Morgunblaðið - 05.11.2003, Side 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VALGERÐUR Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra sagði á Alþingi í
gær að hún hefði vissu fyrir því að
rannsókn Samkeppnisstofnunar á
meintu samráði tryggingafélag-
anna myndi ljúka fyrir áramót.
Kom þetta fram í umræðum utan
dagskrár um viðbrögð við hækkun
lögboðinna iðgjalda tryggingafélag-
anna. Ögmundur Jónasson, þing-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, var málshefjandi
umræðunnar.
Fram kom hjá Ögmundi sem og
öðrum þingmönnum stjórnarand-
stöðunnar að þeir hefðu áhyggjur af
þeim hækkunum sem hefðu orðið á
iðgjöldum lögboðinna bifreiða-
trygginga á síðustu misserum.
Þingmenn Framsóknarflokksins,
þeir Hjálmar Árnason og Birkir J.
Jónsson, tóku undir þær áhyggjur.
Lögðu flestir þeir þingmenn sem
þátt tóku í umræðunni áherslu á að
Samkeppnisstofnun lyki rannsókn
sinni sem allra fyrst en rannsóknin
hófst árið 1997. Þá sögðu einstaka
þingmenn, t.d. Jóhanna Sigurðar-
dóttir, þingmaður Samfylkingar-
innar, að Fjármálaeftirlitið sýndi
allt of mikla linkind gagnvart trygg-
ingafélögunum.
Ögmundur Jónasson sagði í
framsögu sinni að fákeppnin væri
allsráðandi á tryggingamarkaði
enda hefði samkeppnin orðið mikil á
undanförnum árum. Sagði hann að
tryggingafélögin hefðu á undan-
förnum árum makað krókinn á
kostnað almennings. „Fyrir 15 ár-
um voru 25 vátryggingafélög starf-
andi í landinu. Nú eru starfandi
þrjár meginsamsteypur; Sjóvá-Al-
mennar, Tryggingamiðstöðin og
Vátryggingafélag Íslands. Þessi fé-
lög ásamt dótturfélögum ráða nú
95% af markaðnum. Á milli þessara
aðila á sér ekki stað mikil sam-
keppni.“
Ögmundur sagði að í nýbirtri
skýrslu Neytendasamtakanna
kæmi m.a. fram að samræmdar og
stórfelldar breytingar á iðgjöldum
bentu ekki til að samkeppnin væri
ýkja hörð. Í skýrslunni kæmi enn-
fremur fram að iðgjöld hefðu hækk-
að að meðaltali um 70% á síðustu
sex árum og að iðgjöld vegna lög-
bundinna trygginga hefðu tvöfald-
ast.
14 þúsund í Danmörku
Ögmundur benti á að lægsta
trygging fyrir Toyotu Corolla í Sví-
þjóð og Danmörku væri
14.000 íslenskar krónur
á meðan lægsta iðgjald-
ið hér á landi væri 69
þúsund krónur. Hann
spurði hvort eðlilegt
væri að á sama tímabili og verðbólg-
an hækkaði um 20,1% skuli bíla-
tryggingar hækka um 86,6%. „Það
gerðist á árunum 1999 til 2002. Og á
sex ára tímabili hækkuðu þessar
tryggingar um helming.“ Hann
spurði einnig hvort eðlilegt væri að
tjónasjóðir tryggingafélaganna
væru orðnir 38,3 milljarðar og að
þeir hefðu vaxið um 54% eða þrett-
án milljarða á síðustu fimm árum.
„Hver á að gæta þess að trygginga-
félögin misnoti ekki aðstöðu sína
gagnvart lögþvinguðum kúnnum
sínum?“ spurði hann og bætti við:
„Það er Fjármálaeftirlitið sem
heyrir undir viðskiptaráðuneytið
sem á að gera það.“
Valgerður sagði í upphafi ræðu
sinnar að iðgjöldin væru stór hluti
af rekstrarkostnaði heimilanna og
skiptu því hvern einasta neytanda
máli. „Iðgjöldin eru ekkert einka-
mál vátryggingafélaganna. Þau
verða að geta sýnt fram á að iðgjöld
vegna lögboðinna vátrygginga séu
ekki ósanngjörn í garð vátrygging-
artaka. Af þessum sökum er nauð-
synlegt að vátryggingafélögin fái
aðhald frá markaðnum og eftirlits-
aðilum. Ítarleg skýrsla Neytenda-
samtakanna um vátryggingamark-
aðinn og þessi umræða hér í dag eru
dæmi um þetta aðhald. Jafnframt
er nauðsynlegt að eftirlitsaðilar fái
aðhald í sínum störfum.“
Sýni of mikla linkind
Valgerður sagði að vátrygginga-
skuld tryggingafélaganna, þ.e.
