Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 05.11.2003, Side 33

Morgunblaðið - 05.11.2003, Side 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 33 ✝ Gunnar AgnarHaukdal Jónsson fæddist í Höll í Haukadal í Dýrafirði 1. desember 1922. Hann lést á Drop- laugarstöðum í Reykjavík 27. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin í Höll, þau Ástríður Jónína Egg- ertsdóttir, f. 18. júní 1888, d. 22. mars 1969, og Jón Guð- mundur Guðmunds- son, bóndi og smiður, f. 19. ágúst 1886, d. 17. desember 1950. Börn þeirra hjóna voru, tal- in í aldursröð: Eggert Haukdal, f. 17. maí 1913, d. 14. okt. 1984; Elínborg Haukdal, f. 19. sept. 1916, d. 8. mars 1991; Guðmundur Pétur Haukdal, f. 15. jan. 1919, d. 2. febr. 1996; Magnús Þor- berg Haukdal, f. 20. nóv. 1920; Gunnar Agnar sem hér er kvaddur; Hákon Haukdal, f. 29. jan. 1925, og Sigríður Guðmunda Jónsdótt- ir, f. 23. júní 1931. Útför Gunnars Agnars verður gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Á hrollköldum vetrarmorgni fyrir fáum dögum, þegar fyrsta hrímhvíta slæða vetrarins skreytti fjallahring- inn og fölnuð laufblöð trjánna döns- uðu fram og aftur við bæjardyrnar, barst mér sú sorgarfregn, að frændi minn og jafnaldri, Gunnar Agnar Haukdal Jónsson, frá Höll í Hauka- dal í Dýrafirði, væri dáinn. Margt flaug í gegnum hugann. Frá blautu barnsbeini til fullorð- insára höfðu leiðir okkar legið sam- an. Margt skemmtilegt hafði gerst í stóra frænda- og vinahópnum á upp- vaxtarárunum í dalnum okkar fyrir vestan. Þá fannst manni Haukadalur iða af lífi og frjálsu fólki. Búið var á mörgum bæjum. Búskapurinn rek- inn af dugnaði og sjórinn sóttur af krafti. Líf og fjör, hvert sem litið var. Nú er öldin önnur. Þetta er bara gangur lífsins. Gunnar ólst upp á sínu ástríka bernskuheimili, Höll. Þar var nú oft glatt á hjalla. Systkinin voru mörg og alltaf fullt af aðkomubörnum þar í sveit á sumrum. Snemma gerðist hann liðtækur við búskapinn, líkt og bræður hans. Hann var snyrtimenni, söngelskur og ljúfur. Hann fékk góða kennslu í litla far- skólanum í dalnum. Fór í Núpsskóla og var svo einn vetur í læri hjá frænda sínum séra Sigurði Haukdal prófasti í Flatey á Breiðafirði og vann svo hjá honum sumarið eftir á Bergþórshvoli í Landeyjum. Þessi lærdómur skilaði honum vel í gegn- um lífið. Gunnar A. Jónsson var drengur góður. Bar mikla persónu og var heill til orðs og æðis. Hann hafði ákveðnar skoðanir og stóð fast á sínu. Hann var mikill sjálfstæðismaður og for- ingjarnir á þeim vængnum voru hans menn. Hefi ég engan annan þekkt, sem gat reiprennandi farið með heilu og hálfu orðræður þessara manna, svo vel sem hann. Gunnar var vel lesinn og fróður um margt. Stálminnugur. Spyrði maður hann um t.d. örnefni, skyld- leika fólks, ártöl o.s.frv. kom svarið um hæl. Eftir fráfall húsbóndans í Höll, Jóns Guðmundssonar, 1950, gerist æ þyngra fyrir fæti að halda búskapn- um gangandi, þótt allir leggi sig fram. Árið 1962 flytur svo fjölskyldan úr Höll suður. Kaupir íbúð á Rauðalæk 20 í Reykjavík. Þarna búa systkinin Eggert, Guðmundur, Gunnar og Sig- ríður áfram með móður