Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þorlákshöfn | Ráðstefnan Athafnakonur var haldin í Ráðhúsi Ölfuss laugardaginn 1. nóv- ember síðastliðinn. Þátttaka var nokkuð góð og voru aðstandendur ánægðir með árang- urinn. Það eru Kvennasjóður, Atvinnu- og jafnréttisráðgjafar Byggðastofnunar, Kven- réttindafélag Íslands og Kvenfélaga- sambandið sem standa fyrir átakinu. Athafnakonur er sýninga- og ráðstefnuröð sem þessar vikurnar ferðast um landið. Hringferðin hófst á Seyðisfirði 10.–11. októ- ber sl. Síðustu helgi var röðin komin að Þor- lákshöfn, dagana 7.–8. nóvember verður hún í Borgarnesi og lýkur svo á Akureyri helgina 21.–22. nóvember. Í sýninga- og ráð- stefnuröðinni felst að sett er upp sýning á hverjum stað þar sem 40–50 kvenfyrirtæki kynna starfsemi sína. Þar að auki er efnt til rástefnu um atvinnumál kvenna og haldin eru örnámskeið fyrir konur um málefni tengd rekstri fyrirtækja. Nú um helgina var þessi stórglæsilega sýning í nýju Ráðhúsi Ölfusinga í Þorláks- höfn, þar sem yfir 40 fyrirtæki kvenna sýndu framleiðsluvörur sínar, allt frá út- saumi til gróðursetningarvéla, frá heilsuvör- um til hugbúnaðar. Samhliða sýningunni var haldin ráðstefna um konur og landnýtingu, þar sem m.a. voru flutt erindi um konur í búskap og um menningartengda ferðaþjónustu. Kom með- al annars fram í erindi Önnu Margrétar Stefánsdóttur sem kennd er við Lifandi landbúnað að konur eru að sækja í sig veðr- ið í stefnumótun í landbúnaði, vilja koma á nánari tengslum milli bænda og neytenda og bæta ímynd stéttarinnar. Erindi Rann- veigar Önnu Jónsdóttur bar með sér fersk- an andblæ í umræðunni um menningar- tengda ferðaþjónustu þar sem hún kallaði eftir skýrri stefnumótun sveitarfélaga á svæðinu í þeim efnum. Valdimar Guðjónsson bóndi og oddviti veitti ráðstefnugestum innsýn í samskipti kynjanna í búskap, þar sem einkalífið teng- ist náið vinnuumhverfinu og viðhorf kvenna hafa blásið ferskum vindum um félagsstarf bænda síðustu ár. Drífa Hjartardóttir al- þingismaður ræddi mikilvægi stuðnings við sjálfstæðan atvinnurekstur kvenna, hvernig Kvennasjóðurinn hefur komið mörgum afar spennandi og metnaðarfullum fyrirtækjum kvenna á skrið og nauðsyn þess að efla enn frekar stuðning við konur meðal frum- kvöðla. Róbert Jónsson, framkvæmdastjóri At- vinnuþróunarsjóðs Suðurlands, kynnti sjóð- Handunnið: Jóhanna Haraldsdóttir frá Sel- fossi sýndi handunnin tréleikföng, rennda penna og ýmsa nytjahluti úr tré. Fjölbreytt: Listhúsið í Selvogi var með glæsileg- an sýningarbás. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir í Þor- kelsgerði, sem hér sést, á Listhúsið. Fallegt: Þorbjörg Hugrún Grímsdóttir, listakona í Garðakúnst í Hvítárdal í Hrunamannahreppi, sýndi mikinn fjölda fallegra muna. Athafnakonur ræddu landnýtingu og ferða Frá útsaumi til gróð- ursetningarvéla, frá heilsuvörum til hugbúnaðar LANDIÐ FJÖLDI fólks lagði leið sína í opið hús hjá Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, um liðna helgi. Tilefnið var að kynna starfsemi sveitarinnar vegna fjögurra ára afmælis hennar. „Við erum mjög sáttir með hvernig til tókst,“ sagði Skúli Árnason, for- maður, í samtali við Morgunblaðið. „Á þriðja hundrað manns skrifuðu í gestabókina og voru margir undr- andi yfir því hversu fjölbreytt starf- semi okkar er.“ Um 60 félagar eru virkir í starfi sveitarinnar en á útkallslista eru um 80 manns. Þá komu 30 nýliðar til liðs við sveitina nú í haust og sagði Skúli þetta langstærsta hóp nýliða sem komið hefði inn í einu. Súlur, björg- unarsveitin á Akureyri varð til við sameiningu þriggja björgunarsveita í bænum í lok október 1999. Í kjöl- farið hófst leit að hentugu húsnæði fyrir starfsemina og haustið 2001 keypti sveitin hús á Hjalteyrargötu 12, m.a. með dyggum stuðningi KEA og slysavarnadeildar kvenna. Frá þeim tíma hefur verið unnið að breytingum og lagfæringum á hús- næðinu og er þeim nú lokið. Skúli sagði að starfið hefði gengið vel eftir sameiningu, „við áttum von á því að einhverjir félagsmenn myndu nota tækifærið og draga sig út úr starfinu en það hefur verið lít- ið um það og þessir gömlu eru bara með áfram.