Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurjón Krist-björnsson húsa- smíðameistari fæddist á Birnu- stöðum á Skeiðum 28. febrúar 1921. Hann lést á Land- spítala - háskóla- sjúkrahúsi 17. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristbjörn Hafliðason, bóndi á Birnustöðum, f. 17.10. 1881, d. 8.11. 1968 og kona hans Valgerður Jónsdótt- ir, f. 2.2. 1892, d. 15.6. 1957. Sig- urjón ólst upp hjá móðursystur sinni Gróu Jónsdóttur, f. 1877, d. 1973, og eiginmanni hennar, Kristjáni Magnússyni, bónda á Syðra Langholti í Hrunamanna- hreppi, f. 1870, d. 1947. Sigurjón var áttundi í röð fimmtán systk- ina. Systkini hans frá Birnustöð- um eru Jón (látinn), Sighvatur, Sigríður (lést ungabarn), Sigríð- ur, Ólafur (látinn), Margrét (lát- in), Guðlaug, Guðrún (lést um fermingu), Vilborg (látin), Bjarni, Emilía, Sigrún, Hafliði og Rúnari Daníelssyni, f. 1941, dæt- ur þeirra eru Rósa, f. 1970 og Helga Andrea, f. 1975. 2) Haukur Harðarson, f. 20. mars 1952, kvæntur Svanlaugu Thoraren- sen, f. 1960, börn þeirra eru Haukur Örn, f. 1981 og Sara, f. 1986. 3) Hörður Harðarson, f. 20. mars 1952, kvæntur Brynhildi Pétursdóttur, f. 1962, sonur þeirra er Hörður Gautur, f. 1996, dætur Harðar og Önnu Mar- grétar Guðmundsdóttur eru Anna Björk, f. 1979 og Hrönn, f. 1981. Sigurjón bjó hjá fósturforeldr- um sínum fram yfir tvítugt og aðstoðaði þau við landbúnaðar- störfin. Hann fluttist síðan til Reykjavíkur, nam húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík og komst á iðnsamning hjá elsta bróður sínum Jóni sem rak trésmíðafyr- irtækið Jón og Gissur. Árið 1952 stofna bræðurnir Sigurjón og Jón trésmíðafyrirtækið Listann ásamt mági sínum, Jóni Guð- mundssyni. Þeir bræður seldu mági sínum hlut sinn í Listanum árið 1974 og hóf Sigurjón þá störf í trésmíðaflokki hjá SÍS. Árið 1983 gerðist Sigurjón hús- vörður hjá Samvinnubankanum þar sem hann lauk starfsferli sínum sjötugur, árið 1991. Útför Sigurjóns fór fram frá Langholtskirkju í kyrrþey 28. október. Guðrún (lést á fyrsta ári). Uppeldissystkini frá Syðra Langholti eru Katrín, f. 1901, d. 1977, Margrét, f. 1903, d. 1988, Jó- hanna, f. 1906, d. 1991, Bjarni, f. 1908, d. 1965, Jóna, f. 1911, d. 1991, og Ólína, f. 1916. Sigurjón kvæntist 12. ágúst 1964 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Helgu Andreu Lárusdóttur, f. 29. október 1925. For- eldrar hennar voru Lárus Pálmi Lárusson, f. 15.5. 1896, d. 22.6. 1954, og Unnur Helgadóttir, f. 20.2. 1903, d. 10.10. 1976. Börn Sigurjóns og Helgu Andreu eru: 1) Kristján, f. 20. janúar 1958, kvæntur Dúnu Magnúsdóttur, f. 1954, börn þeirra eru Sunna Dís, f. 1984 og Anton Orri, f. 1995. 2) Helga, f. 16. nóvember 1964, í sambúð með Guðrúnu Kötlu Hen- rysdóttur, f. 1968. Fyrir átti Helga Andrea þrjú börn, þau eru: 1) Unnur Stephensen, f. 10. janúar 1944, gift Margeiri Sigurjón Kristbjörnsson kom inn í líf mitt þegar ég var 12 ára eins og himnasending. Móðir mín var þá einstæð móðir með þrjú börn og bjó við þröngan kost. Sig- urjón var á þeim tíma að koma sér upp fallegri sérhæð í Glaðheim- um, en það hús hafði hann byggt ásamt fleirum og við fluttum til hans. Ég hafði sannarlega verið bænheyrð að við eignuðumst okk- ar eigið heimili með góðum manni, en traustari og heiðarlegri mann hefði ég ekki getað hugsað mér. Ég var fyrst í stað feimin og óörugg og hann var dulur að eðl- isfari og flíkaði ekki tilfinningum sínum. En