tjónasjóðir tryggingafélaganna,
hefði verið að hækka síðustu ár,
þótt dregið hefði úr hækkun á síð-
asta ári. „Það er því ekki óeðlilegt
að vátryggingafélögin séu tor-
tryggð,“ sagði hún. „Ég get hins
vegar ekki dæmt um það hvort vá-
tryggingaskuldin sé nú óeðlilega há
miðað við þróun á markaði. Til þess
hef ég ekki forsendur á þessari
stundu. Það er í raun ekki hægt að
segja til um það fyrr en öll spil hafa
verið lögð á borðið. Það hefur komið
fram opinberlega að Fjármálaeftir-
litið er að vinna að nýrri úttekt á
stöðu vátryggingaskuldar.“ Síðar í
umræðunni sagði Valgerður að
samkeppni ríkti á vátrygginga-
markaði þótt markaðurinn hefði
vissulega ákveðin einkenni fá-
keppni.
Pétur H. Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, benti m.a. á í
umræðunni að bætur trygginga-
félag hefðu hækkað
mikið á undanförnum
árum og Guðjón A.
Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins,
sagði að íslenski trygg-
ingamarkaðurinn einkenndist af yf-
irburðum þriggja tryggingafélaga.
Guðjón sagði ennfremur að skv. því
sem fram kæmi í nýlegri skýrslu
Neytendasamtakanna benti margt
til þess að málum væri þannig hátt-
að á tryggingamarkaðnum að hags-
munir almennings væru fyrir borð
bornir.
Jóhanna Sigurðardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, sagði að
títtnefnd skýrsla Neytendasamtak-
anna staðfesti að tryggingafélögin
blóðmjólkuðu bifreiðaeigendur með
himinháum iðgjöldum. Þau gjöld
væru langt úr takti við alla verðþró-
un í þjóðfélaginu. „Mér finnst Fjár-
málaeftirlitið sýna allt of mikla lin-
kind gagnvart tryggingafélög-
unum.“ Sagði hún ástæðu til að hafa
áhyggjur af því. „Það er ólíðandi og
skapar tortryggni gagnvart Fjár-
málaeftirlitinu að eftirlitið hefur lít-
ið til málanna að leggja þótt iðgjöld
bifreiðatrygginga hækki um 70 til
80% á örfáum árum. Bótasjóðirnir
gildna stöðugt sem er m.a. skjól fyr-
ir tryggingafélögin til að skammta
sér hagnað með því að geta sjálfir
stjórnað því sem þeir greiða hverju
sinni í skatt. Reglunum um skatt-
lagningu bótasjóðanna verður að
breyta þannig að óuppgerð tjón geti
ekki legið í bótasjóðunum í allt að
tíu ár.“ Jóhanna kallaði í lok ræðu
sinnar eftir niðurstöðu Samkeppn-
isstofnunar um tryggingafélögin.
Þá skoraði hún á Fjármálaeftirlitið
að sýna gagnrýnna aðhald með
tryggingafélögunum.
Líkt við olíufélögin
Kolbrún Halldórsdóttir, þing-
maður VG, sagði m.a. að miklar
hækkanir tryggingafélaganna væru
hreinlega óskiljanlegar fyrir venju-
lega neytendur og Hjálmar Árna-
son, þingmaður Framsóknarflokks-
ins, líkti tryggingafélögunum við
olíufélögin. „Þegar verð á olíumörk-
uðum hækkar líður yfirleitt ótrú-
lega skammur tími þar til verð hér-
lendis hækkar til
íslenskra neytenda.
