Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert skarpskyggn og var- kár og hefur sterka réttlæt- iskennd. Þú ættir að leggja hart að þér á þessu ári og búa þannig í haginn fyrir breytingar á næsta ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur þörf fyrir að kafa til botns í hlutunum. Samtal við einhvern getur leitt til þess að þú öðlist dýpri skilning á hlut- um sem þú hefur verið að velta fyrir þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Dagurinn hentar vel til rann- sóknarvinnu. Þú gætir fundið nýjar lausnir á gömlum vandamálum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hvers konar ráðgátur heilla þig í dag. Þú hefur gaman að leikjum og verkefnum sem reyna á skarpskyggni þína. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gætir komist að fjöl- skylduleyndarmáli í dag. Dag- urinn er því tilvalinn til rann- sóknarvinnu í erfða- og sagnfræði. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert viss um að þú hafir á réttu að standa í ákveðnu máli og hefur því mikla þörf fyrir að sannfæra aðra. Gættu þess að ganga ekki of langt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir fundið nýja lausn á gömlu vandamáli ef þú gefur þér tíma til að liggja yfir því. Þú gætir líka fundið nýja fjár- öflunarleið eða hagstæðari leið til að gera hlutina. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú munt hugsanlega hitta ein- hvern sem er þér fremri á ákveðnu sviði í dag. Sagt er að kennarinn birtist þegar nem- andinn er tilbúinn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú átt óvenju auðvelt með að kafa til botns í hlutum og því hentar dagurinn vel til rann- sóknarvinnu. Þetta á sér- staklega við um mál sem tengjast tryggingum, yf- irvöldum og stórum stofn- unum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Fólk hefur mikla þörf fyrir að telja aðra á sitt band í dag þar sem allir telja sig hafa á réttu að standa. Reyndu að líta á hlutina í því samhengi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hikaðu ekki við að leita nýrra lausna á vandamálum í vinnunni. Vertu opinn fyrir hugmyndum sem geta haft já- kvæð áhrif á starfsframa þinn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur óvenju mikinn áhuga á heimspeki, trúmálum og stjórnmálum í dag. Þú vilt komast að kjarna málsins. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hvers konar rannsóknarvinna liggur vel fyrir þér í dag. Not- aðu tækifærið til að leita lausna á vandamálum sem tengjast fjármálum, sameig- inlegum eignum, skuldum og sköttum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Í SEX spöðum suðurs eru tvær svíningar í boði og nóg að önnur heppnist. Slíkar slemmur teljast góðar: Norður ♠ D108 ♥ KD63 ♦ 632 ♣Á104 Suður ♠ ÁG973 ♥ Á5 ♦ ÁD8 ♣KD5 Spilið er frá Yokohama- mótinu um síðustu helgi. Á fimm borðum af sex varð niðurstaða sagna sex spaðar í suður. Lauf var hið algenga útspil. Flestir sagnhafar tóku á laufás- inn í borði og svínuðu fyr- ir spaðakóng. En kóngur- inn reyndist vera í vestur og lauf kom til baka. Sagnhafi á ellefu slagi og virðist ekki eiga annan möguleika en tígulsvín- ingu til að ná í þann tólfta. En eitt og annað kemur í ljós sem gæti breytt þeirri áæltun. Þegar trompin eru tekin upplýsist að vestur hefur byrjað með tvö. Sagnhafi tekur þriðja laufið og vestur reynist einnig vera með tvíspil þar. Hann