Morgunblaðið - 16.10.2003, Síða 43

Morgunblaðið - 16.10.2003, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert skarpskyggn og var- kár og hefur sterka réttlæt- iskennd. Þú ættir að leggja hart að þér á þessu ári og búa þannig í haginn fyrir breytingar á næsta ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur þörf fyrir að kafa til botns í hlutunum. Samtal við einhvern getur leitt til þess að þú öðlist dýpri skilning á hlut- um sem þú hefur verið að velta fyrir þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Dagurinn hentar vel til rann- sóknarvinnu. Þú gætir fundið nýjar lausnir á gömlum vandamálum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hvers konar ráðgátur heilla þig í dag. Þú hefur gaman að leikjum og verkefnum sem reyna á skarpskyggni þína. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gætir komist að fjöl- skylduleyndarmáli í dag. Dag- urinn er því tilvalinn til rann- sóknarvinnu í erfða- og sagnfræði. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert viss um að þú hafir á réttu að standa í ákveðnu máli og hefur því mikla þörf fyrir að sannfæra aðra. Gættu þess að ganga ekki of langt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir fundið nýja lausn á gömlu vandamáli ef þú gefur þér tíma til að liggja yfir því. Þú gætir líka fundið nýja fjár- öflunarleið eða hagstæðari leið til að gera hlutina. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú munt hugsanlega hitta ein- hvern sem er þér fremri á ákveðnu sviði í dag. Sagt er að kennarinn birtist þegar nem- andinn er tilbúinn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú átt óvenju auðvelt með að kafa til botns í hlutum og því hentar dagurinn vel til rann- sóknarvinnu. Þetta á sér- staklega við um mál sem tengjast tryggingum, yf- irvöldum og stórum stofn- unum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Fólk hefur mikla þörf fyrir að telja aðra á sitt band í dag þar sem allir telja sig hafa á réttu að standa. Reyndu að líta á hlutina í því samhengi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hikaðu ekki við að leita nýrra lausna á vandamálum í vinnunni. Vertu opinn fyrir hugmyndum sem geta haft já- kvæð áhrif á starfsframa þinn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur óvenju mikinn áhuga á heimspeki, trúmálum og stjórnmálum í dag. Þú vilt komast að kjarna málsins. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hvers konar rannsóknarvinna liggur vel fyrir þér í dag. Not- aðu tækifærið til að leita lausna á vandamálum sem tengjast fjármálum, sameig- inlegum eignum, skuldum og sköttum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Í SEX spöðum suðurs eru tvær svíningar í boði og nóg að önnur heppnist. Slíkar slemmur teljast góðar: Norður ♠ D108 ♥ KD63 ♦ 632 ♣Á104 Suður ♠ ÁG973 ♥ Á5 ♦ ÁD8 ♣KD5 Spilið er frá Yokohama- mótinu um síðustu helgi. Á fimm borðum af sex varð niðurstaða sagna sex spaðar í suður. Lauf var hið algenga útspil. Flestir sagnhafar tóku á laufás- inn í borði og svínuðu fyr- ir spaðakóng. En kóngur- inn reyndist vera í vestur og lauf kom til baka. Sagnhafi á ellefu slagi og virðist ekki eiga annan möguleika en tígulsvín- ingu til að ná í þann tólfta. En eitt og annað kemur í ljós sem gæti breytt þeirri áæltun. Þegar trompin eru tekin upplýsist að vestur hefur byrjað með tvö. Sagnhafi tekur þriðja laufið og vestur reynist