Morgunblaðið - 16.10.2003, Qupperneq 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 25
EITT metnaðarfyllsta verkefni Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands hin síðari
ár er sú fyrirætlun að leika allar sin-
fóníur Dmítrí Sjostakovitsj, alls
fimmtán talsins, á næstu þremur til
fjórum starfsárum. Fyrstu þrjár sin-
fóníur hans eru á dagskrá á tónleik-
unum í kvöld kl. 19.30. Verkefnið er
hugarfóstur aðalhljómsveitarstjór-
ans, hins unga Breta Rumons
Gamba, sem er nú enn frekar farinn
að setja mark sitt á starf hljómsveit-
arinnar, en hann horfir nú fram á
annað starfsár sitt sem karlinn í
brúnni og mun stjórna á tónleik-
unum í kvöld. Söngsveitin Fílharm-
ónía tekur þátt í flutningi á 2. og 3.
sinfóníunni undir stjórn Ólivers
Kentish.
Rumon Gamba segir að nokkrar
ástæður hafi legið til grundvallar
þeirri löngun hans að flytja Sjost-
akovitsj „allan“.
„Árið 2006 verður öld liðin frá
fæðingu Sjostakovitsj, og mér fannst
vert að minnast þess með flutningi
sinfóníanna. Og þar sem þær eru
fimmtán talsins er kjörið að hefja
leikinn nú og leika nokkrar sinfón-
íur á ári þangað til.
Í öðru lagi eru sinfóníur Sjost-
akovitsj verk sem ég tel að Sinfón-
íuhljómsveit Íslands geti leikið mjög
vel, – og auðvitað langar mig að
hljómsveitin leiki vel. Hljómsveitin
lék 8. sinfóníuna undir minni stjórn
fyrir tveimur árum, og það gekk af-
skaplega vel, þannig að það hafði
sitt að segja um að hugmyndin er
orðin að veruleika.“
Rumon Gamba segist sjálfur hafa
mikið dálæti á verkum Sjostakovitsj,
og segir það mikla upplifun fyrir sig
í hvert sinn sem hann flytji eitthvert
þeirra. „Það er sagt um aðra og
þriðju sinfóníuna að þær séu ekki
meðal bestu sinfónískra verka – en
ég finn þó margt áhugavert í þeim
sem ég hef ánægju af að vinna með.
Ég hef yndi af sinfóníum Sjostakov-
itsj og finnst alltaf gaman að flytja
þær.“
Ekki sinfóníur – strangt til tekið
Haydn samdi meira en hundrað
sinfóníur á ferli sínum meðan önnur
tónskáld semja enga. Fimmtán sin-
fóníur þóttu því talsverð afköst á
síðustu öld, þegar tónskáld voru í
ríkum mæli farin að snúa sér að ann-
ars konar tónsmíðum og óhefð-
bundnum formum í hljómsveit-
artónlist. Sinfónían hefur löngum
þótt tákn sígildrar tónlistar ekkert
síður en skáldsagan er tákn bók-
menntanna. En hvað geta fimmtán
sinfóníur sagt okkur um þróun eins
tónskálds?
„Við höfum núna verið að vinna
vel í fyrstu þremur sinfóníum Sjost-
akovitsj. Sú fyrsta er mikið meist-
araverk, en í þeim tveimur næstu
fær maður á tilfinninguna að hann
hafi ekki alveg vitað hvernig hann
ætti að höndla þetta stóra form.
Hann kallar verkin sinfóníur, en
strangt til tekið eru þau það ekki.