“ Björgunarsveitin er mjög vel búin tækjum og búnaði, hún er í nýju og stóru húsnæði og með vel þjálfaða félagsmenn innan sinna raða. Rekst- urinn er mjög kostnaðarsamur en helsta fjáröflun sveitarinnar hefur verið árleg flugeldasala. Skúli sagði að menn væru þegar farnir að huga að flugeldasölunni og hann vonast til að bæjarbúar styðji við bakið á sveitinni með því kaupa flugeldana hjá henni. Morgunblaðið/Kristján Áhugi: Fjöldi fólks kom á opið hús björgunarsveitarinnar, skoðaði húsnæði, tæki og búnað og fékk upplýsingar um fjölbreytta starfsemi sveitarinnar. Þótti afar spennandi: Yngri kynslóðin fékk að reyna klifurvegginn í hús- næði Súlna og hér er Númi Kárason kominn upp undir loft. Fjölbreytt starf- semi vakti athygli Klínísk sálfræði | Rúnar Helgi Andrason sálfræðingur flytur fyrir- lestur um starfsvettvang klínískrar sálfræði á Félagsvísindatorgi í dag, miðvikudag, 5. nóvember kl. 16.30 í Þingvallastræti 23, stofu 14. Í erindi fjallar hann um starfsvett- vang og menntunarmál sálfræðinga á Íslandi og möguleika þeirra á vinnu á ýmsum sviðum þjóðfélags- ins. „Sálfræði sem atvinnugrein hef- ur verið að ryðja sér til rúms á Ís- landi síðastliðinn áratug og hefur viðhorf fólks til stéttarinnar breyst samhliða því. Nú þykir ekki lengur feimnismál að leita sér hjálpar held- ur þykir það bera vott um þroska að fólk viðurkenni vandann og snúi sér til fagmanns. Því má spyrja hvort áherslur klínískrar sálfræði séu að færast frá geðrænum veikindum yfir á geðrækt og góða líðan,“ segir í frétt um fyrirlesturinn.    Kanadísk í Deiglunni | Martha Brooks kynnir verk sín og les upp í Deiglunni í kvöld, miðvikudags- kvöldið 5. nóvember, kl. 20.30. Marta er margverðlaunaður rit- höfundur og djasssöngkona, Kan- adamaður af íslenskum ættum. Hún hefur m.a. hlotið kanadísku Governor General’s-verðlaunin árið 2002 fyrir bók sína True Confessions of a Heartless Girl, sem hún mun lesa upp úr á kynningunni. Aðgangur er ókeypis.    ÖLL börn í grunnskólum Akureyrar, 2.553 börn alls, hafa fengið afhent endurskinsmerki að gjöf, en um er að ræða samstarfsverkefni Lögreglunnar á Akureyri og Nýju kaffibrennslunnar sem efndu til endurskinsmerkjadags í gær af þessu tilefni með yfirskriftinni: Allir munu sjást. Þetta er þriðja árið í röð sem öll grunnskólabörn á Akureyri fá endurskinsmerki að gjöf, en lög- reglan hefur leitað samstarfs við félög eða fyrirtæki til að standa straum af kostnaði. Þorsteinn Péturs- son, fræðslu- og forvarnarfulltrúi Lögreglunnar á Akureyri, sagði að vel gengi að fá fyrirtæki til þessa samstarfs, „það er bara nokkuð eftirsótt að komast í þetta verkefni með okkur“, sagði hann. Akureyri er að sögn Þorsteins eina bæjarfélagið þar sem þessi háttur er hafður á, „þetta er einstakt á landsvísu,“ sagði hann. „Ég myndi vilja að þessi siður yrði tekinn upp alls staðar á landinu og við gætum haft íslenskan endurskinsmerkjadag til að vekja athygli á þýðingu þess að allir beri slík merki í skammdeginu.“ Um er að ræða smellumerki sem auðvelt er að festa á skólatösku eða yfirhafnir og sagði Þorsteinn að hann sæi eldri endurskinsmerki enn á töskum og úlpum í heimsóknum sínum í grunnskóla bæjarins. „Það er greinilegt að hinir ungu vegfarendur nota þessi merki og það er gleðilegt, það eykur ör- yggið í umferðinni.“ Morgunblaðið/Kristján Allir eiga að sjást! Helgi Örlygsson hjá Nýju kaffibrennslunni smellir endurskinsmerki í Þor- stein Pétursson. Öll grunnskólabörn á Akureyri fá svona merki afhent. Einstakt á landsvísu! Frjálshyggja | Á frjálshyggja er- indi við Norðlendinga? Þetta er yfir- skrift opins fundar Frjálshyggju- félagsins sem haldinn verður á Hótel KEA fimmtudagskvöldið 6. nóv- ember kl. 20. Haukur Örn Birgisson, formaður félagsins, og Gunnlaugur Jónsson, stjórnarmaður, flytja ávörp og ræða hvers vegna hún er að þeirra mati hin rétta stefna fyrir Íslendinga, hvar sem þeir búa á landinu.    Skák | Skákþing Norðlendinga mun standa yfir dagana 7. til 9. nóvember. Tefldar verða 7 umferðir og hefst sú fyrsta á föstudagskvöld, 7. nóvember kl. 20. Það kvöld verða tefldar fjórar umferðir, en skákþinginu síðan fram haldið á laugardag og sunnudag. Veitt verða peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin og miðast upphæðin við þátttöku, en 60% þátttökugjalds renna í sérstakan verðlaunasjóð. Hraðskákmót Norðlendinga hefst svo í framhaldi af skákþinginu, eða kl. 14 sunnudaginn 14. nóvember. Teflt verðu í Skákstofunni í Íþrótta- höllinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.