Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Kristinn David Attwood segist hrifinn af Íslandi, ekki síst að vetrarlagi, og ætlar að koma hingað aftur. „ÉG hlakka til að komast í heitan pott,“ sagði David Attwood, 38 ára bandarískur göngugarp- ur, í gærkvöldi eftir tapaða glímu við íslenskan vetur á Fimmvörðuhálsi, eitt mesta veðravíti landsins. David hefur oft komið til landsins og langaði að þessu sinni til að fara í alvöru vetr- arleiðangur og valdi sér metnaðarfullt verkefni; fara fótgangandi frá Þórsmörk í Skóga. Við góðar aðstæður er þetta meðalerfið dagsganga en getur snúist upp í mikla háskaför ef menn villast eða lenda í slæmu veðri. Upphaflega ætlaði David að fara Laugaveg- inn svokallaða, frá Landmannalaugum til Þórs- merkur, en fékk ekki far upp í Laugar. Því varð Fimmvörðuháls fyrir valinu. Hann var einn síns liðs og lagði upp frá Bás- um á mánudag og hafði það hálfa leið í Skóga. Hríðarveður stöðvaði hann þegar hann átti skammt eftir í skála Útivistar uppi á háheiðinni. „Mér gekk vel þangað til snjónum fór að kyngja niður. Það var 30 til 40 cm djúpur snjór sem huldi slóðann. En ég var með tjald og sló því upp fyrir nóttina (aðfaranótt þriðjudags) og morguninn eftir hafði ég samband við björg- unarsveitir og leitaði ráða hjá þeim. Mér var ráðlagt að snúa við niður í Þórsmörk. Það var ekki hætta á ferð, en hefði ég haldið áfram áleiðis að Skógum hefði ég lent í hættu, enda var veðrið slæmt. Ég var ágætlega búinn og var aldrei kalt.“ Liðsmenn Dagrenningar frá Slysavarnafélag- inu Landsbjörg fóru í gær inn í Bása, sóttu Dav- id og komu honum í rútu til Reykjavíkur en hann hugðist fara heim í dag, miðvikudag. David er frá New York og starfar þar í tölvu- geiranum. Honum tókst ekki að sannfæra eig- inkonu sína um að koma með til Íslands þannig að hann kom hingað einn síns liðs. „Ég hef komið hingað sex eða sjö sinnum áður og stund- að gönguferðir og fjallgöngur. Ég er mjög hrif- inn af landinu, ekki síst að vetrarlagi.“ Hann hrósar björgunarsveitunum fyrir vel unnin störf og segir liðsmenn Landsbjargar hafa verið mjög hjálpsama. Þótt þessi ferð hafi mistekist stefnir David að því að koma hingað aftur og klára leiðangurinn við betra tækifæri. Bandarískur göngumaður lenti í klóm Vetrar konungs á Fimmvörðuhálsi „Hlakka til að kom- ast í heitan pott“ FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ DV GJALDÞROTA Útgáfufélag DV var úrskurðað gjaldþrota í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur. Óskaði félagið sjálft eftir því að vera tekið til gjald- þrotaskipta. Blaðið mun áfram koma út á ábyrgð og reikning dótturfélags Landsbanka Íslands sem er lang- stærsti kröfuhafinn. Að sögn Þor- steins Einarssonar skiptastjóra eru heildarskuldir þrotabúsins taldar vera rúmlega 1.100 milljónir kr. Eimskip skipt upp Ákveðið var á stjórnarfundi Hf. Eimskipafélags Íslands í gær að skipta félaginu upp í tvö félög. Mun annað félagið, Eimskipafélag Ís- lands, annast alla flutningastarfsemi eins og verið hefur frá stofnun fé- lagsins. Hitt félagið, Burðarás, mun sinna fjárfestingarstarfsemi og taka yfir hlutabréf í Brimi hf. Ingimund- ur Sigurpálsson, forstjóri Eimskipa- félagsins, óskaði eftir lausn frá störf- um í ljósi þessara breytinga. Listahátíð árlega frá 2005 Ríkisstjórnin samþykkti í gær að Listahátíð í Reykjavík verði haldin árlega frá 2005 og að framlög rík- isins verði á hverju ári 30 milljónir kr. Á fundi borgarráðs var þá sam- þykkt 30 milljóna kr. framlag borg- arinnar fyrir hátíðina 2005. Ekki nauðasamningar Hæstiréttur staðfesti í gær úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 17. október þar sem hafnað var kröfu fuglabúsins Móa hf. um að fé- laginu yrði veitt heimild til nauða- samningsumleitana. Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir gjaldþrot Móa að sögn lögmanns félagsins. Ólga á Sri Lanka Forseti Sri Lanka, Chandrika Kumaratunga, leysti þrjá ráðherra í ríkisstjórn landsins frá völdum í gær er forsætisráðherrann, Ranil Wickremesinghe, var staddur er- lendis. Forsetinn lét einnig hermenn taka sér stöðu við mikilvægar bygg- ingar. Aðgerðirnar eru taldar munu auka á pólitískan óstöðugleika. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 29 Viðskipti 12/13 Viðhorf 30 Úr verinu 13 Minningar 30/33 Erlent 14/15 Brids 34 Minn staður 16 Bréf 37 Höfuðborgin 17 Kirkjustarf 37 Akureyri 18/19 Dagbók 38/39 Suðurnes 18/19 Staksteinar 38 Landið 19 Íþróttir 40/43 Daglegt líf 20/21 Fólk 44/49 Listir 22/24 Bíó 46/49 Umræðan 24/25 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * FJÖR Í DAYTONA VW CROSSFOX NÝR TRANSPORTER BÍLASALAN  BAKSVIÐ ENDURO  AUDI LE MANS  FORD FOCUS C-MAX FIMM SÆTA MEÐ FJÖLNOTALAGI FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is KIA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Láttu flér ekki ver›a kalt! Fjarstart með eða án þjófavarnar. Hlýleg tilhugsun. S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun SKYNDILEGA varð allt hvítt og það var sem fólki væri kippt inn í vet- urinn á augabragði rétt fyrir hádegi í gær. Allir sem vettlingi gátu valdið nutu nýsnævisins, bjuggu til snjóhús eða fóru í snjókast. Að sjálfsögðu er það illur leikur að ráðast á aðra með ofurefli, en hér virðast tveir etja kappi saman og ólíklegt að stráksi hafi komist upp með að halda uppi ítrekuðum snjóboltaárásum á stúlk- una. Þessi snjór mun þó varla endast lengi því spáð er talsverðum hlýind- um allt fram undir helgi. Morgunblaðið/Þorkell Skyndi- lega allt hvítt RÍKISSTJÓRN samþykkti í gær að lagt verði fyrir stjórnarflokkana frumvarp til laga um uppfinningar starfsmanna. Á minnisblaði iðnaðar- ráðherra segir að löggjöf um upp- finningar starfsmanna hafi verið í gildi um árabil annars staðar á Norð- urlöndunum og víðar. Setning slíkra laga hér á landi er talin geta eytt nokkurri réttaróvissu um túlkun á lögum um einkaleyfi og kann hugs- anlega að leiða til fjölgunar einka- leyfa. Markmiðið með frumvarpinu er að setja réttarreglur um uppfinningar starfsmanna sem taki bæði tillit til hagsmuna atvinnurekanda og starfs- manns. Taki til starfsmanna almennt „Þeir þurfa þá ekki að semja sín á milli um öll atriði, t.d. um rétt starfs- manns til uppfinningar, sem hann kemur fram með, og framsalsrétt at- vinnurekandans til uppfinningarinn- ar gegn sanngjörnu endurgjaldi en slíkt endurgjald er talið geta örvað starfsmenn til að koma fram með einkaleyfishæfar uppfinningar,“ segir í minnisblaði ráherra. Þá kemur fram að lögin taki eins og í Noregi til starfsmanna almennt og þá einnig starfsmanna er sinna vísindastörfum við háskóla eða aðra skóla á háskólastigi, svo og opinber- ar rannsóknarstofnanir. „Þá tak- markast lögin við einkaleyfishæfar uppfinningar og ná því ekki til tölvu- forrita og viðskiptaaðferða sem slíkra, hönnunar né hugverka sem uppfylla ekki skilyrði einkaleyfisum- sóknar en eru þó hagnýtanleg.“ Lög undirbúin um upp- finningar starfsmanna ÚTLIT er nú fyrir að öllu óbreyttu að eigið fé Fæðingarorlofssjóðs verði að fullu uppurið um áramótin 2004/ 2005, eða nokkru fyrr en áður var talið. Skv. nýju yfirliti yfir stöðu Fæðingarorlofssjóðs, sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær, var greidd- ur tæpur 4,1 milljarður kr. úr Fæð- ingarorlofssjóði á fyrstu níu mánuð- um ársins. Áætlanir félagsmála- ráðuneytisins gera nú ráð fyrir að útgjöld sjóðsins síðustu þrjá mánuði ársins verði á bilinu 1.350 til 1.400 milljónir kr. Skv. fjárlögum ársins 2003 er gert ráð fyrir að útgjöld Fæðingarorlofs- sjóðs verði 5,3 milljarðar kr. Tekjur sjóðsins af tryggingagjaldi eru áætl- aðar um 3,9 milljarðar og ríkisfram- lagið tæpar 400 millj. kr. Gjöld um- fram tekjur eru í fjárlögum áætluð 1 milljarður kr. Í árslok 2002 var eigið fé sjóðsins rúmir 2,5 milljarðar. Var því gert ráð fyrir að þessi inneign yrði um 1,5 milljarðar kr. í árslok 2003. Raunverulegar greiðslur úr sjóðn- um það sem af er árinu og ný áætlun um greiðslur síðustu mánuði ársins benda hins vegar til að útgjöld um- fram áætlun fjárlaga verði 150–200 milljónir kr. og eigið fé sjóðsins í árs- lok verði því lægra sem nemur þess- ari fjárhæð, eða um 1,3–1,4 milljarð- ar. Staða Fæðingar- orlofssjóðs verri en áætlað var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.