Meiri tregðu hefur hins
vegar gætt í að fylgja
eftir lækkunum á
heimsmarkaði til lækk-
unar á verði til íslenskra neytenda.“
Hann sagði þetta minna á trygg-
ingafélögin. „Þegar illa árar stend-
ur ekki á hækkunum iðgjalda til ís-
lenskra neytenda. Þegar hagnaður
hins vegar er mikill – og núna meiri
en nokkru sinni fyrr – virðist fátt
benda til þess að verð á iðgjöldum
til neytenda lækki.“ Hann sagði að
þetta hlyti að vera umhugsunarefni.
„Við hljótum að spyrja hvar hin
virka samkeppni sé. Við hljótum
líka að velta því fyrir okkur, að ekki
alls fyrir löngu breytti Alþingi
skaðabótalögunum. Fyrir því virt-
ust vera fullkomlega eðlileg rök en
við hljótum líka að spyrja okkur í
framhaldi af því – og eins ástandið
er núna – hvort Alþingi hafi e.t.v.
verið heldur rausnarlegt gagnvart
tryggingafélögum í þessum efnum.“
Hjálmar velti því fyrir sér hvort
umræddar lagabreytingar á skaða-
bótalögunum ættu einhvern þátt í
hinum mikla hagnaði trygginga-
félaganna. „Ég lýsi mig reiðubúinn
til að taka þátt í endurskoðun á lög-
um um tryggingafélög ef ástæða er
til vegna heilbrigðrar samkeppni og
vegna íslenskra neytenda.“
Ásgeir Friðgeirsson, varaþing-
maður Samfylkingarinnar, sagði
fulla ástæðu fyrir stjórnarstofnanir
að skoða vel og ítarlega starfsemi
tryggingafélaganna. Hann sagði
m.a. að félögin notuðu bótasjóði sína
til að veita viðskiptavinum á fyrir-
tækjamarkaði lán eða fé til fjárfest-
inga. Þá sagði hann að dæmi væru
um að félögin hefðu boðið viðskipta-
vinum sínum, sem ætluðu að segja
upp tryggingum sínum, svokallaðan
samkeppnisafslátt. „Það er brot á
samkeppnislögum,“ sagði hann.
Birgir Ármannsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði mikil-
vægt að hafa í huga að allir hefðu
hag að því að fyrir hendi væru í
landinu öflug vátryggingafélög sem
hefðu fjárhagslegan styrkleika til
að mæta skakkaföllum og bæta tjón
hvort sem væri á mönnum eða mun-
um. „Það er að því leyti fagnaðar-
efni þegar félögunum gengur vel og
þau eiga þess kost að byggja upp
öfluga bótasjóði. Það er síðan lög-
bundið hlutverk Fjármálaeftirlits-
ins að fylgjast með hvort sú upp-
bygging sé í eðlilegu samræmi við
hlutverk þessara bótasjóða.“
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður VG, sagði m.a. að það dygði
ekki endalaust fyrir stjórnvöld að
lýsa yfir áhyggjum og vísa til þess
að eftirlitsstofnanir
væru starfandi lögum
samkvæmt „en aðhaf-
ast síðan ekki neitt“.
Birkir J. Jónsson, þing-
maður Framsóknar-
flokksins, sagði að það væri veru-
legt áhyggjuefni að horfa á þær
hækkanir sem hefðu orðið á iðgjöld-
um lögboðinna bifreiðatrygginga á
síðustu misserum. Birkir sagði enn-
fremur að hann teldi að rannsókn
Samkeppnisstofnunar á trygginga-
félögunum hefði dregist úr hófi
fram. „Mjög mikilvægt er að þess-
ari rannsókn ljúki sem allra fyrst.“
Hann sagði að meðan sú vinna klár-
aðist ekki borguðu íslenskir neyt-
endur brúsann. Það væri óviðun-
andi.
Áhyggjur af hækkun ið-
gjalda tryggingafélaganna
Segja brýnt að Samkeppnisstofnun ljúki rannsókn sinni sem fyrst
Þingmenn gagnrýndu
margir hverjir trygg-
ingafélögin í utan-
dagskrárumræðu á Al-
þingi í gær. Arna
Schram fylgdist með
umræðunum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Í kófinu á Kjalarnesi: Nokkuð var um óhöpp í umferðinni í gær og þurfa því allmargir bifreiðaeigendur að
leita til tryggingafélaganna í kjölfarið. Umræður um iðgjöld tryggingafélaganna fóru fram á Alþingi í gær.
