Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SIGURÐUR Gústafsson,hönnuður og arkitekt,hreppti Torsten og WanjaSöderbergs Scandinav- iska Designpris í ár, en það eru ein virtustu hönnunarverðlaun í heim- inum í dag, og nemur verðlauna- upphæðin 500.000 sænskum krón- um, eða tæpum fimm milljónum íslenskum. Sigurður segir að út- hlutunarnefnd verðlaunanna sé skipuð safnstjórum hönnunar- safna allra Norðurlandanna, og viðurkenningin sé fyrir störf hans að hönnun á liðnum árum. Hönn- uðir úr öllum greinum hönnunar koma til greina; viðurkenningin nær yfir vítt svið, og í fyrra var það til dæmis grafískur hönnuður sem fékk verðlaunin og fyrir nokkrum árum fékk Liv Blåvarp skartgripahönnuður þau, en hún sýndi verk sín nýverið í Norræna húsinu í Reykjavík. „Verðlaunin eru góð fyrir mitt eigið egó, en því miður hafa þau ekki mikla þýð- ingu á Íslandi. Þar er ekki tekið eftir svonalöguðu og verðlaun sem þessi virðast skipta Íslendinga litlu máli. Þeir gera sér enga grein fyr- ir þýðingu viðurkenninga af þessu tagi, og mér finnst ríkja algjört skilningsleysi á þessari grein yf- irleitt.“ Ráðherrann upptekinn Sigurður er þungorður í garð stjórnvalda sem hann segir ekki bera nokkurt skynbragð á gildi og möguleika hönnunar í íslensku menningarsamfélagi. „Ég er til dæmis að sýna út um allan heim; núna í Shanghai í Kína, á sýningu sem fer þaðan til Peking, og auð- vitað er það um leið kynning á ís- lenskri menningu. Það eru fyr- irtæki sem ég vinn með sem standa að sýningunni. Utanríkisráðu- neytið og iðnaðarráðuneytið virð- ast ekki taka eftir þessu, eða gera sér grein fyrir því að þarna sé ver- ið að kynna íslenska menningu. En verðlaun og viðurkenningar eins og ég hef verið að fá eru ekki grip- in upp af götunni. Að baki liggur mikil vinna. Verðlaunin sem ég var að fá núna eru sambærileg við bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs og verðlaunaféð til marks um að þetta eru ein stærstu hönnunarverðlaun í heiminum. Þegar verðlaunaveitingin var kynnt kom fólk úr sjóðnum hing- að, en íslenski menntamálaráð- herrann hafði ekki tíma til að vera á staðnum, vegna þess að hann var að undirrita samning um bygg- ingu á sundlaug úti á landi. Mér fannst það segja sína sögu, og vera móðgun við það fólk sem var kom- ið hingað frá útlöndum til að kynna og veita þessi verðlaun á Ís- landi.“ Hafa talað í 30 ár um hönnunarmiðstöð Sigurður segir stjórnmálamenn gjarna á að tala um hönnun á tylli- dögum, án þess að hafa nokkurn skilning á greininni þess á milli. „Það er búið að tala um það í þrjá- tíu ár að stofna hér hönnunar- miðstöð, það er ennþá verið að tala um það, en ekkert gerist. Að vísu er búið að stofna hönnunarsafn og er það mikil framför. Þeir sem að því stóðu eiga þakkir skildar. Það er ausið fé í fólk sem vinnur við alls konar handverk, og ef þú ferð á Netið og flettir í leitarvélum að Icelandic Design, þá færðu upp ótal lopapeysusíður. Hvar er ís- lensk hönnun? Við sem erum að vinna í þessari grein erum að plægja nýja markaði erlendis, og gerum það upp á eigin spýtur. En þeim sem ná árangri er ekki hampað að verðleikum, og ekkert gert úr árangri þeirra. Þó getur legið áratuga vinna að baki ár- angrinum. Sjálfur er ég búinn að vera í þessu í tíu ár, og búinn að fylla 400 fermetra sal af hús- gögnum, og er rétt að byrja. Það er ómögulegt að skilja hvers vegna það fólk sem hefur náð góð- um árangri er ekki nýtt betur. Þetta fólk gæti til dæmis verið að hanna fyrir sendiráðin og op- inbera staði, til dæmis staði sem erlendir gestir sjá. Úti í löndum stendur alltaf við verk mín að ég sé íslenskur hönnuður, en sú eft- irtekt sem það vekur úti nær ekki hingað heim. Stundum held ég að það væri betra að flytja til útlanda, því í rauninni bý ég á Íslandi en vinn mest erlendis. Á síðustu þremur árum er ég búinn að fá sex milljónir í heiðursverðlaun fyrir verk mín, en það eina sem ég heyri frá íslenskum stjórnvöldum er að ég fæ að borga helminginn af þess- um peningum í skatt. Þó eru þetta ekki tekjur í hefðbundnum skiln- ingi, heldur viðurkenning á fram- lagi mínu til þessarar greinar; hönnunarinnar.