfi að ríkja frelsi, en það er bara frelsi sumra en ekki annarra,“ sagði Sigurður. Bændur óttast mikið tjón vegna fjárhagserfiðleika Ferskra afurða Hefur ekkert fengið greitt fyrir 100 lömb í heilt ár Ferskar afurðir skulda bændum um 70 milljónir fyrir innlegg síðasta haust. Sigurður Þórólfsson bóndi í Innri-Fagradal óttast að þeir fái þetta ekki greitt. Egill Ólafsson ræddi við Sigurð. Sigurður Þórólfsson egol@mbl.is HJALTI Jósefsson, framkvæmda- stjóri Ferskra afurða á Hvamms- tanga, segir að fyrirtækið hafi stefnt að því að ljúka við að gera upp við bændur á þessu ári. Hann segist hins vegar óttast nú „að ekki verði neinn friður til þess.“ Ferskar afurðir fóru fram á framlengingu á greiðslu- stöðvun í gær. Ferskar afurðir hófu starfsemi á Hvammstanga sumarið 2000 þegar Hjalti Jósefsson sláturhússtjóri og Erik Jensen, sem rekur kjötvinnsl- una B. Jensen á Akureyri, keyptu sláturhúsið á staðnum. Við eigenda- skiptin var slátrun í húsinu aukin og fyrirtækið greiddi fyrsta haustið 4% álag á afurðaverð til bænda. Fyrir- tækið tók síðar sláturhúsið í Búðar- dal á leigu til fimm ára. Ferskar af- urðir ákváðu hins vegar snemma í haust að slátra ekki í þessum húsum í haust m.a. vegna ósamkomulags við Búnaðarbankann um lánaviðskipti og vegna þess að sláturhúsin þurfa endurbóta við til að uppfylla kröfur. Félagið fékk greiðslustöðvun 23. september sl. og í fréttatilkynningu frá stjórn félagsins, sem send var út sama dag, segir að hagnaður hafi verið af rekstri fyrirtækisins á ár- unum 2001 og 2002. Fyrirtækið hafi séð fram á að geta selt allar birgðir á þessu ári og „komið út með þokka- lega afkomu eftir árið.“ 146 milljónir vantar Lögmaður Ferskra afurða lagði fyrir Héraðsdóm Norðurlands vestra ítarlegar tölur um eignir og skuldir en þar kemur fram að eignir eru metnar á 381,2 milljónir og skuldir á 372,7 milljónir. Samkvæmt tölunum átti félagið fyrir öllum skuldum. Nýtt uppgjör skoðunarmanns reikninga sem kynnt var bændum sl. föstudag sýnir hins vegar að 146 milljónir vantar á að fyrirtækið eigi fyrir skuldum. Hjalti sagði í samtali við að hann gæti ekki skýrt þennan mun, en sér skildist að verðmæti kjötbirgða hefði verið metið með nýjum hætti. Ferskar afurðir eiga eftir að selja um 230 tonn af kjöti. Í október 2002 gerðu Ferskar af- urðir samning við Búnaðarbankann um afurðalán, viðskipti að fjárhæð 200 milljónir króna. Byggðastofnun gekk í bakábyrgð gagnvart bankan- um, en það þýðir að ef allt færi á versta veg myndi tapið af lánveiting- unni ekki lenda á bankanum heldur Byggðastofnun. Framkvæmd samn- ingsins var með þeim hætti að and- virði seldra afurða gekk jafnharðan inn á innlánsreikning Ferskra af- urða í útibúi Búnaðarbankans í Búð- ardal. Hjalti sagðist líta svo að Búnaðar- bankinn hefði beitt fyrirtækið mikl- um órétti. Bankinn hefði séð um inn- heimtu og hirt alla fjármuni sem hefðu komið í kassann. Þess vegna hefði fyrirtækinu gengið illa að gera upp við bændur og því hefði heldur ekki tekist að standa í skilum með vörsluskatta. Óviðunandi staða Hjalti sagði aðspurður að vissu- lega væri það óviðunandi staða að vera ekki búinn að