ég gerði mér fljótt grein fyrir hvílíkan öðling hann hafði að geyma. Sigurjón var lærður smiður, hann var einstaklega vinnusamur og allt lék í höndunum á honum. Hann vann við húsasmíðar og rak trésmíðaverkstæði um tíma ásamt fleirum og hafði sjálfur innréttað íbúðina og smíðað fjölmargt til heimilisins. Bílskúrinn sinn hafði hann innréttað sem verkstæði og þangað fór hann oft til að dytta að hinu og þessu. Á efri árum, eftir að hann var hættur störfum, smíð- aði hann ýmsa nytjahluti af mikilli smekkvísi sér til ánægju og öðr- um til gleði, svo sem krúsir undir penna, skálar og lampa, og margt fleira. Matargerð var einnig áhugamál hans. Hann bakaði brauð og form- kökur að ógleymdri kæfunni sem hann bjó til og var ómissandi á borðum. Sigurjón var mjög úr- ræðagóður, eitt atvik kemur mér í huga í því sambandi. Ég var að fara í fyrstu utanlandsferð mína, handtaskan mín var með slitin hliðarbönd og ég hafði fengið lán- aða tösku, en hún reyndist ekki nógu góð. Tíminn var orðinn naumur og seint kvöldið áður brunaði ég inn svefnherbergi til Sigurjóns og bar undir hann vandkvæði mín. Hann horfði á mig um stund, vippaði sér fram úr rúminu, tók fram úr skóskápnum gamla skó, sem hann var hættur að nota, sneið til pjötlur úr skót- ungunum og saumaði þær sitt hvoru megin á hliðarböndin. Ég var alsæl. Sigurjón var einn hinna hóg- væru í landinu. Hann sótti ekki mikið mannamót og umgekkst ekki marga utan vinnu sinnar en átti sína spilafélaga sem hann hitti reglulega. Hann var viðræðu- góður og þægilegur í viðkynningu, hlýr en dulur, vel lesinn og fróður um menn og málefni. Hann var fastur fyrir, jafnvel þrjóskur, og vissi hvað hann vildi, jafnframt því að vera blíður og nærgætinn. En fyrst og síðast var það fjöl- skylda hans og heimili sem átti hug hans og hann hlúði að. Elsku Sigurjón, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem þú gafst mér og mínu fólki. Á kveðju- stund er mér efst í huga að þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Unnur. Elsku afi. Þau ár sem ég hef lifað hefur þú alltaf verið partur af þeim. Öll jól, afmæli og gleðistundir. Alltaf varst þú þar. Þú varst maður fárra orða en nærvera þín og verksemi sagði meira en þúsund orð. Þú varst svo hógvær. Traust- ari og orðheldnari mann er erfitt að finna í heimi hér. Þú hjálpaðir ömmu í gegnum hennar veikindi og varst alltaf svo sterkur. Þú eld- aðir, bakaðir, sást um allt heim- ilishald og umönnun ömmu þegar hún þurfti á að halda. Á þennan hátt held ég að þú hafir sýnt ömmu ást þína á henni, því ekki varstu orðmargur. Í gegnum súrt og sætt stóðstu ávallt sem klettur. Amma var þér allt og síðustu vik- ur lífs þíns hafðir þú áhyggjur af henni og hvernig henni myndi reiða af, þegar þú værir farinn. Það segir mikið um þig og um- hyggju þína gagnvart ömmu. Börn þín gátu alltaf leitað til þín þegar þau stóðu í fram- kvæmdum á heimili sínu, því sannkallaður listasmiður varstu. Sjálf gat ég leitað til þín; fyrir um fjórum árum hjálpaðir þú mér að parketleggja stofuna og síðast fyrir um tveimur árum lagðir þú nýjar borðplötur á eldhúsið hjá mér. Þá áttræður. Nú ætla ég að finna góðan stað á heimilinu mínu fyrir lampann sem þú smíðaðir og gafst mér í jólagjöf. Ljós þitt mun skína að eilífu. Elsku afi, þín er saknað. Mér þykir leitt að hafa ekki getað komið til þín og kvatt þig, en þó ég vissi hvert stefndi hélt ég að þú yrðir hér hjá okkur aðeins lengur. Hvíl í friði, elsku afi. Þín Andrea. Elsku afi. Nú þegar þú ert farinn frá okk- ur sjáum við virkilega hvað við höfum misst. Öll jóla- og fjöl- skylduboðin eiga eftir að verða svo tómleg án þín, því jafnvel þótt þú hafir aldrei verið margorður varstu alltaf til staðar fyrir alla. