Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 05.11.2003, Side 43

Morgunblaðið - 05.11.2003, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 43 ISABELL Herlovsen, samherji Katrínar Jónsdóttur hjá norska knattspyrnuliðinu Kolbotn, fær ekki að leika bikarúrslitaleikinn gegn Medkila um næstu helgi. Ástæðan; Herlovsen er of ung – er 15 ára og í hópi efnilegustu knatt- spyrnukvenna Noregs. Samkvæmt reglum norska knattspyrnu- sambandsins er hún of ung til að spila bikarúrslitaleikinn. Kolbotn sótti sérstaklega um leyfi fyrir Isa- bell til að spila úrslitaleikinn en var synjað af ofangreindum ástæðum. „Þetta eru fáránlegar reglur. Isa- bell er nógu góð til að spila leik sem þennan,“ segir Hans Knudsen, að- stoðarþjálfari Kolbotn. Forkólfar sambandsins segja að til að spila með atvinnumannaliði verði leikmaður að hafa náð 16 ára aldri. Þjálfari kvennalandsliðs Nor- egs, Åge Steensom, segir að sam- bandið verði að endurskoða reglur sínar. „Ef maður er nógu góður til að spila þá er maður nógu gamall.“ Isabell er að vonum súr með nið- urstöðuna. „Ég veit ekki hvort ég hefði fengið að byrja inná en það hefði verið skemmtilegt að vera þátttakandi, hvort sem ég hefði verið í liðinu eða á bekknum. Ef ég hefði fengið að spila er ég viss um að ég hefði klárað mig á því,“ segir Isabell, sem er dóttir Kail Eriks Herlovsen, fyrrum landsliðsmanns. Of ung til að spila bikar- úrslitaleikinn í Noregi  BOGI Ragnarsson, knattspyrnu- maður úr Aftureldingu, er genginn til liðs við 1. deildarlið Hauka. Bogi hefur spilað með Mosfellingum í 1. deildinni undanfarin tvö ár.  PIA Sundhage, fyrrum landsliðs- kona Svía í knattspyrnu, hefur verið ráðin þjálfari Kolbotn í Noregi, sem Katrín Jónsdóttir leikur með. Sund- hage var valin þjálfari ársins í bandarísku atvinnudeildinni í ár en Boston Breakers varð deildarmeist- ari undir hennar stjórn. Hún missti vinnuna eins og margir fleiri þegar deildin var lögð niður í haust.  MALCOLM Christie, sóknarmað- ur hjá enska knattspyrnufélaginu Middlesbrough, fótbrotnaði á æf- ingu í gær. Hann verður frá keppni í nokkurn tíma en ekki liggur fyrir hvort hann þurfi að fara í aðgerð.  BRYNJAR Björn Gunnarsson sat á varamannabekknum hjá Notting- ham Forest allan tímann þegar lið hans tapaði fyrir Walsall, 4:1, í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld.  CHELSEA tefldi fram þremur fyrrverandi leikmönnum Lazio þeg- ar félögin mættust í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld. Það voru þeir Carlo Cudicini, Juan Sebastian Veron og Hernan Crespo. Ítölsku áhorfendurnir púuðu á Crespo þegar hann fór af velli fyrir Eið Smára Guðjohnsen um miðjan síðari hálfleik.  GREGG Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, var í dæmdur í eins leiks bann af forystu NBA deildar- innar. Popovich „rakst“ utan í einn dómara leiks Spurs og Memphis og var rekinn af hliðarlínunni fyrir vik- ið. Banninu fylgir sjálfkrafa þúsund dollara sekt.  