Sjostakovitsj langaði til dæmis að
prófa að semja sinfóníu án þess að
nokkurt stef yrði endurtekið, – og
það er er í sjálfu sér mjög ósinfón-
ískt. Við sjáum tónskáld sem hefur
þegar samið meistaraverk á þessu
sviði, og er að leita að nýjum farvegi
fyrir sína sinfónísku rödd, hvort sem
við teljum þá leit vel heppnaða eða
ekki; – það er þess sem hlustar að
dæma um það. Í annarri og þriðju
sinfóníunni eru þó ýmis merki um
það sem átti eftir að koma fram í
seinni sinfóníum Sjostakovitsj. Eins
og hjá Mahler er hljómur náttúrunn-
ar alltaf nærtækur, – hjá Sjostakov-
itsj heyrir maður alltaf hans innra
sjálf, – hjartsláttinn. Þú heyrir ein-
lægt og heiðarlegt tónskáld sem
semur frá hjartanu. Eftir því sem á
sinfóníurnar líður heyrum við þetta
æ betur – hvernig tilfinningar hans
og erfið persónuleg staða í sögunni
birtast í þeim.“
Lengi var talið að Sjostakovitsj
hefði sjálfur afneitað sinfóníum sín-
um númer tvö og þrjú, og þær
heyrðust ekki oft. En seinna á ævi
sinni samþykkti hann þó flutning
þeirra. „Hann sagði aldrei orð um
það hvort hann væri sáttur við þær
eða ekki, og við vitum ekki hvort
hann raunverulega dró þær til baka
eða þá hvers vegna. Í það minnsta
fleygði hann þeim ekki, og var síðar
ánægður með að þær væru fluttar.
Þær eru þó engan veginn jafn góðar
og þær sem á eftir komu.“
Gagnrýnin bugaði hann ekki
Sjostakovitsj átti erfitt upp-
dráttar í heimalandi sínu, Sovétríkj-
unum, hann var ýmist úthrópaður
fyrir tónsmíðar sínar af yfirvöldum
eða lofaður. Rumon Gamba segir
þennan þátt í lífi tónskáldsins mik-
ilvægan þegar horft er til tónsmíð-
anna. „Hann var mjög taugaveikl-
aður, hræddur og kvíðinn, en þó
mjög sterkur í verkum sínum. Trú-
lega hafa skoðanir hans verið mjög
afdráttarlausar, en hann þorði ekki,
eða gat ekki berað þær. Við heyrum
þessa taugaspennu í verkum hans.
Það er erfitt fyrir okkur nútildags
að ímynda okkur hvernig líf hans
var, en þessir hlutir skiptu hann
miklu, og buguðu hann næstum því,
eftir að hann samdi fjórðu sinfón-
íuna og fyrstu óperuna, þegar hann
var úthrópaður persona non grata.
Fyrir svo veiklaðan mann hlýtur það
að hafa verið mikið áfall. Hann sat
þó við sinn keip og hélt áfram að
semja ótrauður. Margir segja
fimmtu sinfóníuna svar hans við
þeirri óbilgjörnu gagnrýni sem hann
fékk í kjölfar þeirrar fjórðu, en fyrir
mér er það ekki svo. Þar er hann
samur við sig, – semur frá hjartanu,
kannski undir rós, en alltaf sannur
og samur við sig.“
Sinfóníur Sjostakovitsj fimmtán
ná yfir allan tónsmíðaferil hans, frá
1925 til 1971.
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur allar
sinfóníur Sjostakovitsj á þremur árum
Við heyrum alltaf hans
innra sjálf – hjartsláttinn
Morgunblaðið/Ásdís
„Þú heyrir einlægt og heiðarlegt tónskáld sem semur frá hjartanu.“
Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, tekst
á við allar sinfóníur Sjostakovitsj með hljómsveitinni á næstu þrem árum.
mbl.isFRÉTTIRwww.opera.is
Styrktarsjóður
Svavars Guðnasonar listmálara
og Ástu Eiríksdóttur
Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur
óskar hér með eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum.
Styrkurinn er að upphæð kr. 300.000
og veitist ungum, efnilegum myndlistarmanni.
Eftirfarandi upplýsingar og gögn
þurfa að fylgja umsókninni:
Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang og símanúmer,
þrjár til fimm ljósmyndir eða litskyggnur af verkum
umsækjanda ásamt ítarlegum náms- og listferli.
Umsóknir merktar:
Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og
Ástu Eiríksdóttur, sendist fyrir 1. nóvember til
Listasafns Íslands,
P.O. Box 668, 121 Reykjavík.
Í dómnefnd sitja:
• Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands, s. 515 9600.
• Björg Atla, SÍM, s. 551 7706.
• Halldór Björn Runólfsson, LHÍ, s. 551 0131.