Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 27 GUÐRÚN Brynleifsdóttir, fulltrúi Framsókn-arflokks í kosningabandalagi nlista á Sel-tjarnarnesi, fer mikinn í Morgunblaðinu ígær og gengur fram af nokkru stærilæti. Kveður oddvitinn mikinn hita á meðal foreldra vegna fyrirhugaðrar sameiningar á stjórn grunnskóla bæjarins. Ekki hefur undirritaður fundið þann hita svo nokkru nemi þótt eðlilega vakni ýmsar spurningar þegar slík breyt- ing stendur fyrir dyrum. Ef til vill væri nær lagi að tala um mikinn reyk í málinu en lítinn eld svo orð- færi slökkviliðsins sé notað. Til- raunir minnihlutans til að þyrla upp ryki og glepja þannig fyrir almenn- ingi eru gamalkunnar en flestir vita betur en að treysta á svo einhliða málflutning sem raun ber vitni. Líking oddvitans við „Villta Vestrið“ á nú best við þess háttar tilraunir, enda sást sjaldnast út úr augum fyrir ryki þar vestra ef ég þekki rétt til. Athugasemda er þörf Við fyrsta lestur fannst mér vart tilefni til að bregð- ast við greininni, enda lítið nýtt þar á ferð sem ekki hefur þegar komið fram í málflutningi minnihlutans. Aðallega eru hér endurteknar ýmsar pólitískar dylgj- ur sem þegar er margsvarað. Eftir nánari íhugun fannst mér þó sem afbökun oddvitans á tildrögum og efni foreldrafundarins hinn 27. október síðastliðinn, auk annarra gífuryrða, verðskulduðu athugasemdir. Í upphafi skal þó nefnt að það vakti sérstaka athygli mína að hin ítarlega grein oddvitans, sem er lögmað- ur, byggir ekki á efnislegri ádeilu á tillöguna, heldur á gagnrýni á aðferðina. Það er sumsé deilt um leiðir, ekki markmið að séð verður og tel ég að sú staðreynd skipti nokkru þegar mat er lagt á málið í heild. Fyrir þá sem hafa raunverulegan áhuga að kynna sér efnis- legar forsendur breytingarinnar, kosti, galla auk ávinnings til framtíðar vil ég m.a. benda á ágæta kynningu formanns skólanefndar sem finna má á vef bæjarins, www. seltjarnarnes.is. Við hina, sem ef til vill hafa meiri áhuga á pólitísku argaþrasi, vil ég nefna eftirfarandi þætti: Oddvitinn hefur grein sína á því að gera boðun og framkvæmd foreldrafundarins tortryggilega. Þegar nánar er að gáð á þetta þó ekki við rök að styðjast. Hið rétta er að umræddur fundur var haldinn að frumkvæði foreldraráða og foreldrafélaga grunnskól- anna, sem fóru fram á það við bæjarstjóra og formann skólanefndar, að þeir sérstaklega efndu til kynning- arfundar fyrir foreldra um tillöguna og efnislegan ávinning hennar fyrir nemendur og skólana í heild. Allir foreldrar voru boðaðir til fundarins með tæplega viku fyrirvara með tölvubréfi eða pósti svo sem háttur er til á Seltjarnarnesi. Í aðdraganda fundarins ítrek- uðu foreldraráð skólanna tímasetningu og mikilvægi fundarins með sama hætti. Hér var því hvorki um al- mennan né pólitískan fund að ræða þótt bæj- arfulltrúar minnihlutans og áhangendur þeirra hafi raunar gert sitt til að svo yrði. Oddvitinn kvartar yfir því að hafa ekki komist strax að á mælendaskrá og bendir á - að vísu réttilega - að hún hafi setið á fremsta bekk. Því er til að svara að fundarstjóri hafði fengið óskir frá fundarmönnum um að fá að taka til máls og því vart óeðlilegt að oddvitinn yrði að sýna nokkra biðlund. Þegar dró að fundarlokum voru enn nokkrir á mælendaskrá og var tíminn því lengdur um tæpan klukkutíma. Fundurinn stóð því frá 20-22.30 og fólk farið að tygja sig þegar þar var komið við sögu, enda flest sjónarmið komin fram nokkrum sinnum. Að auki er vert að benda á að nokkrir fjölmiðlar fjölluðu um fundinn, þar