KEVIN Garnett, leikmaður Minnesota, var í gær sektaður af fé- laginu um 5.000 dollara, sem eru nærri 400.000 krónur, fyrir að kasta bolta upp í áhorfendapalla í leik við Utah Jazz. Garnett missti stjórn á skapi sínu eftir að dómarinn gaf hon- um tæknivillu og í kjölfarið fylgdi önnur, við mikinn fögnuð áhorfenda. FÓLK Hernan Crespo skoraði fyrstamarkið á 14. mínútu þegar Matteo Sereni, markvörður Lazio, sló boltann til hans eftir fyrirgjöf frá Juan Sebastian Veron. Serbinn reyndi Sinisa Mihajlovic var rekinn af velli í byrjun síðari hálfleiks og tíu leikmenn Lazio áttu sér ekki við- reisnar von. Eiður Smári kom inn á fyrir Crespo og aðeins þremur mín- útum síðar fékk hann boltann eftir að Sereni varði skot frá Frank Lampard og skoraði af stuttu færi, 2:0. Reyndar var rangstöðulykt af markinu og áhöld um hvort Eiður hafi verið samsíða varnarmönnum Lazio eða aðeins fyrir innan þá þeg- ar Lampard lét skotið ríða af. Damien Duff skoraði þriðja mark- ið eftir glæsilegan einleik og loks höfðu þeir Eiður og Lampard hlut- verkaskipti. Nú var það Eiður sem skaut að marki, Sereni varði en Lampard fylgdi á eftir og skoraði, 4:0. Glen Johnson, varnarmaður Chelsea, var rekinn af velli fyrir kjánalegt atvik á síðustu mínútunni og fékk orð í eyra frá Claudio Ran- ieri, knattspyrnustjóra Chelsea, þegar hann gekk af velli. Chelsea er þar með fimm stigum á undan Sparta Prag og Lazio sem eru í þriðja og fjórða sætinu og staða liðsins er afar vænleg. Besiktas komst í annað sætið, þremur stigum á eftir Chelsea, með því að vinna Sparta Prag, 1:0, í Istanbúl í gær- kvöld. Sætur sigur fyrir Ranieri gegn erkifjendunum Sigurinn var sérlega sætur fyrir Claudio Ranieri, sem er ítalskur og stuðningsmaður Roma, erkifjenda Lazio, frá barnæsku. „Ég hef stjórn- að Cagliari, Napoli og Fiorentina á þessum velli en eftir sjö ára dvöl er- lendis var það tilfinningaþrungin stund fyrir mig að stíga aftur inn á Ólympíuleikvanginn,“ sagði Ranieri. Hann taldi að ástæða þess að leik- urinn reyndist Chelsea auðveldari en heimaleikurinn gegn Lazio, sem endaði 2:1, væri sú að í þetta skiptið var ítalska liðið sókndjarfara. „Á Stamford Bridge lá Lazio í vörn og reyndi að beita skyndisóknum. Að þessu sinni þurfti liðið að taka frum- kvæðið og leikmenn þess voru mjög óstyrkir, sem leiddi til þess að þeir áttu fjölmargar misheppnaðar send- ingar. Það vakti furðu mína, en ég viðurkenni að um 80 prósent af því sem við reyndum í leiknum gekk upp.“ Það hefur komið mörgum á óvart hve hratt Ranieri hefur náð að byggja upp sterka liðsheild eftir að hafa fengið til sín leikmenn úr ýms- um áttum. „Það er hugarfar leik- mannanna sem gerir útslagið og ég hef reynt að berja inn í þá sigurvilj- ann. Við hefðum hæglega getað kom- ið til Rómar og stefnt að því að halda einu stigi, en lið eins og Chelsea mun ávallt leika til sigurs. Ég veit ekki hve langt við getum náð, það er ekki mjög mikil reynsla í okkar liði, eink- um í vörninni þar sem við erum með unga stráka, en við munum læra mikið á þessu tímabili. Ég myndi vilja vinna enska meistaratitilinn áð- ur en við förum að hugsa lengra,“ sagði Ranieri. Mihajlovic á refsingu yfir höfði sér Roberto Mancini, þjálfari Lazio, var ekki sáttur við framgöngu Mih- ajlovics í leiknum. Serbinn slapp vel í fyrri hálfleiknum þegar hann hrækti á Adrian Mutu, sóknarmann Chelsea, en var svo rekinn af velli fyrir tvö gul spjöld í byrjun þess síð- ari. „Ég sá ekki hvað gerðist en ef það er rétt að hann hafi hrækt á Mutu voru það hrikaleg mistök af hans hálfu og fyrir það mun hann þurfa að gjalda. Leikurinn var góður þar til rauða spjaldið fór á loft, þá áttum við reyndar ágætan sprett, en eftir það var engin leið að halda aftur