Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 9 30% afsláttur af yfirhöfnum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Teinóttar ullardragtir Glæsilegar sparidragtir og dress Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 12-15 Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880. NÝ SENDING af glæsilegum minnkapelsum Laugavegi 84, sími 551 0756 Úrval af peysum og buxum Tækifærisdagar Gréta Boða verður alla vikuna með kynningu. Líttu við og nýttu þér frábær tilboð í öllum merkjum. Sími 568 5170 Franska matarstellið sími 544 2140 w w w .li fo gl is t. is KYNJAKVÓTAR, stytting framhaldsskóla- náms, forsetakosningarnar næsta vor og skóla- gjöld við háskóla var meðal þess sem nemendur Kennaraháskóla Íslands vildu fá skoðun Ólafs Ragnar Grímssonar, forseta Íslands, á en hann var í heimsókn í skólanum í gær. Ólafur Ragnar sagði í inngangsorðum sínum á umræðufundi með nemendum og starfsfólki skólans að nauðsynlegt væri að háskólarnir í landinu væru virkir í skapandi og gagnrýnni umræðu um íslenskt þjóðfélag. Hann sagðist hafa fundið fyrir því í heimsókn sinni að innan Kennaraháskólans færi fram öflug umræða sem þyrfti að skila út í samfélagið. Hann minntist á brottfall úr námi, sem hann sagði sóun á orku og sköpunargleði. Það væri ekki aðeins félags- legt vandamál heldur einnig efnahagslegt. Forsetinn var fyrst spurður að því hvort hann ætlaði að gefa kost á sér til endurkjörs í emb- ætti forseta Íslands næsta vor. Hann sagði ákvörðunina ekki einfalda, í henni fælist skuld- binding til fjögurra ára. Hann sagði að fyrir síð- ustu kosningar hefði hann beðið með að gefa svar fram í febrúar eða mars en að hann bygg- ist við að hafa gert upp hug sinn fyrr að þessu sinni. Næst var forsetinn spurður um skoðun sína á styttingu framhaldsskólanáms. Hann sagði að aðalatriðið væri ekki að stytta námið heldur hvert innihald námsins og skólaverunnar yrði. Hann sagðist ekki finna fyrir því að Ísland hefði liðið fyrir það að fólk komi eldra út á vinnu- markaðinn hér en erlendis. Forsetinn sagðist ekki styðja kynjakvóta í há- skóla sem almenna reglu. Hann sagði þó hugs- anlegt að slíkur kvóti ætti við á ákveðnum svið- um og tímaskeiðum. Forsetinn sagði það uppgjöf ef skólagjöld ættu að vera svar við vanda háskólastigsins. Hann sagðist vilja sjá víðtæka umræðu um mál- ið og benti á að margt annað í skólakerfinu þyrfti að bæta. Ólafur Ragnar Grímsson á fundi með nemendum í Kennaraháskólanum Morgunblaðið/Árni Sæberg Uppgjöf ef skólagjöld eiga að vera svar við vanda háskólastigsins HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt í gær karlmann á fimm- tugsaldri í 4 mánaða fangelsi fyrir að svíkja út vörur að andvirði rúmlega 514 þúsund krónur út úr tveimur fyrirtækjum með því að nota falsað- ar úttektarbeiðnir á stolnum eyðu- blöðum sem hann komst yfir frá Vegagerðinni. Ákærði neitaði sök en dómurinn taldi það hafið yfir allan skynsam- legan vafa að hann hefði gerst sekur um brotin. Maðurinn hefur nær óslitinn sakaferil frá árinu 1980 og hefur hlotið yfir nítján dóma auk sátta. Flestir dómanna eru vegna umferðarlagabrota en fimm dóma hefur hann hlotið fyrir auðgunar- brot. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari dæmdi málið.Verjandi ákærða var Kristján Stefánsson hrl. Málið sótti Guðjón Magnússon fulltrúi lögreglu- stórans í Reykjavík. Dæmdur í fjögurra mán- aða fangelsi fyrir fjársvik BORGARRÁÐ samþykkti í gær bókun vegna undirskriftar viljayfir- lýsingar Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja og Norðuráls um orkukaup vegna stækkunar ál- vers á Grundartanga. Í bókuninni er sérstök athygli vakin á því að þetta er í fyrsta skipti sem reiknað er með að orku til stóriðjuverkefnis sé alfar- ið aflað með jarðgufuvirkjunum. Viljayfirlýsing Orkuveitu Reykja- víkur (OR), Hitaveitu Suðurnesja og Norðuráls um orkukaupin markar tímamót í tvennum skilningi, segir Alfreð Þorsteinsson, formaður borg- arráðs og formaður stjórnar OR. „Þetta er í fyrsta sinn sem ein- göngu er notaður jarðvarmi í jafn stóru verkefni í stóriðju. Hingað til hafa menn leyst orkuþörfina með samningum við Landsvirkjun og að langmestu leyti með vatnsfallsvirkj- unum,“ segir Alfreð. Þetta eru einnig tímamót í þeim skilningi að þetta er í fyrsta skipti sem önnur orkufyrirtæki en Lands- virkjun semja um alla orkuveitu til stóriðju, en það hefur ekki gerst frá upphafi, að sögn Alfreðs. „Menn telja sig hafa góða reynslu af gufu- aflsvirkjununum og mér þykir ekk- ert ólíklegt að framtíðin beri það með sér að gufuafl verði notað í auknum mæli í raforkuframleiðslu hér á landi,“ segir Alfreð. Tvöföld tímamót í orkumálum STARFSMENN Fornleifaverndar ríkisins fóru á mánudag ásamt Páli Pálssyni frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal og Huldu Þráinsdóttur, minjaverði á Austurlandi, að skoða rústir við Sauðá, skammt frá vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar, sem Páll fann nýverið. „Í sjálfu sér vitum við ekki enn þá nákvæmlega hvað þetta er, hvers konar rústir þetta eru,“ segir Krist- ín Huld Sigurðardóttir, forstöðu- maður Fornleifaverndar. „Þetta lít- ur út fyrir að vera mjög gamlar rústir, á svæðinu er þónokkuð af rústum. En á þessu stigi málsins er í raun lítið við þetta að bæta.“ Kristín segir að í vor þegar snjóa leysi verði rústirnar kannaðar nán- ar og þá reynt að aldursgreina þær. Hún segir ýmsar aðferðir notaðar til aldursgreiningar á Íslandi. T.d. sé stuðst við þekkt öskulög. Hún segir ekki tímabært að segja til um aldur rústanna að svo stöddu. Krist- ín bendir á að með kolefnarann- sóknum sé hægt að aldursgreina fornleifar með 50–100 ára skekkju- mörkum. Fornleifar kannaðar frekar í vor ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.