Morgunblaðið - 16.10.2003, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 11
undirföt
20%
afsláttur
Kringlunni 8-12 - www.olympia.is - sími 553 3600
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða þér ævintýraferð með sérflugi sínu
til einnar fegurstu eyju Karíbahafsins, Dóminíska lýðveldisins. Hér getur þú
valið um glæsilegan aðbúnað, spennandi kynnisferðir og notið lífsins við
fegurstu aðstæður. Glæsileg 4 og 5 stjörnu hótel í boði og í öllum tilfellum
nýtur þú traustrar þjónustu farar-
stjóra Heimsferða sem bjóða þér
spennandi kynnisferðir á meðan á
dvölinni stendur.
Síðustu sætin
Verð kr. 69.950
Flugsæti og skattar.
Verð kr. 89.950
Flug, skattar, gisting á Barcelo
Colonia, 7 nætur. Íslensk fararstjórn.
Karíba-
hafið
13. nóvember
frá kr. 69.950
Sérflug Heimsferða
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Glæsihótel við ströndina
MIKIL óánægja er meðal stjórnenda
í mörgum framhaldsskólum landsins
vegna fjárlagafrumvarpsins fyrir
næsta ár, þar sem fjárveitingar miðist
við töluvert færri nemendur en raun-
verulega stunda nám við skólana. Í
gildi eru svonefndir skólasamningar á
milli skólanna og menntamálaráðu-
neytis sem kveða m.a. á um að fjár-
veitingar skuli miðast við tiltekinn
fjölda nemenda.
Ingibjörg Guðmundsdóttir, skóla-
meistari og formaður Félags ís-
lenskra framhaldsskóla, segir að um
niðurskurð sé að ræða í frumvarpinu.
Ekki liggi nákvæmlega fyrir um
hversu háa fjárhæð sé að ræða en
ætla megi að a.m.k. 600–800 milljónir
vanti upp á svo hægt sé að veita öllum
þeim nemendum sem stunda nám við
skólana þá þjónustu sem skólarnir
hafa skuldbundið sig til að veita.
Segja vantalda nemendur
skipta hundruðum
Áætluð útgjöld vegna kennslu í
framhaldsskólum eru byggðar á
reiknilíkani fyrir fjárveitingar til skól-
anna og samningum sem mennta-
málaráðuneytið gerði við skólana fyr-
ir nokkrum árum. Að mati
skólameistara sem rætt var við má
gera ráð fyrir að alls séu nokkrum
hundruðum fleiri nemendur við nám í
framhaldsskólum landsins en gert er
ráð fyrir í framlögum til kennslu í
framhaldsskólum í fjárlagafrumvarpi
næsta árs.
Ákveðið hefur verið að stjórnir Fé-
lags íslenskra framhaldsskóla (FÍF)
og Skólameistarafélags Íslands muni
óska eftir fundi með menntamálaráð-
herra vegna málsins. „Staðan er mjög
slæm. Okkur sýnist að það vanti heil-
mikið fé til þess að reka framhalds-
skólana,“ segir Ingibjörg. Að sögn
hennar virðist ekki vera lagt það fé til
framhaldsskólanna í fjárlagafrum-
varpinu sem reiknilíkanið geri ráð
fyrir. „Það er óumdeilt að nemendum
er að fjölga í framhaldsskólunum,“
segir hún. Ingibjörg segir erfitt að
meta á þessari stundu hvernig skól-
arnir geta brugðist við þessum fjár-
hagsvanda. „Það er okkar skylda að
reyna að halda okkur innan fjárlag-
anna og það verður að finna út úr því í
samráði við menntamálaráðuneytið
hvað er til ráða.“
Yngvi Pétursson, rektor Mennta-
skólans í Reykjavík, segist ekki sjá
betur en töluvert vanti upp á að fjár-
veitingar til skólans séu í samræmi
við reiknilíkanið. Þar sé bæði nem-
endafjöldinn og mat á kostnaði van-
talið. „Hjá okkur virðist vera um að
ræða vanmat um 50 nemendaígildi,“
segir hann og bendir á að í gildi sé
skólasamningur sem gerður er við
skólana og inntaka nemenda í skólana
miðist við skólasamninginn hverju
sinni.