“ Sigurður segir ólíku saman að jafna, áhuga stjórnvalda á öðrum Norðurlöndum og hér heima. Blaðamaður minnist þess að hafa sótt alþjóðlegar tónlistarstefnur, þar sem Danir, Svíar og Finnar hafa lagt mikið upp úr því að kynna það besta í sinni hönnun um leið og þeir kynntu tónlist sína. Á sýningarbásum voru húsgögn og annar búnaður eftir þeirra fremstu hönnuði, unga sem reynda, og vissulega vöktu þeir miklu meiri athygli en þeir básar sem ekkert var í lagt. Erum við ekki að nýta svona tækifæri til að kynna okkar hönnun? „Það má segja að iðnaðarráðherra hafi ver- ið að vinna eitthvað að hönn- unarmálum, en almennt er þetta bara kosningatal, og svo gerist ekki neitt. Ég starfaði lengi í Form-Ísland, en nennti því ekki lengur, ég hafði ekki tíma til að tala um hluti sem aldrei verða að veruleika. Ég veit því ekki lengur í hvaða farvegi stofnun hönnunar- miðstöðvar er, en eins og ég sagði er búið að tala um það í þrjátíu ár að koma henni á koppinn.“ Sigurður hefur í æ ríkar snúið sér að erlenda hönn- unarmarkaðinum vegna á leysis hér heima. Hann er arkitekt, og hefur verið að hús fyrir Íslendinga, síðas urskóla fyrir Reykjavíkur hann segir þann markað a vísi. „Nú vil ég fara að sjá gerast. Árið 2005 verður t hönnunarár í Svíþjóð, og é gjarnan sjá fólk hætta að t um hlutina og fara að gera hvað. Svo finnst mér líka a fólk sem býr að minnsta ko landi eigi að njóta lágmark ingar af íslenskum ráðamö þegar það fær alþjóðlega v urkenningu. Annað finnst dónaskapur. Manni er ekk sinni óskað til hamingju.“ Englendingar eru farni hanna mikið fyrir ítölsk fy að sögn Sigurðar, vinna þó una heimafyrir. Fyrir Bre þetta ekki bara gríðarleg kynning, velgengnin skila inni líka tekjum. „Mér finn sérkennilegt að ekki skuli vilji til þess að nýta sér vel íslenskra hönnuða íslensk ingu til framdráttar.“ Ver unum sem Sigurður fékk n að verk hans eru nú til sýn Röhsska-safninu í Gautabo sýningin verður opnuð á m dag. „Þegar sýningin var k Sigurður Gústafsson fær virt hönnunarver Stjórnmálamenn tala um hönnun en gera lítið Morgunblað Sigurður Gústafsson ásamt Elsebeth Welander-Berggren, forstö manni Röhsska-safnsins, við athöfnina í Norræna húsinu á dögun Stólinn Tangó sem Sigurð ÓGN VIÐ HEIMSFRIÐINN? Niðurstöður skoðanakönnunarmeðal íbúa Evrópusam-bandsins, sem gaf til kynna að í þeirra augum væri Ísrael það ríki sem talið er mesta ógnin við heimsfriðinn, hefur vakið mikla at- hygli. Könnunin, sem framkvæmd var á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, náði til 7.515 íbúa í öllum fimmtán aðildarríkjum ESB. Þegar spurt var hvort einstök ríki væru talin ógna friði í heiminum töldu flestir það eiga við um Ísrael eða 59%. Alls sögðust 53% vera þeirrar skoðunar að Bandaríkin, Ír- an og Norður-Kórea væru ógn við frið í heiminum, 52% Írak, 50% Afg- anistan og 48% Pakistan. Það er hægt að túlka þessar nið- urstöður á mismunandi vegu. Í fyrsta lagi blasir við að þessar nið- urstöður lýsa mikilli andúð á stefnu Ísraelsstjórnar gagnvart Palestínu- mönnum og þeim yfirgangi er þeim síðarnefndu hefur verið sýndur á hernumdu svæðunum. Ísraelar hafa hvað eftir annað gripið til það harka- legra aðgerða að flestum er ofboðið. Ekki skal þó gert lítið úr þeim mikla öryggisvanda er Ísraelar búa við. Sú stefna öfgaafla meðal Palest- ínumanna að beita sjálfsmorðsárás- um gegn óbreyttum borgurum í Ísr- ael er fyrirlitleg. Skiljanlegt er að stjórnvöld í Ísrael reyni að vinna gegn þeirri ógn líkt og ríkisstjórnir allra ríkja er stæðu frammi fyrir sama vanda myndu gera. Þær leiðir sem farnar hafa verið virðast hins vegar oft fremur til þess fallnar að draga úr öryggi Ísraels en auka það. Brynvörðum sveitum er beitt gegn óbreyttum borgurum, hús jöfnuð við jörðu í stórum stíl og unn- ið er að byggingu múrs til að skilja að Ísrael og Vesturbakkann án þess þó að nokkuð sé skeytt um rétt Pal- estínumanna á svæðinu. Þjóð sem vill að virðing sé borin fyrir sér hag- ar sér ekki með slíkum hætti. Ísraelsk stjórnvöld hafa sent frá sér mótmæli vegna skoðanakönnun- arinnar þar sem segir m.a. „Evr- ópubúar virðast ekki átta sig á þeim þjáningum sem Ísraelar hafa mátt þola.