Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 05.11.2003, Side 4

Morgunblaðið - 05.11.2003, Side 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Mi›næturbörn er ein róma›asta skáldsaga 20. aldar og ger›i Salman Rushdie heimsfrægan í einu vetfangi. Hún hlaut hin virtu Booker- ver›laun ári› 1981 og sí›ar var hún valin besta Booker ver›launabók sí›ustu aldar. Mi›næturbörn hefur ævinlega lent í efstu sætum flegar valdar hafa veri› bestu og áhrifa- mestu skáldsögur allra tíma. edda.is Besta Booker bókin ÚTGÁFUFÉLAG DV var úrskurð- að gjaldþrota í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur. Óskaði félagið sjálft eftir því að verða tekið til gjald- þrotaskipta enda gæti það ekki staðið í skilum við lánardrottna sína. Blaðið mun koma út í dag á ábyrgð og reikning dótturfélags Landsbanka Íslands, sem ber heitið Hömlur. Ekki er búið að lýsa eftir kröfum í búið en Þorsteinn Einars- son, sem skipaður var skiptastjóri þrotabúsins, telur að heildarskuldir þess séu rúmlega 1.100 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins eru skuldir við Lands- bankann um 700 milljónir og er bankinn lang stærsti kröfuhafinn. Þorsteinn segir hans hlutverk að ná sem mestu verðmæti út úr félag- inu. Það hvíli háar veðkröfur á eign- um þess og sá aðili sem ráði yfir þeim kröfum sé valdamikill, sem sé Landsbankinn. Það hafi verið sam- eiginleg ákvörðun hans og stjórn- enda bankans að halda útgáfunni gangandi enda miklir hagsmunir að blaðið haldi áfram að koma út. Það hafi verið gert í því ljósi að vernda hagsmuni kröfuhafa, starfsfólks og annarra. „Það standa yfir samningaviðræð- ur við veðhafa um framhaldið,“ seg- ir Þorsteinn og ekki sé ljóst hvað gerist á næstu dögum. Stefnt sé að því að blaðið haldi áfram að koma út. Staðan hefur opnast Sigurjón Þorvaldur Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að reynt hafi verið að ná frjálsum nauðasamningum áður en útgáfu- félagið var úrskurðað gjaldþrota. Ekki hafi samist um það viðbótar- hlutafé sem til þurfti. Upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að eigendur DV kæmu með fjármagn inn í félag- ið, það hafi ekki gengið eftir og þá hafi verið rætt við forsvarsmenn út- gáfufélags Fréttablaðisins. Þegar búið var að leggja málið upp náðust ekki samningar. „Það er alveg klárt að bankinn er stærsti kröfuhafinn,“ segir Sigurjón en honum sé ekki heimilt að segja á þessu stigi hve há skuldin við bank- ann sé. Ekki er ljóst hve miklu Landsbankinn tapi á þessu gjald- þroti en Sigurjón segir að reynt verði að ná sem mestum verðmæt- um út úr félaginu. Hann vill ekki tjá sig með hvaða hætti það verður gert en segir stöðuna núna hafa opnast. Talsmaður Hamla, dótturfélags Landsbankans, segir að skoðað verði hvort ekki finnist aðili til að taka yfir reksturinn. Ætla forsvars- menn bankans að setja sig í sam- band við þá aðila sem eru áhuga- samir. Vilja gefa út svipað blað og DV Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins, hafði verið í viðræð- um við Landsbankann um að gefa DV og Fréttablaðið út af sama út- gáfufélaginu, Frétt ehf. Hann segir að staðan á DV hafi einfaldlega ver- ið þannig að ekki náðist saman og nægt hlutafé hafi ekki komið. Að- spurður hvort það séu vonbrigði hvernig fór segir hann þetta raun- veruleikann sem ekki þýði að syrgja. Gunnar Smári segir að eigendur útgáfufélags Fréttablaðsins séu að skoða alvarlega undirbúning að nýju blaði. „Við höfum ennþá fullan hug á því að gefa út blað með svipuðum hætti og DV en við höfum ekki út- fært þetta í smæstu atriðum.“ Starfsmenn DV fengu útborguð vangreidd laun klukkan þrjú í gær- dag. Klukkan sex síðdegis boðaði skiptastjóri fund með starfsmönn- um þar sem hann bað þá að mæta aftur til vinnu í dag til að gefa út eitt blað. Nauðasamningar mistókust Arndís Þorgeirsdóttir, trúnaðar- maður starfsmanna, sagði Lands- bankann tryggja laun blaðamanna og greiðslu fyrir dreifingu og prent- un. Hún vissi ekki um neinn sem ætlaði ekki að mæta aftur til vinnu. Fundur með starfsmönnum er aftur boðaður klukkan þrjú í dag þar sem skiptastjóri gerir grein fyrir fram- haldinu. Úgáfufélag DV hafði verið í frjálsum nauðasamningum við lán- ardrottna frá því félagið fór í greiðslustöðvun um miðjan septem- ber sl. Samningar við kröfuhafa snérust m.a. um að þeir fengju greidd 20% af verðmæti krafna sinna, tækju höfuðstól þeirra út í auglýsingum á verðlistaverði eða breyttu kröfum í hlutafé á genginu tveimur. Jafnramt var reynt að fá nýja fjárfesta að félaginu og auka hlutafé um allt að 250 milljónir króna. Síðasta föstudag óskuðu eigendur DV eftir framlenginu á greiðslu- stöðvuninni um viku á því enn var ekki gengið frá samningum. Átti Jón Finnbjörnsson, dómari