einnig vera með tvíspil þar. Hann á sem sagt níu rauð spil. Norður ♠ D108 ♥ KD63 ♦ 632 ♣Á104 Vestur Austur ♠ K6 ♠ 542 ♥ G1074 ♥ 982 ♦ K10754 ♦ G9 ♣73 ♣G9862 Suður ♠ ÁG973 ♥ Á5 ♦ ÁD8 ♣KD5 Öll trompin eru tekin og vestur neyðist til að fara niður á tígulkóng blankan til að geta valdað hjartað. Sagnhafi tekur síðan þrjá slagi á hjarta og spilar loks tígli úr borði í tveggja spila endastöðu. Á hann að svína eða spila upp á þvingun og veiða kónginn blankan fyrir aft- an? Þetta lítur út eins og hittingur, en er það alls ekki. Ef austur er með þrettánda hjartað á hann aðeins einn tígul og þá hlýtur spilið að tapast. Því ætti sagnhafi að gera ráð fyrir því að vestur valdi hjartalitinn. Þá hefur vestur byrjað með fimmlit í tígli, en austur með tvílit. Og líkur á því að kóng- urinn í tígli sé í hópi fimm spila eru auðvitað mun meiri en að hann sé í tvílit. Þess vegna er rétt að stinga upp ásnum. Keppendur leystu þessa þraut á fjórum borðum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 16. október, er sjötug frú Ingi- björg Hólm Vigfúsdóttir, Grundarstíg 9, Sauðár- króki, lengst af starfs- maður við íþróttamann- virki og Barnaskóla Sauðárkróks. Eiginmaður hennar var Eiður B. Sig- tryggsson vélsmiður. Hún verður að heiman. 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn 17. október, verður sextug- ur Elfar Guðni Þórðarson, listmálari, Sjólyst, Stokks- eyri. Elfar tekur á móti gestum í vinnustofu sinni í Hafnargötu 9 (Hús Hólma- rastar), Stokkseyri kl. 20. Í tilefni dagsins opnar hann málverkasýningu. 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 c6 4. f4 Da5 5. Bd3 e5 6. Rf3 Bg4 7. Be3 Rbd7 8. O-O Be7 9. De1 Bxf3 10. Hxf3 Rg4 11. Bd2 Db6 12. Re2 c5 13. Ba5 Dc6 14. h3 Rgf6 15. fxe5 dxe5 16. d5 Dc8 17. c4 O-O 18. Rg3 g6 19. Bd2 Re8 20. Bh6 Rg7 Staðan kom upp í Evrópukeppni landsliða sem fram fer núna í Plovdiv í Búlgaríu. Hrvje Stevic (2555) hafði hvítt gegn Constantinos Papatryfonos (2111). 21. Rf5! Rxf5?! Betra var að reyna 21...gxf5 22. Hg3 Bf6 23. Hxg7+ Kh8 þó að hvítur stæði einnig betur. 22. exf5 He8 23. fxg6 hxg6 24. Dg3 Bf8 25. Hxf7! Kxf7 26. Dxg6+ og svartur gafst upp. [1:0] SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÞRÁÐARLEGGSVÍSUR Ekki kann ég upp á legg að vinda, heldur vil ég rífa hrís og binda, standa í flagi og stinga torf, stauta út með ljá og orf, í fjúki sjálfur fara til minna kinda. Heldur vil ég hafa mig út að saga, og heyið fyrir fjóskonurnar draga, brynna kúnum, bera’ á völl, frá bæjardyrum skófla mjöll, heldur en þennan þráðarlegg að laga. - - - Hallgrímur Pétursson LJÓÐABROT Ljósmynd/Sigga Dóra BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst sl. í Miðdals- kirkju í Laugardal af sr. Erni Bárði Jónssyni þau Ólöf Kristín Kristjánsdóttir og Ólafur Friðrik Gunn- arsson. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 16. október, er fimmtugur Hall- grímur Pétur Gunn- laugsson, varðstjóri hjá Strætó bs. Í tilefni þess tek- ur hann á móti vinum og vandamönnum nk. laug- ardag 18. október eftir kl. 20.30 í Fóstbræðraheim- ilinu, Langholtsvegi 115.         Kringlunni, sími 568 1822. Kringlukast 16.-19. október Mörg góð tilboð FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 barnaskór - leður Svartir, rauðir, dökkbrúnir St. 26-35 Verð áður 4.995 Verð nú 2.995 Teg: 21901 - 21902 - 21903

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.