Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 39 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert hreinskilin/n, nútíma- leg/ur og raunsæ/r. Þú munt áorka miklu á komandi ári ef þú leggur þig fram. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagurinn hentar vel til við- ræðna um sameiginlegar eignir og ábyrgð. Þú munt hugsanlega komast að sam- komulagi um sameiginlega ábyrgð á barni eða gam- almenni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú færð einstakt tækifæri til að kynnast sjálfri/sjálfum þér. Einhver, sem þú átt í nánu sambandi við, er eins og spegill á sjálfa/n þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Veittu vinnuvenjum þínum athygli og íhugaðu hvernig þú getir breytt þeim til hins betra. Gættu þess þó að vera raunsæ/r í áætlunum þínum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gætir laðast að ein- hverjum, þér mun eldri eða yngri, í dag. Farðu varlega og mundu að saklaust daður getur alltaf þróast upp í eitt- hvað alvarlegra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er góður dagur til að gera langtímaáætlanir með fjölskyldunni og til að end- urskipuleggja verkaskipt- inguna á heimilinu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver þér eldri gæti gefið þér góð ráð í dag. Reynsla annarra getur veitt okkur nýja innsýn í hlutina. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Dagurinn hentar vel til verka sem krefjast einbeitingar og sjálfsaga. Þú ert tilbúin/n að leggja vinnu í undirbúning og huga að öllum smáatriðum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú færð mikið út úr vinnunni í dag. Verk sem tengjast út- gáfu- og ferðamálum, lög- fræði og framhaldsmenntun ganga sérstaklega vel. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ættir að gera fjárhags- áætlun og ganga frá ófrá- gengnum fasteigna- og erfða- málum. Leitaðu leiða til að létta á skuldabyrði þinni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert tilbúin/n að láta þarfir annarra ganga fyrir þínum eigin þörfum í dag. Það skipt- ir þig mestu máli að koma hlutunum í verk. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ættir að líta yfir farinn veg og skoða líf þitt gagn- rýnum augum. Spurðu sjálfa/n þig að því í hrein- skilni hverju þú þurfir að breyta. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Alvarlegar samræður um hugðarefni þín geta skilað góðum árangri í dag. Hugsun þín er skýr og raunsæ. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. NIÐURLAG Sólfagra mey! Nú seilist yfir tinda úr svölum austurstraumum roði skær. Nú líður yfir láð úr höllu vinda léttur og hreinn og þýður morgunblær. Svo var mér, Hulda, návist þín á nóttu sem nú er ljósið jörð á votri óttu. Vertu nú sæl! Þótt sjónum mínum falin sértu, ég alla daga minnist þín. Vertu nú sæl! Því dagur fyllir dalinn, dunandi fossinn kallar þig til sín. Hann breiðir fram af bergi hvítan skrúða, bústaður þinn er svölum drifinn úða. - - - Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 5. nóvember, er sextug María Bjarkar Árelíusdóttir, Lynghaga 17, Reykjavík. Af því tilefni efnir hún ásamt eiginmanni sínum, Steinari Berg Björnssyni, til fagnaðar í Oddfellowhús- inu við Vonarstræti kl. 18– 21. KRISTJANA Steingríms- dóttir og Guðrún Kr. Jó- hannesdóttir urðu Íslands- meistarar kvenna í tvímenningi um helgina eft- ir hörkubaráttu við mæðg- urnar Dröfn Guð- mundsóttur og Hrund Einarsdóttur, sem urðu í öðru sæti. Þriðja sætið kom í hlut Erlu Sigurjónsdóttur og Dóru Axelsdóttur. Alls tóku 24 pör þátt í mótinu og voru spiluð 92 spil. Síðasta spil keppninnar var til- komumikið: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 108 ♥ K3 ♦ D1042 ♣K10943 Vestur Austur ♠ K62 ♠ 4 ♥ ÁD964 ♥ G108752 ♦ K653 ♦ G987 ♣G ♣52 Suður ♠ ÁDG9753 ♥ -- ♦ Á ♣ÁD876 Eins og sést, stendur slemma í tveimur litum í NS. Dröfn og Hrund spiluðu sex spaða ódoblaða og fengu fyrir það 15 stig af 22 mögu- legum, en sigurvegararnir voru doblaðir í sama samn- ingi og það gaf 21 stig, eða „semitopp“. Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 6 spaðar ! Pass Pass Dobl Allir pass Kristjana vakti fyrst á al- kröfu og sýndi svo spaðann eftir tveggja tígla biðsögn Guðrúnar. Það er augljóst að Guðrún treystir sögnum Kristjönu, því hún taldi sig eiga nóg til að skjóta beint á slemmu við tveimur spöð- um. Og það var rétt mat. Hins vegar er austri mikil vorkunn að dobla með nán- ast öruggan slag á spaða- kóng, ÁD í hjarta og tíg- ulkóng hliðar. En slemman var skotheld. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Bd7 6. Be2 Rge7 7. Ra3 cxd4 8. cxd4 Rf5 9. Rc2 Da5+ 10. Bd2 Db6 11. Bc3 Rb4 12. O-O Rxc2 13. Dxc2 Be7 14. a4 Hc8 15. Bd3 h5 16. a5 Dc7 17. Db3 Rh6 18. Hfc1 Bc6 19. a6 b6 20. Bb4 Bxb4 21. Dxb4 De7 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslands- móts skákfélaga, Flugfélagsdeildinni, sem lauk fyrir skömmu í Mennta- skólanum í Hamra- hlíð. Sergej Movsesj- an (2645) hafði hvítt gegn Jóni Árna Halldórs- syni (2200). 22. Hxc6! og svartur gafst upp enda tap- ar hann liði bæði eftir 22... Dxb4 23. Hxc8+ Ke7 24. Hxh8 og 22... Hxc6 23. Da4 Dc7 24. Bb5 Kd7 25. Hc1. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HLUTAVELTA Morgunblaðið/Kristján ÞESSAR stúlkur héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri til styrktar Hetjunum, félagi langveikra barna, og söfnuðust 3.587 krónur. Þær heita Ágústa Dröfn og Auður Kristín Pétursdætur og Elva Rún og Eva Kristín Evertsdætur.      MEÐ MORGUNKAFFINU Ég myndi ráðleggja þér að draga svolítið úr kaffidrykkj- unni, Jónas! Nú hefurðu aftur gleymt að skrúfa fyrir vatnið á baðinu! FRÉTTIR Málmsuðufélag Ís- lands stóð fyrir Ís- landsmeistaramóti í málmsuðu laug- ardaginn 1. nóv- ember sl. í Borg- arholtsskóla. 24 keppendur voru skráðir til keppni og er það mesti fjöldi sem hefur skráð sig frá upp- hafi keppninnar en Málmsuðufélagið fagnar 20 ára af- mæli í ár. Í fyrsta sæti varð Páll Róbertsson með 628 stig, í öðru sæti með 573 stig varð Freyr Garð- arsson og í þriðja sæti með 544 stig varð Sigurður Guðmundsson. Aðal styrktaraðili keppninnar að þessu sinni er GASTEC ehf. en aðr- ir sem styrktu keppnina eru: Borg- arholtsskóli, Iðntæknistofnun, Fé- lag járniðnaðarmanna, Klif ehf., Ferrózink ehf., Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins, Ísaga ehf., Sindri, Ístækni ehf., Danfoss ehf., Héðinn ehf. og Teknís ehf. segir í frétta- tilkynningu. Páll Róbertsson, Íslandsmeistari í málmsuðu. Íslandsmót í málmsuðu Afmælisþakkir í tilefni af áttræðisafmæli mínu 26. október. Börnum, frændum, frænkum, góðum grönnum, gömlum vinum, nýjum, trúum, sönnum. Ég fyllstu þakkir flyt af alhugheitum. Sem glöddu mig með gjöfum, blómum, heimsóknum og skeytum. (Hjörtína) Kristín Gestsdóttir, Birkiteigi 6, Keflavík. KYRRÐARDAGAR Í SKÁLHOLTI í nóvember Upplýsingar og skráning í Skálholtsskóla, sími 486 8870, netfang: skoli@skalholt.is • 7.- 9. Kyrrðardagar tengdir tónlist Leiðsögn: Þorvaldur Halldórsson. • 14.-16. Kyrrðardagar tengdir Alfahópum en opnir öllum Leiðsögn: Ragnar Snær Karlsson, sr. Ragnar Gunnarsson. • 27.-30. Kyrrðardagar á aðventu Leiðsögn: Karl biskup Sigurbjörnsson. Biðlisti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.