með talið Morgunblaðið í ítarlegri frétt án þess að finna neitt að fundarsköpum. Hefði ég þó talið það frásagnarvert hefði slíku verið til að dreifa. Hörð gagnrýni á fjölmennum fundi… eða hvað? Guðrún Brynleifsdóttir flytur afar einhliða fréttir af umræðum á téðum fundi. Kveður hún á þriðja hundr- að manns hafa sótt hann og gert harða hríð að bæj- arstjóra. Þetta er ekki alls kostar rétt. Um 180 manns mættu á fundinn skv. talningu, þar með taldir fjöl- margir kennarar og utanaðkomandi aðilar. Gera má ráð fyrir að um tíunda hvert foreldri hafi séð ástæðu til að mæta. Í raun var þessi dræma mæting miður því ég hefði svo sannarlega fagnað því ef fleiri hefðu komið til að hlýða á vandaða kynningu formanns skólanefndar á málinu og spyrja Guðmund Oddsson, skólastjóra í Kársnesskóla, spjörunum úr. Guðmundur var gestur fundarins vegna reynslu sinnar af samein- ingu Kársness- og Þinghólsskóla og var jákvæður í garð sameiningar eins og áður hefur komið fram. Eðlilega höfðu einhverjir uppi gagnrýni á stefnumörk- un bæjarstjórnar en einkum þó „aðferðafræðina“. Í hópi gagnrýnenda voru þó mest áberandi formaður Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, embættismaður á fræðslumiðstöð Reykjavíkur og sveitarstjórnarmenn nlistans. Hins vegar kvöddu margir foreldrar sér einnig hljóðs til að lýsa yfir stuðningi við hina nýju stefnu. Hefur Guðrún gleymt því eða ritað grein sína í slíku óðagoti að þessi mikilvæga staðreynd varð út- undan? Lagatæknilegt dómgreindarleysi Oddvitinn gerir hlutverk foreldraráða að umtalsefni en fellur um leið í sömu gryfju og tíðum í málflutningi sínum, þ.e. að úrskurða í málum án þess að hafa mikið fyrir sér og stundum á tilbúnum forsendum. Nú ber ég ákveðið traust til lagaþekkingar oddvitans, sem er starfandi lögmaður. Á hinn bóginn hefur lagaleg dóm- greind lög- og hagfræðingsins á stundum brugðist þannig að eftir er tekið og því ber tvímælalaust að setja spurningarmerki við lagalegar fullyrðingar odd- vitans, enda virðast þær öðru fremur af pólitískum toga. Svo vikið sé að verkefnum foreldraráða er hlut- verk þeirra skýrt að mínu viti. Foreldraráð veita um- sögn um skólanámskrá skólanna þegar hún liggur fyr- ir hverju sinni. Þótt bæjarstjórn hafi markað ákveðna stefnu um stjórnskipulag grunnskóla Seltjarnarness tekur breytingin ekki formlegt gildi fyrr en á næsta skólaári, haustið 2004. Engar meginbreytingar eru því fyrirsjáanlegar á starfi skólanna í vetur en ný skóla- námskrá verður lögð fyrir foreldraráð til umsagnar á vordögum svo sem vani er til. Hitt er vissulega rétt að nauðsynlegt er fyrir ráðin að skilja hið mikilvæga hlutverk sitt til fullnustu og ber að fagna viðleitni for- eldraráðs Mýrarhúsaskóla til þess. Á hinn bóginn leyfi ég mér að efast nokkuð um raunverulega virðingu minnihlutans fyrir faglegum vinnubrögðum og fé- lögum foreldra þegar ljóst er að pólitískir fulltrúar minnihlutans hafa reynt að beita samtökum foreldra fyrir sig í pólitískum tilgangi, að vísu án árangurs svo því sé haldið til haga? Slíkar tilraunir geta þó vart tal- ist til fyrirmyndar. Dómstóll geðþóttans Oddvita minnihlutans lætur vel að tala niður til fólks og er í mun að gera lítið úr starfi vinnuhóps sem starfað hefur að málinu um nokkurra vikna skeið í samvinnu við starfsfólk skólanna og foreldra. Heyri ég ekki annað en þar gangi vel, enda felast í tillögu meirihlutans fjölmörg tækifæri til að móta skólastarf framtíðarinnar og vinna að hag nemenda. Er það sannarlega miður að minnihlutinn vilji