af Chelsea. Flest mörkin komu eftir slæm mistök af okkar hálfu og leikur okkar einfaldlega hrundi,“ sagði Mancini. AC Milan knúði fram sigur í Brugge Evrópumeistarar AC Milan náðu forystunni í H-riðli keppninnar í gærkvöld þegar þeir sigruðu Club Brugge í Belgíu, 1:0. Brasilíumaður- inn Kaka skoraði sigurmarkið aðeins fimm mínútum fyrir leikslok og Ítal- irnir náðu því að hefna fyrir hinn óvænta ósigur á heimavelli gegn Belgunum á dögunum. AC Milan var þó lengi með aðeins 10 menn eftir að Alessandro Nesta fékk að líta rauða spjaldið. Riðillinn er geysispennandi því Celta Vigo vann Ajax, 3:2, en Ajax var efst fyrir leiki gærkvöldsins. Mikið gekk á og einn leikmaður úr hvoru liði var rekinn af velli. Öll fjög- ur liðin eiga því ágæta möguleika á að ná öðru tveggja efstu sætanna og komst í 16-liða úrslitin. „Sigurinn gefur okkur nýja von um að komast áfram og um leið eyk- ur hann sjálfstraust okkar,“ sagði Miguel Angel Lotina, þjálfari Celta Vigo. Reuters Eiður Smári Guðjohnsen sendir boltann í markið hjá Lazio án þess að varnarmenn ítalska liðsins geti gert nokkuð annað en beðið um rangstöðu, án árangurs. Á innfelldu myndinni fagnar Frank Lampard Eiði eftir markið og til vinstri er Eiður einbeittur á svip. Eiður nýtti tæki- færið í Rómaborg EIÐUR Smári Guðjohnsen nýtti tækifærið vel þegar hann kom inn á sem varamaður hjá Chelsea gegn Lazio í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld en liðin mættust í Rómarborg. Eiður kom til leiks á 67. mínútu og hann skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru en Chelsea vann sannfærandi stórsigur, 4:0. Með þessum úrslitum er Lundúnaliðið komið með mjög góða stöðu á toppi G-riðils deildar- innar, hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum, og þarf aðeins tvö stig úr tveimur síðustu leikjunum, gegn Sparta Prag á heimavelli og Besiktas á útivelli, til að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Fimm mörk frá Gylfa GYLFI Gylfason, landsliðs- maður í handknattleik, skoraði 5 mörk í gærkvöld þegar lið hans. Wilhelms- havener, sigraði Stralsund- er á útivelli, 21:20, í þýsku bikarkeppninni. Stralsund- er komst í 15:8 í síðari hálfleik en skoraði ekki mark síðustu 10 mínútur leiksins og Gylfi og félagar nýttu sér það til hins ítrasta. Alfreð Gíslason stýrði Magdeburg til ótrúlega auðvelds útisigurs gegn Grosswallstadt, 30:23, í bikarkeppninni. Staðan var 15:7 í hálfleik og Alfreð leyfði ungu strákunum í liðinu að spreyta sig mikið í síðari hálfleiknum. ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla, SS-bikarinn, 16-liða úrslit: Austurberg: ÍR - Fram.........................19.15 Víkin: Víkingur - Breiðablik .................19.15 Hlíðarendi: Valur 2 - ÍBV .....................19.15 Ásvellir: Haukar - KA................................20 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin: Fylkishöll: Fylkir/ÍR - Valur................19.15 Kaplakriki: FH - Víkingur....................19.15 KA-heimilið: KA/Þór - Haukar ............19.15 Seltjarnarnes: Grótta/KR - Fram........19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Evrópukeppni Keflavík: Keflavík - Ovarense ..............19.15 Fyrirtækjakeppni KKÍ, Hópbílabikar kvenna: DHL-höllin: KR - Haukar ....................19.15 Í KVÖLD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.