Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 41
ÞJÁLFARANÁMSKEIÐ KSÍ
KSÍ IV
7.-9. nóvember í Reykjavík og Reykjaneshöll
Knattspyrnusamband Íslands heldur ofangreint KSÍ IV þjálfaranám-
skeið í Reykjavík og Keflavík. Námskeiðið er fyrir þá sem lokið hafa
KSÍ III (C-stigi eða fyrri hluta D-stigs). Námskeið KSÍ eru bæði bókleg
og verkleg og því þurfa þátttakendur að hafa með sér útbúnað til
knattspyrnuiðkunar. Námskeiðsgjald er 14.000 krónur. Dagskrá nám-
skeiðsins má sjá á heimasíðu KSÍ (www.ksi.is).
Skráning er hafin á skrifstofu KSÍ sem veitir allar nánari upplýsingar
í síma 510 2900.
GÓÐ ÞJÁLFUN —
BETRI KNATTSPYRNA
ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í
handknattleik taka upp þráðinn í
Meistaradeild Evrópu á sunnu-
daginn. Þá taka þeir á móti
Vardar Sopje frá Makedóníu í
þriðju umferð riðlakeppninnar.
Leikurinn er Haukum ásamt
Vardar mjög mikilvægur, en lið-
in eru án stiga í riðlinum og
berjast um þriðja sætið sem gef-
ur þátttökurétt í 4. umferð
Evrópukeppni bikarhafa, sömu
keppni og HK-menn eru í en þeir
mæta Drott frá Svíþjóð í 3. um-
ferðinni.
„Við höfum alltaf lagt upp
með að leikirnir á móti Vardar
Skopje verði slagur um þriðja
sætið. Við verðum því að sigra
Makedóníumennina á sunnudag-
inn og helst nokkuð sannfærandi
því útileikurinn gegn þeim verð-
ur gríðarlega erfiður enda
heimavöllur liðsins algjör ljóna-
gryfja,“ sagði Viggó Sigurðsson,
þjálfari Hauka, við Morgun-
blaðið í gær.
Haukar töpuðu fyrir Barce-
lona, 36:26, á Ásvöllum í fyrsta
leik sínum í Meistaradeildinni og
fyrir Magdeburg, 34:26, í Þýska-
landi. Vardar Skopje tapaði fyrir
Magdeburg, 30:28, í fyrsta leik
sínum sem háður var í Makedón-
íu en í öðrum leik steinlá liðið
fyrir Barcelona, 41:19.
Haukar stefna á þriðja
sætið í Meistaradeildinni
„ÞAÐ þýðir ekkert að velta sér um of
upp úr vonbrigðum síðasta keppnis-
tímabils, heldur læra af því sem miður
fór og stefna ótrauð inn á beinu braut-
ina á ný á næsta ári,“ sagði Vala Flosa-
dóttir, stangarstökkvari, er Morgun-
blaðið sló á þráðinn til hennar til
Gautaborgar í gær. Vala var langt frá
sínu besta á síðasta sumri og náði t.d.
ekki lágmarksárangri til þátttöku á
heimsmeistaramótinu en þetta var
fyrsta stórmótið í frjálsíþróttum sem
Vala náði ekki lágmarksárangri á af
þeim mótum sem hún hefur stefnt á.
„Það voru vonbrigði að komast ekki
inn á HM, ég viðurkenni það, en nú er
bara að komast inn á kortið á nýjan
leik, framundan ólympíuár,“ sagði
Vala sem hefur æft grimmt síðustu sex
vikurnar eftir að hafa tekið sér síðbúið
sumarleyfi í lok keppnistíðar í haust.
„Ég hef ásamt þjálfara mínum farið
vel yfir ýmis atriði og reynt þannig að
læra af því sem misfórst í sumar.“
Vala segist fara í æfingabúðir til
suðurhluta Þýskalands síðar í þessum
mánuði og á hlýjar og sólríkar slóðir í
desember. Hún reiknar með að hefja
keppni á innanhússtímabilinu í lok jan-
úar. Síðan verði allt lagt í sölurnar fyr-
ir næsta sumar. „Ég tel mig vera á
réttri leið um þessar mundir, að
minnsta kosti finnst mér það,“ sagði
Vala sem vann bronsverðlaun í stang-
arstökki á Ólympíuleikunum í Sydney
fyrir þremur árum.Vala Flosadóttir
Vala stefnir ótrauð inn
á beinu brautina
DANSKI knattspyrnumaðurinn
Thomas Maale, sem lék átta leiki
með Valsmönnum í sumar, er geng-
inn í raðir danska 2. deildar liðsins
Hvidovre. Þetta gamalkunna félag
berst fyrir lífi sínu í deildinni en það
er í 15. sæti af 16 liðum í deildinni.