ekki láta sig málið varða og dæmi sig þannig frá þátttöku og áhrif- um í þessu mikilvæga verkefni. Hefur mér heyrst að ýmsir fylgismenn nlistans telji þetta misráðið sem von er. Að auki felst í afstöðu minnihlutans talsverður tví- skinnungur sem vert er að undirstrika. Reyndin er sú að á meðan fulltrúar minnihlutans efast um lögmæti vinnuhópsins og vilja ekki taka þátt fyrr en úrskurður félagsmálaráðuneytis liggur fyrir, hefur minnihlutinn átt frumkvæði að skipun fjölmargra slíkra hópa á veg- um annarra nefnda og óhikað tekið sæti í slíkum hóp- um án athugasemda! Í þessu felst alvarleg þversögn sem minnihlutinn hlýtur að þurfa að skýra. Hvernig stendur á því að það er gjaldgengt af hálfu minnihlut- ans að taka þátt í starfi vinnuhóps á vegum einnar nefndar á meðan þeir bera við lagaóvissu um slíka skipan í starfi annarrar? Upphrópanir um lögbrot og úrskurði verða næsta hjárænuleg þegar mið er tekin af þessari staðreynd. Fagmennskan út um gluggann Oddviti minnihlutans gerir sig seka um óvæntan en alvarlegan trúnaðarbrest þegar hún greinir á opinber- um vettvangi frá umfjöllun skólanefndar um formlega kvörtun foreldris vegna framgöngu starfsmanna ann- ars skólans í málinu og mögulegum tilraunum þeirra til að beita nemendum, skjólstæðingum sínum fyrir sig. Allir, sýnilega að minnihlutanum undanskyldum, sjá hve alvarlegt þetta er ef rétt reynist og hve mik- ilvægt er að ganga úr skugga um það án tafar. Í um- fjöllun skólanefndar felst enginn fyrirfram áfell- isdómur yfir viðkomandi og verður málið unnið á grundvelli stjórnsýslulaga og réttar allra aðila gætt í hvívetna. Gönuhlaup oddvitans er hins vegar ámæl- isvert enda eru bæjarfulltrúar og nefndarfólk bundið ströngum trúnaði og umrædd fundargerð skóla- nefndar hefur enn ekki komið fyrir bæjarstjórn. Odd- vitanum hefur orðið tíðrætt um í fjölmiðlum að „ann- arlegar“ hvatir liggi að baki. Við hvað er átt og hvers vegna skorast viðkomandi undan að rökstyðja þessi ummæli? Órökstuddar ávirðingar Eins og fram hefur komið gerir oddviti minnihlut- ans sífellt úr því skóna að lög hafi verið brotin án þess að færa fyrir því nein rök eða heimildir. Er þetta ekki í fyrsta málinu sem slíkar órökstuddar fullyrðingar eru viðhafðar af hálfu oddvitans í hita leiksins án frek- ari skýringa. Það er lágmarkskrafa að svo alvarlegum ásökunum fylgi eitthvað annað og meira en háværar fullyrðingar. Annað ber hvorki vott um virðingu fyrir lögunum né lýðræðinu. Þegar gægst er upp úr skot- gröfunum blasa staðreyndirnar við. Liggur eitthvað fyrir um stjórnsýslubrest í málinu? Nei, svo er ekki og verður vart að mínu viti. Fór tillagan eðlilegan far- veg til bæjarstjórnar? Já. Fékk tillagan þar umræðu og lýðræðislega afgreiðslu? Já. Hafa verið færð ít- arleg og efnisleg rök fyrir nýrri stefnumörkun? Já. Hefur sambærileg breyting gefist vel í öðrum bæj- arfélögum? Já. Er það mat reyndra manna að í breyt- ingunni felist ný tækifæri til eflingar skólastarfs á Seltjarnarnesi? Já. Er breytingunni ætlað að búa skólastarf á Seltjarnarnesi undir nýjar áskoranir og efla hag nemenda? Já. Oddviti veður reyk Eftir Jónmund Guðmarsson Jónmundur Guðmarsson Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. ri mæli - áhuga- þó líka ð teikna st Vík- rborg, en allt öðru eitthvað til dæmis ég vildi tala bara a eitt- að það osti á Ís- ksvirð- önnum við- t mér ki einu r að yrirtæki ó vinn- etana er land- ar þjóð- nst það i vera lgengni kri menn- rðlaun- nú fylgir nis í org, en miðviku- kynnt á blaðamannafundi nú fyrir skömmu komu til Gautaborgar á milli 20 og 30 manns; - enginn Íslendingur, en fólk bæði frá Danmörku og Finn- landi. Verðlaunin og sýningin fá mikla athygli, því það er ekki hver sem er sem fær verðlaunin. En þróunin hjá mér er sú, að því fleiri verðlaun sem ég fæ, því minna fæ ég að gera heima við hönnun. Mér finnst það hálfömurlegt. Þegar kollegar mínir hér ytra fá slík verðlaun hrúgast auðvitað að þeim verkefni. Enda er ástæðan fyrir því að verið er að verðlauna fólk að það þykir fært á sínu sviði.