Fákeppni er
allsráðandi
á markaði
Gott ef trygg-
ingafélögum
gengur vel
arna@mbl.is
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra
ítrekaði á Alþingi í gær að breyta þyrfti lög-
um til að framkvæma ákveðnar tillögur sem
fram koma í þingsályktunartillögu átján
þingmanna um að umhverfisráðherra af-
létti veiðibanni á rjúpu sem fyrst. Gunnar
Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
er fyrsti flutningsmaður tillögunnar og
mælti hann fyrir henni í gær. Meðflutnings-
menn eru sautján aðrir þingmenn úr Sjálf-
stæðisflokki, Framsóknarflokki og Frjáls-
lynda flokknum.
Gunnar sagði að tillagan snerist fyrst og
fremst um það að veiðibanninu á rjúpu
næstu þrjú árin verði aflétt. Ráðherra sagði
hins vegar í andsvari að í tillögunni væri
lagt til að ráðherra skoðaði nokkrar leiðir
til að hlúa að stofninum, um leið og veiði-
banni yrði aflétt. „Það þarf að breyta lögum
ef það á að grípa til tímabundins sölubanns
og líka ef það á að grípa til kvóta,“ sagði
hún. „Ég stórfurða mig á því að þessi tillaga
komi fram hér í formi þingsályktun-
artillögu,“ bætti hún við.
„Ráðherrann sem hér stendur getur ekki
notað þessar aðferðir. Fyrst þarf að breyta
lögum. Þannig að ég lýsi furðu minni á því
að þingmenn skuli leggja til að ráðherra
noti aðferðir sem eru ekki á hans valdi. Mér
finnst það vera innistæðulaust og varla
sæmandi.“
Gunnar Birgissson svaraði því hins vegar
til að umhverfisráðherra sæti á löggjaf-
arsamkundu Íslendinga og væri því í lófa
lagið að leggja fram frumvarp að lagabreyt-
ingum.
Hann spurði síðan ráðherra hvað hefði
breyst hjá henni síðan sl. vor, en þá hefði
hún verið hlynnt sölubanni á rjúpu. „Það
sem hefur gerst síðan í vor,“ sagði hún, „er
að ráðherra hefur tekið ákvörðun um veiði-
bann í þrjú ár. Og auðvitað er það mjög stór
ákvörðun og mikil breyting. Til hvers ætti
ráðherra að flytja hér lagabreytingar þegar
hann er nýbúinn að ákveða veiðibann til
þriggja ára?“
Sitji og hlusti
Þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs lýstu
einnig furðu sinni á þingsályktun-
artillögunni. Rannveig Guðmundsdóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar, sagði tillög-
una merkilega fyrir þær sakir að hún væri
flutt af fjórtán sjálfstæðisþingmönnum.
„Þeir sjálfstæðisþingmenn sem ekki eru á
tillögunni eru annaðhvort ráðherrar, for-
setar Alþingis eða verðandi umhverf-
isráðherra 15. september að ári,“ sagði hún.
Rannveig sagði að það sem Samfylking-
arfólk hlyti að gera við umræðuna væri að
sitja og hlusta. Þá sagði hún að tillagan
væri sýndartillaga, þar sem hún fjallaði
m.a. um veiðibann sem væri þegar hafið.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG,
sagði einnig að um óvenjulegt þingmál væri
að ræða. „Hér flytja átján þingmenn, þar af
sautján stjórnarsinnar, tillögu sem gengur
út að grípa fram fyrir hendur á ráðherra
ríkisstjórnarinnar sem sömu þingmenn
styðja.“ Hann sagði að einhverntíma hefði
verið litið á þessa tillögu sem vantrauststil-
lögu á ráðherra.
Tillaga um að veiðibanni
á rjúpu verði aflétt
Ráðherra
furðar sig á
flutningi
tillögunnar
Morgunblaðið/RAX