á sem sagt níu rauð spil. Norður ♠ D108 ♥ KD63 ♦ 632 ♣Á104 Vestur Austur ♠ K6 ♠ 542 ♥ G1074 ♥ 982 ♦ K10754 ♦ G9 ♣73 ♣G9862 Suður ♠ ÁG973 ♥ Á5 ♦ ÁD8 ♣KD5 Öll trompin eru tekin og vestur neyðist til að fara niður á tígulkóng blankan til að geta valdað hjartað. Sagnhafi tekur síðan þrjá slagi á hjarta og spilar loks tígli úr borði í tveggja spila endastöðu. Á hann að svína eða spila upp á þvingun og veiða kónginn blankan fyrir aft- an? Þetta lítur út eins og hittingur, en er það alls ekki. Ef austur er með þrettánda hjartað á hann aðeins einn tígul og þá hlýtur spilið að tapast. Því ætti sagnhafi að gera ráð fyrir því að vestur valdi hjartalitinn. Þá hefur vestur byrjað með fimmlit í tígli, en austur með tvílit. Og líkur á því að kóng- urinn í tígli sé í hópi fimm spila eru auðvitað mun meiri en að hann sé í tvílit. Þess vegna er rétt að stinga upp ásnum. Keppendur leystu þessa þraut á fjórum borðum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 16. október, er sjötug frú Ingi- björg Hólm Vigfúsdóttir, Grundarstíg 9, Sauðár- króki, lengst af starfs- maður við íþróttamann- virki og Barnaskóla Sauðárkróks. Eiginmaður hennar var Eiður B. Sig- tryggsson vélsmiður. Hún verður að heiman. 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn 17. október, verður sextug- ur Elfar Guðni Þórðarson, listmálari, Sjólyst, Stokks- eyri. Elfar tekur á móti gestum í vinnustofu sinni í Hafnargötu 9 (Hús Hólma- rastar), Stokkseyri kl. 20. Í tilefni dagsins opnar hann málverkasýningu. 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 c6 4. f4 Da5 5. Bd3 e5 6. Rf3 Bg4 7. Be3 Rbd7 8. O-O Be7 9. De1 Bxf3 10. Hxf3 Rg4 11. Bd2 Db6 12. Re2 c5 13. Ba5 Dc6 14. h3 Rgf6 15. fxe5 dxe5 16. d5 Dc8 17. c4 O-O 18. Rg3 g6 19. Bd2 Re8 20. Bh6 Rg7 Staðan kom upp í Evrópukeppni landsliða sem fram fer núna í Plovdiv í Búlgaríu. Hrvje Stevic (2555) hafði hvítt gegn Constantinos Papatryfonos (2111). 21. Rf5! Rxf5?! Betra var að reyna 21...gxf5 22. Hg3 Bf6 23. Hxg7+ Kh8 þó að hvítur stæði einnig betur. 22. exf5 He8 23. fxg6 hxg6 24. Dg3 Bf8 25. Hxf7! Kxf7 26. Dxg6+ og svartur gafst upp. [1:0] SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÞRÁÐARLEGGSVÍSUR Ekki kann ég upp á legg að vinda, heldur vil ég rífa hrís og binda, standa í flagi og stinga torf, stauta út með ljá og orf, í fjúki sjálfur fara til minna kinda. Heldur vil ég hafa mig út að saga, og heyið fyrir fjóskonurnar draga, brynna kúnum, bera’ á völl, frá bæjardyrum skófla mjöll, heldur en þennan þráðarlegg að laga. - - - Hallgrímur Pétursson LJÓÐABROT Ljósmynd/Sigga Dóra BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst sl. í Miðdals- kirkju í Laugardal af sr. Erni Bárði Jónssyni þau Ólöf Kristín Kristjánsdóttir og Ólafur Friðrik Gunn- arsson. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 16. október, er fimmtugur Hall- grímur Pétur Gunn- laugsson, varðstjóri hjá Strætó bs. Í tilefni þess tek- ur hann á móti vinum og vandamönnum nk. laug- ardag 18. október eftir kl. 20.30 í Fóstbræðraheim- ilinu, Langholtsvegi 115.         Kringlunni, sími 568 1822. Kringlukast 16.-19. október Mörg góð tilboð FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 barnaskór - leður Svartir, rauðir, dökkbrúnir St. 26-35 Verð áður 4.995 Verð nú 2.995 Teg: 21901 - 21902 - 21903
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.