MICHAEL Owen verður ekki með
Liverpool í leiknum gegn Steaua
Búkarest í UEFA-bikarnum í knatt-
spyrnu annað kvöld. Meiðsli í ökkla
eru að plaga Owen og hélt hann ekki
með liðinu til Búkarest í morgun.
Gerard Houllier, stjóri Liverpool, er
bjartsýnn á að Owen verði búinn að
ná sér fyrir helgina en hans menn
taka á móti Manchester United á
Anfield á sunnudaginn.
BRASILÍUMAÐURINN Serg-
inho, sem leikur með Evrópumeist-
urum AC Milan, verður frá æfingum
og keppni það sem eftir er ársins en
hann meiddist illa á ökkla í leiknum
við Juventus um helgina.
NILS Johan Semb, landsliðsþjálf-
ari Noregs, valdi ekki John Carew,
leikmann ítalska liðsins Roma, í leik-
mannahóp sinn – sem mætir Spán-
verjum í tveimur leikjum um farseðil
á EM í Portúgal. Carew hefur ekki
verið í náðinni síðan hann gekk í
skrokk á landsliðsfélaga sínum eftir
æfingu og síðan svaraði hann ekki
símtölum frá norska knattspyrnu-
sambandinu. Semb sagði í gær eftir
að hann hafði valið 19 leikmenn, að
hann myndi láta Tore Andre Flo
leika í fremstu víglínu í leikkerfinu 4-
5-1. Það eru því ekki not fyrir Car-
ew.
ÞAÐ getur farið svo að Bryan
Robson, fyrrum fyrirliði enska
landsliðsins og knattspyrnustjóri
Middlesbrough, taki við knatt-
spyrnustjórastöðunni hjá Crystal
Palace. Robson var búinn að ráða sig
sem landsliðsþjálfara Nígeríu, en
hefur ekki enn fengið umsamdar
launagreiðslur hjá Nígeríumönnum.
FÓLK
Tryggvi segist alveg vera búinn aðfá nóg af knattspyrnunni í Nor-
egi og vill breyta til eftir að hafa leik-
ið sex ár með liðunum Tromsö og
Stabæk. „Ég hef sett stefnuna á að
leika í öðru landi á næsta tímabili,“
sagði Tryggvi Guðmundsson við
Morgunblaðið í gær.
Ítalskt 2. deildarlið og félag í
grísku 1. deildinni hafa spurst fyrir
um Eyjamanninn og sagði Tryggvi
að það gætu verið spennandi kostir.
„Tímabilið var ekki neinn dans á rós-
um hjá mér. Fyrst fótbrotnaði ég og
var svo frystur eftir að ég ákvað að
framlengja ekki samninginn. En ég
verð bara að treysta á fyrri afrek hér
í Noregi og svo umboðsmanninn.“
Tryggvi skoraði 36 mörk í 76 leikjum
með Tromsö og 23 mörk í 54 leikjum
með Stabæk.
Tryggvi kvaðst ekki hafa heyrt
neitt frá landsliðsþjálfurunum sem
þýðir að hann er ekki í landsliðs-
hópnum sem leikur við Mexíkó í
Kaliforníu 19. þessa mánaðar.„Ég er
með fleiri en einn umboðsmann á
mínum snærum og ég er því með all-
ar klær úti. Ég er opinn fyrir öllu svo
vonandi dettur eitthvað inn á borðið
en það eru nokkur mál í gangi. Ég vil
helst ekki vera lengur í Noregi og
stefnan er að prófa eitthvað nýtt,“
sagði Helgi Sigurðsson sem verður í
íslenska landsliðshópnum sem mæt-
ir Mexíkó. Helgi er að ljúka sínu
þriðja ári hjá Lyn en hann var áður
hjá Stabæk í þrjú tímabil. Félagi
Helga hjá Lyn, Jóhann B. Guð-
mundsson, er sömuleiðis laus allra
mála hjá félaginu um áramót en Jó-
hann, sem nýkominn er úr upp-
skurði, er að leita að nýjum vinnu-
veitendum.