“ Fjölmiðlar í Ísrael hafa sömu- leiðis gagnrýnt könnunina og ráð- herra í ísraelsku ríkisstjórninni hef- ur lýst yfir að hún sé lýsandi fyrir gyðingahatur meðal íbúa Evrópu. Ísraelar geta að mörgu leyti sjálf- um sér um kennt ef viðhorf í þeirra garð meðal Evrópubúa eru neikvæð og einkennast af reiði . Það er ekki hægt að vísa allri gagnrýni á Ísrael og aðgerðir Ísraela gegn Palestínu- mönnum á bug sem gyðingahatri. Evrópubúar verða hins vegar jafnframt að horfa í eigin barm. Gyðingahatur er sorglegur hluti af sögu Evrópu. Því er eðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort við- horf í garð Ísraels séu að einhverju leyti lituð af sögunni en ekki ein- ungis framferði þeirra gagnvart Pal- estínumönnum. Enn má reglulega sjá fréttir af því að grafreitir gyðinga eða bænahús hafi verið svívirt. Ekki síst hafa slík- ar fréttir borist reglulega frá Frakklandi á síðustu misserum. Síð- ast í gær varð yfirmaður sérsveita þýska hersins að segja af sér eftir að hafa orðið uppvís að því að taka und- ir með þingmanni er lagði að jöfnu aðgerðir gyðinga í rússnesku bylt- ingunni árið 1917 og stríðsglæpi nasista. Það heyrist æ oftar í umræðunni í Evrópu að aðgerðir Ísraela á her- numdu svæðunum séu sambærilegar við framferði nasista í síðari heims- styrjöldinni. Það þjónar út af fyrir sig engum tilgangi að bera saman fjöldamorð. Helför nasista gegn gyð- ingum er á ýmsan hátt einstök í sög- unni, ekki einungis vegna grimmd- arinnar sem einkenndi hana heldur umfangsins og þess hve kerfisbund- in og skipulögð hún var. Stalín tókst hins vegar að drepa fleira fólk en Hitler. Hvað á að segja um aðgerðir Rússa í Tétsníu, Kínverja í Tíbet eða þá stefnu stjórnvalda í Norður-Kór- eu þar sem milljónir hafa látist úr heimatilbúinni hungursneyð og milljónir til viðbótar hafast við í fangabúðum. Eða fjöldamorðin fyrir áratug á Balkanskaga. Samanburður á því hvaða fjöldamorðingjar hafa gengið lengst á einfaldlega ekki við. Það má einnig velta niðurstöðum skoðanakönnunar Evrópusambands- ins fyrir sér út frá öðru sjónarhorni. Hún er að mörgu leyti til marks um þá miklu gjá sem er að myndast milli Bandaríkjanna og Evrópu í öryggis- málum. Þótt stefna Ísraela varðandi hernumdu svæðin eigi sér fáa mál- svara í Evrópu er erfitt að líta svo á að Ísrael ógni öryggi Evrópu. Hins vegar getur ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs ógnað heimsfriðnum. Að rúmlega helmingur íbúa ESB telji Bandaríkin ógn við heimsfrið- inn, jafnmargir og nefna Íran og Norður-Kóreu, segir mikla sögu um þann mun sem er á viðhorfum sitt hvorum megin Atlantshafsins. ÓSÖGÐ SAGA Finnskur sagnfræðingur, ElinaSana, heldur því fram í nýrri bók að finnsk stjórnvöld hafi sent þús- undir sovéskra stríðsfanga í fanga- búðir nasista í síðari heimsstyrjöld- inni. Telur Sana að Finnar hafi látið undan þrýstingi nasista í mun meira mæli en hingað til hefur verið talið. Á síðustu árum hafa ítrekað verið dregnar fram í dagsljósið nýjar upp- lýsingar um beint og óbeint samstarf stjórnvalda í Svíþjóð og Finnlandi við Þýskaland nasismans í síðari heims- styrjöldinni en þessi ríki lýstu sig hlutlaus í stríðinu og voru ekki her- setin af Þjóðverjum líkt og Noregur og Danmörk. Er ekki orðið tímabært að stjórn- völd í þessum ríkjum geri nú hreint fyrir sínum dyrum og hafi frumkvæði að því að hægt verði að rita þessa sögu eins og hún raunverulega var, í stað þess að umræða um þennan kafla í sögu Norðurlandanna skuli byggjast á getgátum um hvað gerð- ist?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.