sinni, Ástríði, en hún lést 1969. Nokkrum árum síðar flytja systk- inin í Bogahlíð 10, sem hefur verið þeirra heimili síðan. Þar er nú systir þeirra bræðra, Sigga frá Höll, ein eftir. Bræðurnir látnir, nú síðast Gunnar. Eftir að Gunnar flutti suður komst hann í góða vinnu hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Þá vinnu stund- aði hann meðan hann mátti. Hann hættir að vinna um sjötugt. Síðustu árin voru honum oft erfið. Fóru um hann ómjúkum höndum. Undir lokin dvaldi hann nokkur ár á sjúkrastofnunum, þar sem lífsneist- inn fjaraði út hægt og rólega. Þegar svo er komið verður dauð- inn líkn þótt alltaf sé erfitt og sárt að sjá á bak sínum. Að leiðarlokum þakka ég frænda mínu og vini, Gunnari Haukdal, fyrir skemmtilega æskuleiki og starfa, heima í sveitinni okkar, Haukadaln- um, dalnum, sem var honum svo ást- fólginn og kær, dalnum, sem gaf hon- um unað og sögu, sögu, sem lifir, þótt svalir vetrarvindar gnauði þar stund- um og fenni í gömul, gengin spor. Á kveðjustundu sendi ég og fjöl- skylda mín systkinunum frá Höll og þeirra ástvinum öllum samúðar- kveðjur. Farðu vel, vinur og frændi. Guð blessi þig. Jón Þ. Eggertsson. Gunnar frændi frá Höll í Haukadal í Dýrafirði lauk jarðvist sinni hinn 27. október sl. á Droplaugarstöðum, rétt rúmum mánuði fyrir 81. afmæl- isdaginn. Síðustu þrjú árin var hann sviptur vitsmunalegum tengslum við til- veruna af völdum hrörnunarhramms Elli kerlingar, svo að harmur vegna andláts hans víkur fyrir létti, og að nú sé friður í sinni eftirlifandi systk- ina og ættingja. Ég veit, að það er mikil birta yfir minningu hans, og í mínu hugskoti á hann stóran sess, sem helgast af því að njóta návistar hans og allra systk- inanna sjö, þeirra Eggerts, Elín- borgar, Guðmundar Péturs, Magn- úsar, Gunnars, Hákonar og Sigríðar, sumrin 1940 og 4́1 í Höll í Haukadal, að ógleymdum foreldrum þeirra, þeim Jóni Guðmundssyni bónda, ömmubróður mínum, og Ástríði Eggertsdóttur, konu hans. Fyrir utan að muna Hallarfólkið og búsmalann er umhverfið greypt í hugann, dalurinn með fjalladýrð sína, Hæðin til vinstri, þegar horft var frameftir, Kaldbakur nær kíló- metrahár fyrir botni, þá Kolthús- horn með sínum Vatnahjalla og loks Fellið, sem girðir dalinn vestan meg- in. Beint yfir Höllinni gnæfir Borgin efst á Fellinu, en þangað klifruðu bræðurnir allir með mig í eftirdragi einn sólríkan sunnudag í júlí fyrir 63 árum. Útsýnið var og er stórkost- legt, en jafnminnisstætt er, að þeir slógu upp konsert allir fimm, og sungu með háum tenór hver sína ís- lensku söngperluna. Nokkur umræða var um hver syngi hvað. Það man ég, að Eggi söng „Áfram veginn“. Kannski fékk ég að syngja „Gekk að heiman glaður drengur“? Ég veit að Gunnar frændi fær góða heimkomu. Frændsystkin- unum, þeim Magga, Háda og Siggu, sendi ég innilegar samúðarkveðjur, og undir það taka með mér fyrrver- andi smalar og vikalið í Höllinni forð- um, þær Ása og Gerður, systur mín- ar, Gylfi bróðir og Þórunn frænka. Sigurður Þ. Guðmundsson. Sumt fólk skilur eftir sig svo ljúfar minningar að það er unun að rifja þær upp. Auðvelt er að hverfa á vit þess