gera upp við bændur einu ári eftir að bændur lögðu inn afurðir hjá fyrirtækinu. Hann sagði að staðan væri búin að vera mjög erfið á þessu ári og kennir Búnaðarbankanum um það að veru- legu leyti. Aðspurður viðurkenndi hann þó að ábyrgðin á stöðunni lægi einnig hjá stjórnendum fyrirtækis- ins. Ferskar afurðir skulda vörsluskatta og skulda bændum tæpar 70 milljónir Stefndi að upp- gjöri við bænd- ur fyrir áramót Morgunblaðið/Kristinn LIONSHREYFINGIN stend- ur fyrir fyrirlestri fyrir al- menning í dag, miðvikudaginn 15. október í Norræna húsinu í Reykjavík kl 16.30. Fyrirlesar- ar eru augnlæknarnir Elínborg Guðmundsdóttir sem mun tala um augnheilsu barna og Guð- mundur Viggósson sem mun fjalla um sjónskert börn á Ís- landi. Allt áhugafólk er velkom- ið og er aðgangur ókeypis. Sjónvernd og aðstoð við blinda og sjónskerta hefur frá upphafi verið eitt höfuðverk- efni Lionshreyfingarinnar um allan heim. Það var meðal ann- ars vegna hvatningar frá Helen Keller sem var bæði blind og heyrnarlaus. Lionsklúbbar á Íslandi hafa frá upphafi stutt við sjónvernd á einn eða annan hátt m.a. með tækjagjöfum. Alþjóðalionshreyfingin hefur frá 1990 staðið fyrir svokölluðu „Sight First“ átaki en það er aðstoð við þróunarlönd í glímu við ýmsa augnsjúkdóma sem leiða til blindu. Þar er miklu hægt að áorka fyrir lítið fé. Annars staðar hafa spjótin fyrst og fremst beinst að upp- fræðslu um og greiningu á syk- ursýki sem er nú algengasti sjúkdómurinn sem veldur blindu í okkar heimshluta. Á þessu starfsári Lions- hreyfingarinnar eru börnin sett í forgang undir slagorinu ,,Börn í vanda“. Verður reynt að vekja athygli á margvísleg- um vandamálum sem börn búa við og benda á leiðir til úrbóta. Fræðsla um augnheilsu barna Í DAG verður í fyrsta sinn formlega haldið upp á dag dreifbýliskvenna og af því til- efni verður dagskrá í Vetrar- garði verslanamiðstöðvarinnar í Smáralind í Kópavogi frá klukkan eitt til klukkan sex. Allan daginn verður mynda- sýning á stóru tjaldi í Vetrar- garðinum í Smáralind. Í tilkynningu segir að mikill undirbúningur hafi verið í gangi í samvinnu Kvenfélaga- sambands Íslands og Lifandi landbúnaðar, grasrótarsam- taka kvenna í íslenskum land- búnaði: Framan af degi verður nokk- uð lausbeisluð dagskrá en sér- stök hátíðardagskrá hefst svo kl.16.00 og hápunktur hennar yfirlýsing forseta Íslands þess efnis að frá og með þeirri stundu verði þessi dagur á ári hverju helgaður dreifbýliskon- unum okkar. Margþætt dagskrá „Heill dansflokkur ofan úr Borgarfirði, með harmonikku- leikara og sönghóp, mun troða þarna upp, frábær þjóðlaga- sveit úr Eyjafirðinum, sem sér- hæfir sig í að flytja íslensk þjóðlög í djassbúningi, verður þarna og margt fleira,“ segir Anna Margrét Stefánsdóttir, verkefnisstjóri Lifandi land- búnaðar. Hún minnir einnig á Kvennavörðuna: „Allar sem mæta ætla að koma með vænan og „hleðslulegan“ stein með sér. Grjótinu verður svo safnað saman í kerru, á miðju gólfi Vetrargarðsins í Smáralind- inni. Síðar mun svo hlaðin úr því varða, til minningar um daginn.“ Dagur dreifbýlis- kvenna er í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.