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa þegar á þurfti að halda og stóðst líka eins og klettur við hlið ömmu í veikindum hennar, því hefur enginn gleymt, afi. Uppgjöf var eitthvað sem þú þekktir aldrei og bjartsýnin var þitt leiðarljós. Við systkinin munum heldur aldrei gleyma þegar þið amma komuð reglulega til okkar að spila rummikub, þá var nú mikið hlegið og sprellað. Þessar stundir voru stór þáttur í tilveru okkar beggja og við eigum svo sannarlega eftir að sakna þeirra. Við ætlum að geyma allar þær góðu stundir sem við áttum með þér í hjarta okkar. Lífið hefði aldrei orðið eins án þín og við er- um þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast svona ljúfum og hjarta- góðum manni eins og þú varst, afi. Þess vegna var líka svo erfitt að horfa upp á það þegar veikindin fóru að segja til sín og við fundum svo mikið til með þér þá og sökn- um þín svo sárt núna. Þó maður hafi í raun alltaf vitað hverjar af- leiðingarnar yrðu var samt af- skaplega erfitt að kveðja þig. Við getum samt huggað okkur við það að þér líður miklu betur þar sem þú ert núna og trúum því í hjarta okkar að þú getir fylgst með okk- ur og séð hvað öllum þótti vænt um þig. Hvíldu í friði, elsku besti afi. Þín einlægu Sunna Dís og Anton Orri. SIGURJÓN KRISTBJÖRNSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐRÚNAR S. GUÐMUNDSDÓTTUR, Melgerði 21, Reykjavík, sem lést á Skjóli þriðjudaginn 28. október, verður gerð frá Bústaðakirkju föstudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurbjörg Axelsdóttir, Guðmundur Axelsson, Ólafía Lárusdóttir, Axel Axelsson, Steinunn D. Gunnarsdóttir. Við fjölskyldan þökkum ykkur innilega fyrir veittan stuðning og samúð við andlát móður okkar, dóttur, systur og frænku, VERU VAN THI NGUYEN, Máni Cong Van Jósepsson, Dísa Mai Thi Jósepsdóttir, Rósa Ðao Thi Bui, Hoang Thi Tam, Khai Van Nguyen, Huong Thi Nguyen, Hoa Thi Nguyen. Gia ình chúng tôi xin chân thành cm n s óng góp và giúp  tân tình ca tt c bà con ã chia bun v i gia ình chúng tôi trong tang l m ca chúng tôi, con gái ca tôi, ng i ch ca chúng tôi và ng i cô ca chúng tôi. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, HELGA BENEDIKTSDÓTTIR, Miðengi, Grímsnesi, lést á Hrafnistu, Reykjavík, mánudaginn 3. nóvember. Halldóra Kristinsdóttir, Guðbrandur Kristjánsson, Valgerður Kristinsdóttir, Gústav Guðnason, Þórunn Kristinsdóttir, Eiríkur Helgason, Katrín Kristinsdóttir, Árni Þorvaldsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, HELGI G. ÞÓRÐARSON verkfræðingur, er látinn. Thorgerd E. Mortensen, Þórður Helgason, Halldóra D. Kristjánsdóttir, Daníel Helgason, Vigdís Jónsdóttir, Hallur Helgason, Kolbrún Ýr Gísladóttir, Kristín Svanhildur Helgadóttir, barnabörn, Þórunn Þórðardóttir. Ástkær faðir okkar og vinur, HAUKUR INGASON, Hlíðarvegi 5, Ytri-Njarðvík, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 7. nóvember kl. 14.00. Martha Hauksdóttir, Aðalsteinn Hauksson, Haukur Ingi Hauksson, Hrafn Hauksson, Hildur Hauksdóttir, Þórður Helgi Þórðarson, Guðrún Guðmundsdóttir. Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.