“ Sýnir fjórar verkaraðir og arkitektúr í Gautaborg Á Röhsska sýnir Sigurður verk byggð á fjórum hugmyndum, sem hann kallar construction, decon- struction, consumption og con- ception. „Ég vinn með vítt svið hönnunar, og er auðvitað líka arkitekt, og arkitektúrinn sýni ég bæði með slides-sýningu og nokkr- um módelum. Construction-hlut- inn er hefðbundin hönnun, þar sem ég vinn með að módúlera formhluta úr flötu efni, sem ég fingra saman á ýmsu vegu, þannig að úr verði heilsteypt form. Í De- construction vísa ég í ákveðna formhönnun sem er kölluð því nafni. Í þessu eru þau af mínum verkum sem hafa vakið hvað mesta umræðu. Þar eru til dæmis verk byggð á dansi, eins og stóll- inn Tangó. Dansarar standa á sviði á öðrum fæti, en þurfa samt að halda jafnvægi. Þannig læt ég ele- mentin dansa frjálst í rýminu - þessi sería gengur svolítið út á það. Í Consumption-hlutanum eru ódýrari hlutir og þar fer ég út að ystu mörkum neyslusamfélagsins. Þar er til dæmis lampinn sem ég kalla Take Away, hann er eins og lítill poki með handfangi, og snúr- an er tekin upp úr pokanum og henni stungið í samband. Þarna eru líka nýir hlutir eins og gúmmí- upphengi fyrir vínflöskur, stóll sem er jafnframt lampi, ávaxta- skál sem er keypt flöt, en hver og einn beygir hana að sínum þörfum. Þarna er líka nýr stóll sem ég hannaði fyrir nýtt hönnunar- og listasafn í Svíþjóð, þar sem ég hanna allar innréttingar; stóll sem heitir ekki neitt ennþá nema NN, og var sýndur á hönnunarsýningu í Perlunni fyrir skömmu. Það eru Sólóhúsgögn sem framleiða hann fyrir íslenskan markað, en það fyr- irtæki vinnur oft fyrir mig frum- eintök af verkum. Í Concept- ion-seríunni eru ýmsar hugmyndir úr mínum raunveruleika sem Ís- lendingur. Ég er alinn upp í báta- umhverfi, og ef ég hefði ekki orðið arkitekt hefði ég sjálfsagt orðið sjómaður eins og margir í minni fjölskyldu. Ég hannaði því lítinn sófa, sem er eins og bátur séð frá hliðinni. Þarna er líka stóll úr ryð- fríu stáli sem ég kalla Rock and Roll, - vísar í áhuga minn á rokk- tónlist, en kannski að ég geti setið á honum í ellinni, sveiflað hárinu og hlustað á Metalica. Wind er nýj- asti stóllinn minn; í ferköntuðum stálramma, en óregluleg form spennt inn í hann. Stóllinn heitir þessu nafni vegna þess að formin eru þarna fönguð inni í stálramm- ann eins og púki í flösku. Í Reykja- vík getur vindurinn blásið úr öll- um áttum á einum degi og stóllinn er tákngervingur þess. Þarna er líka nýr hlutur sem er að fara í framleiðslu og heitir DNA; - nafnið inspírerað af umræðum um Ís- lenska erfðagreiningu. Ég tek tákn DNA-keðjunnar, snúna spí- rala, og geri úr þeim upplýsinga- stand með því að raða á þá stálhill- um. DNA-keðjan er líka upplýsingakeðja líkamans.“ rðlaun og sýnir verk sín í Gautaborg n Ljósmynd/Curt Ekblom Upplýsingastandurinn DNA er nýr hlutur sem er að fara í framleiðslu. ið/Sverrir öðu- num. Ljósmynd/Curt Ekblom ður hannaði byggir á dansi. begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.