liðna og kalla fram í huganum faðmlag, stroku um kinn, hlýlegt bros eða glaðan hlátur. Í dalnum mínum, Haukadal í Dýrafirði, var öndvegisfólk. Það var sjálfu sér nógt, þótt búin væru ekki stór og flestir yrðu að róa líka eða vinna inni á Þingeyri til þess að komast af. Eitt býlið bar einstaklega reisu- legt nafn, Höll, og hefur mér alltaf þótt það bera nafn með rentu. Í Höll bjuggu heldur engir kotungar. Mér fannst alla tíð að þar byggju sann- kallaðir aðalsmenn. Þar var rausn- arbragur á öllu. Gestrisni var þar annáluð og heimilisfólkið gaf sér æv- inlega góðan tíma til að spjalla. Þar var ekki farið í manngreinarálit, smælingjanum sinnt ekki síður en þeim sem meira mátti sín. Hugsan- legt er þó að hann Þorvaldur Garðar, þingmaðurinn okkar, hafi notið mestrar virðingar allra gesta því að Hallarfólk trúði á stefnu Sjálfstæð- isflokksins, öðrum fremur í Hauka- dal. Á mínu heimili fór leynt hvað kosið var og því fór ég stundum hjá mér í svona opinskárri pólitískri um- ræðu eins og var í Höll. Mér lærðist þó að allir mega hafa skoðanir, vert er að hlusta á aðra og ekkert mál er svo ómerkilegt að það sé ekki um- ræðuvert. Hún Ása mín, húsmóðirin hjarta- hlýja, blómadrottning Haukadals, konan sem öll blóm lifðu hjá, hafði verið vinkona ömmu minnar, þeirrar sem ég heiti eftir, og því fann ég æv- inlega til sérstakrar tengingar við hana og börnin hennar. Ekki síst hann Gunnar sem hér er kvaddur. Fáir búa nú í Haukadal, þótt enn séu þar gamlir, góðir grannar, og er þar öðruvísi um að litast en þegar tugir manna voru í dalnum, jafnvel hátt í hundrað þegar best lét. Í minni æsku var sá siður í heiðri hafður að á sumarkvöldum söfnuðust öll börnin í dalnum saman við barna- skólann og þá var farið í margs konar leiki, s.s. „fallin spýtan“, „sto“ eða „kýló“. Ekki spillti það ánægjunni þegar unga fólkið bættist í hóp okkar barnanna. Sumir voru viljugri við þetta en aðrir. Strákarnir í Sæbóli og Höll voru þar fremstir. Hvað þeir voru skemmtilegir! Rígfullorðnir menn á þrítugsaldri nenntu að leika við okkur grislingana. Þeir komust í guðatölu fyrir vikið. Á engan er þó hallað þótt ég segi að Gunnar minn í Höll væri þar fremstur í flokki. Mér er sem ég heyri dillandi hláturinn hans og sjái kímnina í augunum, kímni sem fól í sér góðvild og ein- lægni. Þegar ég var barn í Haukadal þá var þar öflugt mannlíf. Ekki er hægt annað en að nefna jólatrésskemmt- anirnar sem kvenfélagið Hugrún stóð fyrir milli jóla og nýárs. Þar mættust allir Haukdælir og Meðal- dals- og Sveinseyrarfólk þrátt fyrir að ganga þyrfti tveggja kílómetra leið frá Meðaldal og Sveinseyri. Eitt sinn man ég að frændi minn lítill var borinn í þvottabala á jólaballið svo að allir gætu verið með. Þegar búið var að ganga í kringum tréð bauð kven- félagið upp á súkkulaði og rjóma- tertu og Hjörleifur á Húsatúni spil- aði fyrir dansi á pínulitla harmóniku. Þarna dönsuðu allir saman, jafnt börn sem fullorðnir. Þegar ég segi dansa þá meina ég dansa. Við döns- uðum gömlu dansana. Fullorðna fólkið kenndi okkur réttu sporin, ekki síst áðurnefndir ungir menn. Við smástelpurnar vorum