Spurður hvernig brugðist verði við
þessu segist Yngvi ekki geta séð
hvernig reka eigi skólann miðað við
óbreyttar forsendur. Menn standi þá
frammi fyrir því hvort skerða eigi
þjónustuna. „Ég veit ekki hvernig
brugðist yrði við ef við fækkuðum
nemendum. Verða þá nemendaígildin
skorin niður? Það hefði aftur í för með
sér minni fjárveitingar. Eina leiðin til
að bregðast við þessu er þá að skerða
einhverja stoðþjónustu.“
Kostnaður á hvern framhalds-
skólanemanda á ári skv. reiknilíkan-
inu (nemendaígildi) er breytilegur á
milli skólagerða og er meiri í verk-
námsskólum en hreinum bóknáms-
skólum. Þannig er t.d. kostnaður á
hvert nemendaígildi í MR 427.000
skv. áætlun fjárlagafrumvarps.
Reiknilíkanið fer í gegnum
„þjöppun“ í fjármálaráðuneyti
Ólafur Sigurðsson, skólameistari
Borgarholtsskóla, segir reiknilíkanið
sjálft hafa þann kost að með notkun
þess sé gerð tilraun til fagmennsku í
stjórnsýslu. Hins vegar skorti á að
fjárveitingarvaldið viðurkenni líkanið
sem forsendu fyrir fjárveitingum til
skólanna. „Það virðist skorta skilning
á því. Nemendum hefur fjölgað og
þær tölur berast frá skólunum til
menntamálaráðuneytisins sem kem-
ur þeim áfram til fjármálaráðuneyt-
isins. En þar eru þær einfaldlega
skornar niður og á reiknilíkanið er
beitt það sem kallað er „þjöppun“,
sem er nýtt orð yfir niðurskurð á því
sem út úr reiknilíkaninu kemur,“ seg-
ir Ólafur.
Að sögn Ólafs er bæði þörf á aukn-
um fjárveitingum á fjáraukalögum
fyrir yfirstandandi ár og hækkun
fjárframlaga í fjárlagafrumvarpi
næsta árs. Ljóst sé að ef frumvarpið
verður óbreytt að lögum þurfi að
beita verulegum niðurskurði í fram-
haldsskólum. Hann kveðst þó gera
sér vonir um að úr rætist. „Okkar
samkomulag og samband við mennta-
málaráðuneytið hefur verið mjög gott
og ég hef fulla trú á að þar vilji menn
vinna okkur vel,“ segir hann.
Fjárhagsvandinn er mismunandi
mikill á milli skóla. Að sögn Hjalta
Jóns Sveinssonar, skólameistara
Verkmenntaskólans á Akureyri, hef-
ur staða verknámsskóla batnað í kjöl-
far breytinga sem gerðar voru á
reiknilíkaninu í fyrra þeim til hags-
bóta. „Við sjáum meiri sanngirni í
þessum útreikningum en áður var og
erum þess vegna bjartsýnni núna.
Fjárlagafrumvarpið endurspeglar
það en við fáum svolitla aukningu á
milli ára,“ segir hann.
Ólafur H. Sigurjónsson, aðstoðar-
skólameistari Fjölbrautaskólans við
Ármúla, segir að þar geti menn nokk-
uð vel við unað miðað við marga aðra
framhaldsskóla sem eigi við stærri
vanda að glíma. Í fjárlagafrumvarp-
inu sé gert ráð fyrir nokkurri aukn-
ingu framlaga miðað við fjárlög yfir-
standandi árs. Vandinn sé hins vegar
sá að fjárveitingin sé um 4% lægri en
sem nemur kostnaði við rekstur skól-
ans á árinu 2002. Fjárveitingin miðist
við 800 ársnemendur við skólann en í
reynd eru skráðir nemendur við skól-
ann nálægt 900 talsins. „Það er vand-
inn sem við stöndum frammi fyrir,“
segir hann.
Framlög til kennslu í framhalds-
skólunum í fjárlagafrumvarpi næsta
árs nema rúmum 9,6 milljörðum kr. á
næsta ári án tillits til tekna af skrán-
ingargjöldum. Miðað er við í frum-
varpinu að ársnemendur verði 16.220
á næsta ári og er það nálægt 400 árs-
nemenda fjölgun frá fjárlögum yfir-
standandi árs eða 2,5%.
Stjórnendur framhaldsskóla gagnrýna fjárlagatillögur
Telja 600–800 milljón-
ir vanta í frumvarpið
Skólameistarar telja að töluvert vanti upp á að fjárveitingar til
framhaldsskóla í fjárlagafrumvarpi næsta árs séu í samræmi við
fjölda nemenda og reiknilíkan sem framlögin eigi að miðast við.
Forsvarsmenn þeirra vilja fund með ráðherra vegna málsins.
Moggabúðin
Músarmotta, aðeins 450 kr.
Moggabúðin
Reiknivél, aðeins 950 kr.