Landsliðsmarkvörðurinn Árni
Gautur Arason yfirgefur Rosenborg,
þar sem hann hefur leikið undanfar-
in sex ár, um áramót og gengur
væntanlega í raðir Sturm Graz í
Austurríki en Árni er með tilboð upp
á vasann frá liðinu.
Bjarni Þorsteinsson er laus allra
mála hjá Molde í Noregi á næstunni
og hefur hann verið að kanna mark-
aðinn með umboðsmanni sínum í
Danmörku. AGF er eitt þeirra liða
sem Bjarni hefur verið orðaður við.
Ólafur H. Kristjánsson, aðstoðar-
þjálfari AGF, sagði við Morgunblað-
ið í gær að óskað hefði verið eftir því
að Bjarni fengi að koma til reynslu.
Félög á Ítalíu og í Grikklandi hafa spurst
fyrir um Tryggva Guðmundsson
Flótti frá
Noregi
FIMM af íslensku knattspyrnumönnunum í norsku úrvalsdeildinni
verða með lausa samninga við félög sín um næstu áramót og allir
hyggjast þeir róa á önnur mið og yfirgefa Noreg. Leikmennirnir sem
um ræðir eru Helgi Sigurðsson, Lyn, Tryggvi Guðmundsson,
Stabæk, Árni Gautur Arason, Rosenborg, Bjarni Þorsteinsson,
Molde og Jóhann B. Guðmundsson, Lyn.
Arsenal trónir á toppi ensku úr-valsdeildarinnar og er enn sem
komið er ósigrað í deildinni en sömu
sögu er ekki að segja í Meistara-
deildinni. Þar situr Arsenal á botni
B-riðils, hefur aðeins fengið eitt stig í
þeim þremur leikjum sem félagið
hefur leikið og verður að vinna alla
þrjá leikina sem það á eftir til að
komast áfram.
„Það má vel vera að tegund knatt-
spyrnunnar sem leikin er í Evrópu-
keppninni sé töluvert frábrugðin
þeirri knattspyrnu sem leikin er í
ensku úrvalsdeildinni. Altént höfum
við tekið litla áhættu í leikjum okkar
í Meistaradeildinni og það er eitt-
hvað sem við ættum ekki að gera.
Við höfum spilað deildarleikina af
mikilli ákefð þar sem við höfum sótt
hratt og spilað knattspyrnu eins og
við vitum að við getum en í Evrópu-
keppninni finnst mér oft eins og við
séum með handbremsuna á. Það
verður að verða breyting á því. Það
sem við þurfum að gera er að spila
okkar leik og sjá hverju það skilar
okkur,“ segir Bergkamp.
„Við erum í erfiðri stöðu í Meist-
ardeildinni þar sem við þurfum að
vinna alla þrjá leikina sem eftir eru
og að mínu mati er aðeins ein leið til
þess, spila okkar leik sem er blúss-
andi sóknarleikur.“
Heppnin ekki með
Arsenal það sem af er
Arsena tapaði illa heima fyrir Int-
er í fyrsta leiknum, en leikmenn liðs-
ins léku vel gegn Lokomotiv í
Moskvu, þar sem þeir voru óheppnir
að fagna ekki sigri. Þeir höfðu heldur
ekki heppnina með sér gegn Dyn-
amo í Kiev, þar sem þeir urðu að
sætta sig við tap.
Staðan er nú þannig í riðlinum að
Inter Mílanó og Dynamo Kiev eru
efst með 6 stig, Lokomotiv Moskva
hefur fjögur stig og Arsenal aðeins
eitt.
Bergkamp
vill hand-
bremsuna af
DENNIS Bergkamp, framherji Arsenal, vill sjá lið sitt leika sókn-
arbolta líkt og það hefur gert í ensku úrvalsdeildinni þegar það
mætir Dynamo Kiev í Meistaradeildinni á Highbury í kvöld. Berg-
kamp segir að Arsenal hafi leikið allt of varfærnislega í Meistara-
deildinni og ólíkt þeirri spilamennsku sem það hefur sýnt í ensku
úrvalsdeildinni.
Reuters
Leikmenn Arsenal í varnarvegg – Ray Parlour, Patrick Vieira, Thierry Henry, Robert Pires og
Dennis Bergkamp, er Teddy Sheringham, leikmaður Portsmouth, tekur aukaspyrnu á Highbury.