meðhöndl- aðar sem ungar dömur. Fullorðna fólkið kunni líka ógrynnin öll af dans- leikjum sem tilheyrðu „kokkinum“ og „marsinum“ sem gerðu þessar jólatrésskemmtanir ógleymanlegar. Á þessum stundum var Gunnar í Höll hrókur alls fagnaðar. Hann sýndi ótrúlega þolinmæði og natni við að kenna okkur fótamenntina, þéttur á velli og þéttur í lund, söngmaður góður, hinn besti drengur og traust- ur. Þegar Elínborg systir Gunnars dó fyrir mörgum árum hitti ég Gunnar í erfidrykkjunni. Hann hafði fengið sér eitthvað hjartastyrkjandi, þessi vinur, kom til mín um leið og hann sá mig, faðmaði mig þétt að vanda og sagði: „Komdu nú sæl, elskan mín. Þú lofar því, Stína mín, að skrifa um mig minningargrein þegar ég dey. Ha?“ Hann þurfti ekkert að pressa á mig til að ég segði já. Svo ljúft er mér að minnast þessa góða drengs sem ég á ekkert nema gott að gjalda. Mynd Gunnars í Höll er björt og vel geymd í hjarta mér. Megi hann njóta þess að vera laus úr viðjum líkamans og feta frjáls æðri stigu. Blessun Guðs fylgi honum. Kristín Jónsdóttir. GUNNAR AGNAR HAUKDAL JÓNSSON Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, sem andaðist fimmtudaginn 30. október sl., verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Ingibjörg F. Björnsdóttir, Guðjón Ragnarsson, Svava Björnsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Geir Magnússon, Sigríður Björnsdóttir, Axel Þórarinsson, Hallur Björnsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Örnólfur Sveinsson, Þórður Björnsson, Helga Á. Einarsdóttir, Lúðvík Björnsson, Halldóra Magnúsdóttir, Stefanía Björnsdóttir, Manit Saifa. Okkar yndislegi og ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og tengdasonur, STEINÞÓR EYÞÓRSSON veggfóðrari og dúklagningameistari, Víðilundi 7, Garðabæ, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 27. október, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 6. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á hjúkrunarþjónustuna Karitas. Eiríka Haraldsdóttir, Eiríkur L. Steinþórsson, Fjóla Þorsteinsdóttir, Þórarinn L. Steinþórsson, Rut Erla Magnúsdóttir, Margrét L. Steinþórsdóttir, Mogens Gunnar Mogensen, Steinþór Örn Helgason, Helena Sif Mogensen, Fjóla Eiríksdóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNLAUGS ÞORFINNSSONAR JÓNSSONAR. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar Siglufirði. Börn, tengdabörn, afabörn og langafabörn. Okkar innilegustu þakkir viljum við færa þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS PÁLSSONAR frá Norðfirði. Steinunn Jónsdóttir, Hallgrímur Hallgrímsson, Pálmar Jónsson, Thongkham Chaemlek, Þorsteinn Jónsson, Sólveig Þorsteinsdóttir, Unnar Jónsson, Ingibjörg Brynjarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, bróðir okkar og frændi, SIGURÐUR A. ÞORSTEINSSON, Borgarbraut 65A, áður til heimilis á Haugum í Stafholtstungum, andaðist á Sjúkarhúsi Akraness miðvikudaginn 29. október. Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 8. nóvember kl. 14.00. Jarðsett verður í Stafholtskirkjugarði. Laufey H. Helgadóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.