við Hér- aðsdóm Reykjavíkur, að úrskurða um það síðdegis í gær en þess í stað óskaði félagið sjálft eftir að vera tekið til gjaldþrotaskipta. Útgáfusaga DV nær allt til ársins 1910. Hinn 14. desember það ár hóf göngu sína „Vísir til dagblaðs í Reykjavík“ og var ritstjóri og eig- andi Einar Gunnarsson. Nauðasamningar tókust ekki og DV úrskurðað gjaldþrota Morgunblaðið/Kristinn „BREYTINGARNAR sem nú hafa verið ákveðnar felast í því að seðla- flutningar verði í ríkari mæli en áð- ur verkefni viðskiptabanka og sparisjóða. Við vitum að þeir eru fullfærir um að sjá um þessa verð- mætaflutninga sjálfir,“ segir Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri hjá Seðlabanka Íslands, en eins og fram hefur komið, hefur Seðlabankinn ákveðið að hætta umsjón með 16 af 22 seðla- geymslum utan bankans. „Seðlabankinn einbeitir sér að þeim verkefnum sem honum eru falin í lögum um bankann. Í lög- unum segir m.a. að bankinn skuli sinna viðfangsefnum sem samrým- ast hlutverki hans sem seðlabanka. Bankinn hefur endurmetið margt í starfi sínu með hliðsjón af þessu og því sem við sjáum að gert hefur verið hjá seðlabönkum í öðrum löndum. Við höfum t.d. lagt af af- greiðslu gjaldkera sem var hér í húsi bankans og einnig falið verk- tökum vissa verkþætti,“ segir Tryggvi. Hann bendir á að umræddar seðlageymslur séu í eigu viðskipta- banka og sparisjóða og engin stöðugildi séu þeim tengd. „Þær eru venjulega hluti af geymslum þessara afgreiðslna banka og sparisjóða og það er ekki af kostn- aðarástæðum sem Seðlabankinn ætlar að breyta núverandi fram- kvæmd,“ segir Tryggvi. Að sögn Tryggva eru seðlaflutn- ingar og seðlageymslur öryggismál sem ekki mega vera á allra vitorði, s.s. tíðni ferða, flutningamáti og geymslustaðir. ,,Af öryggisástæð- um ræðum við þessa þætti ekki op- inberlega,“ segir hann. Farið að tillögu Sambands banka og verðbréfafyrirtækja „Á liðnu sumri bauð Seðlabank- inn Sambandi banka og verðbréfa- fyrirtækja (SBV) til viðræðna við starfshóp bankans um breytingar á seðladreifingu. Við ákvörðun bankastjórnar um fækkun þeirra geymslna sem Seðlabankinn hefur umsjón með var farið að tillögu fulltrúa SBV, sem komu bæði frá bönkum og sparisjóðum, varðandi fjölda og val á stöðum,“ segir Tryggvi. „Það var einnig farið að tillögu fulltrúa SBV um að ákveða í ljósi reynslunnar hvað yrði um þessar sex geymslur sem eftir verða. Bankar og sparisjóðir dreifa þegar sjálfir allri mynt og erlend- um seðlum. Það hafa átt sér stað margvíslegar breytingar í greiðslu- miðlun hér á landi og dregið hefur úr notkun seðla. Tveir af hverjum þremur seðlum sem Seðlabankinn setur í umferð fara frá aðalfjár- hirslu bankans. Samgöngur hafa einnig batnað til mikilla muna frá því sem áður var og öryggisflutn- ingar banka og sparisjóða hafa tek- ið framförum,“ segir Tryggvi. Aðspurður segir hann þessar breytingar ekki hafa þá þýðingu að peningaflutningar muni aukast. „Þetta felur einungis það í sér að þessir verðmætaflutningar verða í enn meira mæli en áður verkefni banka og sparisjóða og ekki er að vænta aukningar í flutningum. Á hinn bóginn er líklegt að sjóðsstaða banka og sparisjóða hækki smá- vegis.“ Hættir umsjón með 16 seðlageymslum utan Seðlabankans Bankar og sparisjóðir annist seðlaflutninga ALLS stunda um 12.300 nemendur nám í 80 tónlistarskólum hér á landi og eru 82% þeirra á grunn- skólaaldri, að því er fram kemur í niðurstöðum könnunar sem Félag tónlistarskólakennara hefur gert á starfi tónlistarskólakennara og þjónustu og umfangi tónlistarskóla. Fram kemur í könnuninni að færri börn eða 4.188 stunda tónlist- arnám á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni, þar sem 5.679 börn eru við tónlistarnám. Hlutfall barna á höfuðborgarsvæðinu sem eru við tónlistarnám er einnig töluvert lægra en utan höfuðborgarsvæð- isins. 22% grunnskólabarna á land- inu öllu eru í tónlistarskólum, 16% grunnskólabarna á höfuðborg- arsvæðinu og 31% utan höfuðborg- arsvæðisins. Hæst er hlutfallið á Austurlandi þar sem 45% barna á grunnskólaaldri eru í tónlist- arnámi. Í Reykjavík eru 14% grunn- skólabarna við tónlistarnám og hlutfallið er 12% í Hafnarfirði. Í samantekt skýrslu stjórnar Fé- lags tónlistarskólakennara kemur fram að skólagjöld í tónlist- arskólum séu mjög mismunandi en ekki komi fram nema að litlu leyti hvað fólgið er í þeirri þjónustu sem borgað er fyrir. „Niðurstöður sýna að skólagjöld fyrir nemanda í fullu námi á hljóðfæri eru u.þ.b. tvöfalt hærri á höfuðborgarsvæðinu en ut- an þess,“ segir í samantektinni.                                           Könnun Félags tónlistarskólakennara á tónlistarnámi Fleiri í námi á lands- byggðinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.